Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.11.1970, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 09.11.1970, Blaðsíða 6
6 Mánudagsblaðið Mánudagur 9. nóvember 1970 Nýútkomnar bækur Byrjendabókin Ferðir Dagfinns dýralæknis Samtímis því að sýningar hófust á kvikmyndinni um Dagfinn dýralækni í Há- skólabíói, sendi Bókaútgáf- an Örn og Örlygur litprent- aða bók um Ferðir Dag- finns dýralæknis á markað. Bókin er ætluð yngstu les- endunum. Hún er með lit- myndum á hverri síðu og lesmálið er prentað með stóru barnabókaletri. Dagfinnur dýralæknir í fjölleikaferð, fjórða hefti Þá er fjórða heftiö um Dagfinn dýralækni. í bók- inni segir frá því er Dag- finnur ræðst til ferða með fjölleikaflokki og sýnir þar tvíhöfðana, en lendir í fang- elsi fyrir að frelsa eitt dýr- anna þar úr prísundinni. Töfrabifreiðin Kitty — Kitty — Bang — Bang Það hafa fleiri bækur verið kvikmyndaðar heldur en Dagfinnur dýralæknir. Má þar til nefna söguna um töfrabifreiðina Kitty — Kitty — bang — bang, eft- ir þann fræga mann, Ian Fleming. Kitty mun senni- lega verða jólamynd í einu kvikmyndahúsa Reykjavík- ur á þessu ári. Ólafur Stephensen þýddi og endursagði söguna um Kitty. Glerbrotið — eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson Þetta er gullfalleg barna- bók. Hún segir frá lífi barna í sjávarþorpi, búskap í tótt- arbroti, vináttuböndum, sem bresta um skeið sökum mikilla freistinga, og að lok- um segir hún frá langþráð- um sáttum, eftir að mikil saga hefur gerst. Örlaganóttin — þriðja bókin um múmíuálfana í Örlaganóttinni segir frá ægilegu flóði, sem færir allt í kaf í Múmíudal. Allt fer á flot, múmínálfarnir líka og þá er að bregðast rétt við vandanum. En þeir eru ekki þeir einu sem berast á öld- unum um Múmíudal, þar er fleira á ferðinni. Örlaganóttin er sett í Prentsmiðju G. Benedikts- sonar hf., prentuð í prent- smiðjunni Viðey og bundin í Bókbindaranum hf. Framhald á 8. síðu. Leikdómur Framhald áf 3. síðu. tjalds er ,,hún“ (Agnes) er að eiga barnið, sem Bessi afgreiddi með afbrigðum vel. Skapskipti eru mörg og ýmsar hliöar eiginmannsins krefjast hámákvæms leiks þar sem leikarinn verður að kafa djúpt í skjóðu reynslu sinnar. Sóló-atriðin sem voru einna erfiðust, voru og leikin af listrænni hógværð og sloppiö við „stjörnuleik“ með öllu, þann sjúkdóm, sem drepið hefur margann Hamlet-inn, dárað margan Rómeóinn og drekkt margri Júlíunni á tómri „hér-er-ég-sjáiði“ sviðstúlkun. Góöur gaman- leikur er oftar en talið er jafnvandamikill og harm- leikurinn, hvað of fáir leik- arar skilja. Bessi, í stuttu máli, afgreiðir hlutverk sitt af einstakri prýði og sóma. Ekki var trúa mín mikil á því, að Sigríður Þor- valdsdóttir myndi brjóta nokkuð blaö í hlutverki Agnesar. Nú er bezt að játa strax, að ég hefi svonefnt almenningsvit á söng sem slíkum. Mætti nánast kalla það gripavit, með þó þeirri vafasömu undantekningu, að ég get aldrei hlustað á kvartettinn úr Rigoletto án þess að hlæja, sem er þó nokkur vorkun, því þann kvartett sá ég í fyrsta skipti vestur í Ameríku og þá söng Danny Kaye öll hlutverkin. Hlutverk Agnesar er ekki síður vandmeðfarið en hlut- verk ,,Hans“. Sigríður reif sig nú upp úr meðal- mennsku 1 hón hinna vel metnu leikara. — Frú- in sýndi þama þá hlið hæfileika, sem er með öllu óþekkt og virtist bókstaf- lega endurfæðast í hlut- verki sínu. Röddin er lag- leg og einkar viðfelldin, náði vel fram, fasið glæsi- legt, hreyfingar og svip- brigði hvert ööru betur unnið og hárnákvæmt, án alls stirðleika viðvanings- ins, sem er að vanda sig. Þá hefur Sigríður þann kost, að vera einkar falleg, og þeim kosti fylgir annar og betri, að andlit hennar tek- ur vel sviðsljósin og gerir hana fallegri en ella. Vöxt- urinn er og bæöi fallegur og sexý, enda tókst henni frábærlega í burlesque-at- riðinu, sem mikla hrifningu vakti. En þó var það hið hýrlega fas hennar, sem vann mest á. Sigríður smit- aði húmori yfir ljósin, náði öllu því ákjósanlegasta úr hlutverkinu og vann hugi allra. Það er ekki gott fyr- ir tiltölulega óreynda stúlku að leika á móti og halda til jafns við þaulreynda sviðs- jálka eins og Bessa Bjarna- son, eina vinsælustu kempu sviðsins, en þar lét Sigríður hvergi sinn hlut og óx sem á leið, ekki á kostnað mót- leikara, heldur af eigin kost- um og túlkun verkefnisins. Þetta var ekki aðeins skemmtilegur leiksigur fyr- ir Sigríði, heldur og skemmtileg upplifun fyrir áhorfendur og ætti eflaust að gefa leikstjórum hússins „blod paa tanden“ er þeir næst velja í hlutverk, því það sást glöggt, að frúin er sniðin fyrir fleira en feg- urð, söng og dans, hæfileik- ar of sjaldséðir 1 bóhem- klassa nýrra leikara stofn- unarinnar. Þótt sumir hafi látið þau orð falla, að ég væri ekki sérlega mjúkhentur í gagn- rýni, þá minnist ég þó þess, að hafa einu sinni sagt, um Sigríði, í ómerkilegu hlut- verki, aö þarna leyndist neisti, enda þarf ekki stór og viðamikil hlutverk til að sjá hæfileika; hefur enginn meiri ánægju en ég að sjá slíka neista veröa að bæri- legu báli. Dugar nú ekki annað en brjóta alla hefö og venjur og óska þeim báö- um, Sigríði og Bessa, til hamingju með leikinn. Þjóðleikhússtjóri getur nú fyllst nokkru stollti, því ef þetta stykki gengur ekki, þá eru reykvískir leikhús- gestir minni leikhúsmenn en ætla mætti oe: er bó álit mitt á þeim ekki ýkja mik- iö. Sviðsrammi Lárusar Ing- ólfssonar var einfaldur og einkar smekklegur. Þýðing Tómasar Guðmundssonar létt í munni og fór einkar vel, og hljómsveit, að mér bezt heyrðist mjög svo ágæt undir stjóm Garðars Cort- es, reyndi aldrei gömlu að- ferðina að kæfa söngvarana, en vann aðeins hlutverk sitt. Þetta var öllum, sem hönd lögðu á plóginn, á- nægjulegur sigur. A. B. KakaH Framhald af 4. síðu. sofa rólegum svefni vegna þeirra útgjalda eða taps, sem fyrirtæk- ið varð fyrir æfintýrisins vegna. Loftleiðir eru stærra í sniðun- um en svo, að það geri veður út af fjárhagshlið málsins, einkum ef það veit afstöðu almennings. Flugfélag íslands uppgötvaði á sínum tíma utanbæjarmann í einni millilandavél sinni, en sá hafi átt að vera í innanlands- flugi og tók þeim frávillingi hið bezta, trakteraði hann ytra og kom honum heim án nokkurs gjalds og gerði þannig gott úr mistökum, gladdi bóndann og hlaut af almenningslof. Að vísu var máli piltanna öðruvísi farið, en þó ekki með öllu. Samkvæmt blaðafregnum var ferðinni upp- haflega heitið á „kanabar" en ferðalagið kom ekki í gagnið fyrr en þær dyr reyndust læstar. Loftleiðir eru rausnarfyrirtæki, liðlegt og hjálpsamt. Um það bera vitni fjöldi sjúkra, sem orð- ið hafa að fara ytra til lækninga, og svo hópar manna sem illa hef ur staðið á fyrir og.befuPfyejrJð liðsinnt af fyrirtækinu. Hliðstæður? Já og nei. Gam- an? Vissulega, almennt brosað yfir þessum atburði, leikið á þá, sem mestir þykjast, skaði eng- inn, nema félagsins, ef um skaða er að ræða, gott umtal ef málið fellur niður, leiðindi ef einhver þubbi fer í hart og vil ekki láta sig. Jú, þótt þetta „mál" sé í raun inni hundómerkilegt, nema fyrir hið fullkomna öryggi vest- manna, þá yrði það enn aðhlát- urslegra, ef Loftleiðir færu að „rukka" inn fargjaldið. Guðbjartur Framhald af 2. síðu. ar, og gátu allir orðið sálu- hólpnir, þó þeir lærðu þann partinn. Seinni og lengri parturinn var þar á móti ritaður með villurúnum, er fáir gátu komizt niður i, enda var þeim meinað það af meistaranum. Þar var allur hinn rammari galdur, og uröu þeir allir óþokka- sælir og ólánsmenn, sem voru reyndir í honum. Plastbréfabindin frá Múlalundi eru góð og skrautleg geymsla fyrir fylgiskjöl. Fyrirliggjandi í þrem hent- ugum stærðum og ýmsum litum. Sama bindið má nota aftur og aftur árum saman án verulegs viðbótarkostnað- ar. Lausblaðabækur frá Múlalundi úr lituðu plasti fyrirliggjandi í miklu úrvali. Mgrgar gerðir, margar stærðir, margir litir. Ennfremur vinnubækur fyrir skóla, rennilásar, möppur, seðlaveski, og plastkápur fyrir símaskrár. Úr glæru plasti: Mikið úrval af pokum og blöðum í allar algengari stærðir lausblaðabóka, einnig A-4. A-5. kvartó og fólíó möppur og hulstur fyrir skólabækur. PLASTBRÉFABINDIN FRÁ MÚLALUNDl ERU SKRIFSTOFUPRÝÐI MÚLALUNDUR Ríkissijórn, sem þjóðin á skilið Framhald af 4. síðu. sem fjallað hafa um dönsku og sænsku ráðstafanirnar, hafa dæmt hvorttveggja til dauða og hafa þó þau lönd gert miklu haldbetri ráðstafanir en þá sýndarmennsku og blekkingu, sem íslenzka ríkisstjórnin leyfir sér að bjóða íslenzkum þegnum upp á. Semsagt, mátulegt á þjóðina.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.