Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.02.1971, Side 8

Mánudagsblaðið - 22.02.1971, Side 8
t úr EINU Grín í flugturninum — Trygging og mat — Nýtt „snilliyrði-1 Klámklúbbar vinsælir — Heyrnarhlífar — Þjóðleikhúsgestir móðgaðir — SAGT ER AÐ piltarnir í flugturninum hafi talsverða kímnigáfu þegar til flugmanna hinna ýmsu flugfélaga kemur, einkum gagnvart flugmönnum hjá litlu flugfélögunum, og nota þeir hvert tsekifæri til að skopast hver að öðrum. Flugturninn fékk einu sinni beiðni frá flugvél um hvað rétt klukka væri, og spurði þegar: „Hjá hvaða flugfélagi ertu?“ „Skiptir engu máli hjá hvaða félagi ég er“ svaraði flug- maðurinn reiðilega, „segðu mér bara hvað rétt klukka er“. „Allt í lagi" svaraði flugturninn. „Ef þú ert hjá Loftleiðum, þá er klukkan eitt eftir miðnætti. Ef þú ert hjá flugfélagi ís- lands, þá er klukkan 0-13, en ef þú ert hjá Þyt, þá er litli vísir- inn á einum en stóri vísirinn á tólf.“ MATSMAÐUR FRÁ einu tryggingafélaganna stóð við rústir by99in9ar’ sem emu sinni var hlaða, en var nú brunnin, og skoðaði leyfarnar. ,,Jæja“ sagði hann loksins við bóndann, hana upp á nýtt og sendu okkur reikninginn". „Ég vildi heldur fá peningana" svaraði bóndinn. „Því miður,' svaraði tryggingamaðurinn, „þannig vinnum við ekki. Tryggingin endurgeldur þér það sem þú hefur tapað með nákvæmlega eins grip og sá fyrri var“. Bóndinn klóraði sér í kollinum en sagði síðan: „Fyrst þetta er svona hjá ykkur, þá er ekkert við því að gera — en þegar þú kemur aftur í borgina, þá afskrifaðu trygginguna á konunni minni þegar í stað.“ ÁLLTAF BER að fagna nýyrðum í hverju máli, einkum ef þau eru mynduð af víðsýni og á lýðr-æðislegan Jiátt. .í nýútkom- inni Viku er alveg spánýtt orð, sem ætla mætti að hefði verið algjör bannvara fyrir nokkrum árum. Þetta gullfallega orð, sem heímilisblaðíð "ér' áð íhhrélðá 'ér — "Gréddútöffari — stofninn „graður" úr íslenzku en afbökunin, seinni hluti orðs- ins, úr ensku „tough". I gamla daga þótti orðið graðnagli all-boðlegt a. m. k. í lúkar togaranna, en hvað breytist ekki með menntun og menningu? •----------------------------- OG TALANDI um þessi vinsælu mál, þá er vert að geta þess, að í Reykjavík eru nú einskonar samtök ungra pilta og stúlkna, sem koma saman og skoða ýmsar klám- og samfaramyndir. Klúbbar þessir eru einstaklingsfyrirtæki, en hafa þó nána samvinnu, myndaskipti og hugmynda. Eftir sýningar er efni myndanna rætt yfir hressingu og stundum leikið af viðstödd- um. Framför að tarna — ALDREI VERÐUR góð vísa of oft kveðin. Læknir tjáði oss um daginn, að annarhver maður, sem stundaði „hávaða"- vinnu væri meira og minna að missa heyrn eða deyfast í eyr- um vegna þess, að hann brúkaði ekki heyrnarhlífar, sem hér má fá í verzlunum. Sama máli, sagði læknirinn, gildir um skotmenn, sem stunda skotæfingar og þess dæmi að annað eyra þeirra skaddaðist verulega. Hann kvað og nálega úti- lokað að koma þessu á framfæri hjá almenningi. Hér með gert. MJÖG MIKIL reiði ríkir meðal frumsýningargesta vegna þeirr- ar óskiljanlegu afstöðu og ósvífni Þjóðleikhússins að taka frumsýningarmiða af þeim gestum, sem að staðaldri sækja frumsýningar stofnunarinnar. I rauninni er hér um svo fá- heyrða ósvífni að ræða, að helzt mætti líkja við framkomu ómenntaðra dóna. Sumir þessara gesta hafa verið tryggir viðskiptavinir um árabil, jafnvel frá upphafi og eytt stórum upphæðum í sýningar þessar auk viðkomu í kjallara o. s. frv. Það er ómögulegt að gera sér Ijóst hvað liggur að baki svona framkomu, því hún er á engan hátt afsakanleg. Ef peningar frumsýningargesta eru verri þegar svona viðburðir ske, þá er vandfundið á hvaða stigi þeir eru, sem þessar fáránlegu og móðgandi ákvarðanir taka. STAÐREYNDIR — sem ekki mega geymast: (54) Forysturíki lýðræðisins gefst upp við geimrunnsóknir Vísindin úr rústum Þriðja ríkisins — Sigrar og ósigrar árið 1970 — Hámenntaðir atvinnuleysingjar — SS frá Peene- múnde — Boðskapur Eisenhowers — „Það eru vissulega fyrir hendi fullfrágengnar áætl- anir. En ákvarðanirnar varð andi þessar framtíðarfyrir- ætlanir hafa aðeins hlotið opinbert samþykki að hluta, í þeim skílningi, að við get- um treyst á hinar nauðsyn- legu fjárveitingar, til þess að unnt sé að hefjast handa. Leyfið mér að skilgreina þetta dálitið nánar. Ein úrlausnarvið- miðananna, sem Nixon forseti hefir lagt fyrir okk- ur, er: Þið verðið að gera geimferðirnar ódýrari. Því að margs konar gagnsemi, er geimferðirnar gefa mann kyninu eða vísindunum fyr- irheit um, er blátt áfram ekki dagskrártæk með til- liti til núverandi verðlags og og kostnaðar, sem geim- ferðatæknin er háð.“ — Dr. Wernher von Braun (1912—), þýzkur eldflaugavís- indamaður, æðsti yfirmaður geimferðastofnunar Bandaríkj- anna: í viðtali við „DER SPIEGEL", (Nr. 7; Hamburg, 8. Febrúar 1971). í FARARBRODDI Síðan vísindamönnum Hitlers tókst að koma Bandaríkjamönnun- um Neil Armstrong og Edwin Aldrin til tunglsins, og þeir félag- ar festu stöng meo fána þjóðar sinnar í yfirborð þess, hinn 20. Júlí 1969, hafa Rússar ekki verið forystuþjóð á sviði geimrannsólena Framhald á 7. síðu. Bre.zka þotan jrá BEA — Trident 2 — á Keflavíkurvelli sL miðvikjtdag. . Á hádegi. s.l. .miðvikudag lenti BEA-þota frá London á Keflavík- urflugvelli. Var hér um reynsluflug að.., ræða, en áætlunarflug. ,BEA hefst í apríl n.k. Eftir helgina opn- ar félagið skrifstofu í Bankastræti 11, en henni veitir Tony Wadlow forstöðu. Viönéður um samstarf hafa stað ið milli BEA og F.í. undanfarið.um samvinnu um flugið og.skiptingu hagnaðar, en. frá.því er ekki ennþá gengið. í apríl og til maí-loka verður ein áætlunarferð í viku til íslands með þotu þessari, sem er ’af Tridentl 2-gerð, en síðan 2svar. í viku fram í okt. Flugtími London —Keflavík er tæpar 3 smndir en fargjald 61 pund. Auk Tony Wad- low starfa á skrifstofu félagsins hér á 'landi Helga Bjarnason og Ölafur Smith Jórisson Með vélinni s.l. miðvikudag voru ýmsir gestir, starfsmenn og blaðamenn, sem munu rita um ferð ina, en.þeir voru frá blöðum í Eng landi og Skotlandi. Lækning vii timburmönnum — /oksins „Dagurinn eftir" verður mörgum manninum, sem fengið hefur sér einum of mikið kvöldið áður erfið- ur, og oft líta sumir til himna og óska í hjarta sínu eftir timbur- mannameðali. Nú hefur þeirri bæn verið svarað a.m.k. í Bandaríkjun- um Stofnunin, sem læknar heitir: Hangover Heaven (himnaríki timb urmanna). Stofnun þessi er stofn- um af einum Erl P. Harris, búsett- um í Atlanta, Georgia. Á stofnun- inni, segir Harris er hægt að lækna versm timburmenn fyrir litla 15 dollara auk 5 dollara í þóknun fyrir aðstoðarstúlkuna — engilinn. Allt þetta byrjaði, segir Harris, fremur eins og gaman eitt, en ekki annað. Eftir að hafa hugsað mikið um vandræði og örvæntingu timb- urmannafórnardýra, þá tók Harris á leigu ónotaða rannsóknarstofu við hlið eigin læknastofu og útbjó hana með whirlpool-baði, gufu- baði og lækningaherbergjum, sem hlutu nöfn eins og himnahlið no. 1, himnahlið no. 2 og ákveðin lækn ing. Því næst réði hann til sín hóp af englum þ. e. stúlkum og útbýtti nafnspjöldum. Síðan hefur Himnaríki timburmanna verið yfir fullt. Þegar menn koma á staðinn kem ur ung stúlka til dyra, sem kann að aumkvast yfir mann á réttan hátt og veita honum tilhlýðilega samúð. Síðan gefur hún hon- um „inntak" af súrefni og sérstaka blöndu, sem er leyndarmál. „Efna- fræðin mín er alveg rétt" segir Harris, „drykkurinn inniheldur að- eins efni, sem alkóhólið hefur eytt úr líkamanum. Því næst er sjúk- lingurinn settur í gufubað um stund og enn síðar fær hann whirl- pool-bað, því næst aðra leyni- blöndu og, samkvæmt fullyrðinguu Harris, þá eru timburmennirnir þar með búnir. „Eg get Iæknað timb- urmenn á 10 mínútum" segir hann „en með „samúðinni," þá tekur það 30—40 mínútur." Nokkrir dugmiklir drykkjumenn hafa tekið upp á því, að panta tíma fyrirfram og gera þannig ráð fyrir vandrasðum eftir partý og frídaga. Mest er að gera á sunnudögum og mánudögum. Sjúklingarnir (30% eru kvenfólk) eru bjartsýnir. „Þetta tekst alveg prýðilega" segir fni Billie Clark frá Atlanta. „í fyrsta skipti, sem ég fór þangað, þá hefði ég greitt fyrir mercy-killing. Kostn aðurinn skiptir engu máli — bara guði sé lof að lækning er fyrir hendi — fyrir okkur drykkjufólk". Áður en Harris hóf starfsemi þá sótti hann og fékk einkaleyfi á blöndu sinni og merkti hana lækn- ingastofu sinni. Nú er hann að byggja annað Himnaríki timbur- manna í miðborg Atlanta, og um leið að semja um flugvallarskilyrði. Þá hefur hann í huga að stofna samskonar stofur í New Orleans, Las Vegas, St. Louis og Miami, Florida. 1

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.