Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.04.1970, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 27.04.1970, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 27. apríl 1970 ÚR SÖGU LANDS OG LÝÐS Móðir mín í kví. kví '66 Einu sinni var vinnukona á bæ, Hún hafði orðið þunguð, alið barn og borið út, sem ekki var mjög ó- títt á landi hér, meðan harðar skrift ir, sektir eða líflát vorú lögð við slíkum brotum. Eftir það bar svo til eitthvert sinn, að halda átti gleði þá, er vikivaki nefndist og alltíðir voru hér áður á landi, og var þess- ari hinni sömu stúlku boðið til vikivakans. En af því hún var ekki svo fjölskrúðug, að hún ætti skart- föt, er sambyði slíkum skemmti- fundi sem vikivakar voru á fyrri dögum, en var kona glysgjörn, Iá allilla á henni, að hún yrði þess vegna að sitja heima og verða af gleðinni. Einu sinni á málum, með- an gleðin stóð til, var griðkona þessi að mjólka ær í kvíunum með öðrum kvenmanni; var hún þá að fárast um það við hina mjaltakon- una, að sig vantaði föt að vera í á vikivakann; en í því hún sleppir orðinu, heyra þær þessa vísu kveðna undir kvíaveggnum: „Móðir mín í kví, kví, kvíddu ekki því, því; eg skal Ijá þér duluna mína að dansa í að dansa í." Griðkona sú, sem hafði borið út barn sitt, þóttist þekkja hér skeyti sitt; enda brá henni svo við.vísuna að hún varð vitstola alla ævi síðan. „Þu átt eftir að bíta ur nálinni64 Galdramaður er nefndur, sem Finnur hét; hann var svo forn og illur í skapi, að allir voru hræddir við hann. Þegar hann dó, vildi eng- inn, hvorki karl né kona, verða til þess að Iíkklæða hann og sauma utan um hann. Þó varð kvenmaður einn til þess að reyna það; komst hún ekki nema hálfa leið og varð svo vitstola. Þá gaf önnur sig til, og gaf hún sig ekki að því, hvernig Iíkið lét. Þegar hún var nærri búin, sagði Finnur: „Þú átt eftir að bíta úr nálinni." Hún svarar: „Ég ætlaði að slíta, en ekki bíta, bölvaður." Sleit hú síðan nálina frá, braut hana í sundur og stakk brotunum í iljar líkinu. Er þess ekki getið hann gjörði neinum framar mein. „Skemmtilegt er myrkrið64 í fyrndinni og allt til vorra daga var það landssiður að vaka yfir lík- um, og var það oftast gjört við ljós, ef nótt var eigi björt. Einu sinni dó galdramaður nokkur, forn í skapi og illur viðureignar; vildu fáir verða til að vaka yfir líki hans. Þó fékkst maður til þess, sem var hraustmenni mikið og fullhugi að því skapi. Fórst honum vel að vaka. Nóttina áður en átti að kistuleggja, sloknaði ljósið litlu fyrr en dagur rann. Reis þá líkið upp og mælti: „Skemmtilegt er myrkrið." Vöku- maður svarar: „Þess nýtur þú ekki." Kvað hann þá stöku þessa: „Alskínandi er nú fold, út er runnin gríma. Það var kerti, en þú ert mold, og þegiðu einhvern tíma." Síðan hljóp hann á líkið og braut það á bak afmr. Var það síðan kyrrt það, sem eftir var nætur. Mussumaðuriim í Útskálakirkju- garði Frásögn Jóns Sigurðssonar í Steinum eftir sögn Cecilíu Jónsdóttur, móður hans. Einu sinni var grafið í Útskála- kirkjugarði, — og var þar þá orðin timburkirkja, — norðan megin við hlöðin undir kirkjunni miðja vegu. En er þeir voru búnir að stinga upp fyrsm páltorfurnar, verður grafarmönnum heldur en ekki bilt við, því þar undir lá maður með hart á höfði og parruk, f mussu svartri og sortuðum stuttbrókum og mórauðum sokkum. Hann Ieit upp á þá. Þeir lögðu niður torfuna aftur og grófu annars staðar. Guðrún Gísladóttir, amma og fósturmóðir mömmu minnar, sýndi móður minni, hvar klekkirnir höfðu verið stungnir, eins og henni hafði verið sýnt. Ekki get ég með vissu getið til, hvenær þetta mundi hafa verið, en það heldur móðir mín það muni hafa verið um það bil, er amma hennar kom suður, eður hér um bil 1759, því hún heyrði hana tala um það sem þann hlut, er ný- skeður væri. „Upp koma svik um síðir66 Einu sinni var tekin gröf í kirkju garði á prestssetri nokkru; kom þar upp með öðrum greftri hauskúpa ein, og stóð bandprjónn gegnum hana. Prestur geymdi hauskúpuna, þangað til messað var næst helgan dag á eftir, Beið hann þess, að allt fólk var komið í kirkju, og festi hann þá hauskúpuna upp yfir kirkjudyrum. Eftir embætti gekk prestur fyrstur út með meðhjálp- urunum og hugði að þeim, sem út gengu. Þeir urðu einskir varir og gættu þá að, hvort nokkur væri eftir inni; en þar var kerling ein gömul mjög, sem bograði að hurð- arbaki, og varð að neyða hana til útgöngu. Drupu þá þrír blóðdrop- ar af kúpunni niður á faldtraf kerl- ingar. Hún mælti þá „Upp koma svik um síðir." Gekkst hún þ:á við því, að hún hefði ráðið fyrri manni sínum bana með því að reka prjón gegnum höfuð hans. Var hún þá ung og hafði átt hann nauðug og samfarir þeirra verið skammar. Konan bjó sjálf um líkið, og höfðu ekki aðrir hugað að því. Síðan hafði hún gengið að eiga annan mann, en hann var þá og dauður. Það er mælt, að kerlingu þessari væri drekkt, eins og gjört var mæðrum, er fyrirfóru börnum sínum. Hauskúpan Einu sinni var tekin gröf í kirkju garði, og kom upp mikill gröftur. En eins og vandi er, var hann lát- inn niður aftur með kistunni. Um nóttina eftir dreymdi konu kirkju- bóndans, að kvenmaður kæmi til hennar; hún kvað: „Gengið hef ég um garðin móð, gleðistundir dvína; hauskúpuna, heillin góð, hvergi finn ég mína." Síðan lét konan leita, og fannst hauskúpan fyrir utan kirkjugarð- inn, er hundar höfðu borið út úr honum, meðan beinin lágu uppi, án þess því væri veitt eftirtekt. Konan lét jarða kúpuna og svaf síðan í næði. Jv jálkarnir mínir6 Einu sinni var prestur á kirkju- stað. Hann hafði þann sið, að hann lét taka allan gröft, sem kom upp úr kirkjugarðinum hjá sér, og brenna honum. Einu sinni sem oft- ar var lík grafið að kirkju hans; kom þá fyrir gröfmr, og var hann hirtur af eldakonunni eftir boði prests. En með því gröfturinn hafði vöknað, annaðhvort af rigningu eða snjókomu, er hann var tekinn upp, gat eldakonan ekki brennt honum þegar og varð að hafa hann við eldinn og á hlóðarsteinunum til að þurrka hann. Meðan á þessu stóð, heyrði eldakonan, er hún var að elda í rökkrinu, að sagt var með veikri röddu einhvers staðar nærri hlóðunum: „Kjálkarnir mínir, kjálkarnir mínir. Þessi orð heyrði hún í annað sinn tvítekin. Fór hún þá að svipast um mannabeinin, er lágu kringum hlóðin hjá henni, hvað þessu mundi olla, en fann þar engan mannskjálka. Þá heyrir hún sagt í þriðja sinni með enn eymdarlegri röddu en áður: „Æ, kjálkarnir mínir, kjálkarnir mínir." Fer hún þá og leitar enn betur og finnur tvo samfasta barnskjálka, er þokazt höfðu af hlóðarsteininum ofan í annað hlóðarvikið og voru nærri farnir að brenna. Skilur hún þá, að svipur barns þess, er átti kjálkana, mundi ekki hafa viljað, að þeir brynni. Síðan tekur hún kjálkana og vefur þá í líni og kem- ur þeim ofan í gröf, er næst var grafið í kirkjugarðinum. Eftir það bar ekki á neinum reimleika. „Til fiskiveiða förum..." , Hvítasunnuferð m/s Gullfoss til Vestmannaeyja Frá Reykjavik 15.mai Til Reykjavikur 19. mai Verð frá kr. 4.040.- Allar nánari upplýsingar veitir: FARÞEGADEILD EIMSKIPS, SÍMI 21460 H.E EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.