Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.11.1970, Page 5

Mánudagsblaðið - 09.11.1970, Page 5
Mánudagur 9. nóvember 1970 Mánudagsblaðið 5 TIL BIADSIIMS Enn um Mallorca Hr. ritstj. Svo við erum lauslátar á Spáni. Sei, sei. Eg vil segja að við séum það og höfum ástæðu til. Þar eru menn, sem kunna að umgangast kvenfólk, kurteisir, ófullir og tala utn alla heima og geima, hiæja og dansa. Þá langar kennske í okkur og okkur langar í þá! íslenzki karl- maðurinn, úti og heima, er alltaf fullur, þungur og slappur, drunga- legur og kann ekki neina manna- siði. Hann er vanur að vaða í hótel- og dansleikjastóðið, innan um fullt kvenfólk, flest af því í framhjá- haldi eða dómgreindarlaust. Hann er rasssíður, krumpinn og getur ekki neitt þegar til framkvæmda kemur, kauðast þetta eins og rúg- mjölssekkur, fiktar og klúðrast, elsk ar ekki heldur rymur og flýtir sér að öllu eins og hann eigi Iífið að leysa. Svo hrýtur hann og vaknar til þess að seilast í flöskuna, sveitt- ur og illa lyktandi. Þetta er úrvalið okkar, þetta er draumurinn okkar og þetta er það sem við verðum að gera okkur að góðu heima. Eg og nokkrar vinkonur lásum lýsingu bréfritara ykkar í blaðinu, sem kom hingað með síðustu flugvél. Við höfðum það konunglegt í nótt og „endurtökum þetta við fyrsta tæki- færi" eins og einn Spánverjinn sagði er hann fór í vinnuna í morg un. í kvöld skiptir hann um föt og hittir okkur. Þið þarna heima getið slavrað ykkur á búlurnar, svitnað og nuddað ykkur í þrengsl- unum við barina. Verði ykkur að góðu. Kondu hingað sjálfur. Happy í Mallorka. (Leyndu nafninu, for Helvede). Þakka gott boð, heji aldrei kom- ið þangad. Þessi tegund karlmanna er okkur ókunn, þó lýsingin kunni að vera sönn í sumum til.fellum. Gott er að þið erum ófeimnar að segja ykkar meiningu, og við þegj- um um nöfnin. Kynni ykkar af landanum er heldur hvimleið, en ekki berum við hann saman við spanskan gigoló, brúnan og sœtan. 'Sízt skal öfunda ykkur af því þó þið skemmtið ykkur, en þið verðið að muna, að þessi bréfadálkur lýsir skoðunum einstaklinga en alls ekki blaðsins. En samkvcemt opinberum skýrslum, þá gildir ekki þetta nátt- úruleysi um alla.karlmenn, ef dcema á eftir áratigrinum. Ritstj. Keflavíkursjón- varpið Hr. ritstjóri. Það var af hreinni tilviljun, að ég greip niður í blaði yðar og las grein eftir Kakala um varnarliðs- sjónvarpið. Þar er ég yður sam- mála og ættuð þér að hafa birt fleiri greinar um þetta efni og hjákát- lega afstöðu ríkisstjórnarinnar. Við hér við Faxaflóann erum mjög undr andi yfir, að Iokað er fyrir sjón- varpið syðra, eins og þér kallið það, því við hlustum á útvarp utan úr heimi og frá Keflavík að vild, en mér skilst að Vallarsjónvarpið sé bannað vegna þes sað það sé á ensku en sama gildi um útvarpið þaðan og allur „átóður" alveg í sama stíl, ef þá er um áróður að ræða. And- stæðingar sjónvarpsins gætu vel lok að fyrir það, ef þeir fyndu að þeir væru að veikjast á ættjarðarástar- svellinu, en við hinir, sem eru ekki verri íslendingar þolum vel banda- ríska gamanþætti og önnur „show" þaðan að sunnan. Eg mun kaupa blaðið yðar allt af hér eftir, en hefi ekki gert það til þessa. Með þökk. Frjálslyndur. Það er okkur dálítið undrunar- efni, að til skuli vera menn, sem EKKI hafa séð blaðið okkar, en auðvitað tökum við slíkum „Mav- erics" (frávillingum, bréfið að ofan er skreytt allskyns útlendum orð- um, sem við sleppum m.a. maveric) með mestu áncegju og bjóðum þá velkomna í hópinn fjölmenna. Til upplýsinga má geta þess, að síðan Gylfi og Gröndal skrúfuðu fyrir vallarsjónvarpið, hefur blaðið marg sinnis, árangurslaust rcett þetta mál og ofbeldi fámennrar klíku í þessu sambandi. — Ritstj. Svik blaðsins Hr. ritstjóri. Þú er furðulegur maður. í vor skrifaði ég þér og bað um greinar á móts við Raquel Welch-flokkinn og bréfið var birt og lofað bót og betrun. Ekkert hefur verið efnt í þá átt, en hinsvegar birt japl af þjóðsögum, sem aðeins fáir hafa áhuga á, en þessu nútímaefni sleppt. Það hljóta að finnast viðtöl, sem þýða má um frægt fólk, því gaman er að lesa skoðanir þess á lífinu og máefnum dagsins. Hvort ein kerling hefur verið fjölkunnug eða Vestfirðingur seiðskratti hinn mesti skiptir minna máli og má lesa það í hinum fjölmörgu þjóð- sögubindum og Mbl. Það er ástæðu- laust að lofa svona og svíkja það svo, er ekki satt. — Sárreiður. Satt að vísu Þó var ekki beinlínis lofað greinum a la Welch-greinina, en hins vegar lofað skyldu efni. Blaðið hefur birt ýmsar nútíma- greinar t.d. Mafíu-greinina, en játar að efrtdir hafa verið minni en til stóð. Varðandi þjóðsögur er það að segja, að í dag eru þcer í lengsta lagi, enda verið að klára frásögn af Eiríki í Vogsósum, en þcer verða nú styttar mjög í ncestu blöðum og stundum sleppt. Þcer greinar af hinu taginu, sem til eru, verða birt- ar á ncestunni og í stcerri stíl að loknum jólum. — Ritstj. Kakali og ránin Hr ritstjóri. Þakka mikið Kakala-greinina í blaðinu síðast um mannrán og flug vélarán, og þcer umbcetur, sem höf- undm stingur upp á. Þó þessi atvik séu fjarri okkur, þá geta þau hent hér sem víðar og ef rán af þessu tagi fara að aukast í Evrópu verð- ur ekki langt að bíða að að okkur komi. Hart þarf að mceta hörðu um það deilir enginn. Aðeins eitt vant- ar, að einhver þjóð eða yfirvöld refsi þessum bandíttum harðlega. Þá hverfur þetta. S. Jóhannsson. liV UIVXU ÍBÚÐIR TIL SÖLU í HÁHÝSI VIÐ ÆSUFELL í BREIÐHOLTI IÍT Húsið er staðsett í jaðri hins nýja hverfis með fögru útsýni yfir borgina og nágrenni. nrms* rnnltOH * IIU SÖLUVERÐ: 2ja herb. 65,5 ferm. Kr. 915.000,00 3ja herb. 95 ferm. Kr. 1.235.000,00 3ja—4ra herb. 102,5 ferm. Kr. 1.335.000,00 4ra—5 herb 117, ferm. Kr. 1.480.000,00 íbúðirnar eru seldar fullfrágengnar. Einnig verður öll sameign að fullu frágengin með teppum á stigum og göngum. Sérgeymslur og frystihólf eru í kjallara. Lóð verður fullfrágengin. Lyfta af fullkominni gerð. Húsið er 8 hæðir og af þakgarði þess má njóta hins fagra útsýnis, sem hvar- vetna basir við. Væntanlegir kaupendur eru beðnir að hafa samband við skrifstofu okkar, þar eru til teikningar til sýnis og líkan af húsinu. Breiðholt hf. Lágmúla 9 — hús Bræðurnir Ormsson, — gengið inn frá Háaleitisbraut. Sími 81550. v .

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.