Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.11.1970, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 09.11.1970, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur nóvember 1970 Séra Eiríkur á yogsósum Framhald Nýkvæntur bóndi í Vest- mannaeyjum, ungur og eínilegur, missti konu sína á þann hátt, að einu sinni sem oftar fór hún snemma á fætur, en bóndi var í rekkju. Hún fór að lífga eldinn a,Ö vana, en var nú lengur burtu en hún var vön, svo að bónda leiddist. Fer hann þá á fætur og fer að gá að henni og finnur hana ekki í bænum. Þá fer hann út um kotin að spyrja að henni, en enginn hafði orðið var við hana þann morgun, Er hennar nú lejtað með mannsöfnuöi þann dag og hvem eftir annan, og finnst hún ekki. Bónda varð svo mikið um hvarf hennar, að hann lagð- ist í rekkju og neytti hvorki svefns né matar. Liðu nú stundir fram, og var hann æ því aumari sem hann lá lengur, og féll honum það þyngst að vita ekkert, hvað konu sinni hefði orðið að bana, því vita þóttist hann, að hún mundi dauð vera, og líkast að hún væri kom- in í sjóinn. Héldu menn, aö bóndi mundi veslast upp og deyja, því að hversu sem menn reyndu „til. að hugga hann, var honum æ þyngra. Loksins kom einn kunningi hans til hans og mælti: „Ætli þú reyndir ekki til að fara á fætur, ef ég gæti ráðið þér það ráð, er von væri, að dyggði til, aö þú yrðir þess vísari, hvað orð- ið hefur af konu þinni?“ „Þaö vildi ég vinna til, ef ég gæti“, mælti bóndi. Mað- urinn svarar: „Hresstu þig nú, og far á fætur, og nærðu þig; far síðan á land og út í Selvog til Eiríks prests á Vogsósum; bið hann að grennslast eftir því, hvað orðið er af kon- unni“. Bóndi gladdist nokk- uð við þetta, klæöist síðan og matast og hressist smám saman, þar til hann treyst- ist að fara í land, og segir ekki af ferðum hans, fyrr en hann kemur að Vogs- ósum. Er Eiríkur þá úti og fagnar honum vel og spyr að erindum. Bóndi sagði sem var. Eiríkur mælti: „Ekki veit ég, hvað orðiö hefur af konu þinni; en ef þú vilt, þá vertu hér nokkra daga, og sjáum, hvað gjör- ist.“ Það þekkist bóndi. Líða nú tveir dagar eða þrír. Þá lætur Eiríkur leiða heim hesta tvo, gráa; ann- ar var dáfallegur, en hinn ljótur og magur. Þann hest lét Eiríkur söðla handa sér, hinn handa bónda og mælti: „Við skulum ríða út á sand“. Bóndi mælti: „Far- ið ekki á bak horgrind þess- ari; hann ber yður ekki“. Eiríkur lét sem hann heyrði það ekki. Ríða þeir nú af stað, en stormur var og regn mikið. Þegar þeir koma út fyrir ós, fer hinn horaði hestur að hvetja sporið, og dró fljótt undan. Bóndi reið eftir sem hann mátti, en Eiríkur hvarf hon- um brátt. Þó hélt hann á- fram, þar til hann kom út undir Geitahlíð að steinum þeim er Sýslusteinar heita, og skilja Árness- og Gúll- bringusýslur. Þar er Eirík- ur fyrir og hefur lagt bók allstóra ofan á hinn meh’i steininn. Ekki kom dropi á hana, og ekki blakti blað í henni, þó bæði væri húða- rigning og ofviðri. Eiríkur gekk andsælis kringum steininn og mælti eitthvaö fyrir munni sér og segir síðan viö bónda: „Taktu eftir hvort þú sérð konu þína koma“.. Kemur. nú fjöldi fólks utan að stein- inum, og gekk bóndi hring úr hring fyrir hvem mann og fann ekki konuna. Hann segir Eiríki það. Hann mælti þá við fólkið: „Farið 1 friði, hafið þökk fyi’ir hér- komuna“. Þeir hverfa búrt þegar. Eiríkur flettir nokkr- um blöðum í bókinni, og fór það eins. Þegar flokkur þessi er burt farinn, mælti Eiríkur: „Var hún alls ekki í neinum hópnum?“ Bóndi kvað það ekki vera. Þá roðnar Eiríkur og mælti: „Nú vandast ráðið, heillin góð; hef ég nú stefnt hing- að vættum öllum af jörð, úr jörð og úr sjó, sem ég íhan eftir“. Nú tekur hann kver úr barmi sínum, lítur í það cg mælti: „Eftir eru hjónin. J .B.á.uhhð“, Ha.nn leggur kverið ofan á bók- ina og gekk andsælis kring- um steininn og tautar sem fyrr. Þá koma þau og bera glersal milli sín; í honum sér bóndi konu sína. Eirík- ur mælti viö þau: „Illa gjörðuð þið að taka kon- una frá manninum; farið aftur, og hafið óþökk fyrir starf ykkar, og gjörið slíkt ei oftar“. Þau fara þegar, en Eiríkur brýtur glersal- inn, tekur úr honiun kon- una og bækumar og fer á þak með allt saman. Bóndi mælti: „Látið mig reiða konuna; hesturinn ber ykk- ur ekki bæði“. Ehíkur kvaðst mundu sjá fyrir því, fer af stað og hvarf austur hrauniö. Bóndi fer leið sina austur að Vogsósum, og er Eiríkur þar kominn, og um nóttina lætur hann konuna sofa í rúmi sínu, en sjálfur lá hann fyrir framan stokkinn. Að morgni bjóst bóndi til ferð- ar. Eiríkur mælti: „Það er ekki ráðlegt að sleppa kon- unni við þig svona, og vil ég fylgja henni heim“. — Bóndi þakkar honum. Fer prestur á bak hinum magra klár, setur konuna á kné sér og fer af stað. Bóndi fer eftir og vissi ekki fyrr til Eiríks, en hann kom út í Eyjar; þá er hann þar kominn með konuna. Hátt- ar bóndi hjá henni um kvöldið, en Eiríkur vakti yfir henni næstu þrjár næt- ur. Síðan mælti hann: — „Ekki er víst, að öllum hefði þótt skemmtilegt áð vaka þessar nætur og sízt í nótt“, enda var konunni ó- hætt héðan af. Meöan Ei- ríkur vakti yfir konunni, gaf hann henni drykk á hverjum morgni, og við það fékk hún aftur minnið, sem hún hafði áður alveg misst. Síðan fór Eiríkur heim og þá góðar gjafir af bónda. SjsSbjartEar Flóki Guðbjartur prestur flóki í Laufási var mestur kunn- áttumaöur á sinni tíð, en gjöröi engum mein með kunnáttu sinni, því að hann var góðmenni mikið. Þó ýfðist Hólabiskup við hann sökum galdraorðs þess, er lagðist á hann, og ætlaði sér að setja hann af embætti. Fór hann að heiman í þvi skyni með no-kkra presta og sveina, en þegar þeir voru komnir skammt að heiman, villtust þeir og vissu ekki, hvar þeir fóru; könnuðust þeir ekki við sig, fyrr en þeir voru aftur komniv heim að Hólum og gengnir til stofu. Biskup réð samt til ferðar í annað sinn, komst hann þá og menn hans norður á Hjaltadals- heiði; gjörði þar að þeim fjúk með stríðviðri og gaddi; þó var ratljóst. Varð þá öllum þeim, er í ferð- inni voru, snögglega mál að bjarga brókum sínum; en þegar þeir ætluðu áð standa upp áftur, gátu þeir það ekki; lá þeim brátt við kali og sáu sér loks ekki annan kost en að heita því fyrir til lausnar sér að snúa heim aftur. Ekki var laust við, að menn hentu gaman að ferð- um biskups ,en það gjörði séra Guöbjartur aldrei; kvaðst hann ætla, að bisk- up hefði ekki ætlað að finna sig, því að til þess hefði hann ekki þurft að hafa fjölmenni. Nokkru seinna var biskup á ferð við annan mann norður 1 Eyjafirði og gjörði þá ferð sína um leið heim til séra Guðbjartar; tókst honum það greiðlega og hitti svo á, að enginn var úti. Biskup gekk þegar til stofu; sá hann, að prestur sat við borð og studdi hönd undir kinn og hafði bók fyr- ir sér; biskup þreif bókina, en hvernig sem hann fletti henni, sá hann ekkert nema óskrifuð blöðin. Biskup spurði prest, til hvers hann ætlaði þessa bók; en hinn kvaðst ætla hana undir prédikanir. „Þú held ég ætlir það“, svaraði biskup reiðilega, „sem dýrkar djöf- ulinn.“ En varla hafði hann sleppt orðinu, fyrr en hann sá gröf með bláleitum loga, og stóð hann sjálfur tæpt á barminum, en grá hönd greip í kápulaf hans og ætlaði að kippa honum í logann. Rak þá biskup upp hljóð og mælti: „Fyrir guös skuld hjálpið mér, herra prestur.“ Rétti séra Guð- bjartur honum þá hönd sína og sagði: „Slepptu honum, kölski.“ Færðist þá allt í samt lag aftur. Prest- ur mælti þá: „Það er von, að óvinurinn sé nærri þeim, sem bera nafn hans í munni sér og biðja ekki um frið drottins yfir það hús, er þeir koma í; það er ég van- ur að gjöra, og þó berðu mér á brýn, að ég hafi sleppt réttri trú.“ Biskun mýktist nú nokkuð í máli. Töluðust þeir þá lengi við tveir einir og skildu síðan með vináttu; sagðist biskup vilja óska þess, að allir væru jafn-guðhræddir menn og Guðbjartur sinn. Aldrei bar á því endranær, að prestur beitti kunnáttu sinni. Þorkell hét sonur séra Guðbjarts; hann skrifaði fyrstu rúnabókina Grá- skinnu, er öll fjölkynngi var höfö úr á seinni öldum. Bók þessi lá lengi við skólann á Hólum, og lærðu sumir pilt- ar nokkuð í henni, helzt hinn fyrsta part, er var rit- aður með málrúnum. Var þar ekki kenndur galdur né særingar, heldur meinlaust kukl, eins og glímugaldur, lófalist og annað þess kon- Framhald á 6. síðu. Ef þú lítur í alheimsblöð ... er CAMEL ávallt í fremstu r©S'

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.