Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.09.1971, Síða 1

Mánudagsblaðið - 27.09.1971, Síða 1
 JjIclÓfyrir aila 35. tölublað Mánudagur 27. september 1971 23. árgangur ÓafsakanSegur drykkjuskapur opinberra starfsmanna — Vísvitandi fjarverur vegna fylliríistúra algengar — Mikil óþægindi fyrir almenning — Urbóta þörf Reyð á Hótel Sögu Nei—nei, ekki misskilja okkur, því oss er ánægja að tjá lesendum það sem vel er gert. Nú er til í mat- inn á Hótel Sögu — Grill- inu — einn indæll forréttur, Það yrði fróðlegt að vita hve marga vinnustundir tapast vegna drykkjuskapar opinberra starfsmanna, ýmissa skrif- stofustjóra, deildastjóra og annarra í lykilstöðum í þjóðfélag- inu. Dæmi eru þess, að þessir menn hafa, og gera enn, lagzt í ,,túra‘‘ og verið frá vinnu í 1—2 vikur, jafnvel lengur. Tafir og stöðvanir Það liggur í augum uppi, að þessir menn hafa tafið fyrir eða stöðvað ýms nauðsynleg leyfi, framkvæmdir og venju- leg viðskipti hjá einkaaðilum, sem sækja þurfa undir þá með afgreiðslu mála sinna. Til þessa hefur lítið, ef nokkurt, eftirlit verið með þessum drykkju-,,fríum“ ein- stakra ráðamanna í opinþer- um stofnunum, sem eiga að starfa í að þjóna almenningi. Margir eru skipaðir, eða settir, og það þýðir næstum, að þeir mega gera allt nema fremja glæpi, án þess að hið opin- bera geri nokkurra tilraun til að ,,hasta“ á þá og gefa þeim úrslitakosti. Sjást ekki Þá er það og staðreynd, að í peningastofnunum ríkisins eru ,,fjarverur“ alltof tíðar, svo og hjá Tryggingunum, þó ó- sagt sé látið hvort drykkju- skapur eða önnur óregla sé megin orsökin. Sú staðreynd er fyrir hendi, að margir ,,helztu“ menn hinna ýmsu Stundartöfluhraksmán barna- Krafizt tafarlausrar lagfæringar Svo almenn óánægja með stundatöflu barna og unglinga kemur fram í umræðum manna á meðal, að sliks eru engin dæmi frá fyrri tið. Hefur blað- ið fregnað svo ótrúleg dæmi um niðurröðum kennslustunda, að það hefur efast um sann- leiksgildið. Við nánari athugun kemur í Ijós, að ekkert er of- mælt í þeirri gagnrýni, sem heyrst hefur. ÓVIÐUNANDI ÁSTAND Verður því ekki að óreyndu trúað, að hér eigi sleifarlag og handahófsvinnubrögð sök á. En ekki er vitað til, að svo aukinn vandi sé á höndum nú, að um þverbak keyri á einu ári. Er full ástæða til fyrir for- eldra, sem sjá fram á alger- lega óviðunandi ástand vetr- arlangt, að gera þegar í stað athugasemdir við sýnilega skaðlegt tillitsleysi. Mun eftir föngum verða reynt að fylgjast með, hvaða meðferð slíkar á- bendingar fá. AFSTAÐA FORELDRA Ef sú tilhögun, sem nú hef- ur verið tilkynnt, er sú bezta, sem aðstæður leyfa, þá er sú alvara á ferðum, sem ekki verður skellt skoílaeyrum við. stofnana sjást ekki á vinnu- stað svo dögum skiptir. Það er nauðsyn, að eftirlit sé haft með þessu fólki. Eng- um kemur við þótt menn i einkarekstri svíkist um og mæti ekki á vinnustað. Fyrir- tæki þeirra hljóta skellinn og viðskiptamenn snúa sér ann- að. Hitt er óþolandi, að opin- berir starfsmenn skuli leyfa sér, að hlaupa úr vinnu, eða mæta. ekki dögum saman vegna. drykkjuskapar og ann- arra frátafa. Hið opinbera er þjónn.almennings, en sá mik- ilmennskubragur og oft algert tillitsleysi opinberra starfs- manna sem.tíðkast í framkomu sumra þar,. er algjörlega óþol- andi. Blaðinu hafa borizt ýms- ar tilkynningar . um nöfn og stöður þeirra sem oftast brjóta almennt velsæmi og mun birta þau ef- ekki skipast til hins betra.- Þá getur fólk bæði skoðað þá og varað sig á þeim. hin gamla góða REYÐ, reyktur silungur sem ekki gefur eftir í gæðum, frænda sínum laxinum, sem mest er rómaður. Hótelstjórinn, Konráð Guðmundsson, tjáði blaðinu að hann fengi „reyðina" frá Mývatnssveit, en þar er hún reykt upp á gamla mátann, sérlega reykt og söltuð í til þess gerðum kofum. Konráð tjáði oss, að hann hefði náð þessu sér- staklega, og það yrði seit sem forréttur — „ákaflega ódýrt“, en, engu að síður, hreint lostæti. Við verðum að játa, að eftir að hafa smakkað þennan gómsæta rétt, þá erum við sammála, og óskum sérstaklega eftir, að þeir, sem enn kunna að reykja „reyð“ haldi áfram að miðla af þekkingu sinni, svo eftirmenn okkar njóti góðs af. Til að upplýsa — reyð er komið af rauður. Prestskosningar - lögboðin hræsni Hve lengi á að halda áfram svokölluðum prestkosn- ingum á íslandi? Þetta smánarlega kapphlaup milli „hirðanna" og sú afbrýði, rógur og baktal, sem bæði frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra láta sér sæma er hreint kjaftshögg á kristindóminn og þá, sem. skikkaðir eru til að halda uppi virðingu hans. Biskupinn okkar ætti hið bráðasta að taka í taumana og skikka hverri einstakri sauðahjörð sinn sáluhjálp- ara. Ef svona heldur áfram verður ekki langt að bíða þess, að þessir ,,kjörnu“ klerkar fari að stela ferming- um, skírnum og jarðarförum frr hverjum öðrum. Foreldrar og aðrir umsjármenn barna og unglinga hafa ekki leyfi til að láta ófremdarástand i kennslumálum standa yfir höfuðsvörðum menntunarvilja unglinga, einmitt á þeim aldri, sem framtíðin er óafturkallan- lega ráðin í þessum efnum. EKKI VERKSMIÐJULÝÐUR Skólum landsins hefur ekki verið falið að ala upp þekk- ingarsnauðan verksmiðjulýð, sem ekkert vill vita, ekkert á að vita og ekkert má vita. Við höfum ekki mannafla til þeirra skipta ennþá. Það er ágætt, að skólamenn fari utan til að kynna sér kennsluhætti og skólamál erlendis. Slíkt ber þó aðeins að gera með vakandi gagnrýni. Þar á ekki að gleypa hrátt allt, sem á borð er borið og miðað við allt aðrar félags- legar aðstæður en þær, sem við búum við. Á HLAUPUM Þess eru ófá dæmi að ungl- ingar eru á hlaupum milli skóla og heimilis mestallan daginn eftir sundurslitinni stundatöflu. Hvar á að taka tíma til íþrótta- iðkana, tónlistarnáms, bóklest- urs, tómstundaiðkana yfirleitt, listsýninga, kappleikja, út- varps- og sjónvarps, o. fl., o. fl. HEIMILISVOÐI Það er drepin öll mannleg Framhald á 6. síðu Leikfang Mánudagsblaðsins

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.