Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.11.1970, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 09.11.1970, Blaðsíða 7
Mánudagur 9. nóvember 1970 Mánudagsblaðið 7 Tiald til einnar nætur Framhald af 8. síöu. einuðu þjóðirnar eru skyldugar til þess, að staðfesta þann ásetning sin þindarlaust, að gegnsýra heim- inn allan af Iýðræði. Þegar þar að kemur get ég ekki með bezta vilja hugsað mér neina ástæðu til ann- ars en að hjálpsamt, fórnfúst, gjaf- milt og gestrisið frjálslyndisfólk, sem býr í stóru og strjálbýlu, ákaf- lega Iíttnumdu landi, þar sem nátt- úruauðæfi eru óþrjótandi að þess eigin sögn, taki opnum örmum og bjóði hjartanlega velkomna svo sem 1.000.000 júða („Allir Gyðingar eru svo afskaplega gáfaðir") og tæpar 10.000.000 negra („Mjög margir negrar eru hámenntaðir menn). Þá hlyti landslýð öllum að Iétta og verða rórra innanbrjósts. Hættan lægi bara einkum í því, að útrým- ingarhugur blessaðra mannúðar- englanna gegn öllu hvítu fólki t sunnanverðri Afrík slappaðist lítið eitt. Það ætti hins vegar ekki að koma að stórfelldri sök, slíkt mætti bæta upp á annan hátt: mannúð- arslepjan er auðveld og ódýr í fram- kvæmd, þar sem fyrir hendi er of- gnótt allra nauðsynlegra hráefna. MCNAMARA SÉR „INFERNO" I ANDA En, éins og áður segir, það verð- ur ennþá nokkurra ára bið á því, að áminnzt tegund vinstrimennsku komizc á dagskrá í alvöru, enda hefir heimslýðræðinu hugkvæmzt önnur undankomuleið. Það hefir hreyft þeirri hugmynd að grípa til þess- að 'hefja stórfelldan útflutn- ing umframskrokka sinna til ann- arra hnatta. Því miður virðist sú snjallræðishugdetta ekki vera ann- að en afar skammgóður vermir, ó- Iíkleg til langlífis, jafnvel þó að ekki væri tekið með í reikninginn, að til þess eru raunalega fátæklegar líkur, að í sólkerfinu finnist líf- vænlegt (á velferðarmáli: „mann- sæmandi") umhverfi. Fánýti þeirrar hugsmíðar er að öðru leyti einnig, einkar auðvelt að sýna með afar yfirlætislausu reikningsdæmi. Múgkyninu fjölgar, eins og nú er háttað hinni láréttu iðjusemi þess, um 2 líkami á sekúndu, eða 120 á mínútu. Það þýðir, að þótt geimfar með 100 manns innanborðs tæki sig á loft á mínútu fresti af jörðinni og héldi rakleitt út í buskann, þá myndi fjölgunin samt sem áður nema 20 eintökum á mínútu hverri, eða samtals 28.800 á sólarhring. Ennfremur má bæta því við til fróð Ieiks og íhugunar, að enda þótt hið lýðræðislega úrræði væri tæknilega og fjárhagslega framkvæmanlegt, myndu allar næsm reikistjörnur, t. d. Venus, Merkúr, Júpíter, Mars og Satúrnus, svo og tunglið okkar, verða orðnar jafnþéttbyggðar og jörðin á um 50 árum. Forseti Alþjóðabankans, Robert S. McNamara, hefir á næstsíðasta ársfundi stofnunarinnar, framreikn- að núverandi mannfjöldaaukningu enn lengra, og komizt að eftirfar- andi niðurstöðu, sem hann gat þar í ræðu sinni: „Eftir sex og hálfa öld, að liðnu sama lítilfjörlega tímskeiðinu og skilur nú á milli okkar og skálds- ins Dante, mun ein manneskja standa á sérhverju ferfeti þurrlendis jarðar — ógnarsýn, en jafnvel „In- ferno" bliknar í samanburði við hana.” Hvernig vinstriveran bæri sig þá til við að neyta fæðu sinnar í hinu lýðræðislega „Inferno" sínu, því hefur bandaríska skáldmennið Ric- hard Wilson þegar lýst allgreini- lega fyrir okkur í framtíðarfrásögn sinni, er nefna mætti „Moldvörp- urnar á Manhattan", í smtm máli þannig: Um matmálstíma streyma þoku- mekkir niður úr þrýstiloftsleiðslum í loftum herbergjanna — það er svifefna-hádegisverðurinn. Og úr hátalarakerfinu heyrist rödd, sem skipar fyrir flömm rómi: „Ójöfnu númerin andi að sér, jöfnu númerin andi frá sér . . . ." Hvernig skyldu atkvæðagreiðslur fara fram í slíkum þrengslum, í slíku andrúmslofti? Ætli þær yrðu mjög leynilegar? Verða einmenn- ingskjördæmi eða hlutaskiptakjör- dæmi? Um það gemr enginn sagt neitt af viti nú. Eitt er samt sem áður al- veg augljóst mál, sem hlýtur að gleðja alla atvinnulýðræðismenn: það verður enginn atkvæðaskorur. „Þjóðfélagsleg tilvera, en það þýðir mannleg tilvera yfirhöfuð, og alveg sérstak- í.ss mmk v ••• y :Das gro&e í Weihnachts iHeft mit ! 100 Schnitten j Festliche i Abendmodelle i Sportliche : VVintermode rofíem Geschenksönderteil lega hin frjálslegasta, er því ekki möguleg án skipu- lags, án einhuga vilja og án skipulegrar tilurðar og sig- urhróss þess vilja. Hversu svo sem þessi skipan kemst á, hversu mikilli eða hversu lítilli valdbeitingu uppruni þjóðfélagsskipunarinnar er í rauninni sögulega háður, við erum og verðum öll að hlýða skipulagi, og ágrein- ingsefnin í hinum stjórn- málalegu hugarheimum snú ast aðeins um FORM skip- anarinnar, en ekki um spurn inguna, hvort líf sé hugsan- legt án skipanar." — Próf. Dr. Arnold Bergstra- esser, þýzkur ritstjóri, fyrirlesari og rithöfundur: „DIE MACHT ALS MYTHOS UND ALS WIRKLICHKEIT*,, (Verlag Rombach & CO. GmbH,. Freiburg im Breisgau 1965), bls. 95 VELFERÐ I KJARABÓTUM Jarðarbúum fjölgar með bylgju- hraða. Hugsunarlaust, skipulags- Iaust, stjórnlaust. Annað væri enda í alla staði ólýðræðislegt, því að hugsun, skipulagning og stjórn eru andstæður lýðræðis, svo sem það hefir margstaðfest, bæði í orði og æði. Vaxandi múgfjöldi þarfnast aúkinnar fæðu, meiri notavarnings, hann heimtar meiri óg fjölbreyttari munaðarvöru og h'fsþægindi, meiri tíma til hóglífis og til þess að svala bruðlfýsnum sínum. Náttúrunni blæðir, framtíðin er dauðadæmd, en atvinnulýðræðismenn auðgast á ósómanum. Árangurinn verður ekki umflú- inn. Velferðarhaugarnir eru sums staðar orðnir fjöllum hærri. Vinstra sorpið fyllir gjár og gjótur, þekur kletta og klungur, borgirnar hverfa í sót og brælu, sorinn eitrar vötn og sjó. Fórnarlömb „velferðar", „framfara" og „kjarabóta" skipta þegar milljónum árlega. Náttúrulögmálið, sem grandaði bakteríunum í tilraunaglasinu og hér var drepið á í upphafi, er tekið að bitna á mönnunum sjálfum. Þeim stendur tortímingarógn af eigin grasðgi. Mengun hugarfarsins er orsök; mengun lofts, láðs og lag- ar er afleiðing. Lýðræðisleg vinstri- mennska er dauðinn. AÐLÖGUN MEÐ NÝSKÖPUN Ef manneskjan ætti hins vegar hugsanlega að geta lifað lýðræðið af, þá yrði sú manneskja að vera allt, allt öðruvísi en skap- arinn virðist hafa haft í huga í upp- hafi. Mér sýnist í fljótu bragði ekki leika minnsti vafi á, að ef nokkur von ætti að vera um „mannsæm- andi" líf á jörðinni um eða skömmu eftir næstu aldamót, yrði þegar í stað að hefjast handa um að smíða algerlega nýtt líkan af hin um svokallaða homo sapiens. Miðað við þær aðstæður, sem að öllum líkindum verða fyrir hendi um alda mótin, finnst mér liggja í augum uppi, að hin lýðræðislega nýsmíði yrði a.m.k. að fullnægja eftirtöldum lágmarkskröfum: 1. krafa UM TÁLKNA- OG HÚÐÖND- UNAREIGINLEIKA, sem verð- ur að byggjast á getunni til þess að vinna lífildi úr kraft- efnum þeim, er bílar og önnur menningartæki gefa frá sér, s. s. kolsýringi, koltvíildi, saltsýr- ingi, brennisteinssýri, köfnun- arefnissýri, o. s. frv., því að allt súrefni, sem eftir kann að verða, verður eingöngu látið iðnaðinum í té (á vegum ríkis- einkasölu samkvæmt úthlutun- arreglum alþýðusambandanna og alþýðubankasamsteypunn- ar). 2. krafa: UM STÖKKÞRÓUNAR- ÓNÆMI, sem verður að vera afar traustvekjandi, sérstak- lega sökum hinna áköfu kjarn- orkutilrauna í Ghana, Monaco, Liberiu, Andorra, (srael, Pan- ama, Sambíu, Tanzaníu og víð- ar, er annars gætu haft skað- leg áhrif á erfðalitnin. Hin nýja lýðræðismanneskja verður þess vegna að vera útbúin tauganeti, sem samstundis og sjálfkrafa endurvarpar frá henni öllum A- ,B- og C-geisl- um, þar sem ekki er alveg ör- uggt, að öll þróunarríki hafi þróazt nægilega á þróunar- brautinni til þess að þau geti ábyrgzt að leki komi ekki við og við að atómefnageimunum. Hún verður a. m. k. að geta svitað eiturefnunum úr sér inn- an sólarhrings í mesta lagi. 3. krafa: UM SKÖLP- OG SORP- SMEKK, sem verður að hafa náð fullum þroska. Hin nýja lýðræðismanneskja verður að hafa unun af sundi og böðum safnþróm- og -gryfjum, og við sorpstrendur; magi og þarmar verða að sýna framúrskarandi Ijúflegar og jákvæðar svaran- ir við olíuleðju. Eftir ólöglega neyzíu svonefnds hreins upp- sprettuvatns bregst líkaminn þegar í stað við með því að eitrunareinkenni ,bólgur og graftrarkýli, brjótast út um hann allan, og minna hinn seka laundrykkjumann á refsiá- kvæði iaganna um „Bann við notkun óspilltra vökva til ann- ars en bílaþvotta.“ 4- krafa: UM SKARKÞOL, sem verður að vera alveg óaðfinnanlegt, ef eyru verða á annað borð talin hafa nokkra lýðræðislega þýðingu. Kjósandinn verður að geta afborið þrumugný nýtízk- ustu þrýstiloftsflughalla, sem fara um loftin svört með tvö- földum hraða hljóðsins, i 24 klst. samfleytt á sólarhring hverjum. Við þau skilyrði verð ur hann að geta etið og sofið, leikið sér og hvílt sig, svo og unnið samkvæmt bónuskerf- inu, jafnframt því að einbeita hugsun sinni í eildheitri að- dáun á ágæti Sameinuðu þjóð- anna. 5. krafa: UM TÍMGUNAR- OG UPP- ELDISHÆFNI, sem verður að vera í hámarkshámarki frjáls- lyndis og umburðarlyndis. Hið einstrengingslega og aftur- haldssama náttúrulögmál, sem svo lengi hefir lagt það hvim- leiða þrældómsok á konuna, að ganga með og ala sín eigin börn, og fasistarnir, þau illu fornaldardýr, höfðu svo mikið dálæti á, verður vitaskuld orð- inn Ijótur fortíðardraumur eft- ir fullnaðarsigur Rauðsubbu- hreyfingarinnar. Það má því ekki verða um neina gamal- dags misskiptingu mannfólks- ins á milli kynja að ræða. Kven kyn og karlkyn hlýtur að verða úr sögunni, þar sem slík skipt- ing brýtur í bága við jafnræð- ishugsjónina — hvorugkynið eitt mun heilsa nýrri öld. Nýjar kynslóðir koma úr eggjum, framleiddum í rannsóknarstof- um verkalýðshreyfingarinnar, kommúnur unga þeim út, áleg- ur og ásetur verður að skipu- leggja á samvinnugrundvelli í verksmiðjum almennTfiashluta- félaga. . , Það Ieiðir vitaskuld af lýðræðis- ins innréttingu, að skoðanir munu vera margskiptar um, hvernig fram aldarveran þurfi að verða úr garði gerð. Þeir frumdrættir, sem hér að framan eru drengir, munu sjálfsagt þykja endurbótaþurfi að ýmsu leyti. Hins vegar mun það létta störf væntanlegra nefnda mjög verulega, að nútímalýðraeðismanneskja þarfn- ast hvorki viðauka, endurbóta né nýsköpunar á einu ákjósanlega þýð- ingarmiklu sviði. Loftið verður að vísu svart og það mun verjða mikið myrkur, og þess vegna er viðbúið að reglulegar, almennar kosningar hljóti oftlega að fara fram í blindni, en bar sem þar yrði ekki nm neina nýlundu að ræða, er óþarft að hafa áhyggjur af, að atkvæðin myndu hafa týnt hæfileika sínum, til þess. J.Þ.A ROYAL SKYNDIBÖÐINGARNIR ^ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúmn eftir fiftim mínútur 5 brcigSfegundir »JP 829S ■ i

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.