Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.02.1971, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 22.02.1971, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið ÚR SÖGU LANDS OG LÝÐS Niðursetukerl- ingin Það var einu sinni kerling á bæ; hún var þar niðurseta. Var hún svo óánægð með þennan samastað, að hún gat ekki annað en verið að útmála það með sjálfri sér, hvað vondur hann væri. Eitt kvöld ber svo til, að kerling er ein í bænum, en allt fólk úti að gegna skeþnum. Þetta var um vetrartíð, og var frost mikið. Þegar nú kerling er að mögla með 'sjálfri sér, kemur til hennar maður mikill vexti. „Mikið áttu bágt, kerlingar-tetur," segir hann. „Það verður ekki sagt frá því, eins og það er," segir hún, „hér eru allir vondir við mig, ég fæ lítið og vont að éta, mér er alltaf kalt, og alltaf er ég lasin," segir kerling. „Þetta er ljótt að heyra," segir komumaður, „og vildi ég geta bætt úr mæðu þinni. Ég vil nú bjóða þér að fara til mín," segir hann, „því ég aumkast yfir þig, en óvíða muntu fá betri samastað en þann, sem hjá mér er, ef þú vilt til mín fara." „Mikill ágætismaður ertu," segir kerling; „ég vil fegin fara til þín, en ég á svo bágt, að ég get ekkert gengið." „Það gjörir ekkert," segir hann, „því það er hægt að halda á þér á bakinu." „Mikill dánumaður er þetta," segir hún, „og mikill kraftamaður má hann vera, en svo er mál með vexti," bætir hún við, „að ég get ekkert farið nema því aðeins, að ég hafi með mér koppinn minn, hann má ég ekki missa/ „Það er nú hægast," segir hann, „að halda á honum í hendinni.' Það verður svo úr, að komumaður laumást úr bænum, svo enginn veit, með kerlingu á bakinu og koppinn í hendinni. Hann gengur vel og lengi; kuldi var mikill, og spyr nú kerling, hvort hann sé nú ekki seiin kom- inn heim. „Nú er ég senn köm- inn," segir hann. Enn þá gengur hann langan veg yfir holt og hæðir, og spyr kerling hann í annað sinn, hvort hann sé ekki senn kominn heim. „Mjög er nú stutt eftir,!! segir hann. Nú kólnar kerlingu, svo hún sér ei annað fyrir en að hún muni deyja úr kulda, kallar hárri röddu og biður guð að bjarga sér úr þessum kvölum. En í því hún mælti þessi orð, sér hún, að jörðin opnast og að maðurinn, sem bar hana, sekkur þar í jörð niður, en hún situr á þessum ógurlega gjáarbarmi og sér hann sökkva með koppinn í hendinni. Þá kallar hún upp og mælti: „Og bölvaður, og fór með koppinn minn!“! Það er sagt, að kerling kæmist til bæjar, er þar var skammt frá, og segði þar frá óförum sínum. ,,Farðu norður og niður“ Til þess er sú saga, að einhverju sinni sem oftar reri maður fyrir norðan, en þegar hann ætlaði í land, kofn 'vindur á móti honum sunnan, og rak hann undan landi, æ lengra og lengra, svo hann hélt, að sig mundi reka út í hafsauga; og fór honum ekki að verða um sel, því einlægt dimmdi og dimmdi sem hann rak lengra, og loksins sá varla út úr augunum fyrir þoku og sorta. Loksins bar hann að landi, festi bátinn og gekk á land, en þegar hann greip höndum í fjör- una, því ekkert sá hann, þá var mölin tóm aska og kol. Nú fór hon- úm ekki að lítast á, hélt þó áfram í norður, og var snarbratt ofan í móti og niðamyrkur. Svona gekk hann langalengi blindandi, þangað til hann grillti í eitthvað rautt; hann gekk á skímuna og kom Ioks- ins að miklu báli, sem ekki sá út yfir. En það undraði hann, að í >, r ' »<d llllgll Borgartúni Borgartúni Aðalskrifstofa, Hverfisgötu 42. Aðalskrifstofa, Hverfisgötu 42. VERKSVIÐ: VERKSVIÐ: Stál-birgðastöð Vélsmiðja Stál, málmar, byggingajám, Stálherzla, niðurefnun, stálmannvirkjagerð, grunnhúðun. tækniþjónusta. v_ y Hverfisgötu 42 AðaJskrifstofa, Hverfisgötu 42. VERKSVIÐ: Húsgagnagerð Stál, ál, tré, plast Sundahöfn (sfmi 84390) Aðalskrifstofa, Hverfisgötu 42. VERKSVIÐ: Brotajárn og málmar Sundurgreining og vinnsla. / “ EINAR ÁSMUNDSSON IMP. — EXP. VERKSVIÐ; Innflutningur og útflutningur ERLEND VIÐSKIPTI. Símasamband við öll fyrirtækin um skiptiborð, sími 19422 á venjulegum skrifstofutíma. ^______________________________________________/ bálinu úði og grúði af einhverju lifandi eins og mor eður mý. En fyrir framan bálið stóð hræðilegur jötunn með óttalegan járngogg í hendinni, skaraði í bálið og sópaði til, að ekkert kvikt kæmist út. Þó skrapp ein flugan út og þangað, sem maðurinn var. Hann spyr hana að heiti og hvað þetta sé, en hún segir, að bálið, sem hann sjái, sé helvíti, en jömnninn sé andskotinn sjálfur, en það, sem mori í eldin- um, sé sálir fordæmdra, og segist hún vera ein af þeim og hrósar happi, að hún slapp. En óðar en hún hafði talað, saknaði jötunn- inn eins, — því djöfullinn hirðir sína —, sá, hvar sálin var, hremmdi hana með gogginum og þeytti henni langar leiðir inn í mitt bálið. Þá varð maðurinn hræddur og hljóp afmr, svo sem fæmr toguðu, og átti hann þó langt, því snar- bratt var upp á móti, og birti nú smátt og smátt. Fór hann nú aftur alla sömu leið. Því er það ságt, þegar menn óska ills, að sá og sá eða það og það skuli fara norður og niður, að menn þykist vita af þessari ferðasögu, að þar sé víti. Þessari sögu til styrkingar telja menn enn versið í Passíusálmum: „Andskotinn bíður búinn þar, í bálið vill draga sálirnar." Einnar mínútu getraun: Hve slyngur rannsóknarí ertu? ENDIR GLÆPAFERILS Fordney prófessor tók blaðsnepilinn, sem lá undir höfði Carrs, en það hafði hnigið fram á borðið við hlið ritvélarinn- ar hans. Á sneplinum stóð: „Field var að bringja. Hann œtlar að drepa mig. Það er úti- lokað að ég sleppi jrá honum. Eg verð dauður innan jimm mínútna. Þetta blað sýnir lögreglunni hver gerði það. Eg heyri til hans — hann er að koma. Þa " „Skaut hann beint í hjartastað" sagði prófessorinn um Ieið og hann rétti Reynolds aðstoðarmanni bréfið. „Það er rétt” sagði Reynolds, „hann lézt samstundis, hafði ekki tíma til að Ijúka bréfinu. Hann var óvenjulegur persónu- leiki" hélt Reynolds áfram, „það, sem kalla mætti friðarsinna meðal glæpamanna. Bar aldrei byssu og var stoltur af þeirri staðreynd, að hann hafði aldrei úthellt blóði annars manns á glæpaferli sínum. Það, sem ég ekki skil þó, er það, að hann bara sat þarna og beið dauðans — þó hann væri lamaður á hægri hliðinui." 'Ul „Hefurðu tekið eftir lyktinni hérna í herberginu, Reynolds? Mjög góður ilmur — ekki mikill en finnst þó vel. Skrítið, finnst þér ekki?" „Eg finn ekki lyktina .... nebbinn minn er ekki eins og hann var". „Skrítið, mjög skrítið" endurtók Fordney. Hann athugaði stellinguar líksins — það horfði beint við einu dyrunum á herberginu. Um það bil tíu fetum bak við stól hins dauða, var einn gluggi, læstur og vel rimlaður. „Ja svei mér, þetta vellyktandi er dásamlegt" sagði prófess- orinn og hnusaði út í loftið. „En hvað um það, bara enn eitt dæmi um heimskulega glæpamennsku, Reynolds" bætti hann við um leið og hann tók um handlegg Carrs. „Eg held ekki að Fields hafi verið hér að verki." Reynolds var undrandi. Hversvegna hélt Pordney að Fields hejði hvergi nálasgt komið? Lausn á 5. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.