Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.04.1970, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 27.04.1970, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 27. april 1970 Ritstjóri og ábyrgðarmaður. AGNAR BOGASON. Sími ritstjórnar: 13496. — Auglýsingasími: 13496. Verð í lausasölu kr. 25,00. — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans. Emil, frelsisglamrið og íslenzkir ólánsmenn „Þar að auki eru menn hér á landi orðnir hélfruglaðir af hugsunarlausu glamri um frelsi, mannúð, harðstjórn og önnur slík hugtök, sem venjulega missa alla merkingu á umferð sinni meðal almennings og verða ekki annað en innantóm orð". Að tarna eru orð Árna Pálssonar í einni af ritgerðum hans úr Skírni 1922, sem fjallar um Friðrik 1. Prússakonung og ein- ræðið. Þessi orð prófessorsins eru vissulega eins gildandi nu og þau voru þá, en nú er smátt og smátt að verða Ijóst, að hugsunarlaust glamur um frelsl, mannúð og önnur skyld víg- orð, eru að hefna sín grimmilega, ekki aðeins á Islandi heldur einkum og sér þar, sem þeim hefur verið mest hampað. Ef litið er í kring og ástandið skoðað í nágrannalöndum okk- ar, Norður-Evrópu, Englandi og Bandaríkjunum, þá er aug- Ijóst að öll þessi ríki eru nú að súpa seiðið af hugsunarlausu glamri sínu um mannúð og frelsi. I nálega hverju einasta ofan- taldra landa og álfuhluta hafa öfgaöflin, í nafni mannúðar og frelsis, splundrað þjóðfélaginu, en sumsstaðar í Austur-Evrópu hreinlega yfirbugað það, tekið öll völd og kúgað svo hinn heimska gjallandi meirihluta, þögla meirihlutan hans Nixons, til auðsveipni og hræðslu, drepið eða gert útlæga þá, sem reyndu að „vera góðir" og stökkt allri andúð á flótta. Víð þurfum ekki að leita langt til að sjá dæmin og nær all- staðar þar sem nú ríkir kommúnistiskt einveldi upphófst það með með glamri um frelsi, jafnrétti, mannúð ög réttindf. Þegar svo upplausn kom voru völdin gripin, en eftir sátu auðnuleys- ingjar með skorna vængi, taglskelltir og undrandi yfir vonsku heimsins. Við þurfum ekki að lýsa þessum löndum, þau má finna í öllum heimsálfum. Þessi alda hins óupplýsta og öfgafulla lýðs er að hefjast á Norðurlöndum og hennar gætir nú lítilega á íslandi. Skríll í gervi menntamana og ófullþroska nemenda gerir uppreisnir og mótmælir, skipar sér sess og krefst að sér sé hleypt í á- hrifastöður, jafnvel heimtar öll ráð í úthlutunarnefndum styrkja sjálfum sér til handa. Sænsku kratarnir og danskir bræður þeirra hafa löngum látið undan kröfum skrílsins til að halda embættum. Bæði þessi lönd eru að komast í vandræði, Danir orðnir nær alveg ósjálfbjarga fjárhagslega en Svíar tóra vel enn á auði sínum, iðnsnilli og jarðneskum gæðum. Þó er þar nú þegar farið að síga á ógæfuhliðina, því enginn máttur, sem þeir hafa á að skipa, ræður við taumlausar kröfur „almenn- ings“. Islenzkir lubbar, námsmenn í Svíþjóð, hafa nú óvirt þjóðina út á við og sýnt sitt rétta hugarfar. Þeir hafa rægt heimafólkið, hertekið sendiráðið og valdið skemmdum. I ráði var, að um helgina myndu sömu öfgaflokkar endurtaka skrílmenningu sína við önnur íslenzk sendiráð. Hér er um algjörlega óþol- andi þróun að ræða. Þessum ellevumenningum í Svíþjóð á þegar að víkja úr skóla, lögsækja þá, og refsa fyllilega. Þótt fátt gott megi segja um ríkisstjórnina þessi síðari árin, þá hef- ur hún vissulega dekrað við skólanema og stúdenta við nám erlendis. Þróunin virðist vera í þá átt og þá elfu stöðvar ekki núverandi ríkisstjórn þótt vildi. Hinsvegar hafa stjórnarvöldin, og þá sérstaklega utanríkisráðherra, sýnt þá eindæma rag- mennsku og bleyðuskap að þora ekki að hefjast handa er svo freklega er af sér brotið af hendi fárra stúdenta. Það er eins og þessi gamli og slitni ráðherra þori hvergi að beita valdi sínu með einurð, jafnvel ekki gagnvart þessum stúdent- um, sem rægt hafa og svívirt eigin þjóð á erlendum vettvangi. Til hvers erum við að brölta með svona gungur í embættum? Eru engin takmörk fyrir því hvað langt má ganga? Ráðherrann hefur áður sýnt skapleysi sitt og dindilshátt við skoðanabræð- ur sína á Norðurlöndum. Vonandi finnst honum að hann eigi hönk upp í bak Svía eftir að hafa lesið svívirðingar þær, sem aðalblöð þeirra hafa birt um land og þjóð, samkvæmt upplýs- ingum íslenzkra ólánsmanna þar í landi. KAKALI SKRIFAR í HREINSKILNI SAGT Tiltektir íslenzku stúdent- anna ellefu, sem tóku sendiráð okkar í Svíþjóð með ofbeldi, ráku starfsfólkið út en fulltrúa sendiherrans með valdi, hafa að vonum vakið nokkra athygli og varpað skugga á ísland og ís- lenzkt þjóðfélag í landi Svía, jafnvel víðar. Þetta er fólkið, eða hluti þess, sem hinn almenni borgari á íslandi er að kosta til náms. Svo virðist að fé því, sem nemendum er gefið, sé varið í flæking milli borga og opinber- ar agítasjónir gegn stjórnarfari á íslandi, samfara algengum lyg- um um ástand og aðstæður hér heima. í stuttu máli, hér er um landráðastarfsemi að ræða, of- beldi gagnvart skipuðum full- trúum okkar ytra, svívirðing um Iand og þjóð og erindrekstur fyrir kommúnista og hugsjónir þeirra. Framkoma íslenzkra stjórnar- valda er, eins og við mátti bú- ast, með endemum. Ráðherra sá, sem um málin á að fjalla, Emil Jónsson, hefur lýst yfir, að ekki mætti brúka vald til að koma þessum lýð burtu úr sendiráð- inu, heldur lempa þá og dekstra, og alls ekki höfða mál gegn þeim né ónáða á nokkurn hátt. Sendiherrann getur ekkert sagt nema sýnir sömu linkindina og mannleysuna og yfirmaður hans. Stúdentarnit hafa fengið aðstoð frá einum helzta leiðtoga komm- únista hér á landi og auðvitað heillaóskaskeyti frá ofstopahóp- um hér heima. Þetta er kölluð stjórn lands- ins, sem þanig kemur fram. Þessir stúdentar eru engrar samúðar verðir. Þá á hiklaust að reka frá námi, draga af þeim alla styrki og refsa þeim eins vendilega o6 lög mcela fyrir. Hér er um ekki annað en venjulega óbótamenn að rceða, menn, sem virða einskis allt það, sem gert er fyrir þá, og meta einsk.is þann styrk, sem þjóðin öll greið- ir til að þeir geti hangið við rtám. Þá bendir og allt til, að 11-menningarnir, séu útsendar- arar erlends stórveldis, enda voru fulltrúar þess ekki seinir að taka upp hanzkann fyrir þá, telja nauðsyn og sjálfsagt að of- beldi þetta hefði verið framið. Þó má telja jákvcett, að aðrir stúdentar hafa lýst megnustu andúð á þessu brölti og bera þeir hina mestu fyrirlitningu á þess- um aðgerðum. Hve lengi ætlar ríkið að þola það, að nokkrir öfgasinnar geri slík hervirki á eignum okkar ytra og hreki starfsfólk sendi- ráða okkar frá störfum? Ef dæma má eftir viðbrögðum ráð- herrans, þá eru hér ekki alvar- legir hlutir á ferðinni. Ráðherr- ann er hræddur að venju, þorir í hvoruga löppina að stíga og sýnir hið venjulega rakkageð sitt í embætti sem þjóðin treystir honum til að stjórna. Undanfarna áratugi hefur sá ferill stúdenta okkar sumra ver- ið þannig, að heita má með ó- dæmum að þegar hafi ekki ver- ið kippt í taumana. Mýmörg dæmi eru þess, að við höfum kostað þá í dýrt nám, en strax að prófi loknu hafa þeir ráðið sig til starfa erlendis vegna þess, að þeim hafa þótt ónógar tekj- urnar, sem böðizt hafa hér heima. f dag eru hundruðir stúdenta, sérmentaðra í ýmsum greinum, sem starfa ytra og neita að koma heim, eða greiða aftur þann kostnað, sem þjóðin hefur orðið að greiða fyrir menntun þeirra. Árlega heimta þeir meiri styrki og allskyns fríðindi fyrir þau eindæma af- rek að stunda nám, sem koma til að gera þá að hálaunamönn- um að prófi loknu. Ríkisstjórn- in hefur að vísu maldað í mó- inn en engar ráðstafanir hafa verið gerðar til að krefja þá reikningsskapar ef þeir hafa kosið starfssvið ytra. Hvaða skyldu ber Jón Jónsson verka- maður eða nokkur annar íslend- ingur að ala þessa pilta eins og þarfanaut á erlendum skólum þegar þeir neita að vinna á ætt- jörð sinni? Ekki eina einustu. Stúdentaóeirðir eru ekki óalgengar, en þær óeirðir hafa jafnan farið fram innan hvers lands en ekki breiðzt út til sendiráða viðkomandi þjóða og enn síður í því formi, sem nú varð. Nokkur dæmi eru þó um að frumstæðustu þjóðir eða námsménn þéirra þ.e. stúdentar frá svokölluðum Afríkulýðveld- um, hafa haft í frammi ofbeldi við sendiráð sín ytra, en það ofbeldi hefur aðallega verið framið til að mótmæla ástandi í heimalandi vegna stjórnar- skipta þegar einni stjórn hefur verið velt úr sessi en önnur villi- mannastjórn tekið eða hrifsað völdin. Hefir þá styrkur til hinna „útvöldu" stúdenta, sem fyrri stjórn hyglaði, jafnan verið tek- ið af þeim eða minnkaður til muna. Allar slíkar óeirðir og ofbeldi hefur jafnan verið barið niður, enda viðurkenna allir, að svona villimennska á engan rétt á sér. Það er auðvitað ekki til annars ætlazt en að íslenzkir námsmenn, frumstæðir og illa upplýstir taki sér svörtu „lýð- veldin" til fyrirmyndar. Andlega sviðið er ekki ósvipað, hugar- heimurinn næsmm sá sami. En það er ræfildómur íslenzka ráð- herrans og sífellt blíðalogn, sem hér veldur nokkrum áhyggjum. í stað þess að gera róttækar ráð- stafanir og sýna þessum piltum í tvo heimana er farið um þá einstæðum vettlingatökum og gert lítið eða ekkert úr öllu sam- an. Nú er Svíum skemmt og þeim líkar vel að geta lýst ástandinu á íslandi eins og þessar námsmannanefnur gefa í skyn. Jafnvel í fornum sögum þegar flestir framámenn í ís- lenzku þjóðfélagi vom eið- bundnir erlendum höfðingjum þótti það heldur lítilmannlegt að rægja þjóð sína erlendis, skipun landsmála eða þjóðkerf- ið í heild. Þessi betlilýður, sem felst undir stúdentsheitinu er því lægri og ómerkilegri þeim lægstu að hann svífst einskis þegar kemur að því að knýja rram kröfur sínar. Svíar eru komnir í nær óyfirstíganleg vandræði út af velferðarkerfi sínu. Hið svokallaða frelsi er að verða þeim ofurefli, því alls- kyns ódrættir hafa þar náð völd- um og velferðarríkinu er stór hætta búin Það er þvi ekki ónýtt fyrir þá, að þessi fámenni hópi)r innbrotsmanna, ruslat, til. í sendiráðinu og hengir rauða dulu á þá flaggstöng, sem ís- lenzki fáninn einn má blakta, rótar til í hirzlum og hefur í hómnum. Á íslandi eru mörg héruð læknislaus og fólkið býr við frumstæðustu hjálp ef sjúk- dómar eða slys herja. Erlendis sitja íslenzkir læknar I virðing- arstöðum, þéna vel og baðast í rósum. Ekki eitt einasta dæmi er þess, að íslenzkur stúdent svelti, hvorki andlega né líkam- lega. Þeir búa allir bærilega og hafa nóg til bóka og hnífs og skeiðar. Samt krefjast þeir lag- færingar og hóta illu ella. Því ekki að stöðva þá nú þegar. Þetta em ekki ómissnadi menn og ekki mun erfitt að fylla þau skörð, sem skapazt myndu, ef þeim væri hreinlega vísað heim og dl starfa á eyrinni. Alþingi hefur verið gott menntafólki. Skólar eru byggðir og alltaf er verið að auka tillög hins opin- bera tíl námsmanna. Þakklætið er það eitt, að ellefu skólanem- ar hertaka sendiráð okkar, hóta fleiri og róttækari ráðstöfunum og ófrægja þjóðina í heild. Er til þess nokkur ástæða að halda áfram þessum styrkjum? Síður Framhald á 6. síðu Hegnið llbyltingar"-skrílnum - Bítnikkar í námsmannagervi - Rógs herferð - Kostaðir til starfa erlendis - Gleði Svía

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.