Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.11.1971, Síða 1

Mánudagsblaðið - 01.11.1971, Síða 1
Bl&S fyrir alla 23. árgangur Mánudagur 1. nóvember 1971 40. tölublað ögreglan gefst upp!! Þorði ekki að „telja út" vegna mann- fægðar — Taldi udangáttarlýðinn! Nú er svo komið að lögregl- an hefur lýst því yfir, að vegna mannfæðar geti hún ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Reykja- víkurlögreglan sagði í blaða- viðtali, að hún hefði talið mannfjöldann UTAN við eitt danshúsið!!! en ekki árætt að fara inn sökum fámennis. ELDUR LAUS? AuSvitað skiptir þaS' iög- regluyfii^öldin engu hvað skeð hefði ef eldur hefði orð- ið laus, sprenging eða álíka hefði skeð innan húss. Gaman ferðir lögregluþjóna í dans- húsin byggjast víst á því, að ,,nappa“ einstaklinga, bjargar- lausa, en vissulega ekki af- stýra mögulegum hættum. Það er kominn tími til að spyrja lögreglustjóra ýmissra spurninga: HLUTVERK KVENLÖGREGLU Er alveg útilokað að fá kven fólk til að gegna þörfum, en veigamiklum störfum í dag- legu eftirliti í borginni? Að hafa fílelfda lögreglumenn í því starfi að hengja sektar- miða á rangstæðar bifreiðir, eða örvasa gamalmenni rölt- andi milli stöðumæla er ósköp kjánaleg eyðsla á mannafla. Bæði eftirlit með mælum, rang stöðu og venjuleg umferðar- stjórn getur auðveldlega ver- Guðlaugur Einarsson hrm: L'affaire dr. Hafþór Margt býr í þokunni..: í siðasta blaði var frá því skýrt, að í sambandi við til- kynningu dr. Hafþórs Guð- mundssonar, sem birtist í Þjóð viljanum 15. okt. s. I., hefði verið leitað upplýsinga þeirra,' sem helzt myndu fáanlegir til að skýra frá aðdraganda hinn- ar sérstæðu yfirlýsingar dokt- orsins og láta í Ijós álit sitt á því hvers vegna maður í opin- berri trúnaðarstöðu gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum, Leikfang Mánudagsblaðsins hefði hér til athugasemdalaust af hálfu stjórnvalda, dómstóla og stéttarfélags síns, Lög- mannafélags islands, haldizt uppi að láta birta órökstuddar ávirðingar um alvarleg brot fyrrgreindra aðila á grundvail- arlögum landsmanna, og æðstu siðalögmálum manna í menningar- og réttarríkinu ís- lenzka? Mánudagsblaðið bað Guð- laug Einarsson, hæstaréttar- lögmann, að koma til liðs við almenning um ofangreind efni. Frásögn Guðlaugs „Mér er bæði Ijúfr og skylt að segja meiningu mína, og þarf ekki að ráðfæra mig við einn eða neinn, enda hefi ég á tuttugu og fimm ára ferli mínum sem lögmaður kynnst því rækilega, að fleiri mann eskjur en ég eru sekir syndarar. Gildir þá einu hvort borið er niður hjá almúgafólki, stjórnvöld- um, pólitíkusum eða dómurum. Það er hins vegar alls ekki mitt að dæma aðra, en mannlegar skoð- anir mínar á hvað sé réttlæti og hvað miskunnsemi vagnvart náung- anum reyni ég að draga af verkum hvers og eins, en alls ekki af met- orðum, völdum, fjármunum eða embættisstöðu. Engan dóm En svo ég snúi mér að efninu, þá vil ég í upphafi taka skýrt fram, að ég hvorki vil né get kveðið upp neinn dóm yfir kollega mínum og skólabróður, doktor Hafþóri, hvorki til áfellis né heldur til ágætis. Burtséð frá öllu kjaftæði í svo- kölluðum reglugerðum og lögum, þá ætla ég aðeins að láta í Ijós persónulegar skoðanir mínar því þær verða aldrei teknar af mér hvort eð er. Eg bókstaflega nenni ekki að vera að þvæla hér um stjórnarskrá ' Framhald á 4. síðu. ið í höndum lögreglukvenna. Konur eru ágætir bréfberar, fyrirtaks frystihúsastarfsfólk svo því mættu ekki giftar kon- ur fá vinnu af þessu tagi um daga, þannig að margfalda mætti kvöld- og næturlið lög- reglunnar um helgar. Til þessa hafa þessar lögreglukonur ver ið nýttar í að leita á kvenföng- um og vaka yfir drukknum kvenföngum, glæpakvendum o. s. frv. EFTIRLITSFERÐIR í ÚTHVERFIN Úthverfin eru algjörlega eft- irlitslaus um nætur. Bezt mætti nota kvenlögreglu til eftirlis þar, svo og — tvær og tvær — á bifreið í eftirliti um borg- ina alla — því þær væru í stöð ugu talsambandi við lögreglu- stöðina. Slíkt ,,patrol“ myndi auka margfaldlega öryggi borgarbúa, sem er geysilega ábótavant. Þessu hefur aldrei verið sinnt, hversu sem um er rætt. Framhald á 10. síðu. Skuttogarar tvö mælingabréf Allt getur Islendingurinn. Nú sigla íslenzku skuttog- ararnir okkar með tvö „mælingabréf" upp á vasann. BregSa skipverjar þeim fyrir sig þá er henta þykir. MælingabréfiS, sem gefur til kynna að skipið sé smærra, en það í raun er, er brúkað til að sniglast inn á bannsvæðin í íslenzkri landhelgi. En þegar til út- landa kemur þá er gripið til stærra mælingabréfsins til að fá „út úr tolli“ vín, tóbak etc í erlendri höfn. Þetta snilldarbragð skipstjórnarmanna er sannar- lega iofsvert, einkum í sambandi við tollinn. Þá hafa „þykkir“ eikarplankar hækkað í verði í höfnum eystra, en þeir þykja hin mestu þarfaþing við mælingaákvarð- anir. Þeim er sko ekki fisjað saman körlunum okkar. Magnús al- valdur ka/lar í Stjórnartíðindum A 11 — 12 — 13 — 14 er m.a. birt forsetabréf um að kalla Alþingi saman til fundar. Nú er þetta að vísu ekki sér lega merkilegt, en þó virð- ist sem máttarvöldin hafi gripið í taumana við undir- skrift bréfsins. Eins og að líkum lætur þá ritar forseti auðvitað nafn sitt undir slíkt bréf, en síðan forsætisráð- herra. Svo vill þó til að í þetta skipti er nafn alvaldsins í ríkisstjórninni Magnúsar Kjartanssonar, sem stendur undir nafni forseta, en ekki Ólafs!! Við erum bara að speku- lera í því hvort ekki hafi ver ið algjör óþarfi fyrir forseta að setja nafn sitt undir bréf- ið. Er það satt, að það sé alveg »geggjað“ að búa við Laugar- ásveginn? Viðreisnin keypti Laugarásklepp! Spítali staðsettur í íbúðarhverfi — Götudómstól smalað á fund Það er mikil tizka, og máske mjög réttlætanleg, að kenna nýju ríkisstjórninni um allt hið illa og válega sem skeður í þjóðfélaginu en þó er það ekki einhlitt. Nú eru það t.d. ibúar við Laugarásveg sem vilja gjarna kenna það nýju stjórn- inni að sú óhæfa var framin á íbúðarhverfi þeirra, að kaupa þar íbúðarhús og gera að spit- ala. Þetta er ekki núverandi stjórn að kenna. SÖK VIÐREISNARINNAR Þessi ákvörðun var tekin í júní s.l. þegar stjórn Jó- hanns Hafstein sat enn við völd og þá samþykkt með blessun Magnúsar Jónsson- ar, sem þáverandi fjármála- ráðherra hafði lokaorðið í kaupunum. Það var því lið J. Hafsteins, en ekki undir- sátar Magnúsar Kjartans- sonar og ,Ólafs Jóh., sem unnu þetta þarfa verk fyrir íbúana við þessa nafnfrægu götu. HVAÐ NÁ LÖGIN? Spyrja má hvort ekki nái lög yfir að byggja eða kaupa hús undir spítala í hverfi, sem teiknað og skipulagt hefur ver ið sem íbúðarhverfi? Munu allir samþykkja að þessi á- kvörðun kemur illa við alla íbúana, auk þess, sem það Framhald á 10. síðu. í blaSinu í dag GETRAUN LEIKGAGNRÝNI BRÉF BETL PRESTA OG SAFNAÐA ÁSTAR-LOSTI GERVILOFORÐ KOMMA KEFLAVÍKUR- SJÓNVARP FRÆGT FÓLK o. m. fl.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.