Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.02.1971, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 22.02.1971, Blaðsíða 7
Mánudagur 22. febrúar 1971 Mánudagsblaðið 7 Framhald af 8. síðu. í augum almennings. Eflaust er það rétt, að Rússar, sem ótvírætt gegndu brautryðjendahlutverki næst um því allan fyrsta áratug mann- aðra geimferða með aðdáunarverð- um glæsibrag, hafa glatað frum- kvæðinu í mönnuðum geimferðum, í bili að minnsta kosti, og hina eldmóðslegu forystuköllun þeirra úr upphafsatrennunum virðist hafa sett allnokkuð niður. Rússarnir, sem urðu fyrstir til þes sað senda mann út í himingeiminn, flugliðs- höfuðsmanninn Juri Gagarin á hinu 4,7 smálesta þunga geimfari „Vostok 1", hinn 12. Apríl 1961, og fyrstum heppnaðist að koma mannlausum tækjum á næsta geim- granna Jarðar, megnuðu ekki að verða á undan Bandaríkjamönnum með mann til tunglsins. Óhætt mun að ætla, að það myndu þeir hafa reynt, ef þeir hefðu talið sér fært, þótt ekki hefði verið til annars en að færa frekari sönnur á tækni- og vísindalega yfirburði sína. Fæstir þeir, sem gerst vita, telja sennilegt, að Rússar muni gera tilraun til tungllendingar í náinni framtíð, senda geimfara í hið ná- nægt 400.000 km ferðalag. Þeim finnst sér ekki samboðið að skipa annað sætið, og virðast því hafa lát ið Bandaríkjamönnum hinar mönn uðu tunglferðir eftir — án sam- keppni, en líklega ekki alveg gremjulaust. Á sama tíma og Banda ríkamenn lögðu upp í sjöttu tungl- för sína, og luku hinni þriðju með ágætum og , tilæduðum árangri, þrátt fyrir ýmsa ófyrirsjáanlega erf iðleika og hvimleið mistök, láta Rússar sér nægja áttahjóla tungl- vagn, sem reyndar er stórkosdegt afrek rafeindaaflfræðinnar, og eflir þekkingarauðlegð vísindanna ugg- laust meira en unnt er að gera sér grein fyrir að svo stöddu, en er samt sem áður ekki umvafinn geislabaug mannlegra ákvarðana- og óvissuskilyrða, og fara þeir því á mis við verðskuldaða allsherjar- hrifningu að því leyti. Frumherjar frama- og frægðar- ferils Rússa, sem fögnuðu heims- aðdáun eftir fyrstu geimför Gaga- ríns, fyrsta hópflug mannaðra geimfara, fyrstu geimför konunn- ar, Iengsta einstaklingsgeimflugið eða fyrsta utanborðsafrek Alexej Leonov í geimnum, ná hvergi nærri jafn einbeittri athygli og einhuga hrifningu með fjarskiptageimvís- indaafrekum sínum og þeir átm að að venjast. Af þeim sökum hefir sú sann- færing fest rætur í hugum almenn- ings í lýðræðislöndum, að Banda- ríkjamenn væru, síðan för „Apollo 11" tókst með sögufrægum árangri, stöðugt að fljúga lengra og lengra fram úr Rússum á öllum sviðum geimvísinda. En í þessum efnum, eins og öllum öðrum, er lýðræðis- legt almenningsálit bein andstæða staðreyndanna. Það eru Rússar, sem nú þjóta hraðfara fram úr Bandaríkjamönnum, og það með á- rangri, sem leiðtogar „hins frjálsa heims hlytu að telja ískyggilegan, ef sá siður hefði tíðkazt í Iýðræð- inu að hugsa fram í tímann. Að- eins andartaks ihugun sannfærir sérhverja meðalgreinda manneskju um þetta. 78 Á MÓTI 27 Vafalítið má telja, að flestir þeir, sem Ieggja á sig þá fyrirhöfn, að bera saman tiðni bandarískra og rússneskra geimskota, komist þegar í stað að afar athyglisverðri niður- stöðu. Nýliðið ár, árið 1970, þeg- ar svo virtist í fljótu bragði sem rússneskir geimvísindamenn væru í hvíldarorlofi var mesta athafnaár í sögu rússneskra geimvísinda. Það var algert metár. Frá 1. Janúar þangað til um miðjan Desember skutu Russar 78 geim-hnöttum og -farartækjum mistakalaust á Ioft. Á sama tímabili hófu sig aðeins 27 hliðstasð geimtæki á loft af bandarískum skotstæðum. Á einu og sama 60 daga tímabili ársins 1970, þegar Rússar sendu 22 geim- rannsóknafarartæki út í víðáttur himingeimsins, komu Bandaríkja- menn bara 3 frá sér. En jafnvel þótt skottíðnin sé lát- in liggja á milli hluta, og eingöngu tekið tillit til þess árangurs, sem vitað verður nú um með vissu, verður niðurstaðan nákvæmlega hin sama. Hinn 1.—18. Júní setm Rússarnir A. Nikolajev og V. Sev- astianov langtímageimmet á „Soj- us 9". Þeir voru 17 sólarhringa og 17 klukkustundir í geimnum. Hinn 24. September lenti „Luna 16' heilu og höldnu í Kasastan með farm af tunglefnum, en það var í fyrsta sinn að tekizt hafði með sjálfvirk- um fjarskiptatæknilegum hætti að flytja föst efni á milli himinhnatta. Skömmu síðar landaði „Luna 17" fyrstu vélknúnu tunglrannsóknar- stöðinni, og „Venus 7" sveif niður á yfirborð kvöldstjörnunnar í fall- hlíf og sendi upplýsingar til jarðar í 35 mínútur samfleytt. Á árinu 1970 heppnaðist Banda- ríkjamönnum hins vegar ekki neitt. „Appollo 13" var rándýrt hrakfalla ævintýri. Og einasta annað stórfyr- irtæki þeirra — tilraunin til þess að koma rannsóknarstöð með risa- sjónauka innanborðs á braut í geimnum — endaði líka með harm kvælum. Margt bendir þess vegna til þess, að Bandaríkjamenn hafi of- metnazt af byrjunarafreki sínu, fyrsm mönnuðu tungllendingunni, er kostaði nákvæmlega $ 19.300.- 000.000,00, og sönnun þeirri, sem „Apollo 12" færði um það að lend- ing „Apollo 11" hafi ekki verið nein tilviljun. Þeir virðast því hafa brugðið á hægfara, en eigi að síður hættulegt, geimvísindatölt — og una bærilega. Öngþveitið og upp- lausnin innanlands, sleitulaust bruðllífi þegnanna, sívaxandi þyngsli af negraframfærslu, bæði hvítra að yfirborðslit og svartra, í einu orði sagt: lýðræðisástand, sog- ar til sín stærri og stærri fúlgur þess fjármagns, sem vísindastarf- seminni er nauðsynlegt. í Iöndum, þar sem verkalýðsrekendur og verð bólgujúðar ráða efnaliagslífinu, mannréttindahræsni, réttarfari og dómsmálum, blaðahýenur og út- varpskommar almenningsálitinu, og niðjar frumskóganna úrslitum kosninga í æðstu embætti og á- byrgðarstöður, geta vísindin naum- ast átt sér neina glæsiframtíð. Það hefir því ekki reynzt ýkjaerfitt að færa „rök" að „tilgangsleysi" og „taprekstri" geimrannsókna, sýna fram á að „hagkvæmara" sé að verja fjármunum í bílvegi, „umbæt ur" á kjörum glæpamanna í fang- elsum, framfærsluölmusur handa svertingjalýðveldum, o. s. frv., o. s. frv. SKIPULAGT UNDANHALD Árangur „mannúðarstefnunnar" hefir líka sannarlega orðið ásjá- legur. Árið 1965 veittu bandarísk stjórnarvöld $ 5.200.000.000,00 til starfsemi „Túe National Aeronaut- ics and Space Administration" — NASA. Á fjárhagsárinu, er lýkur hinn 30. Júní 1971, voru $ 3.200.000.000,00 áætlaðir til sömu þarfa, og á fjárhagsárinu, sem hefst hinn 1. Júlí 1971, fjárhagsárinu 1972, leggur stjórnin til að verja $ 3.150.000.000,00 alls til geim- rannsókna, „og enginn getur sagt fyrir um, hvort löggjafinn á Capi- tol Hill stýfir upphæðina ekki enn frekar" (Hermann Schreiber í grein í „DER SPIEGEL" (Nr. 7; Ham- burg, 8. Febrúar 1971). Á árinu 1965 störfuðu 410.000 manns á vegum NASA; á árinu 1971 er áformað að fækka þeim niður í 144.000. Af framangreindu verður ljóst, að geimvísindi njóta ekki neinna sérstakra vinsælda lengur í fram- vígi heimslýðræðisins. PEENEMUNDE-SS Vísindamenn Hitlers, Peene- miinde-fylkingin, þeir Dr. Wernh- er von Braun, Dr. Ernst Stuhling- er (eðlisfræði og stjörnufræði), Dr. Helmut Hoelzer stærðfræði, raf- eindareiknivélatækni), Karl Hein- burg (skotstöðvaverkfræði), Dr. Ernst Geissler (flugvélafræði, þrýsti loftsaflfræði), Erick Neubert (efna- gæðamat, rýrifræði), Dr. Walter Haussermann (stýrifræði, loftsigl- ingafræði, rafeindatækni), Dr. Willy Mrazek (burðarþolsfræði, Dr. Hans Huter (ræsitækni- fræði). Dr. Eberhard Rees ( sveiflurannsóknir hátíðnitækni), Dr. Kurt Debus (skottækni, hálfleiðara- og girðilags-tækni), og Hans Maus (heildarskipulagning, sveiflurannsóknir), hafa unnið sín verk og senn lokið hlutverkum sín- um. Vísindamannablómi Þriðja rík- isins, færusm vísinda- og tækni- hugsuðir, er uppi vom í veröldinni í stríðslok og lengi síðan; mennirn- ir, sem skráðu nafn forysturíkis heimslýðræðisins á blað geimvís- indasögunnar, hafa orðið að starfa með bundnar hendur hin síðari ár, á sama tíma og fyrrverandi félagar þeirra á valdi sowjetmenna (Dr. Siegmund, Dr. Roesch, Dr. Ump- fenbach, Dr. Schulz, Dr. Gröttrup, Dr. Eigenberger, Dr. Buschbeck og fjöldi annarra), svo og allir rúss- neskir samstarfsmenn þeirra, hafa notið allra hlunninda, er í mannleg um mætti hefir staðið að veita. FALLBYSSUR OG SMJÖR ÞóSSÍ stáðfeyrid býggist á því, ‘áð stjórnmálámenn Rússa hafa ávallt 'gert sér ljóst, að heimsyfirráð grundýallast; fremur á .geimferðum en skemmtireisum, þeir hafa alltaf vitað, að fallbyssur eru framtíð stórveldis nauðsynlegri en smjör, og þeir slaka því ekki á eða halda að sér höndum, eins og framan- greind dæmi sánna. En einnig þeir, e. t. v. ekki miklu síður en Banda- ríkjamenn, eiga afrek sín á sviði eldflaugatækni og geimvísinda að þakka ránsfeng sínum í rústum Þriðja ríkisins, og þá jafnvel miklu fremur bróðurlegri umhyggju og velvilia heimslýðræðisns, sem um árabil taldi fátt nógu gott, og ekk- ert of gott, til framdráttar komm- únismanum. Hann hefir því dafnað vel. Ekkert virðist geta stöðvað fram- sókn hans. Lýðræðið hefir rutt hon- um brautina — og bíður nú latm- anna. Og ekki detmr mér í hug að andmæla hinu fornkveðna, „að verður er verkamaðurinn launanna." FÁDÆMA RAUSNARSKAPUR Vitanlega munu allir lýðræðis- sinnar vera búnir að gleyma því fyrir löngu, en staðreynd er eigi að síður, að í lok Heimsstyrjaldar II höfðu herir lýðræðisríkjanna, Bret- Iands og Bandaríkjanna, þýzku fylk in Mecklenburg og Sachsen (Sax- land) nærri öll á valdi sínu, og Thúringen algerlega. Þessi fylki eru í Mið-Þýzkalandi, sem nú þykir kurteislegra að nefna Austur- Þýzkaland. Þetta yfirráðasvæði sitt, samtals að flatarmáli rösklega 35.00 km2, rýmdu lýðræðisherirnir fyrir samherjum sínum, kommún- istum, í Júlí-byrjun sumarið 1945, hopuðu 150 km vestur á bóginn, á 650 km langri víglínu. Allt í nafni órjúfandi bræðralags til ævar- andi baráttu „fyrir mannréttindum, friði og frelsi". En áður en „frelsisherir" lýðraA- isins fóru alfarnir, kvaddi fyrsti yf- irframkvæmdastjóri Morgenthau- áætlunarinnar, Eisenhower ,Jiers- höfðingi", íbúana með svofelldum boðskap, eða „dagskipun", hinn 5. Júlí 1945: „Allar verksmiðjur, mann• virki, verkstæði, rannsóknar- stofnanir, tilraunastöðvar, einka- leyfi, framleiðsluleyndarmál, á- œtlanir, teikningar, vinnu- og verklýsingar, uppfinningar og uppgötvanir, ber að varðveita óskaddað og skila í góðu ásig- komulagi í hendur fulltrúa Bandamanna." Þær Bandamannahendur, sem móítöku veiifu, vöru sówjezkar. Og þær tóku við dýrmæti. M.a. alger- lega óskaddaðri ' neðanjarðar-V2- verksmiðju, ásarnt uppdráttum Þjóðverja að fjarstýrðri eldflaug er ætluð var til árása heiöisálfa á milli. Oll nánari tildrög og atvik eru kunn. Frá þeim hefir skýrt Wladi- mir Sjabinsky, fyrrverandi höfuðs- maður í tæknirannsóknadeild Rauða hersins. Sjabinsky flýði úr sæluríki „verkamanna og fátækra bænda" árið 1947. Frásögn hans birtist fyrst árið 1958, og hana er að finna í ótal blöðum, tímaritum og bókum frá þeim tíma og síðar, enda vakti hún heimsathygli. Rúm blaðsins leyfir því miður ekki, að ég geri henni skil í þessari grein. Hún verður þess vegna að bíða næstu greinar, en þá verður hún rakin í stórum dráttum. J. Þ. Á. axmTnster ANNAÐEKK

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.