Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.11.1971, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 01.11.1971, Blaðsíða 8
8 Mánudagsblaðið Mánudagur í. nóvember 197! Úr sögu lands og lýðs Framhald af 2. síðu. Faðir hans bjó í Tungu til elli. Þegar hann var gamall orðinn, tók hann sótt þunga. Það var nærri dymbildögum. Þá er hann fann, hvað sér leið, lét hann senda eftir Sveini út til Helgafells og bað hann koma á sinn fund. Sveinn brá við skjótt, en gat þess, að skeð gæti hann kæmi eigi lífs aftur. Kom hann að Tungu laugardag fyrir páska. Var þá svo dregið af föður hans, að hann mátti trauðlega mæla. Beiddi hann Svein son sinn að syngja messu á páskadag sjálfan og skipaði að bera sig þá í kirkju; kvaðst hann þar vilja andast. Sveinn var tregur til þessa, en gjörði það samt, þó með því skilyrði, að eng- inn opnaði kirkjuna, meðan á messu stæði, og sagði þar á riði Iíf sitt. Þótti mönnum þetta kynlegt; þó gátu sumir þes til, að hann enn sem fyrri ekki vildi sjá í þá átt, sem stapinn var, því kirkjan stóð þá á hólbarði einu hátt uppi í túninu, austur frá bænum, og blasti stapinn við kirkjudyrum. Er nú bóndi borinn í kirkju, eins og hann hafði fyrir mælt, en Sveinn skrýddist fyrir altari og hefur upp messusöng. Sögðu það allir, er við voru, að þeir aldrei hefðu heyrt eins sætlega sungið eða meistara- Iega tónað, og voru allir því nær höggdofa. En er klerkur að lyktum sneri sér fram fyrir altari og hóf Auglýsið í Mánudagsblaðinu upp blessimarorðin yfir söfnuðin- um, brast á í einni svipan storm- bylur af vestrí, og hrukku við það upp dyr kirkjunnar. Varð mönnum hverft við og litið utar eftir kirkju; blöstu þá við eins og opnar dyr á stapanum, og lagði þaðan út ljóma af ótal Ijósaröðum; en þegar mönn- um aftur var litið á prest, var hann hniginn niður og var þegar örend- ur. Féllst mönnum mikið um þetta og þar með, að bóndi hafði einnig á sömu stundu fallið liðinn fram af bekk þeim, er hann lá á, gagn- vart altari. Logn var fyrir og eftir viðburð þenna, svo öllum var aug- Ijóst, að með stormbyl þann, er frá stapanum kom, var eigi sjálfrátt. Var þá viðstaddur bóndi sá frá Laugum, er fundið hafði Arnór í brekkunum fyrri, og sagði hann þá upp alla sögu. Skildu menn af því, að það hefði komið fram, er álfa- biskupinn liafði um mælt, að Sveinn skyldi dauður hníga, er hann sæi sig næst. Nú, þegar opinn var stapinn og hurð kirkjunnar hrökk upp, blöstu dyrnar hvorar móti öðrum, svo álfabiskupinn og Sveinn horfðust í augu, er þeir tónuðu blessunarorðin, því dyr á kirkjum álfa snúa gagnstætt dyrum á kirkjum mennskra manna (nl. til austurs). Áttu menn héraðsfund um mál þetta, og var það afráðið, að flytja skyldi kirkjuna niður af hólbarðinu, nær bænum, í kvos hjá læk nokkrum. Með því var bærinn milli stapans og kirkjudyra, svo aldrei síðan hefur presti þar verið unnt að sjá frá altari gegnum kirkjudýr vestur í Álfastapa, enda hafa slík býsn eigi orðið, síðan þetta var. Raddir lesenda Framhald af 5. síðu. kallar á sjans og ná í senjorítur, fyrir peninga. Hér grasserar allt x sex-i og næturlífi. Enginn segir neitt. Við viljum helzt ekki koma heim. Hæ gaman og komið þið hingað. Hér er lifað og öllu gleymt jpegar heim kemur. Sendið nokkra sæta hingað og nokkrar sætar líka. Ferðafólkið kdta. Þetta er eitt af einurn fimm bréfum sem við höfum fengið ný- lega sunnan úr sólarlöndum, Mall- orka. Allar vilja þasr fá okkur. Hins vegar er alltaf gaman að vita, að blaðið berst víða og er lesið mikið. Það er vtða sent en þessir áfjáðu lesendur okkar í sólinni hafa ef- laust fengið það um borð í vélun- um að heiman. Um leik og skemmt- un giftra og ógiftra er ekki að raiða. Fullorðið fólk gerir eins og því sýnist og kemur aðeins þeim við persónulega meðan ekki er gert á hlut almennings. Við cetlum síð- ur en svo að abbast út í það, sem þeir iðka erlendis þegar þetta er þjóðarsport hér heima. — Ritstj. Reykingar barna Hr. ritstj. Ég á dóttur 13 ára, sem gengur í skóla eins og aðrar stúlkur. Fyrir nokkru kom hún heim og tilkynnti okkur hjóniun, að ALLIR krakk- arnir, stelpur og strákar í bekknum reyktu og að í öllum frímínútum færu þau út í „skólasjoppu" til að fá sér „smók" drekka gos o. s. frv. Ég ók framhjá skólanum og sjopp- unni í frímínútunum og sá að þetta var rétt. Þarna reyktu allir krakkarnir allt hvað af tók. Þau reyktu ekki inn á leikvanginum. En ekkert eftirlit frá skólanum var við sjoppuna. Er þetta hægt að skólarnir, sem alltaf er verið að stækka og auka að þægindum og lærdómi skuli láta það líðast að börnin hefji reykingar á þessum aldri? Mér finnst þetta svívirðing, því þau börn sem vilja ekki prófa „smók" verða fyrir aðkasti af hin- um og neyðast til að „vera með". Það ætti að reka hvern skólastjóra, sem hleypir krökkunum af leik- vangi í frímínútum. Þau drekka nóg gos á daginn og þurfa þess ekki meðan skólatímar standa yfir. Faðir. Þetta er alveg rétt. En reyndu, að hafa áhrif á frjálslyndið sem ríkir í svokölluðum menntahöllum í dag. Það er glœpur að banna barni eða leiðbeina því. Sálfrœð- ingar telja að börn, sem eru öguð fái minnimáttartilfinningu eða brjálist kynferðislega. Þess vegna er ástceðulaust að óttast um börnin í skólunum. Þau fá bara krabba- mein því fyrr, og bezt er ittu af lokið. — Ritstj. Kakali Frafhald af 6. síðu. í snýkju-herferð kirknanna. Þessi prúði blackmail, undir yf- irskini trúar og góðgerðarstarf- semi, er einum of langt geng- inn. Til er fjöldi manna, sem Ieit- að hefur verið til undir ýmsu yfirskini og þeim bókstaflega hótað illu ef þeir ekki hífa upp pyngjuna og láta af hendi fjár- hæð til húsakostar, þempu, alt- arisklæða eða annars, sem kem- ur klerki og sókn betur en ekki. Þið getið bara hugsað ykktir hvernig Jóni Jónssyni líður þeg- ar hann læðist inn í kirkju sína og aliur söfnuðurinn snýr sér við í þögulla ákæru og virðist segja: „Þarna er óvinurinn, Jón Jónsson, sem ekki tímir að láta hluta af illa fengnu fé sínu til kirkjunnar OKKAR". Það er sko ekki uppbyggilegt fyrir Jón Jónsson að fara í guðs- hús upp á svoleiðis trakteringar. Er ekki komið nóg af kirkju- byggingum í Reykjavík? Væri máske synd að byggja eða bæta spítalanna, auka kaup nætur- lækna, lögreglunnar eða annarra, sem vakta yfir veraldlegu öryggi okkar, heilsu og hamingju. And- leg hamingja og sálarheiU eru ekki sprottinn upp úr nýtízku kirkjubyggingum með predik- unarstólinn á gólfinu svo klerk- ur líti ekki niður á söfnuðinn. Það er eitthvað, að mér er tjáð, annað, sem veitir mönnum ró á sálinni. En meðan klerkar og safnaðarstjórnir róa ekki á önn- ur mið en pyngjur sóknarbarna sinna og í þokkabót seilast í aðrar sóknir, þá er eitthvað al- varlegt að hjá þeirri stétt, sem virðist gera hræsnina að aðal- r^rmryKrrsl IV atvinnuvegi sínum. Amen. ÖRYGGI - ÞÆGINDI, tvö orö sem eiga við SAAB99 SetlH^ BJÖRNSSON SKEIFAN 11 SÍMI 81530 Slæmf skyggni í aurbleytu, snjó? Nýju Ijósaþurrkumar gera þær áhyggjur óþarfar. LítíS á línurnar í bílnum, takícS eftir breiddinni og hve miki.II hluii af yfirbyggingunni er öku- manns- og farþegarými. Ekkerf pjáturskrauf að óþörfu. Breitf bil á milfi hjóla. Lífið á sferklega, hvelfda framrúðuna. Athugið gjarnan vélina, viðbragðsflýtinn og hemlana. Akið í SAAB 99 og finnið sjáif, hve vel hann liggur á veginum, hve hljóðlát vélin er og hversu vandað hitakerfið er. Þér komið til með að mefa frábæra aksfurseigin- leika hans á alls konar vegum. Kalt að setjasl irm í kaldan bilinn? — Framsætið í SAAB er rafmagnshitað um leið og þér gangsetjið. Árekstur? — SAAB 99 er búinn sérstökum höggvara, sem „fjaðrar" og varnar þannig tjóni í rikum mæli. Erfiður f gang ú köldum vefrarmorgnum? •— EKKI SAAB. Mikill farangur? — Baksælin er hægt að leggja fram, og þá fáið þér pláss fyrir æði mikið. Hálka? — SAAB 99 er með framhjóladrifi, er á diagonal- dekkjum og liggur einstaklega Vel á vegi'. ÖRYGGI — ÞÆGINDI — OG HAGKVÆMNI. SAAB STENZT FYLLSTU KRÖFUR

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.