Mánudagsblaðið - 02.02.1970, Síða 6
6
Mánudagsblaðið
Mánudagur 2. febrúar 1970
Framhald af 8. síðu
verða að vera lifandi en ekki dauð,
líflaus og hálfsneypt yfir að birta
fréttir úr lífinu eins og það gerist.
Og enn hljóp á snærið fyrir Tím-
anum. Dr Jóhannesar-málið hljóp
af stokkunum og nú var skotmark-
ið enn hærra, þegar sjálfur æðsti
maður fjármála á íslandi, utan fjár
málaráðherrans, var tekinn til með-
ferðar. Bak við árásina stóð erki-
óvinurinn Tómas Karlsson, nýskip-
aður ritstjóri blaðsins, sem tók við
af Indriða, sem stendur í húsbygg-
ingum. Tómas gerði þarna eitt af
eftirtektarverðusm blaðamanna-
„trikkum", sem hér hafa lengi sézt.
Fyrirmyndin er erlend, þ. e., að
birta myndir af manninum uqdir
hinum ýmsu starfstitlum hans. „Á
víðavangi"-greinar Tómasar sem
hann birtir undir „T.K." höfundar-
merkinu, hafa vakið mikla athygli,
einkum stjórnmálalegs eðlis, en T.
K. er jafnframt þingfréttamaður
KAKALl
Framhald af 4. síðu
Þær gera sér ljóst að með þessu
brölti eru þær að missa þau
réttindi, sem þær búa við nú, og
eru svo vanar, að þær gera sér
hættuna ekki Ijósa.
Skólamálin eru ekki annað
en snar þáttur í þessari réttinda
baráttu og þau, eins og önnur
ómerkileg mál hafa nú orðið að
taumlausum flokkadrætti, skrif-
um og hatrömum deilum. Jafn-
vel krakkafífl, skólafólk, ryðst
á áheyrendapalla þingsins og
trufla störf - þar. Þingmenn
ganga til griða við fulltrúa þess-
ara barna, lofa betrun og bót
en rektorar hlaupa um götur að
leita að nemendum, sem sitja
ættu í tímum.
Það er komið í óefni þegar
sjálfur forseti annarrar deildar-
innar verður að fresta þingstörf-
um vegna hamagangs og frekju
slíkra óvita. Pallaverðir hefðu
átt að reka þennan lýð af pöll-
unum þegar þeir trufluðu störf
þingsins og kalla til lögreglunn-
ar ef þeim reyndist það ókleift
sjálfum. En eflaust er þetta
hluti af jafnréttisbaráttunni,
hluti af þeirri vitlausu stefnu,
sem enda aldrei nema í hreinu
sem endar aldrei nema í hreinu
Tímans og íhlaupaþingmaður.
Segja má, að penni Tómasar hafi
hreinlega dillað af kæti er hann
saxaði sundur fórnardýr sín, fór oft
á kostum. Og ekki gleymdi hann
business-hliðinni. Dr. Jóhannes og
mörgu störfin hans skreyttu forsíð-
una með rosaletri og blaðið flaug
út. Síðan kom æpandi fyrirsögn um
að: dr. Jóhannes svarar Tímanum
— og enn skömmu seinna: —
Tómas Karlsson svarar dr. Jóhann-
esi. Næstur var svo dr. Gylfi og
guð einn má vita hvar Tómas ber
niður næst, sagt er, að margir æðri
menn í andskotaliði Tímans sofi
illa um nætur og áhyggjufullar
frúr hinna æðri manna tauti upp
úr svefni: er Tíminn kominn út?
Alþýðublaðið viidi vera með í
leiknum, en tókst þó öllu ófimleg-
ar. Guðrún A. Símonar fór af stað,
sem harðorður og illskeyttur gagn-
rýnandi óperunnar, enda seldist
blaðið gjörsamlega upp, og blaða-
menn Alþbl. átu heitt þann dag-
inn, sem ekki er algengt. Síðan
hefur blaðið leitað að ýmsum
sensasjónum og verið í bölvaðri
klípu, einkum ef það vill gagn-
rýna „bitlinga" annarra framá-
manna, vegna þess, að sjálfir eru
þeir í allveikbyggðu glerhúsi. í
miðri viku vakti svo grein Njarðar
Njarðvíks frá Svíþjóð, auðvitað
um Figaró dálitla athygli, einkum
vegna þess, að hann krafðist þess,
að Þjóðleikhússtjóri segði af sér,
ein af þeim kröfum, sem lítt verð-
ur sinnt ef að líkum lætur. Vísir
reyndi fyrir sitt leyti að malda í
móinn m.a. með að birta viðtal við
ríkisráðtmaut í hljómsveitarmálum,
en það varð í rauninni ósköp venju
legt viðtal, án nokkurrar teljandi
æsimennsku. Morgtmblaðið sigldi
sömu brautina enda erfitt fyrir það,
að fara út af teinunum. Þó móðg-
aðist einn af blaðamönnum þess,
ÓIi Tynes, ungur og framgjarn mað
ur, sem taldi allt þetta „fjaðrafok"
(eitt af vinsælustu orðtökum Mbl)
ómerkilegt og reyndar ekki annað
en fóður handa kjaftakerlingum.
En reykvíska pressan er að lifna
við, þróunin er a.m.k. journalistísk,
hvað annað, sem um hana má segja.
Þeim fækkar óðum innan blaða-
mennskunnar, sem taka sig svo al-
varlega, að þeim finnist að hvert
orð, sem úr penna sínum drýpur,
vera speki ein og vísdómur. Þeir
eiga bezt heima í vísindaritum.
Framhald af 8. síðu
hamingjusnauðu Biafrabúum. Sjá
mátti að Björn hefur orðið fyrir
geysilegum áhrifum vegna volæð-
isins þar. Lýsti hann skilmerkilega
aðstæðum öllum, varð næstum
klökkur er hann rifjaði upp end-
urminningar þaðan. Frásögn hans
var víða einhliða, þótt sýnilegt sé
að allar frásagnir hans af hörmung-
um landslýðsins eru sannar og
hroðalegan; Hins gætti hann ekki
nógu vel, að slíkar hörmungar eru
ekki nýtt fyrirbrigði, þótt fátítt
eða jafnvel óheyrt sé, að svo marg-
ar milljónir séu í dauðahættu
vegna hungurs. Fréttir síðan hafa
borizt og verið staðfestar, að ástand
ið sé uggvænlegt, en þó ekki allt
eins voðalegt og búast mætti við.
Telja nú sérfræðingar og eftirlits-
menn, að það taki röska tvo mán-
uði að koma á tiltölulega „eðli-
legu" ástandi svo uppbygging geti
hafizt. Sjálfur Gowon hefur nú
aukið framlög Lagos stjórnarinnar
um tvo þriðju til að bæta úr hörm
ungunum. Um nauðganir og rán
er tómt mál að tala um. Þær eru
óendanlegt stríðsfyrirbæri og eru
þar allir jafnsekir. En frammistaða
Björns var ágæt og sannfærandi,
enda Björn viðurkennt ljúfmenni,
sem vissulega segir meiningu sína
án allrar hræsni eða yfirdrepsskap-
ar.
★
Bókaþáttur Markúsar Arnar
Antonssonar var all-þokkalegur,
val þátttakenda fjölbreytt en ekki
stórkostlegt. Áhugavert er að vita
hvað kennskukonur og skáld lesa,
svo ekki sé minnzt á gagnrýnendur
kvikmynda. En raunar svaraði þáf.t
urinn ekki upprunalegri spurningu
Markúsar sem oft reyndi að hefta
þátttakendur, sem vildu fara út af
laginu. Markús er næstum búinn
að ná hinu „prófessionala" fasi hins
reynda sjónvarpsmanns, heldur í
taumana án þess að rykkja og gætir
vel hlutleysis þess, sem á að spyrja
og stjórna.
★
Misskiljið mig ekki, en það er
skemmtilegt að þættir sjónvarpsins,
eins og sá, sem að ofan er getið,
hafa yfir sér blæ róseminnar. Þátt-
takendur taka sér sígarettu í munn
og eru því eðlilegri en ella. Ef-
laust hlaupa öfgafélög upp á nef
sér og krefjast þess, að slík nautna-
lyf séu bönnuð, sem auglýsingar, en
það er langt frá rétt. En trúandi
væri þessum öfgalýð til að heimta
bann.
★
Ósköp var hljómsveitarþáttur
Elfars Bergs þunnur. Þetta var bara
ekki neitt neitt, lagaval og spila-
mennska öll litlaus og lágkúruleg.
Þetta fólk virðist allt hálfdautt og
Mjöll Hólm kann ekki þá list að
„fronta" hljómsveit, þótt hún hafi
dálaglega rödd. Þetta var ekki út-
varpssending.
★
Beljégor, framhaldsþátturinn,
er mjög spennandi og alveg prýði-
lega unninn. Svona þættir ættu að
vera fleiri, því þeir njóta geysilegra
vinsælda og þeim fækkar óðum
þáttunum, sem mestra vinsælda
nutu.
★
Skattamálin í umsjón Eiðs
Guðnasonar voru vel þeginn þátt-
ur, svör skattasérfræðinga skilmerki
leg og fræðandi. Eiður er harður
spyrjandi, máske stundum einum
of einarður og hinn mesti mála-
fylgjumaður á þessu sviði. Hefur
hann eigin skoðun á hverju máli
og ómyrkur á að láta hana í ljós.
Einbeitni er sjálfsögð hjá spyrj-
anda, en einbeitni og harðskeytni
eru oft ekki heppilegir förunautar
ef ofgert er. En mikið skratti hlýt-
ur að vera gaman, að hafa skatta-
lögregluna og fjármálaráðherra og
yfirstjórn skattsins undir yfir-
heyrzlu. Eins gott að hafa framtal-
ið í lagi, Eiður.
NShkurs
tiir Anfangor *
Boainnöi ::íé/f -
Uieöom Heft!
FASCHiNG:
KOSTÖME.MAKE.UP
PRISUREN, RE2EPTE
SportRche Strick-
uná Hakelsacben
K iodermodo, ttchöno
Hancfarheiten
Borðpantaa/ir
í S/MA 17759
hötfáfrnÍAkó
H E R R A D E I L D
TILKYNNm
frá Stofnlánadeild landbúnaðarins.
Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu
1970 skulu hafa borizt bankanum fyrir 2b febrúar
næstkomandi.
Umsókn skal fylgja nákvæm lýsing á framkvæmd-
inni, þar setn meðal annars er tilgreind stærð og
byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn hér-
aðsráðunautar, skýrsla um búrekstur og fram-
kvæmdaþörf. svo og veðbókarvottorð. — Lánslof-
orð, sem veitt voru á síðastliðnu ári, falla úr
gildi 28. febrúar. hafi bankanum eigi borizt skrif-
leg beiðni um að fá lánið á þessu ári. Engin ný
skýrslugerð þarf að fylgja slíkum endurnýjunar-
beiðnum.
Sk'jöl, sem borizt hafa vegna framkvæmda á árinu
1969 og ekki voru veitt lánsloforð um á því ári.
verður litið á sem lánsumsóknir 1970.
Frá og með árinu 1971 mun Stofnlánadeild land-
búnaðarins í?era kröfu u’m. að teikningar, sam-
þykktar af Teiknistofu landbúnaðarins, fylgi með
lánsumsókn.
Reykjavík, 28. janúar 1970
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
STOFNLÁNA DEILD LAND-
BÚNAÐARINS.
■<$>