Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.02.1971, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 22.02.1971, Blaðsíða 3
Mártudagur 22. teötfer f933t 3 ■iiri>iiiMMni<arwaiÉM»rMM»-áiniri>n-li'riii' ii mlfni— FURÐUHEIMAR: TRÚIRÐU ÞESSU Veiztu sögu spilanna? Að spila á spil byrjaði sem dægradvöl karlmanna einna sam- an. Kínverjar fundu upp pappír- inn og síðan pappírspeninga fyrir um 20 öldum síðan, en síðan fundu þeir upp spilin úr pappír og fjór- ar „sagnir" eða sortir og svo númer fyrir fjárhættuspil. Kínversku spil- in komu til Evrópu um árið 1300, og við spilanúmerin bættust brátt spilamyndir, sem sýndu menn, kónga, riddara og gosa, en engar drottningar. Eins og búast mátti við voru það Frakkar, sem loksins komu kynþokkanum í spilin. Hin- ar fjórar „dömur" þeirra — les dames — eins og þær eru kallaðar í Frakklandi — urðu viðurkenndar í Evrópu. Samt sem áður sættust ekki öll lönd á drottningar. Spán- verjar vildu ekki sjá drottningar og árangurinn er sá, að Spánvarjar og í Rómversku Ameríku spila menn enn þann dag í dag á spil, sem í eru aðeins karlmenn. Þess er vert að geta, að uppáhaldsspilið þeirra, eftir 400 ár, heldur áfram að vera karlmannaspilið „Hombre". Þátttakendur eru aðeins þrír karl- menn, en einn þeirra er E1 Hombre (Maðurinn) og spilar gegn hinum tveim. í Austurlöndum þar sem kvenna búr voru og eru í meira áliti en drottningar, þá hefur t.d. Indland enn hin kringlóttu Hindu-spil. Þau eru tölusett frá 1—1Ó og hafa að- gin tvö mannspil: Kóng og vizier eða forsætisráðherra. Mean með kattaraugu Fólk með kattaraugu eða endur- skinsaugu er sjaldgæft, en samt nóg til þess, að sanna að mannleg augu, eins og kattarins, geta skinið eða lýst í myrkri. Augnaskin er í senn vel skiljanlegt og dularfullt. Það kveikir ekki í sér sálft, þótt þeir, sem stóðu að galdraofsóknum á miðöldum, héldu að kettir gætu látið augu sín skína að vild — verandi dýr djöfulsins. Endurskins- augu varpa aðeins aftur Ijósi, sem beint er að þeim Venulega kemur endurskinið frá sellu-þili sem er í aftasta hluta augans. Þetta lag er kallað tapedum eða „bjarta teppið" af vísindamönnum. Samt sem áður hafa sum dýr, sem í eru augu sem skína, enga tepetum eða endur- skinsefni, og það er hreinlega ekki vitað af hverju þau lýsa. Maðurinn, ásamt nokkrum tegundum fugla, fiska og snúka, fellur í þennan hóp sem ekki fæst skýring á. Þessir ■ dularfullu menn og konur, sem hafa glóandi augu má þekkja út úr með því að fylgjast með geisla, sem beint er í augu þeitra. Gómsæt hýsnusúpa Að ala og fita hýenur er listgrein, sem ekki hefur verið í mikilli eftir- spurn síðustu 4000 árin. Myndir á veggjum gamalla grafa í Egypta- landi sýna þó hvernig þessi list var framin. Það þurfti tvo karlmenn til að inna þetta verk af hendi. Annar hélt lifandi hýenu á bak- inu en fætur hennar voru bundnar saman. Hinn maðurinn hélt hausn- um í kjöltu sinni, milii hnjánna, greip um hálsinn með hinni, en með hægri hendinni tróð hann litlum, steiktum kjúklingum í gap- andi gin hýenunnar unz hún varð bókstaflega stútfull af þessum mat. Þegar þessi tegund matgjafar var endurtekin slag í slag, þá fitnaði hýenan og fitnaði. Þá var hún drep in, matreidd og étin. Þetta var auð vitað allt of dýrt fyrir almúgan, en „ali-hýenur" urðu afbragðsmat- ur sem sómdi ágætlega sjálfum Faraóunum. Það er dýrafræðingum ekkert undrunarefni, að hýenunni gæti verið haldið kyrri svona lengi meðan troðið var ofan í hana. Þeir vita, að ef hýenum er náð ungum eða fæddar í dýragörðum, þá eru þetta meinlaus, ástrík kjöltudýr. En hýenur eru líka mathákar, eilíft hungraðar. Þegar þær eru villtar þá éta þær allskyns skrokka þ. á m. mannahræ, sem þær grafa upp úr kirkjugörðum. Fyrir skömmu náð- ist hýena, sem var að leita sér að æti kringum fornleifafræðinga við gröft í Palestínu. Verkamennirnir bundu skjótt enda á æfi hennar og innan skamms var hún orðin að hinni ljúffengustu hýenu-kássu. Örlög skriðdrekanna Vegir skriðdrekanna eru órann- sakanlegir, og svo er um vopn, sem framleidd eru í Bandaríkjun- um. Fimm Sherman-skriðdrekar frá síðustu heimsstyrjöld voru notaðir af hernum í Uganda um daginn þegar hann rak Milton Obote, for- seta frá völdum. Hvernig. komust þeir þangað? Jú, í upphafi vega sinna voru þeir gjöf til Rússa í stríðinu, á vegum láns- og leigu- samninganna, en síðar voru skrið- drekarnir sendir Egyptum að gjöf frá Rússum. ísraelsmenn hertóku skriðdrekana í sex daga stríðinu við Egypta. Eftir að þeir höfðu verið standsettir, þá voru þeir sendir til Uganda sem vopnaaðstoð ísraels- manna til Uganda. Hvar sjást þeir næst? Aðeins fyrir Júða ísraelsbúar eru ákaflega fýknir í að ná til sín lærðum mönnum er- lendis frá, einkum Ameríkana. Á síðasta ári tókst þeim að hreppa 1200 verkfræðinga og tæknimennt- aða menn og 700 lækna, mest frá Bandaríkjunum. Á þessu ári, 1971, hafa þeir lagt til hliðar 1.5 millj- ónir dollara til að næla sér í fimmt án vísindamenn, sem innflytjendur. Allir verða þeir að vera gyðingar og allir fá þeir, utan.Iauna sinna, eitt hundrað þúsund dollara fyrir starfsfólkið og áhöld í vinnustofur sínar. Mánudagsblaðið verður að gera þá játningu, að það hefur engan franibcerilegan balletgagnrjnanda, þótt öll hin blöðin hafi hámenntaða sérfrceðinga í þeim efnum. — Myndin að ofan er af þeim Helga Tóm- assyni og Elizabeth Carroll, ballettdönsurunum sem hér voru um síðustu helgi og hrifu hug allra er þau sáu dansa á sviði Þjóðleikhússins. Má fullyrða að þetta er með beztu og áncegjuríkustu listviðburðum hér um langt skeið. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda Er umferðarráð óþörf stofnun? Umferðarráð var sett á stofn me reglugerð, útgefinni af dómsmála- ráðherra 24. janúar 1969. Var ráð- ið sett á stofn í beinu framhaldi af starfsemi framkvæmdanefndar hægri umferðar, sem lét formlega af störfum sama dag. Lög um ráð- ið voru samþykkt af Alþingi í maí 1970. Verkefnr háðsins hafa verið fjölbreytt. Meðal annars: 1. Athugun á umferðarfræðslu í skólúm. 2. Styrkur til Ríkisútgáfu náms- bóka vegna útgáfu kennslubókar um umferðarmál fyrir 7—9 ara skólabörn. 3. Útgáfa á fræðslubæklingi handa 7 ára börnum „Leiðin í skól- ann". 4. Jólagetraun fyrir 7—12 ára börn, sem sent var til 30 þúsund barna, ennfremur spurningakeppni meðal 4 þúsund barna frá-119 skól- um. 5. Umferðarfræðsla fyrir börn undir skólaskyldualdri „Ungir veg- farendur". í þessum skóla eru inn- rituð 13 þúsund börn í 20 sveitar- félögum. 6. Umferðarfræðsla í Ríkisút- varpi. 7. Ljósaathugun bifreiða. 8. Reiðhjólaskoðun. 9- Upplýsingamiðstöð í samvinnu við lögregluna um verzlunamanna- helgarnar 1969—1970. 10. Útgáfustarfsemi á Ökumann- inum. 11. Fræðsla um giidi öryggis- belta. 12. Áróður um notkun endur- skinsmerkja. 13. Athugun á hættulegum veg- ræsum. 14. Slysarannsóknir ásamt mörg- um öðrum verkefnum. .Samkvæmt f(járhagsáætlun ráðs- ins fyrir árið 1971 var áætluð fjár- þörf 6.8 milljónir króna. í Alþingi var ákveðið að veita ráðinu 900 þúsund krónur. Með þessu er látið það álit í Ijós, að Umferðarráð sé gagnlítið og öll starfsemi þess lögð niður að mestu. Hér hafa greinilega átt sér stað mikil mistök og er það lágmarks- krafa, að af þeim hundruðum millj- óna króna, sem ríkisvaldið tekur af umferðinni í tolla, sé haldið uppi lágmarks umferðafræðslu fyrir al- menning, er þegar hefur sýnt að skilar margföldum hagnaði fyrir þjóðina í heild. Ótrúlegt er, að Alþingi meti ör- yggi vegfarenda svo lítils, að 6.8 milljónir króna sé of mikil fjár- festing til að koma í v gefyrir slys. . . FÍáÚI?«^ÍÞingis til Umferðr arráðs árið 1971 var 900 þúsund krónur, eins og-áður er getið.: Árið 1969 var áætlað, að kostnaður vegna slysa væri 330 milljónir króna eða rúmar 27 milljónir króna í hverjum mánuði eða daglega 900 þúsund krónur. F. I. B. skorar á Alþingi að veita Umferðarráði nægilegt reksmrsfé úr ríkissjóði og með því leggja sitt af mörkum til að tryggja líf og limi borgaranna. BENZÍN0KRID Á ÍSLANDI Gerð hefur verið athugun á benzínverði til neytenda á Norðurlönd- um í samanburði við íslands. Miðað er við verð í október 1970. Til þess að slíkur samanburður sé raunhæfur, vegna mismunandi lífskjara, þá er miðað við verkamannalaun, eins og þau gerast hæst í þessum löndum og hvað það tekur langan tíma fyrir verkamanninn að vinna fyrir einum benzínlítra. Hér er gerður samanburður á oktantölu, söluverði miðað við gengi, verkamannalaun og verði breytt í vinnustundir: TOXhiMtuCr.M-tO UuchWnðe urOtn fur m neuen Kletötr %a charman? *«*rtn Kostumc :.nge n,cM mtf* Sítfí-tCmíiltr Oktan- Sölu V erkamanna- Verði benzín- lítra breytt í tala verð laun hcest (ísl. kr. vinnustundir ísland . . . . ... 93 13,30 89,50 8,1 mín. Noregur , .. 92 15,86 194,70 4,9 — Svíþjóð ... 94 14,97 239,20 3,8 — Danmörk . ... 93 15,86 198,90 4,4 — Hér kemur í ljós að verkamaðurinn á íslandi, er 8,1 mínúm að vinna fyrir einum benzínlítra í samanburði við sænska verkamanninn, sem er ekki nema 3,8 mínútur, danski verkamaðurinn 4,4 mínútur og norski verkamaðurinn 4,9 mínútur. Ef þessu er breytt í prósentur, þá kemur í ljós, að benzínverði á íslandi er 65,3% hærra en í Danmörku, 84,1% hærra en í Noregi og 113,2% hærra en í Svíþjóð. I

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.