Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.04.1970, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 27.04.1970, Blaðsíða 7
Mánudagur 27 apríl 1970 Mánudagsblaðið 7 Framtíðin leiftrandi björt! Framhald af 8. síðu. ö. o.: Það, sem áður hafði tekið milljónir ára, eða a. m. k. nokkur hundruð þúsundir ára, hafði nú gerzt á stuttu æviskeiði einnar kynslóðar, og á árabilinu 1960— L975 mun sagan hafa endurtekið sig, en að því sinni á aðeins 15 ár- um. Árið 1975 verður mannfjöld- inn á jörðinni orðinn fast að 4 milljörðum — fjórum þúsundum miljóna. Og mannkynið, sem þurfti alda- þúsundir til þess að nú núverandi fjölda, 3.500—3.700 millj., mun að öllum líkindum tvöfalda mergð sína á næstu 30—50 árum, og vera orðið um 7.000 millj. um næstu aldamót. þ.e. árið 2000, að því er Claus Jacobi telur, 6.000—6.500 millj, að áliti Anton Zischka, en „aðeins 5.965 millj. samkvæmt á- litsgerð Sameinuðu þjóðanna. Nið- urstaðan úr glerhúsinu á Manhatt- an, aðalbækistöövum óða apans, ber það reyndar greinilega með sér, að forsendur hennar eru í meira lagi hæpnar, þar sem hún er byggð á draumórum um að „fólkið sjálft" hafi komizt að raun um það af hyggjuviti sínu, að affarasælast muni reynast að létta af sér fram- færsluþunga t.d. með pilluáti og öðrum getnaðarvörnum, s. s. mjög aukinni iðkan og vinsældum hinn- ar gamalkunnu aðferðar Ónans, coitus interruptus, sbr. I. Mósebók 38; 9—10. Slíkt er vitanlega fjar- stæða, sem ekki verður tekin al- varlega, enda væri það þá í fyrsta => & t" ■ , skipti í veraldarsögunni, að múg- vizkan forðaði frá vandræðum. --'TiI fróðleiksauka má bæta því hér við, að fróðustu mannfjölda- hagfræðingar telja sig hafa kom- izt að þeirri niðurstöðu, að frá ár- inu 600.000 f. Kr. fram á síðustu ár, hafi alls fæðzt 77 milljarðar manna á jörðinni, og að það muni því láta nærri, að af öllum þessum fjölda, sem lifað hefir á jörðinni frá upphafi vega, hafi næstum þriðjungur séð dagsins Ijós síðustu þrjá aldirnar. ÓBREYTT ATHAFNASVIGRÚM Það er engum blöðum um það að fletta, að innan fárra ára mun fjöldi jarðarbarna verða orðinn geigvænlegur, og skiptir þá ekki meginmáli, hvort gert er ráð fyrir 5.565 milljónum eða 7.000 millj. eftir 30 ár. En lífsrýmið, der Leb- ensraum, mun verða nákvæmlega það sama og nú, eithvað nálægt 147.000.000 km’ að flatarmáli, og eu þá innhöf, stöðuvötn og ókönn u°’ heimskautalönd (um 10-14 milj. km°) talin til viðbótar þurrlendi jarðar. Höfuðstóll jarðlífsins, nátt- úruauðæfin, munu og ekki heldur hafa vaxið. Auk þess er afar senni- legt, má rauna telja víst, að á hann muni hafa gengið allverulega, svo og arðsemi hans. Brauðfýsnir óða apans munu hafa urgað f jölda dýra- og jurtategunda upp til agna. M. a. s. er ekki ólíklegt að velferðar- fiskur eins og loðnan kunni að hafa. gengið til þurrðar. „Við hlustum ekki í þvílíkt svart- sýnisraus", anza lýðræðissinnar og kommúnistar einum munni. „Vel- ferð vinstrimennskunnar ræður alls staðar í heiminum í dag, og for- ingjar okkar hém öllu mannkyni óendanlegu sældarlífi að unnum sigri yfir hinu illa í heiminum fyrir aldarfjórðungi! Þetta hlýtur því að reddast einhvern veginn". Ekki fer það á miili mála: Iýð- ræðið og kommúnisminn unnu fullnaðarsigur á „hinu illa í heim- inum" vorið og sumarið 1945, „tryggðu lýðræðinu heiminn" — í hið síðara sinnið —, og skuldbind- andi yfirlýsingar forsprakkanna um allsnægtaþjóðfélög frelsis, réttlætis, o. s. frv. skipta nokkrum þúsund- um. En hvort „þetta reddast ein- hvern veginn", það er enn ósönnuð tilgáta, sem tilhlaup forsprakkanna til efnda gefa ákaflega hæpin til- efni til þess að byggja á glæstar vonir. Afmr á móti er ekki nema sanngjarnt að geta þess þegar hér, að þessar vonir atkvæðapenings þeirra hlym að sjálfsögðu að hafa orðið allnokkuð veruleikabundnari, ef hann hefði ekki verið og væri alls ófær um að meta og vega þær hömlur, sem á því em, að atvinnu- lýðræðismenn standi við orð sín og eiða. Fyrsta skilyrði til þess, að loforð verði nokkurn tíma annað og meira en hjómið eitt, þarf það að hafa hvílt á hugsun, viti og vilja. En eigi að síður, nefndir og nefnda- nefndir hafa „setið að störfum", fmmvörp og álitsgerðir hafa fæðzt með hverju nýju tungli, framtíð- arheimur lýðræðis og annarrar vinstrimennsku er tekinn að varpa ljóm fram fyrir sig — og aragrúi atvinnulýðræðismanna hefir hirt s!i laun. „Það er engin vöntun á frá- bærlega heimildaauðugum bókum um sögu vitleysunn- ar og heimskunnar. Lesum við okkur til í siíkum heim- ildasöfnum um það, hvílík- um bábiljum, hversu hrylli- legum heilaspuna, hversu heimskulegri hjátrú mann- kynið hefir gengið á hönd í aldanna rás, þá gætum við freistast til þess að fyllast notakennd af tilhugsuninni um það, hversu dásamlega langt við höfum komizt á leið, og að álíta uppvakn- ingu ýmsra tilbrigða heimsk unnar með öllu fráleita sök- um hins rækilega og æðra menntunarkerfis okkar. En slík notakennd og slíkt trún aðartraust væri hins vegar aðeins sönnun fyrir okkar eigin heimsku.11 — Eugen Gurster: „MACHT UND GEHEIMNIS DER DUMMHEIT” (Artimes Ver- Iag; Zúrich und Stuttgart 1967), bls. 222. MEGAPOLIS Sérfrasðingar á sviði mannfjölda- vísinda hafa þegar fyrir fjórum ár- um vakið athygli atvinnulýðræðis- manna á afar sterkum líkum fyrir því, að árið 2000 muni um 70—90 af hundraði mannkynsins, sem þá muni telja 6—7 milljarða eins og að framan er greint frá, vilja búa í borgum, þ.e. minnst 4.200 millj., mest 6.300 millj. (nú um 1.100 millj.; þar af rúmlega 350 millj. í eymdarhverfum). Þess vegna sjá framtíðarfræðingarnir nú þegar móta fyrir börgarmörkum tröllauk- inna stál og steypuþyrpinga, sem um næstu aldamót munu hafa fellt sérhvert tré, kæft sérhvert strá á a.m.k. fimm stórflæmum hnattar- ins: 0 150 millj. Bandaríkjamenn, 50 af hundraði þeirra, sem vænt- anlega munu byggja Bandaríkin árið 2000, munu hreiðra um sig í þremur risaborgum — í Boswash" (frá Boston til Was- hington), í „Chipitts" (frá Chicago til Pittsburg) og í „Sansan" frá San Francisco til San Diego). £ 45 millj. Evrópumanna munu strjúka bílana sína innan þrí- hyrnings, sem ætlað er að tak- markist af borgunum Brússel, Köln og Amsterdam, og nefnd- ur hefur verið „Deltapol"; og V 30—50 millj. Indverja munu hringa hátignir sínar niður í rottubæli, sem ætlað er að nefn ast muni hinu tilkomumikla nafni „The Metropolitan Dts- trict of Calutta." Varla gerist þess þörf, að vekja athygli á því, sem hver skyniborin manneskja sér í hendi sér, að ef unnt ætti að vera að mæta slíkum firnum með árangri og forða frá ógnarafleiðingum þvílíkra búskap- arhátta, sem skammsýni og hugs- unarleti mannanna sjálfra hljóta ó- hjákvæmilega að hafa í för með sér, þá þyrfti nú strax að vera búið að gera fullkomna uppdrætti að lýðrasðisborgum framtíðarinnar eða jafnvel reisa. En hugmyndirnar um það, hvernig þessi fyrirtæki eigi að geta þrifizt, eru ekki einu sinni ril í stórum dráttum, þaðan af síður auðvitað í einstökum atriðum. Og hjá öllum, sem skilyrðislaust ber skylda til að Iáta sig verkefnin varða — atvinnulýðræðismönnum og félagsmálafrömuðum, skipulags- fræðingum borga og iðnrekendum — verður ekki komið auga á ann- að en „heimsþrúgandi úrræðaleysi" eins og hið víðkunna sérgreinar- tímarit „Baumeister" í Múnchen komst nýlega að orði, eða „allt og sumt, sem núráðandi skipuleggi- endur hafa mannað sig upp í að gera, fellur mætavel undir kafla- heitið neyðarúrræði'' eins og „Der Spiegel" hikar ekki við að fullyrða, og styður mörgum dæmum. SAMVERKAN ANDAGIFTAR OG SNILLDAR Það hlýtur ávallt að vera bæði læi '' usríkt og uppörfandi fyrir sanntrúað lýðræðisfólk að öðlast tækifæri til þess að dást að snilld Iöglega kjörinna Ieiðtoga sinna við urlausnir hinna ýmsu viðfangsefna, hvernig þeir „vinna" fyrir milljón- unum sínum, og virða síðan fyrir sér pappírslegar afurðir þvílíkrar á- reynslu. Hér á eftir gefur að líta örfá sýnishorn, tekin úr fréttadálk- um nokkurra heimsblaða nýlega, af hvílíkum árangri má ná með sam- stilltu átaki atvinnulýðrasðismanna, er vita nákvæmlega, hvernig búa ber að fylgi sínu til þess að það gefi af sér sem mestan og beztan arð: London: Borgarstjórnin hefir bann- að nýsmíði skrifstofubákna í miðborginni (The City); ríkis- stjórnin hefir aflað sér heimildar til þess að hindra að reist verði ný iðjuver í miklu þéttbýli nema með sérstöku leyfi. París: Lagður hefir verið aukafast- eignaskattur á allar nýbyggingar í miðborginni Stockholm: Borgarstjórnir víða í Svíþjóð hafa heimilað fjárveit- ingar til kaupa á óbyggðum Ióð- um og lendum í útjöðrunum. Haag: í HoIIandi er bannað að selja iðnfyrirtækjum lóðir og lendur, en hins vegar aðeins heimilt að leigja. Washington: Á yfirstandandi fjár- hagsari áformar Bandaríkjastjórn að verja .$ 300’ millj. til vamar vatnsmengun og $ 88,7 millj. gegn eitrun andrúmsloftsins enda þótt ’árlegur kostnáður við aðeins að halda í horfinu sé áætl- aður $ 20 milljarðar! Ef við, sem höfum gerzt svo djörf að láta í Ijós vissar efasemdir um að atkvæðakassar séu óþrjótandi uppsprettulindir vits og vizku, og erum ákaflega fá eins og kunnugt er, teljum okkur hafa ráð á að brosa illgirnislega að ofannsýndum tilburðum, þá hljótum við að við- urkenna, að við skuldum heimslýð- ræðinu verulegar upphæðir í skemmtanaskatt, þegar við veitum okkur þá ánægju að skoða tiltektir Bonndverga. Því að einnig þeir hafa „setið að störfum". Árangur- inn, „das Raumordungsgesetz", var birt fullfrágengið hinn 8. Apríl 1965 að afloknum feiknvíðtækum og langvarandi samningaumleitun- um við hagsmunasamtök af ýmsu tagi. Fyrsta uppkast þessa frumvarps til laga var gert þegar árið 1955, tíu árum áður! í endanlegum bún- ingi skartar lögverk þetta meining- arlausu slagorðarugli og pólitískum óskadraumum. Lítum bara á: • ,dComa ber þeirri skipan á yfir- ráðasvæði Sambandslýðveldisinj .....sem bezt þjónar frjálsri útbreiðslu persónuleikans í sam félaginu". (Já orðrétt svona á þýzkunni: „Das Bundesgebiet ist .... einer Entwicklung zuzufiihren, die der freien Ent- faltung der Persönlichkeit in der Gemeinschaft am besten dient."). 0 ..Tillit ber að taka til takmarks- ins um endursameiningu alls Þýzkalands". En verkið hefir upp á enn lýð- ræðislegri vinstrimennsku að bjóða, því að einnig þar, sem káfað er í viðfangsefnið sjálft, grillir varla í nokkuð, sem á Hitlersárunum hefði verið talið Geopolitik í smækkaðri mynd eða neitt það, sem „Politisc- hes Lexikon" skilgreinir undir at- riðisorðinu Raumordnung, heldur er svo að segja allt vafið sundur- slitnum strigaumbúðum og á nær óskiljanlegri skollaþýzku, s. s.: 0 „Hinar samgöngu- og aðdrátt- arlegu hugmyndir, þjónustu með flutninga- og birgðaöflun- arstarfsemi og hina áformuðu þróun, ber að samræma hverju öðru." 0 „Hin landbúnaðarlega nýting vel til fallins jarðvegs skal að- eins koma til álita í hinum skil yrðislaust nauðsynlega mæli til annarra nýtingarhátta". (Vegna þeirra, sem kunna að eiga erfitt með að skilja ofan- greinda orðaperlufesti, tel ég mig knúin til þess að láta þess getið, svona innan hæversklegra sviga, að þýðing mín tekur þýzka textanum (sbr. „Bundes-Gesetzblatt", I. 1965, bls. 306) langt fram um fegurð máls og stíls, svo og skýrleika í hugsun). ’ ’> ; Það vakti því síður en svo nokkra furðu, þegar hinn víðkunni sérfræðingur í landrýmisskipulags- I fræðum, Rossow prófessor í Ber- lín, nefndi þessa svokölluðu heild- arlagasetningu „ekki einu sinni hálf verknað, hvað þá heldur meira", enda varð þáverandi innanríkis- ráðherra, hinn dæmalausi Paul Lúcke, að viðurkenna, þvernauðug- ur þó, að lögin gætu tæplega talizt annað en áskorun. „Því að", mælti hann, „í ríki, sem stofnað er á sam bandsfylkjagrundvelli, brestur rík- isstjórnina lögaðildir." En það er sem betur fer ekki alls staðar í lýðrasðinu, að yfirvöldin bresmr „lögaðildir" til þess að vernda borgarana gegn yfirvofandi háska. T. d. hefir meirihluti sjálf- stæðiskrata í borgarstjórn Reykja- víkur, sem telur sig öruggan um a. m. k. 40% — fjörutíu af hundraði! — greiddra atkvæða á komandi kjósendavertíð hinn 31. Maí n. k., heitið því hátíðlega að geyma ekki miklar arsenikbirgðir við vatnsból höfuðborgarsvæðisins næsta kjör- tímabil, ef hann má nokkru ráða. /. Þ. Á. — Með litprentuðu sniðörkinni og hárnákvæmu sniðunum! — Útbreiddasta tizku- og handavinnublað Evrópu! — Með notkun „Burda-moden" er leikur að sníða og sauma sjálfar!

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.