Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.12.1969, Qupperneq 6

Mánudagsblaðið - 22.12.1969, Qupperneq 6
6 Mánudagsblaðið Mánudagur 22. desefber 1969 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Síini rltstjómar: 13496- — Auglýsingasimi: 13496. Verð í lausasölu kr. 20.00 — Áskriftir ekki teknar. Prentsmíðja Þjóðviljans. Jólin — indælasta blekk- ingahátíð mannsins Þá er komið að jólum enn einu sinni. Borgin hefur skipt um svip, búðir eru fullar, björt Ijós í hverjum glugga, skreytt tré, vaxin í erlendri grund, brosandi forvitin börn mæna á glæstar jólagjafir stórverzlananna, almenningi léttir í skapi, enda löng hvíld framundan. Reykvískir kaupmenn, eins og kollegar þeirra um heim all- an, brosa sínu þreytta brosi, jafnframt því sem þeir undirbúa lokalotuna, tvo og hálfan dag af milljónaviðskiptum. Tómu búðirnar þeirra fyllast, vörur rifnar út og klingið í blessuðum peningakössunum hljómar sem fegursta sinfónía í eyrum þeirra. önnur stétt, grafalvarleg, gengur um götur hugsi. Þetta eru prestarnir okkar blesaðir, uppfullir af guðdómi. Þetta er líka þeirra útgerð, öll net skulu í sjó, Beitan er að vísu hin sama. Gamlar ræður eru dustaðar, nokkru sleppt, öðru bætt við, fátt frumlegt, en allt þó, að bezt verður spáð, þolanlegt. Annað augað mænir til himins, hitt á söfnuðinn, bæði, þegar tími vinnst til, í pyngjuna. Sumir fárast út í það, að jólin séu hátíð kaupmanna .Vera má að svo sé, en þau eru ekki síður hátið prestanna, gullvægt tækifæri til að guða á sálarglugga samborgaranna, biðjast skjóls I guðs nafni. Biskupinn okkar, yfirmaður safnaðarins á íslandi, tekur undir englakvak prestanna, þótt hann í raun vilji, að eigin sögn, hætta eða fresta jólunum í núverandi formi. Hann hefur margt til síns máls, þótt efa megi, að enn takist að fresta þesari hátið nú fr'emur eh fyrr. Jólin og guðspjallalestur eru, sem slík, góð hátíð og sjálf- sögð. Þau gleðja og hvíla allan almenning, rétta aðra úr kútn- um, eru tilefni fyrirgefningar og góðvildar í garð nágrannans. Stríðandi þjóðir fella niður þardaga einn eða tvo daga, aðrir fella niður vinnu. Islendingar ganga þó öllum framar. Jólin hjá okkur eru ein löng hátíð, með 1., 2. jafnvel 3. í jólum, alla hátíðlega og helga. Kirkjan vælir yfir mönnum alla daga, helgislepjan heldurvelli, jafnvel 2. daga jóla, þótt öll alþýða líti á daginn, sem dag skemmtana, dansleíkja og anars mannfagnaðar. Þjóðin slepp- ur úr leiðinlegri hvíld, hlakkar til mannfunda og gleði. Það eitt, að losna við útvarpið, yfirsönginn, prédikanir, andlausu hrópin úr kirkjustólum til guðs, er sú hvíld, sem allir þarfnast. Við höfum gert jólahátíðina að einhverri „þreyttustu" og útnýtt- ustu“ hátíð ársins. Húsmæðurnar eru uppgefnar, feðurnir langþreyttir, jafnvel börnin eru að missa áhugann á gullum sínum. En þrátt fyrír öll þau óþægindi, sem jólin skapa, eru þau sí- endurtekið tilhlökkunarefni. Ár eftir ár leggja menn á sig vök- ur, erfiði, útgjöld og mikla vinnu til þess að njóta þessarar hátíðar. Þannig er maðurinn gerður. Þótt hann viti fyrirfram hvað það kostar þá skal það samt endurtekið. Við skiptum ekki um eðli á einni nóttu þrátt fyrir aðrar framfarir. Við viljum blekkinguna, þó við vitum til hennar og finnum tilgangsleysi hennar. Jafnvel hörðustu efnishyggjumenn virða og meta jólin. Þau eru nú, eins og þau hafa verið um aldaraðir, enn rík- asti og bezt undirbúini þátturinn í eilífðarblekkingu og feluleik mannsins við msnninn sjálfan. H E RRAD EI LD Bækur frá Leiftri Pétur Most III: Pétur konungur. Sögurnar um dansk drenginn Pétur Most eru viöburðaríkar og skemmtilegar. Hann fer ungur að heiman, fátækur og vinalaus. En hann er hraustur og góður drengur og þess vegna ryður hann sér braut og kemst heill á sál og líkama gegn um margar þær hættur, sem öðrum hafa orðið að fjörtjóni. í þessari þeirra. sögu kynnist Pétur indverskum höfðingja, fer með honum á tígris- dýraveiðar og lendir eins og vant er í margvíslegum ævintýrum. Þaðan heldur hann til hafs, lendir í felli- byl og verður aðskila við skip sitt á ævintýralegan hátt. Hann ber að landi á ókunnri eyju og eftir smnd ardvöl þar kemst hann í kynni við sjálfa prinsessu eyjarinnar, og greinir sagan nánar frá kynnum Kr. 175.00. Drengurinn frá Andesföllum. Hann er lágvaxinn en hnellinn strákur og elst upp hjá afa sínum. Afi býr einsamall í kofa uppi í Andesfjöllum og mannaferðir eru ekki tíðar þangað upp eftir. Múl- dýrarekinn Ernesto kemur þó öðru hvoru. Þeir emn aldavinir, gömlu mennirnir. Drengurinn á engan að, nema afa sinn. Og þó er mikil saga að baki hans- En henni kynnumst við, þegar við lesum söguna um Drenginn frá Andesfjöllum. Kr. 175.00. ROME/BEIRUT RI0DEJANEIR0 MANILA Hin nýja Chestetfield filter fer sigurför um allan heim NýttChesterfield Filters WMÍ* ' ;-ÍÍ;:í:Í:í::0Í;Í0:i |f.Clgerðiw ecill ^PIHEGILLSKAU^ llÍÁ I i l

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.