Mánudagsblaðið - 27.09.1971, Qupperneq 5
Mánudagur 27. september 1971
Mánudagsblaðið
5
I þrjár aldir hefur þessi fullkomni demantur valdið ótrulegum örlögum
Smithsonian-safnið, þá bauð George
Switzer, yfirmaður demantadeildar-
ninar mér að handleika Hope-
demantinn. Hjátrú, sagði ég við
sjálfan mig. Hope-demanturinn er
aðeins dauður hlutur, ekki getur
hann skaðað neinn. En skyndilega
datt mér í hug áríðandi stefnumót,
langt í burtu. Á flugvellinum gerði
ég engar varúðarráðstafanir fremur
venju, nema ég tryggði mig að
vanda — þrem sinnum hærri upp-
í Sal gimsteinanna í Smithsoni-
an-safninu í Washington D C.
gekk löng röð sunnudagsgesta fram
an við skothelt glerhús. í þessum
glerkassa, bjartari en vorsólskinið
úti, var ef til vill frægasti og vissu-
lega illræmdasti demantur á jörðu.
Á keðjunni, sem skreytt var 62
demöntum starði Hope- demantur-
inn á mig eins og stórkostlegt, ill-
gjarnt blátt auga. Og þó Hop.e-
demanturinn væri máske ekki lif-
andi sjálfur, þá virtist eins og hann
héldi einhverju inni í sér, sem
VÆRI lifandi. Og loksins þegar
mér tókst að slíta mig burtu, þá
gat ég, eins og aðrir, sem komið
hafa augliti til auglitis við þennan
stein, ekki varizt að líta til baka.
láta af hendi. Tavernier kom aftur
árið 1668 með 330 þúsund dollara
safn en meðal þess var sá steinn,
sem í dag er álitinn Hope-demant-
urinn, 44 stórir demantar og 1122
minni. Þá vigtaði Hope-demantur-
inn 11214 karöt, og var kallaður
opinberlega „Blái demantur krún-
unnar". Vegna þess, að hann hafði
verið illa slípaður, eins og Indverja
var siður, þá lét Lúðvík endurslípa
hann í hjartalagaðan 6714 karata
steín.
Stuttu seinna byrjuðu hörmung-
arnar að hrjá Lúðvík. Sonarsonur
hans og uppáhald Duc de Bourg-
ogne, lézt skyndilega. Sigrar hans
Celot — sem framdi skyndilega
sjálfsmorð. Þvínæst keypti Rússi
hann, sem hét Kanitovsky, en hann
var stunginn til bana.
DRUKKNANIR,
SLYS OG VALDATAP
Næsti eigandi, sem vitað er um
var demantakaupmaður, Habib bay,
sem drekkti sér ásamt fjölskyldu
sinni við strendur Gíbraltar. Þá er
sagt að steinninn hafi verið seldur
Simon Montharides, sem seldi hann
aftur Abdul Hamid 2. Tyrkjasol-
dáni. Simon, glaður yfir gróða sín-
um, bauð konu sinni og barni í bil-
túr, ók í gljúfur og létust öll þrjú.
Eftir James Stewart’Gordon
VAR 44i/2 KARAT
Hinn upprunalegi steinn, sem er
44}4 karat, er að því næst verður
komizt hluti af steini, sem fyrst
fannst í Indlandi fyrir meira en300
árum. Þá var hann tveim og hálfu
sinnum stærri.,
Þó að slípun hafi minnkað stætð
ina þá hefur steinninn enn hæfi-
leika til að sýna ótrúlega stærð,
eins og ekkert sem mannleg vera
gæti gert myndi minnka hann. Hin
stórkosdegu gæði hans setur hann
í sérflokk meðal annarra eðalsteina,
demanta, og gerir hann jafnframt
að aðalskoðunargripnum í Smiths-
onian safninu.
BLÁLEITUR EINS
OG BYSSUHLAUP
Hann er gallalaus — engar lín-
ur, sprungur eða annar óhreinleiki
finnst í honum. (Þó steinar, t.d. í
trúlofunarhingum — sem eru eitt
karat eða dálítið meira, séu oft
gallalausir, þá er það óvenjulegt á
eins stórum demanti og Hope).
Ennþá óvenjulegri er liturinn á hon
um, bláleitur eins og byssuhlaup,
ótrúlegur litur. Tvisvar hefur hann
verið fluttur úr Smithsonian-safn-
inu — einu sinni á sýningu I
Louvre, einu sinni á sýningu í Suð-
ur-Afríku — en hann er tryggður
fyrir milljón dollara. En, eins og
einn af starfsmönnum Smithsonian
safnsins sagði: „Hvernig geta menn
Iagt verð á hlut, sem er ófáan-
legur? Milljón dollarar myndu
máske bæta skap þitt, eftir að þú
hefðir tapað honum, en þær kæmu
ekki í hans stað, eða hvað? Ekkert
getur gert það".
Hope-demanturinn hefur eín-
stæða sögu að baki sér. Sagan segir
að hann hafi fært eigendum sínum
meiri óhamingju en allar bölbænir
norna. sem til þessa hafa verið
sungnar.
ENDURSLÍPUN LÚÐVÍKS 14.
Steinninn kom til Evrópu eftir
að Lúðvík 14. stakk upp á því við
Jean Babtiste Tavernier, franskan
demantakaupmann, að hann skipti
á smargöðum í Indlandi fyrir eins
marga demanta og rajah-arnir viidu
á vígvöllunum byrjuðu að dvína,
og hann gerði' þá regin vitleysu að
giftast Madame de Maintenon trú-
arofstækismanneskju, sem skóp
honum hörmungarlíf. Kaupmaður-
inn hans, Travernier, var seinna,
að því fréttir hermdu, slitinn í sund
ur af villtum hundmn í Rússlándi. j
LÚÐVÍK 16. OG ÖRLÖGIN
Eftir að Lúðvík 16. fékk stein
inn, þá fengu hann og drottning
hans Marie Antoinette líka frönsku
byltinguna —- og voru sett á högg-
stokkinn. Árið 1792, meðan á bylt-
ingunni stóð, þá var franska ríkis-
hirzlan rænd og Hope-demanturinn
hvarf unz árið 1830. Á þessum ár-
um málaði Goya málverk af Mariu
Luisu Spánardrottningu, þar sem
hún ber á brjósti demant mjög lík-
an Hope-demantinum. Það er álit-
ið, að annaðhvort frönsku konungs-
sinnarnir hafi komið steininum úr
landi, í hendur Spánverja, eða að
Spánverjar hafi keypt hann af þjóf-
um.
ÞJÓFNAÐIR. SPÁLFSMORÐ,
MORÐ
Steinninn kom aftur fram í dags-
Ijósið í höndum hollenzks demánta-
slípara sem hét Wilhelm Fals, sem
slípaði hann eins og hann er í dag,
— máske til þess, að gera frönsku
stjórninni eins erfitt og mögulegt
var að krefjast hans. Sonur Fals,
Hendrik stal steininum skyndilega,
fór með hann til London þar sem
hánn framdi sjálfsmorð.
,Nokkrum árum seinna var steinn-
inn seldur fyrir 90 þúsund dollara
demantasafnara sem hét Henry
Philip Hope — en af honum dreg-
ur steinninn nafn sitt. Þessi Hope
sýndi hann í Kristal-hallar sýning-
unni 1851, þar sem steinninn var
mjög dáður, þótt enginn virtisthafa
nokkurn áhuga eða trú á því, að
hann bæri hamingjuleysi með sér.
Um aldamótin var Hope-demantur-
inn og aðrir gripir í Hope-safninu
seldir kaupmanni sem hét Jocques
Abdul soldán var hrakinn frá völd-
um af „ungum Tyrkjum" árið 1909.
$ 24 ÞÚSUND
KOSTNAÐUUR Á ÁRI
Næst skýtur Hope-demanturinn
kollinum upp í París í höndum
gimsteinakaupmanns að nafni
Pierre Cariter, sem seldi hann
Evalyn Walsh McLean í Washing-
' ton. Hún var dóttir námukonungs-
ins Thomas F. Walsh og kona Ned
McLean, sonar útgefanda Was-
hington Post og Cincinati Enquir-
er. Hún greiddi 154 þúsund dollara
fyrir hann, og blöðin héltu því
fram að það kostaði McLean-hjón-
in 24 þúsund dollara á ári að eiga
hann, aðallega tryggingar og verðir.
BRJÁLÆÐI, EIGNATAP,
EITUR OG ÁFENGISDAUÐI
Samfara steininum urðu þau
hjón fyrir allskyns óhamingju og
sorgum. Árið 1918 þegar þau voru
við Kentucky Derby-veðreiðarnar,
þá slapp 8 ára sonur þeirra, Vinson,
frá lífvörðum sínum (óttazt var
barnsrán) hljóp út á götu og var
drepinn undir bifreið. Ekki löngu
seinna lenti Ned McLean í drykkju
svalli, tapaði bæði vitinu og blöð-
um sínum. Dóttir þeirra dó af of
stórum skammti svefnlyfja. Og í
desember 1967, þar sem bölvun
Hope-demantsins virtist enn í full-
um gangi, þá fannst barnabarn og
alnafna frá MccLean, hin 25 ára
Evalyn McLean látin á heimili sínu
í Texas, en dánarorsökin voru eitur
lyf og áfengi.
Á FERÐALAGI
í GÓÐGERÐARSKYNI
Eftir að frú MccLean lézt 1947,
þá keypti demantakaupmaður að
nafni Harry Winston demantasafn
hennar, sem metið var á 1,1 milljón
dollara. Winston sendi Hope-dem-
antinn í ferðalag um Bandaríkin
ásamt dýrmætusni demöntunum í
safni sínu. Á níu árum ferðaðist
Hope-steinninn 400 þúsund mílur
og sáu hann fimm milljónir manna,
en yfir ein milljón dollara safnaðist
til góðgerðarstarfsemi.
NÍU ÁR ÁN ÓHAPPA
Árið 1957 hóf Winston samn-
inga við Smithsonian-safnið um að
gefa Hope-steininn sem miðdepil
í demantasafn og gersema líkt og
krúnusafnið í Tower of London.
Smithsonian-safnið tók við gjöfinni
og 8. nóvember 1958, var blái
steinninn settur í kassa, pökkuðum
í geitarskinn, vafinn að utan brún-
um pappír og fluttur í aðal-pósthús
New York Citys til að vera sendur
í pósti til Washington. (Demanta-
kaupmenn telja þetta öruggustu og
beztu leiðina til að senda demanta).
Pakkinn var sérstaklega merktur
og innsiglaður en þar er hann og
aðrir pakkar undir stöðugu eftir-
liti og gætt af vopnuðum vörðum.
Þaðan hélt hann áfram, en í um-
sjá vopnaðra varðmanna, til Was-
hington. Hann var tryggður fyrir
eina milljón dollara og það kostaði
Winston 145,29 dollara að pósta
hann. Til allrar lukku, þá hafði
Hope-steinninn engin áhrif á ham-
ingju Winstons þau 9 ár, sem hann
var í hans fórum.
EFTIRMÁLI — HJÁTRÚ?
Þegar ég á dögunum heimsótti
hæð.
Þegar ferðinni var lokið sagði
flugfreyjan við mig, um leið og
hún hjálpaði mér út úr vélinm:
„Ég vona að yður verði að ósk
yðar".
„Hvaða ósk?" spurði ég.
„í hvert skipti sem mér var litið
til yðar meðan á flugferðinni stóð,
þá voruð þér á bæn".
Bæn, þvílík vitleysa. Alltaf þegar
ég er í flugvél, þá sit ég með höf-
uðið í gaupnum mér og krosslagð-
ar hendur og tala við sjálfan mig.
Sérstaklega þó, eftir að hafa eytt
heilum degi, í návist viS stóran
bláan demant.
SKRÝTLUR
Gesturinn: Halló þjónn, nú et
ég búinn að drekka einum of mik-
ið, geturðu ekki látið mig fá eitt-
hvað svo renni af mér?
Þjónninn: Alveg sjálfsagt, hér et
teikningurinn.
Dóttirin: Hann hefur 10 þúsund
pund í árstekjur, en hann er sköll-
óttur.
Móðirin: H^að hefur skalli að
segja hjá manni, sem hefur 10 þús-
und þund í árstekjur?
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS
Innritun stendur yfír
DANSSKÓLI HEIÐARS ÁSTVALDSSONAR
Reykjavík 20345 og 25224 — Kópavogur 38126
Hafnarfjörður 38126 — Keflavík 2062.
☆ ☆ ☆
DANSSKÓLI HERMANNS RAGNARS
Reykjavík 82122 og 33222.
DANSSKÓLI SIGVALDA
Reykjavík 14081 og 83260 — Akranes 1630
Selfoss 1120.
☆ ☆ ★
TRYGGING FYRIR RÉTTRI
TILSÖGN í DANSI.