Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.04.1970, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 27.04.1970, Blaðsíða 5
\ tánudagur 27 april 1970 Mánudagsblaðið íslenzk verzlun í pólitískri úlfakrenpu Eftirfarandi grein birtist í 3. tbl. 30. árgangs Frjálsrar verzl- unar. Ritstjórn blaðsins leyfði okkur góðfúslega að endur- prenta hana, því hún lýsir tvímælalaust hinni almennu skoðun verzlunarmanna á afstöðu hins opinbera til viðskipta almennt. Um leið og við vekjum athygli á greininni, þá má geta þess að í sama tbl. Frjálsrar verzlunar, eru viðtöl um sama efni við ýmsa kunnustu leiðtoga í verzlunarstétt. — Ritstj. Verzlunar- og þjónustustarfsemi okkar íslendinga hefur nú í 33 ár búið við strangar verðlagshömlur auk alls kyns annarra hafta og hamla, þar af í 26 ár undir fána lýðveldis — og frelsis. Aðstæður verzlunarinnar hafa þó að sjálf- söglu verið breytilegar innan þess ramma, aldrei fullnægjandi en oft hraklegar. Verðlagshömlurnar voru fyrst settar 1937, þegar innflutningur var takmarkaður, og þá vafalaust talið nauðsynlegt að sporna við ó- eðlilegum hækkunum vegna ónógs vöruframböðs. Því ástandi Iauk skömmu eftir stofnun hins íslenzka lýðveldis, eftir heimsstyrjöldina síðari og síðan hefur nær óslitið verið fullnægjandi vöruframboð á íslenzkum markaði. Engu að síður hefur verðlagshömlunum verið beitt allt til þessa dags. Á sér það enga hliðstæðu í víðri veröld frjálsra menningarþjóða. En hvers vegna hefur þetta geng ið svo til? í ljósi sögunnar og reynsl unnar finnst aðeins eitt svar við því: íslenzk verzlun hefur Ient í þeirri ógæfu, að verða leiksoppur í þeim pólitízka darraðardansi um efnahagsmál þjóðarinnar, sem tröll- riðið hefur þjóðarbúskapnum alla ævi lýðveldisins. Vöruverðlagi hef- ur verið stiílt á bekk öndvert við kjör Iaunþega og það notað á eins konar vegasalt í tekjuskiptingu þjóðarinnar. Það er því mála sann- ast. að íslenzk verzlun sé í póli- tískri úlfakreppu. A.f því sem hér hefur verið sagt, má ljóst vera, að verðlagshömlun- um hefur ekki aðeins verið beitt þvert ofan í ríkjandi markaðsástand heldur einnig þvert ofan í efna- hagskerfið. Verðlagsþróunin hefur ekki verið metin með hag verzl- unarinnar, sem þjónustuatvinnu- vegar í huga heldur á þeirri for- sendu, að stjórn hennar væri tæki til að hafa jákvæð áhrif á kjör launþega Nú hefur svo hrapalega til tekizt, að framkvæmd verðlags hamlanna hefur haft þverö.fug á- hrif. í reynd hafa þau, ásamt öðrum ráðstöfunum, s. s. í tolla-, skatta- og lánamálum, verið undirrót ó- hagkvæmra innkaupa og þar með hærra vöruverðs en ella, lakari þjónustu en við eðlilegar aðstæður, hrikalegra skakkafalla af gengis- fellingum og loks beint viðskiptum úr landi langt umfram nauðsyn. Þetta ófremdarástand hefur sett verzluninni stólinn fyrir dyrnar og verkað sem hvati á smárekstur, sem reglu en hemill á í aðalatriðum stærri, hagkvæmari og þróttmeiri rekstur Þannig hafa verðlagshömlurnar verkað beinlínis til að rýra kjör Iaunþega á margvíslegan hátt, og þjóðarbúið hefur beðið stórtjón af, sem seint verður metið til fjár. Það er óhrekjanleg staðreynd, að góð aðbúð, velgengni og traust- ur hagur atvinnulífsins er forsenda þess, að þjóðin búi við góð kjör, og þróunin stefni fram á við. Þetta á að sjálfsögðu eins við hér á landi og hvarvetna annars staðar, og þetta á jafnt við um íslenzka verzlun og aðra íslenzka atvinnu- vegi, auk þess sem flestir aðrir at- vinnuvegir eiga að verulegu leyti viðgang sinn undir því, að verzlun- in standi fyrir sínu. Tekjur sínar fær verzlunin sem hluta af verði þeirra vöru, sem um hana fara, en aðbúð hennar er að öðru leyti háð sömu ögmálum og annarra atvinnuvega. Kjör verzlunarinnar verður því að meta á þeim grund- velli, að hún þjóni tilgangi sínum sem einn af máttarstólpum þjóðfé- lagsins. Þetta hefur ekki verið gert nú um áratugaskeið, og er raunar ekki svo um atvinnuvegina yfirleitt, þótt mismikið hafi brostið á eftir ýms- um atvikum. Enginn atvinnuvegur hefur þó verið knésettur svo sem verzlunin með opinberum aðgerð- um, og má vissulega segja, að þar hafi höggvið sá er hlífa átti, því hlutverk hins opinbera gagnvart at vinnuvegunum er að sjálfsögðu að stuðla að sem jafnastri og mest hvetjandi réttarstöðu og viðunandi aðbúð. Það er frumskylda stjórn- valda á hverjum tíma. Síðasta áratuginn hefur efna- hagsmálastefnan miðazt m.a. við aukið viðskiptafrelsi. í því efni hefur margt og mikið áunnizt, sem viðurkenna ber. Nægir þar að nefna síðustu aðgerðir til aukinna og bættra viðskipta út á við, sem stjórnarflokkarnir voru einhuga um. Það kom því vissulega mjög á óvart, að ráðherra Alþýðuflokks- ins skyldi fella rækilega undirbúið stjórnarfrumvarp um verðgæzlu og samkeppnishömlur, sem í megin- atriðum var sniðið eftir Iögum um sama efni hjá nánustu frændþjóð- um. Gætir í þessu gapandi ósam- ræmis, sem skrifa verður á reikn- ing Alþýðuflokksins. Þá var það ekki síður undrunarefni, að þing- menn Framsóknarflokksins skyldu einhuga snúast gegn frumvarpinu, gegn stefnu flokksins, enda for- sendur þess eðlis, að nánast var um fyrirslátt að ræða. Athugasemdir Framsóknarmanna hefðu vissulega haft jákvæðari áhrif á breytingatil- Iögunum við frumvarpið. Frum- varpið féll því annarsvegar af ó- trúlegum tvískinnungi Alþýðu- flokksins, hins vegar af einskon- ar loddaraleik Framsóknarflokks- ins. Það er því ekki ofsögum sagt, að verzlunin sé í pólitískri úlfakreppu. Eftir efnahagserfiðleikana 1967 og 1968 með tveim gengifelling- um, sem með sérstökum verðlags- hömlum voru látnar éta upp það litla fjármagn, sem verzlunin hafði undir höndum, og nú fall verð- gæzlufrumvarpsins, sem m. a. var ætlað það hlutverk, að koma inn- anlandsverzluninni á eðlilegan grundvöll, stendur íslenzk verzlun uppi fjármagnslaus, án nokkurrar teljandi uppbyggingarmöguleika, og jafnvel að verulegu Ieyti á helj- arþröm. Hún getur því ekki að óbreyttum aðstæðum gegnt því hlutverki sínu, að sjá íslenzkum neytendum fyrir fullnægjandi vöru úrvali á lægsta verði og véitt þeim eðlilega þjónustu. Hún getur ekki heldur verið íslenzkum framleiðslu atvinnuvegum sá stuðningur, sem ella væri og nauðsyn ber til ein- mitt nú og aldrei fremur en nú. En óbreyttar aðstæður þýða einnig aft- urför frekar en orðið er síðustu misserin. Það er útilokað að íslenzk verzlun geti nú svarað þeim auknu kröfum, sem til hennar eru gerðar, bæði vegna almennrar þróunar og meiri og minni nýrrar samkeppni við verzlun annarra þjóða, vegna inngöngunnar í EFTA, verzlun sem býr við gjörólíkar aðstæður á flest- um sviðum og hefur afl til fram- kvæmda. Fram hjá þessu verður ekki geng ið, hvað sem öllum hráskinnaleik líður. Hér þarf skjótar ákvarðanir og snör handtök. Það er í fyrsta lagi nauðsynlegt, að upplýsa hver til- gangur verzlunarinnar er, hver þátt ur hennar er í þjóðarbúskapnum, hvaða aðstöðu hún býr við og hver þörf hennar er, svo að hún geti fyr- ir sitt leyti stuðlað að framförum og bættum Iífskjörum þjóðarinnar. Það þarf að vinda að því bráðan bug, að kljúfa blekkingarvofuna, sem grúft hefur yfir verzluninni í áratugi í herðar niður. Og það verð ur einungis gert með sameinuðu og kröftugu átaki verzlunarinnar sjálfr ar og þeirra aðila, sem gera sér grein fyrir eðli málsins. Þetta er frumnauðsyn, eins og á stendur og vegna framtíðar íslenzks atvinnu- lífs í heild. En það verður einnig að taka upp þráð verðgæzlufrum- varpsins á ný og það án tafar með ótvíræðum aðgerðum, og jafnframt að koma fram leiðréttingum á öðr- um sviðum. Hvort tveggja er vandi, sem ekki verður skorazt undan, ef við ætlum að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð í sókn til betri lífs- kjaxa. Þeir, sem vilja koma greinum i Mánudagsblaðið hafi samband við ritstjóra eigi síðar en mið- vikudag næstan á undan útkomu- degi tustt j Leicht und schneH zum Selbermachen: #JMÖDE fOrden STRAND URLAUB t Rezepte im Mai: Spargei, Bmvíen, ddikato Salate t Gasuctrt:Diateste i Kobiiy-Schneiderin WortvoSe Preise! iS MAI1B70 v! atk'ins peir sem eiga mitki aöalvinningur . társins: " - EINBYLISHUS AÐ BRÚARFLÖT 5, GARÐAHREPPI ÁSAMT TVÖFÖLDUM BÍLSKÚR 205,5 FERM. FULLGERT SÖLUVERÐ UM 3 MILLJÓNIR KR.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.