Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.02.1970, Side 4

Mánudagsblaðið - 02.02.1970, Side 4
4 Mánudagshíaðié Mánudagur 2. febrúar 1970 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Simi ritstjómar: 13496- — Auglýsingasími: 13496. Verð í lausasölu kr. 20.00 — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans. Moggimi og ástand- iðíhelvíti Ef frá eru tekin London Times og The New York Times, þá mun ekkert af heimsblöðunum hafa jafn mikil áhrif á sviði al- þjóðamála og Morgunblaðið. Þetta er að minnsta kosti skoðun leiðarahöfunda Morgunblaðsins og eflaust útgáfustjórnar þess. Þau eru fá málin, sem blaðið hefur ekki látið til sín taka og vissulega gætir áhrifa þess á alþjóðasviðinu, ef trúa má blaðinu sjálfu. S.l. fimmtudag birti blaðið eina af þessum smekklegu og alvísu skoðunum sínum á sviði alþjóðasamskipta. Undir fyrir- sögninni „Hittir ömmu sína“, segir blaðið: „Herforingjastjórn- in í Grikklandi er nú að taka upp vinsamleg samskipti við Albaníustjórn, argvítugustu kommúnistastjórn í Evrópu, að Kreml-stjórninni meðtalinni. Þar hittir skrattinn ömmu sína“. Víst má heita, að leiðarahöfundar Morgunblaðsins munu öllu kunnari staðháttum neðra en efra, eins og þeir hafa sýnt, en svona nákvæma frásögn um aðstæður á þessum heimavelli þeirra hafa þeir ekki birt fyrr. Þetta er því skynsamlegra að nýlega eða næstum allt árið liggja nefndir frá íslandi betlandi Grikki að kaupa af okkur úrgangsfisk, sem er með öllu óselj- anlegur til annarra landa. Munu viðskipti þessi nema um 100 milljónum á ári og fara eilítið vaxandi. Grikkjastjórn fær frá sendiráðum sínum út um heim þegar í stað þýðingu á skoðunum áhrifamestu blaða á því, sem skeður og er að ske í Grikklandi. Efalítið fær hún þýðingu af þessum skrifum leiðandi blaðsins á íslandi og mun taka því með þökkum eða þögn og þolinmæði, að þetta stórveldi hér í norðri horfi með vanþóknunaraugum á milliríkjaviðskipti Grikkja og Albana. Dr. Bjarni Benediktsson frestaði því eins lengi og mögulegt var, að sparka Sigurði A. Magnússyni af blaði sínu, því hann óttaðist að Sigurður yrði þá einskonar martýr, sem sparkað hefði verið í pólitísku ofsóknaræði. Það eina, sem Bjarna tókst ekki að gera var að sparka anda SAMs af blaðinu, því hann heldur þar fullvel velli og virðist ætla að gera það um ókominn tíma. Kommúnistar um heim allan hafa jafnan gagnrýnt herfor- ingjaklíkuna í Grikklandi, en þó einkum í þeim ríkjum þar sem kommaflokkar eru starfandi en ekki ráðandi. Rússar hafa al- gjörlega látið innanlandsmál Grikkja afskiptalaus og sama máli gildir um flest þau ríki, þar sem kommúnistaflokkarnir eru allsráðandi. Kommúnistaflokkarnir og stjórnendur þeirra eru engir aular í alþjóðamálum. Þeir gera sér Ijóst hvað er raunsæi og fyrirlíta gagnslausa og heimskulega afstöðu, hroka og sjálfsbyrgingshátt í skrifum um mál eins og þessi. Vestrænar þjóðir, sem takandi er mark á hafa sömu aðferð. En kotríki á hjara veraldar, sem allt á undir því komið, að afurðir okkar seljist til ALLRA landa, er á annarri skoðun. En það hikar ekki við að hafa uppi stóryrði og dæma aðgerðir þjóða eins og Albana og Grikkja, sem þó smá séu, eru stór- veldi í samanburði við okkur. Það væri anzi gaman, að sjá hvaða rök ríkisstjórn Islands færði fram, ef Grikkir skyndilega hættu viðskiptum við okkur og neituðu fiskkaupunum. Rússar eru meðal skæðustu keppi- nauta okkar í sölu smáfiskjarins til Grikkja. Þeim yrði í lófa lagið að bæta Grikkjum þann fisk, sem þeir myndu tapa með stöðvun viðskipta. Og enn meira gaman væri að vita hve mikið magn Danir myndu nú kaupa af þessum fiski frá íslandi, eins og sagt er að þeir hafi lofað utanríkisráðherra okkar í stað atkvæðis okkar í Evrópuráðinu. Ætli Danir séu ekki búnir að gleyma því loforði nú, ef að við erum orðnir gagnslausir í umbótabrölti norrænu þjóðanna í Evrópuráðinu? Sigurður Bje^nason, ritstjóri Mbl., sagði fyrir mörgum árum, að eitt pennastrik í leiðara Moggans gæti fellt heila ríkisstjórn hér heima. Þessvegna, sagði Sigurður, verðurn við að hafa mikla aðgát i svo alvarlegum skrifum. Spurningin er nú sú: Gæti ekki svo farið, að Morgunblaðið felldi vitlausa ríkisstjórn með smekkskrifum sínum um við- skipta- og innanríkismál viðskiptaþjóða okkar? KAKALI SKRIFAR í HREINSKILNI Kvennaskólamálin alræmdu — Hvað er að? Konan í nú- tíma þjóðfélagi — Jafnréttisbrölt á vitlausum forsendum — Konan hlýtur að tapa — Horfir í óefni — Kynjajafnrétti — Hverfa kvenlegheitin? — Hvert stefnir? Vart var Rósinkranz-málið hlaupið skeið sitt á enda, fyrr en kvennaskólamálið fyllti hugi íslendinga og er enn eitt af um- deildustu endurbótum skólamála okkar. Um hvað deilt er og hvað veldur mestum hita er ekki alveg ljóst, þótt báðar hlið- ar notast við einstæð áróðurs- gögn máli sínu til framdráttar. Það, hvort nemendur Kvenna skólans eiga að hljóta stúdents- nafnbót að loknu máli skiptir víst þjóðina harla litlu máli. Kvennaskólinn hefur til þessa verið ágæt menntastofnun, kalii sínu trú, og hefur að námi loknu undirbúið nemendur sína fyrir þau störf, sem konum er ætluð af náttúrunnar hálfu, að vera ekki aðeins húsmóðir, held- ur sæmilega upplýstur félagi, sem veitt getur maka sínum all- bærilegar ánægjustundir, utan rúmgleðinnar og matarins eins saman. Jafnrétdsbarátta konunnar er ákaflega merkilegt og umdeilt mál. En það er jafnframt senni- lega eitt ruglingslegasta mál, sem maðurinn hefur enn orðið að leysa, og satt bezt sagt, etu Ienn ekki neinar líkur til þess, að þessi jafnréttisbarátta, verði nokkurntíma Ieyst á haldbæran hátt, enda eru ástæðurnar fyrir því einfaldlega þær, að kynin eru tvö, og þau er vægast sagt, talsvert ólík, og eins og Frakk- inn segir: vive la differance. Konan er í eðli og hegðan mjög ólík karlmanni. Hennar hlut- 1 verk er allt annað, hennar að- staða geysilega ólík karlmanns- ins, og útilokað, meðan því verður ekki breytt, að brúa þetta bíl eða Iagfæra misrétti með Iagastaf einum saman, eða regl- um, sem sum félög hafa miklar vonir um að semja um algert rétdæti. Nýtízkufólkið, jafnvel lærð- asta fólk, heldur því nú fram, að kynferðismálin milli kynj- anna, skipti nauðalitlu máli, en menntun og próf muni leysa konuna undan miskunnarlaus- um aga karlmannsins, jafnvel hreinni kúgun. Vera má, að rétt- lætiskennd okkar í þessum efn- um sé stundum hrjúf. Um það skal ekki deilt. En hlutverk karl mannsins er byggt á allt öðrum forsendum en hlutverk konunn- ar. Hennar er mikilvægt á öðr- um sviðum, sviðum, sem karl- manninum er óhægt eða útilok- að að starfa á. Heimili er mið- depill starfsferils flestra kvenna. Þær geta sinnt sumum störfum karla með ánægju, en flestar vilja þær í eðli sínu sinna þeim störfum, sem náttúran ætlaði þeim, umönnun barna og við- hald heimilisins, sem karlmað- urinn á að sjá fyrir að hafi nóg til alls er rekstur þess krefst. Andlega er kvenfólkið mjcg ólíkt karlmönnum, hugsun þeirra, óraunsæi, viðbrögð þegar skyndiatburðir gerast, eru venju- lega óhugsuð og órökvís, byggð á tiífinningasemi, fullyrðingum og barnslegum viðhorfum. „Stríð" segja þær, „hyrfu úr sög- unni, ef konan réði". Líklegt at tarna, eða hefur nokkur rann- sakað heipt kvenna, hverrar í annars garð þegar slettist upp á vinskapinn. Ætli þær yrðu lengi að draga saman her og herja á næstu þjóð, ef þær sjálfar réðu lögum í tveim þjóðum hverrar foringjar yrðu missáttir. Konur eru hatramari óvinir sín á milli en nokkrir karlar. Fæð milli kvenna er óskaplegri og sam- keppni þeirra meiri en nokk- urra karlmanna. Og ekki myndu þær batna ef um algert jafn- rétti yrði að ræða, eða þær kæm ust í meirihluta við kjörborðið. En þar hafa konur einmitt tæki- færið og flestar hafa þær skyn- samari sýnt áhugaleysi sitt og tómlæti, einungis vegna þess, að eðli þeirra vísar þeim óbeint frá þátttöku í störfum, sem þeim eru ekki ætluð. Það er sjálfsagt að auka rétt- indi kvenna. En það má ekki og á ekki að gera á kostnað eðlis hennar og tilveru. „Sama kaup fyrir sömu vinnu'' er slag- orð, sem verkakevnnafélögin hafa apað upp frá erlendum fé- lögum. En getur kvenfuglin unnið sömu störfin? eða eiga þær aðeins að sinna þeim létt- ari og veigaminni, en krefjast um leið algers jafnréttis? Eg held að konum þætti súrt í brot- ið ef þeirra réttindi og sérstöðu í lífinu almennt yrði hrundið og þær Iátnar búa við þær um- gengnisvenjur, sem karlar hafa sín á milli. Eg er kannske gamaldags, en ekki kann ég við það útlit og þá hætti sem skapazt myndu ef al- gjört jafnrétti kæmist á. Og okkur kæmi það vissulega stund um betur. Blómasalar myndu tapa vinnu sinni, því hver send- ir slíkri „karlmannsveru" blóm? Skartgripasalar sætu uppi með djásn sín óseld. Heimfylgdir hyrfu, kurteisi, utan venjulegrar yfirborðskurteisi dytti úr sög- unni, rómantíkin væri útdauð og í stað þess myndi verða æxl- ast á þann einn hátt, að sinna innibyrgðum fýsnum líkt og ger ist í dýraríkinu, lægstu gráðu. Maske yrði þetta heppilegra ástand, en hví ættu menn að stofna hemili, sem væri undir- okað af konu ár skyldna, því fá- ir mundu slíkir samningar verða haldbærir þegar mesti ofsinn er farinn úr samlífinu. Þótt konan, menntaða og sjálfstæða, gæti rutt úr sér Iatn- eskum spakmælum eða sagt manni allt um erfðakenninguna, eða efnasamsetningu manna og blóma, þá væri það ærið lítil huggun og yki I/tt hið mystiska seiðmagn kvenverunnar. Og kona, sem sæti yfir Einsteinsk- um hugarflækjum á kvöldin eða læsi reikningsflækjur stórmeist- ara yrði aldrei sá mótleikari á heimili, sem venjulegum manni fyndi ákjósanlegur. Það er líka sannprófað að flestar konur, til SAGT eru undantekningar, sem setið hafa Iangan skólabekk við nám, missa mikið af kvenleika sínum, verða ákaflega óintresant og harðmúlaðar. Jafnvel göngu- lagið verður hart og einbeitt, tilraunir þeirra til að líkjast karlinum, gera þær fráhrind- andi. Kvenlegheit er aðal kon- unnar, þótt skössunum og her- kerlingunum verði ekki útrýmt með öllum. Vitanlega eiga kon- ur að fá að menntast eftir vild. En þeirra svið er 90,% allt ann- að en karlsins. Það má að vísu benda á Madam Curie, en henn- ar líf og starf gerir ekki annað en vera undantekningin, sem sannar regluna. Kvenskörungar okkar, frá fornöld og miðöld- um, hafa hlotið gott orð sumar, en flestar orðið til bölvunar. Af þingkonum okkar, góðum og lé- legum eru ekki þau afrek fyrir hendi, sem krefjist þess, að þær sitji löggjafarsamkundur. Það má telja víst, að allt brölt kvenna síðustu áratugi og þó einkum þann síðasta undir yfir- skini jafnréttisbaráttu, hafi orð- ið þeim til annars en bölvunar og stutt að því að draga með öllu úr því, sem kvenlegt er og þeim eðlilegt. Þær hafa komizt langt í listgreinum, sem er þeirra svið. En þær teymast með „straumum" tízkunnar með þeim afleiðingum að 90% af þeim eru orðnar að paþetísku athlægi. Stuttu pilsin fara vel sumum ungum stúlkum, ein- faldlega vegna ágætra líkams- byggingar. En hve mörg prósent þola þau. Sjá menn nokkuð öm- urlegra en digurleggjaðar og læraþykkar ungpíur í pilsi, sem vart hylur blygðunarblett þeirra Það er aukunarleg sjón, en þessi grey vilja tolla I tízkunni hvort sem þær hafa efni á því eða ekki, líkamlega. Eftir hverju er verið að sækjast þegar allt er sýnt nema það, sem við vitum, að er eins svipað og hægt er á öllum kontun. Mín skoðun er sú, að konan sjái ekki sjálf á hvað hættulegri braut hún er hve hroðalegar af- leiðingar geta komið á eftir. Ef hún vill láta nota sig sem vel- launaða og hámenntaða skjóðu, sem nýta á sem þarfadýr, þá hún um það. Börnin verða látin á uppeldisheimili, kannske til fimm ára aldurs, en þá tekur ríkið sjálft við þeim og elur þau upp. Til hvers að stofna heimili með sambýliskonu, sem vaknar klukkan átta í vinnu og sezt aftur á kvöldin, þreytt eft- ir kaupstritið, ókvenleg og tæt- ingsleg — og Ies yfir manni viðburði dagsins, fréttir úr fræðastofnunum eða efnafræði- stofum eða nýjustu frumvarpa tíðindi um verkun þorsks. Fyr- ir mína peninga er gamla kerf- ið, þó með vissum endurbótum miklu vænlegra til góðs sambýl- is, ásta og fullnægjandi Iífs. Við skulum fara hægt í vélrænt þjóðfélag. Það myndi taka af okkur meira en það gæti gefið. Við skulum gera okkur Ijóst, að svo miklar breytingar eru nú að verða, að jafnvel vitrari konur óttast um framtíð sína og stöðu. Framhald á 6. síðu

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.