Mánudagsblaðið - 09.11.1970, Blaðsíða 3
Mánudagur 9. nóvember 1970
3
uppeldis
IlcVlHÍ-
Íókin
BÓKAÚTGÁFAN ÖRN OG ÖRLYGUR HF.,
REYNIMEL 60, SÍMI 18660.
FORELDRAR OG BÖRN
eftir Dr. Haim G. Ginott
í þýðingu Björns Jónssonar, skólastjóra, með formála eftir
Jónas Pálsson, skólasálfræðing.
Höfundurinn er oft nefndur Dr. Spock, barnasálfræðinnar.
Hann bendir á nýjar lausnir gamalla vandamála.
Bókin á erindi til allra: heimila, skóla og uppeldisstofnana.
Þér munuð skilja barn yðar betur — og barnið yður.
GEFIÐ HEIMILINU GLEÐI — GEFIÐ BÓK SEM
STUÐLAR AÐ GLÖÐU OG GÓÐU HEIMILISLÍFI.
OKKAR BÆKUR ERU YKKAR BÆKUR.
IEIKHÚ
Þjóðleikhúsið:
,Ég vil! Ég vill'
| leikhúsverk, nema eins
I manns verk. Þetta er ef-
laust mikill sannleikur, þó
ekki þekki ég einsmanns-
verk sjálfur. Jan de Hertog
tókst þetta mjög þokkalega
en yfir verki Schmidts og
Jones ríkir öllu aðgengilegri
blær og hjálpar þar músík-
in þeim geysilega og hversu
þeir styðjast við kjarnann
og velja og hafna. í því ligg-
ur talsverð leikhússnilld og
sérstæð natni. Kímnin er
hógvær en hittir nær und-
antekningarlaust í mark, og
aldrei, má heita, detta at-
riði niður hjá þeim félög-
um.
Það er því ekki lítið, sem
byggt er á leikstjóra og l'eik-
endum, og val þeirra hlýtur
að verða hverjum leikhús-
manni hinn mesti höfuð-
verkur. Þennan vanda hef-
ur Þjóðleikhúsið, eða rétt-
ara sagt Erik Bidsted reynzt
fullfær um að virina. Bid-
sted er okkur ekki kunnur
hér á landi nema sem ball-
ett-meistari, sem unnið hef-
ur um árabil viö Þjóðleik-
húsið og bæöi kennt þar og
samiö og stjórnaö dansi í
ýmsum verkefnum. Leik-
stjórn Bisteds er einkar létt
en ákveöin, rammi hans er
fastur en gefur þó leikur-
unum nægilegt rými til aö
„úttala“ sig í hlutverkun-
um. Hann sleppir þeim aldr-
ei lausum og tekst að halda
hreinum og taumlausum
farsa frá, án þess þó aö
þvinga leikarana. Þetta er
út af fyrir sig ekki lítið
þrekvirki, því næga reynslu
höfum við, sem sitjum fyrir
framan gólfljósin af því, aö
ágæt hlutverk hafa farið í
handaskolum einungis
vegna þess, aö einstakir
leikarar, annars mjög hæf-
ir, hafa tekið upp á að
„leika á publikum" þ.e.
finna atriöi í hlutverki sínu,
sem virðast falla áhorfend-
um sérstaklega í geð, vekja
einmuna hlátur og klapp,
og ganga á lagið og ofleika
svo, að leiöindi eru að.
Þarna eru tækifærin nóg,
Höf.: Tom Jones og Harvey Schmidt. Leikstj.: Erik Bidsted
Bessi og Sigríður „slá í gegn"
Sigríður Þorvaldsdóttir og Bessi Bjarnason.
en, sem betur fer, er alls-1
staöar gætt hófs.
Um þau Sigríöi Þorvalds-
dóttur og Bessa Bjarnason
verður það eitt sagt, aö
bæði „slógu þau í gegn“
eins og bezt var á kosið.
Sjaldan liefi ég oröið var við
eins góöar viötökur á leik-
sýningu né heldur séö þær
betur verðskuldaöar. Satt,
bezt satt, þá voru á mér
nokkrar vomur áöur en sýn-
ingin hófst. Um Bessa vissi
ég, aö hann myndi klára
sig óg hefði vissulega hæfi-
leikana, en hafði þó beyg
af, að hann myndi, eins og
stundum fyrr, falla fyrir
freistingu ofleiks og þaö,
sem verra væri, endurtaka
|sum þeirra leikbragða, sem
J honum yröu fremur fjötur
! um fót en hitt. Þessi ótti
reyndist ástæðulaus. Bessi
Bjamason sýndi nú, að ég
hygg gleggst, hvaö raun-
verulega hann býr yfir á-
■gæti'i íeiktækni' og hreirini
snilld hins reynda sviðs-
manns. Þettá efu stór orö
Og þau sem ég hefi sjaldan
haft ástæðu ’ til að bruká
um sviösframmistööu. Þó
má leitast viö að finna
þeim nokkurn stað. Allt
verkið er, þó þaö gefi viss-
um hæfileikum mikil tæki-
færi, erfitt og mjög alhliða
í kröfum. Það krefst þög-
ulla svipbrigða t.d. framan
Framhald á 6. síðu.
Eitt af því betra viö söng-
leikinn „Ég vil,! ég vil“! er
það, aö hann er, í flestu
sem máli skiptir, gjörólíkur
fyrirrennara sínum Rekkj-
unni, ekki svo mjög að efni,
heldur allri meðferö. Þar
með er ekki átt við sjálfa
atburðina heldur andann,
sem yfir endursamningu
verksins í söngleik ríkir.
Það er orðin talsverö hefð,
að semja söngleiki byggð-
um á leikhúsverkum, bæöi
drama og gamanverkum,
þótt fá hafi t.d. orðið eins
sigursæl og Pygmalion
Shaws, sem varð að My
fair lady en þau verk voru
bæði snilldarverk hvort á
sínu sviði. Enn önnur verk,
af þessu tagi, eru 1 uppsigl-
ingu í leikhúsheiminum,
þótt því verði ekki neitað.
pö sum þeirra, sem þegar
hafa séð dagsins ljós, og
sýnd ytra, hafa tekizt miður
en önnur orðið algjört
’,flopp“ og dáið drottni sín-
um.
„Ég vil, ég vil“ hlýtur
ekki þau örlög né nær þessi
söngleikur ágætum My fair
lady, enda sniðinn þrengri
stakkur að öllu leyti. Pyp-
malion Shaws var viðamik-
ið snilldarverk, frumlegt,
geysivel unnið, hugmynda-
ríkt og næstum ótrúlega
skarpt. Shaw var ekki að-
eins hinn mikli leikhúsmað-
ur og skáldjöfur, heldur var
uppreisnarmaöurinn í hon-
um næstum ómetanlegt far-
arnesti á þeim tímum, sem
hann ritaöi helztu verk sín.
Leikhúsiö gjörþekkti hann,
og oft haföi hann einstakar
leikkonur að fyrirmynd eöa
í huga er hann reit hin
viðamiklu og sérstæöu hlut-
verk.
Gamanútgáfa þeirra
Schmidts og Jones af
Rekkjunni, er af allt öðrum
toga spunninn. Hann er
einskonar farsi, vandaður
að vísu, en engu að síður
farsi „meö góðlátlegum ai-
vörútón“ eins og orðað er.
Lögin sjálf eru mjög góð,
en ólíkleg til að ná almenn-
um vinsældum eða veröa
í munni almennings eins og
Ladvlögin.
„Ég vil, ég vil“, hefur þó
ýmsa ómetanlega kosti utan
léttleikans eins. Aöalkostur-
inn er sá, að verkiö er svo
mannlegt að þaö snertir ná-
lega hvern einn einasta leik-
húsgest. Hjónaband sem
spannar lífstíðarsambúö
manns og konu meö öllum
þeim árekstrum, sem þar
eiga sér stað, og allir eru
þekkjanlegir og almenns
eðlis, snertir hvern einasta
leikhúsgest. Efnið er svo al-
mennt en þó um leið mann-
legt, að áhorfendur þekkja
sig sjálfa, þekkja aðstæður
kítingar, afbrýöi, innilega
gleði og öll þau brögð, sem
aöilar dæmdir í æfilanga
sambúö — viljandi — beita
hvern annan, að ekki verð-
ur hjá komizt, að hver um
sig finni, aö á sviðinu er
verið aö túlka eða skýra
hluta af hans eigin lífi, til-
finningum, óskum og at-
burðum almennt. Þessu
hafa þeir félagar, eins og
Harlog í Rekkjunni náð
skínandi vel og gætt, ann-
ars heldur þunglamalegt
verk, þeirri gleði og innileik,
sem vissulega setur þá í
lióp þeirra fremstu í þess-
kyns leikritun. Annar kost-
ur, og sá ekki veigaminni,
er að verkiö allt er unnið
á þokkalegum tíma, rösk-
um tveim klukkustundum,
en þaö gerir meðal annars
það, að þeir þurfa ekki aö
dvelja við né teygja úr at-
burðum, heldur keyra misk-
unarlaust, steytandi á ótal
atvikum.
Leikhúsfólk á þaö gjarna
til að segja, að ekkert sé
erfiðara en tveggja persóna