Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.02.1971, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 22.02.1971, Blaðsíða 5
Mánudagur 22. febrúar 1971 Mánudagsblaðið 5 prungur i flokkunum Framhald af 1. síSu. lega stærri hluti menntamanna hafa gengið í Kommúnistaflokkinn, og það kannske rætur sínar í því, að deilur flokkanna snerust upphaf- lega meira um erlend málefni en íslenzk. Uppgangur Framsóknar Mesta nýjungin í pólitísku lífi bæjanna síðustu tvo áratugina er uppgangur Framsóknarflokksins. Fyigi hans í íslenzkum bæjum var framan af mjög veikt nema helzt á Akureyri. En hér hefur orðið breyting á. Flokknum hefur tekizt að ná til sín talsverðum hluta af miðstétt bæjanna og sums staðar náð dálitlu af atkvæðum yfirstéttar- fólks og verkalýðs, sem af ein- hverjum ástæðum hefur snúið baki við sínum gömlu flokkum. Ef flokkurinn hefði ekki náð þessu fylgi væri hann nú iUa kominn, því að rýr er orðin atkvæðaupp- skeran í hinum fámennu sveitum. Flokkshirðin En flokkarnir eru meira en hags- munasamtök stétta ein saman. Þeir eru orðnir hagsmunasamtök í sjálfu sér. Fjölmennir hópar fólks lifa á flokksvélunum. Þeir eru á skrif- stofum flokkanna, í samtökum þeirra og við blöð þeirra. Þessi skrifstofulýður flokkanna, sem á allt ^jtt pp$jr þeim, er svona upp og nfan ekki neitt ákaflega skemmtilegur selskapur. Þetta er yfirleitt já-já-fólk, sem fyrir Iöngu er hætt að taka sjálfstæða afstöðu til nokkurs máls, heldur émr upp blóðhrá slagorð og klisjur flokks- blaðanna, þar sem orð og innihalds lausir frasar koma í stað hugsunar. Kjarn inn Það lítur út fyrir, að margt af þessu fólki trúi því í fúlustu alvöru, að til séu réttar og rangar skoðanir í stjórnmálum, svona rétt eins og rétt og röng svör hjá nemendum á unglingaprófi. Og í samræmi við það eru skoðunum gefnar góðar eða lélegar einkunnir. Hugsunarháttur- inn hjá þessum láglýð er einfald- lega þessi: „Hver sá, sem er sömu skoðunar og ég, hefur réttar skoð- anir og er góður maður, en hver sá, sem hefur aðra skoðun en ég, hefur rangar skoðanir og er annað hvort heimskingi eða vondur mað- ur, líklega hvorttveggja." Á bak við liggur auðvitað sú skoðun, að litli vesæli flokksskriffinnurinn sé séní og hver sá, sem dirfist að hafa aðra skoðun en hann sé úrþvætti. Já, hvílík séní! Og hvílík skemmti- legheit að tala við þetta pólitíska fólk,.fullt af sjálfssmjatti, rembingi og húmorsleysi! Flokksleiðtogarn- ir Iíta auðvitað á þetta fólk með velþóknun, svona eiga sýslumenn að vera. Þetta er þeirra óskafólk. „Skipa þú fyrir, herra, þjóninn hlýðir". Þetta fólk er kjarninn þeirri flokkshirð, sem iðkar for- ingjadýrkun, en kringum þennan kjarna er svo breið perifería, sem er meira og minna smituð af slík- um hugmyndum. Þetta er hagíó- lógía nútímans, einu keppinautar stjórnmálaforingjanna á þessu sviði eru íþróttastjörnur og poppsöngv- arar. Áhrifamáttur blaða og ann- arra fjölmiðla nútímans er ótrú- legur. Fyrr en varir eru miðlungs- gutlarar orðnir mestu mikilmenni ailra alda, skurðgoð á stalli með geislabauga um ofurmannleg enni, hálfguðir, sem starað er á með munninn opinn af aðdáun. Hlægi- legt? Nei, ekki aldeilis, hver sá sem dirfist að brosa að foringjan- um, er viðbjóðsleg ókind. Kímni- gáfa íslendinga, sem einu sinni var talsverð, er að fara veg allrar ver- aldar. Rígur og valdavon Nú, þegar öllum vorum stjórn- málaflokkum er stjórnað af ofur- mennum og hálfguðum, skyldi maður halda, að ekki væri neinir maðkar í mysunni. En hér er það einmitt, sem hnífurinn stendur í kúnni. Það eru svo ákaflega margir, sem langar upp á stallinn. Dýrasti draumur ailra litlu, montnu flokks- skriffinnanna er að komast þangað og fá geislabauginn. Og í litlu koll- unum leynist þessi blasfemíska hugsun: „Er ég ekki í rauninni alveg eins mikið ofurmenni og hann, sem er á stallinum núna? Ég hef nú alltaf vitað það með sjálf- um mér, að ég er ekki neitt blá- vatn". Og þá er að fara af stað og brjótast upp á tindinn, rétta út höndina eftir geislabaugnum. Þeir, sem þrá forustuna í hverjum flokki skipta áreiðanlega mörgum hundr- uðum. Og af þessu skapast í flokkn- um óvægilegar hrindingar og stympingar. Þessi tilhneiging hefur lengi verið til í flokkunum, en hún fékk byr undir báða vængi, þegar prókjörin voru tekin upp. Ólíkleg- ustu smáfuglar fóru á stúfana og fóru að smala, smala. í rósrauðum draumum virtist framtíðin brosa við, fyrst þingsæti, svo ráðherra- dómur og sjálfur geislabaugurinn. Flokkur - þjóð? Og sár eru oft vonbrigðin yfir útkomunni, gremja og beiskja grafa um sig í lidu sálinni, jafnvel flokknum, sjálfum tabúhelgidómn- um, er krossbölvað í hugarins leyn- um. Þessi þróun hefur reynzt flokksdýrkuninni hættuleg, og það er í sjálfu sér ágætt. Flokksdýrkun meðal okkar var farin að taka á sig fáránlegar myndir. Fyrir fáum árum heyrði ég sæmilega greinda konu halda því fram í fullri alvöru, að í rauninni ættu engir að fá að nota íslenzka fánann nema hennar flokksmenn, hinir væru engir ís- lendingar, bara landráðalýður og úrþvætti. Hér var komin ný heild, flokkurinn, burt með hina heildina, þjóðina. Hagsmunaklíkur Það er auðvitað fleira en persónu- legur metingur framagosanna, sem veldur þverbrestum í flokkunum. Sumir í flokkunum hugsa ekki svo mjög um pólitískan frama, heldur gróða og fjárhagslegar fyrirgreiðsl- ur. Og á því sviði er samkeppnin ekki síður hörð. Og alltaf þykjast einhverji'r þar settir hjá og verða sárir út í flokkinn sinn, sem sveikst með að launa þeim dygga þjónustu eins og verðugt var. Stundum er hér um að ræða árekstra milli heilla hagsmunahópa í flokkunum, en ekki aðeins ein- staklinga. Og þá hendir það stund- um, að flokksforustan er í stökustu vandræðum og þorir ’ hvorugan fótinn að stíga, því að helzt má engan styggja. f öllum íslenzku flokkunum er nú um að ræða alvarlega árekstra milli einstaklinga og hópa. Auðvit- að reynir flokksforustan allt hvað hún megnar að slétta yfir slíkan 1 ágreining fram yfir kosningar. En það heppnast ekki nema að nokkru leyti, víða eru rifur á leiktjöldun- um og fjölskylduerjurnar á kær- leiksheimlunum blasa við. Og sumt af því er satt að segja forkostulegt sjónarspil. ungu mönnum flokksins virðast vera í hálfgerðri uppreisn gegn flokksforustunni. Það er eins og þeir hafi stefnuskrá, sem er öll önnur en stefnuskrá flokksins og miklu róttækari. Þeir virðast svona á stundum vera komnir langt til vinstri við Alþýðubandalagið. En í Framsókn eru einnig til mjög sterk íhaldsöfl, sem kæra sig sízt af öllu um neina byltingarpólitík. Þar er sennilega sterkastur tignarhóp- urinn, sem stendur uppi á efsm aldrei að veruleika. Það er hrein til- viljun, hvort fólk með þessu ein- falda, saklausa hugarfari Iendir í kommúnista- eða hvítasunnusöfn- uði. Sumt af þessu fólki er núna óánægt með Alþýðubandalagið, finnst það vera orðinn aumur tví- stígandi krataflokkur, sem hafi svikið flestar sínar hugsjónir, og öll þess forna baráttuglóð kólnuð. Það var fólk af þessu tagi, sem fylgdi Steingrími Aðalsteinssyni í bæjarstjórnarkosningum í vemr, en fjallstindinum hjá SÍS. Frá þeim margt fólk með svipuðu hugarfari hópi liggja eftir ýmsum leiðum margir og sterkir þræðir til Sjálf- stæðisflokksins. Og svo getur farið, að eftir kosningar bíði flokksins erfitt dilemma: Á að horfa til hægri eða vinstri? Þá má búast við reg- inátökum í flokknum. Ungu menn- irnir vilja eflaust vinna með Al- þýðubandalaginu og allt til þess vinna, jafnvel úrsögn úr NATO. En þá er hætt við, að sumir SÍS- höfðingjarnir verði heldur ófrýni kaus þó Alþýðubandalagið. Sumt af þessu fólki er á Kínversku-Iín- unni, maoistar, en fleira þó eins og Steingrímur, ortódoxir Rússa- kommúnistar. „Pabbi er góður og gerir alltaf það eina rétta". Þetta fólk á í rauninni ósköp gott. Loks er hinn órólegi æskulýður flokks- ins, sem forustan er hálfhrædd við, en reynir að hafa góðan. Þetta fólk blandar saman eins konar anakisma, maóísma og Che Guevara-dýrkun. Sjálfstæðis- í engum flokki hafa innanflokks- átökin vakið jafn mikla athygli og þar. Það er aðallega eitt atriði, sem menn hafa einblínt á, baráttan um forustu flokksins, enda hefur liún verið harla dramatísk, og því fer fjarri, að henni sé lokið ennþá. Reynt verður að sefa hinar æstu tilfinningar frani yfir kosningar, en margt bendir til þess, að deil- legir í framan. Það er bezt að vera. Það dtl breytingu, breytingarinnar ekki að spá neinu um það, hvern- vegna, og það er sjónarmið fyrir ig þeim átökum muni lykta. Alþýðuflokkur Eftir bæja- og sveitastjórnakosn- ingarnar í vetur kom fram í AI- þýðuflokknum mikil óánægja með samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Hennar varð víða vart úti á landi og hjá unga flokksfólkinu í Reykjavík. Það er ekki vafi á því, að þessi langa samvinna gerir flokknum á ýmsan hátt erfitt fyrir í kosningunum í sumar. Og að kosningum loknum munu eflaust sterk öfl í flokknum berjast gegn áframhaldandi samstarfi, ef til kæmi. Hvernig sem kosningarnar urnar blossi þá upp að nýju, eink- fara eru miklar líkur á því, að þessu um ef flokkurinn verður í stjórn áfram. Verði hann í stjórnarand- stöðu er hættan á slíku heldur minni, en þó ekki úr sögunni. Deilurnar standa fyrst og fremst um þá Jóhann Hafstein, Gunnar samstarfi sé senn lokið. AlþýðubændaUgið Hér er ekki svo mikil barátta um Thoroddsen og Geir Hallgrímsson. i forustuna. Ragnar Arnalds er for- Kunnugir fuUyrða, að hver þessara manna eigi að baki sér um það bil þriðjung flokksmannanna, þó að það sé eflaust slumpareikningur. Hvort hið hálfvolga bandalag, sem þeir Jóhann og Geir virðast hafa gert gegn Gunnari til bráðabirgða, helzt til frambúðar, er eftir að vita. Þarna getur ýmislegt óvænt átt eftir að gerast, og hugsanlegt er, að einhver fjórði maður komi allt í einu fram á sjónarsviðið, þó að ekki virðist það sennilegt nú í bili. En Sjálfstæðisflokkurinn á við fleiri vandamál að stríða en bar- áttuna um forustuna og tigrasess- inn. í flokknum eru rammir á- rekstrar milli ýmiss konar hags- munahópa, sem hver otar sínum tota, útvegsmenn, iðnrekendur, heildsalar og smákaupmenn. Og það er erfitt eða réttara sagt ómögu- legt, að gera þeim öllum til hæfis. Framsóknar- flokkur Þarna er heldur ekki neitt indælt kærleiksheimili. Baráttan um for- ustuna er að vísu ekki eins hörð og í Sjálfstæðisflokknuin, en harð- vítug barátta er sums staðar um þingsætin. Og margir af hinum maðurinn, en auðvitað er Magnús Kjartansson langsamlega voldugasti maður flokksins, enda gnæfir hann yfir flesta flokksbræður sína að gáfum og litríkum persónuleika. En í óugmyndafræðilegum efnum er flokkurinn ákaflega sundurleitur, sundurleitari en nokkur annar stjórnmálaflokkur á íslandi. Svona um það bil helmingur flokksmann- anna eru ekki byltingarmenn fyrir tvo aura. Sumir af verkalýðsleiðtog- um flokksins eru sennilega hrædd- ari við byltingu en nokkuð annað. Þetta eru svona upp til hópa kratar, sumir ekki einu sinni vinstri krat- ar, skikkanlegir umbótamenn, sem er enn eru miklu íhaldssamari en hinir hávaðasömu ungu menn Framsókn- arflokksins. sig. Þessi óánægja með heiminn eins og hann er nær reyndar langt út fyrir raðir kommúnista. Og það er reyndar engin furða. Heimur atómbomba, mengunar og hálfvit- lausra teknókrata er ekki neitt líf- vænlegur dvalarstaður. Samtök frjáls- lyndra og vinstrimanna Þessi ungi flokkur kemur ef til vill tveimur eða þremur mönnum á þing í kosninglinum, þó að synd væri að segja að hann hafi haldið vel á sínum spilum. Honum hefur farizt klaúfalegá að nótfæra sér þ’á óánægju, sem hefur verið í Fram- sóknarflokknum, Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu. Og þó að flokkurinn sé nýr af nálinni er hann ekki neitt bræðraband. Marg- ir ungir menntamenn í flokknum eru óánægðir með þá Hannibal og Björn, finnst þeir allt of aðsóps- miklir og vilja öllu ráða. Surnir gruna þá jafnvel um það að vera að byrla sínum eigin flokki bana- ráð og hafa í hyggju að leggja hann niður eftir kosningar og renna inn í Framsóknarflokkinn eða Alþýðu- flokkinn. Líklega eru þetta ekki réttar getsakir, að minnsta kosti ekki eins og landið liggur núna í pólitíkinni. Inn í þetta fléttast svo deilur um framboð, einkum í Reykjavík. Hvort Karl Guðjónsson gengur í flokkinn eða stýrir knerri sínum að einhverri annarri strönd ekki ljót. En flokkurinn væri það talsverður styrkur að inn- byrða Karl. Sijax. En það er einnig til öðruvísi fólk í Alþýðubandalaginu. Þarna eru menn, sem hfa enn í hugar- heimi frá því um 1930, þegar Stal- ín var guð. Þeir lifa í heimi enn meiri dúalisna en jafnvel Kalvín- istar, tilveran er barátta milli guðs og djöfulsins, kommúnisma og kapítalisma. Og handan við fjallið bíður paradís, þar sem allt er eins og það á að vera, akrar vaxa sjálf- sánir og steiktar gæsir fljúga upp í mann. Þetta er í rauninni barns- lega einfaldur og indæll heimur. Gallinn er bara sá, að hann verður Lausn lögreglugátu Ef Carr hefði verið skotinn meðan hann var að skrifa á ritvélina, þá hefði hann ekki getað tekið blaðið úr vélinni. Morðingi Carrs skrifaði bréf- ið, og tilraunir hans til að koma morðinu á Fields mis- tókust.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.