Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.11.1971, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 01.11.1971, Blaðsíða 3
J Manudagur l'.nóvember 1971 MánudagsblaðÍB 3 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: HJÁLP Höfundur Edward Bond. — Leikstjóri: Pétur Einarsson Athyglisverð sýning í Iðnó Það eitt, að segja, að leikrit eins og HJÁLP, eftir Edward Bond, sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi sJ. þriðjudagskvöld, eigi ekki erindi tii íslenzkra leikhúsgesta er harla lítil ef nokkur afsökun til þess að vera á móti því að þesskonar verk komi á fjalir íslenzkra leikhúsa. Þó er það svo, að engum dylzt, að bak við uppfærsluna búa þungar fjár- málaáhyggjur forráðamanna L. R. varðandi nýja leikhúsbyggingu, en í þeim sjóði liggja nú nær tugur milljóna og ýmsar ráðstafanir framámanna félagsins auka sífellt þessa upphæð Það er því ekki illa til fallið, að einmitt nafnið Hjálp skuli hafa verið kosið í staðinn fyrir hið upprunalega heiti verks- ins nefnilega Saved, þótt sumir myndu telja, að leikritið hefði átt að bíða unz fullar kistur gulls gerðu L.R. fært að uppfylla áratuga gaml- an draum, þ.e. eignast nýtt leikhús. En þessi formáli er aðeins hafður vegna þess að leikskrá félagsins er ýmist upphrópanir til ríkisins um tafarlausan opinberan leikskóla eða þá hitt, að hvetja alla sem lausa aura hafa að stinga þeim í hirzlur félagsins. t Hjálp er leikrit götunnar, líf, hræringar og hugsjónir hinnar rétt nefndu „guttersnipes", rennusteins- íýðs,‘ 'senr'skreytir hverja stórbofg. Tema-ið snýst þó mest megnis um fjölskyldulíf einnar þeirra mörgu fjölskyldna sem „ala upp" efnivið- inn í þann lýð, sem síðar verður eins markaður soralífi stórborganna og risahallir, kauphallir og gleði- staðir. Engin borg, sem svo kallast, sleppur við úrkast eins og þarna er lýst, jafnvel ekki smekklausar borg- ir nýtízku kommúnista né heldur allsnægta-hreysi eins og fullkomn- ustu krataíbúðir Norðurlanda. Sor- inn, sem allir þjóðfélagsfræðingar vilja bjarga, er nefnilega gæddur þeirri frábæru ósk, að vilja vera sori, rennusteinslýður, hugsandi um líðandi stund og eyðandi hverjum lausum og illa fengnum pening í þær nautnir, sem öllum eru næstar, kynmök, losta, vín og skemmtan mennt. Ekki ónýt hugsun og, að mörgu leyti, anzi æskileg. Bond virðist ekki vera fullur af btxðskap, sem þegar í stað semr hann skör hærra en marga reiða og endurbótasinnaða samtímamenn hans. Hann lýsir þessu lífi, sem hann hefur kynnt sér vel, enda létt um vik í heimaborg hans, London, drepur á flesta þætti þess án þess þó, að gæla við nauðgangir, þjófn- aði, illvirki almennt, þó barnsmorð ið sé ekki illa til fundið, en það atriði er hrein nauðsyn, því jafnvel rólyndustu áhorfendum þykir barn- ið ekki eiga annað skilið eftir að hafa grenjað út heilt atriði. lélegt atriði að auki, á versta og hávaða- samasta hátt. Leikskráin fræðir okk ur á því, að Laurence Olivier, hinn kunni brezki Ieikari, hafi ritað The Observer, • frægu blaði, bréf þar sem hann svarar gagnrýnendum þeim, sem saka höfund um klám og óþverra, líkir uppbyggingu efn- isins við MacBeth og Julius Sesar, og ber í hvívetna í bætifláka fyrir efnið, hæiir mjög höfundi fyrir dramatísk tilþrif og álasar löndum sínum fyrir kjarkleysi og fordóma í garð verksins. Olivier er merkur maður og orð hans metin að verð- leikum. En hann er leikari og hotf- ir dálítið öðrum augum á þessi mál, en við hinir, framan við gólfljósin. Hjálp er snjallt leikrit, vel unnið, raunhæft og frísklegt. Það er ekki eins klámfengið eins og það er orðljótt og greinilegt er, að þótt þýðandi, Úlfur Hjörvar, hafi lagt sig allan fram að ná brútal orða- skaki persónanna, þá hefur það að- eins tekizt að hálfu. Þeir, sem hlust að hafa á orðbragð sorans í brezkri borg eða amerískri, geta bezt borið um, að jafnvel íslenzkan, sem þó er vel gjaldgeng í þessum efnum, nær ekki hinum háþróaða óþverra sem veltur út úr brezkum kjafti, manns og konu þegar þeim tekst upp. Um þýðinguna er það annars segja, að hún virðist víða vera með ágætum, þótt stundum hefði Úlfur mátt fara örlítið frá bókstöfunum og leitað á náðir slenzks „slangs", jafnvel í orðaforða fornsaganna eða Sturlungu. Heimilið hjá hjónunum Harry og Mary, (Guðmundi Pálssyni og Sigríði Hagalín) er ekki eins og bezt verður á kosið. Hann er löngu hættur að tala við kvenskassið, dótt irin Pam, (Hrönn Steingrímsdóttir) er orðið einskonar vændi, frek og óþolandi, þegar hana pikkar upp einn yngissvein (Kjartan Ragnarss.) sem sængar með henni — með þöglu samþykki föðurins, verður síðan leigjandi familíunnar, hjálp- samur, naive, góðhjartaður en reik- ull piltur, sem er ein af máttarstoð- um og kjölfesta verksins. Auðvitað þolir Pam hann ekki lengi eftir þessa fyrstu ástarnótt, sem sýnilega var til þess eins að svala aðkallandi fýsnum, sambr. danshúsfýsnum höf uðborgarkvenna á íslandi, og nær sér innan skamms í göturóna, sjarmerandi pilt, leigubátaeftirlits- mann, Fred, (Guðmund Magnús- son) meðlim í strætispilta-félagi auðnuley.singja, slæpingja et al. Það er álitamál hvort hann barnar hana, sem skiptir reyndar minna máli, því hann er ötull, þótt dálítið seinfenginn, þátttakandi í morði barnsins. Þessi söguþráður er orð- inn langur enda skiptir efnið minna máli en efnismeðferðin. Leikstjóri er Pétur Einarsson, ungur, lítt reyndur leikstjóri, kunn- ur fyrir leik í ýmsum óskyldum hlutverkum, -menntaður ytra á kostnað UNESCO, og hefur getið sér umtalsverðan orðstý á sviðinu. Það virðist af því, sem til þessa hefur sézt til leikstjórans, að ein- mitt verkefni af þesari tegund, al- mennt, falli bezt við hæfileika hans. „Framúrstefna" er hans mottó, að virðist, og hér er hann, á vissan hátt í essinu sínu. Yfir leiknum er hraði, natni og oft, óvænt finesse, samstilling leikaranna er mikil og valið yfirleitt með hreinum ágæt- um, því hér er kjarninn tiltölulega óvanir ungir menn og konur, sem verið hafa, almennt í skugga til þessa, ef frá eru tekin Guðmundur Pálss., Sigríður og Borgar Garðars- son. — Leikstjóranum hefur tekizt að samæfa þennan hóp ein- staklega vel og er vart að finna að sviðsfasi þeirra almennt, lipurð þeirra og leik, einkum þó þegar hópurinn allur er á sviðinu þ.e. auðnuleysingjarnir á götunni. Af mörgu góðu sýnir Borgar Garðars- son jafnbeztan leik í hlutverki Mik- es. Borgar nær diabólsku yfirbragði götupiltsins, tegundar sem við er- um blessunarlega laus við almennt, illmenni og viðskotaillur, ósvífinn og með öllu tilfinningalaus. Reynd- ar eru þetta „kostir" nær allra ein- staklinga hópsins, en leikstjóra tekst, sennilega í samvinnu við handritið, að gera hvern af þessum stereotypum að sjálfstæðum ein- staklingi, þannig að hópurinn verð ur ekki aðeins sérstæður heldur og litríkur. Guðmundur Magnússon, Fred, nær mörgu frábæru úr hlut- verki sínu, kæruleysislegur, lagleg- ur, með þann svip, sem sagt er að æðristéttarmellum, af bezta fólki, þyki ómótstæðilegur. Hann hefur ágæta, skýra og þjálfaða rödd, sem bezt kemur fram í einsatkvæðis orð svörum, sem tíðkast mjög meðal hóps sem þessa. Harald G. Haralds son, Jón Þórisson og Sigurður Karls son, ná allir mjög góðu úr verkefn- um sínum, einkum þó Sigurður, sem er hreint afbragð í hlutverk- inu. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Liz, bregður upp léttri mynd stúlk- unnar örlám. Leikur Sigríðar Hagalín er örugg ut, skemmtilegur og tilþrifaríkur, sönn persónusköpun, en alís ekki sérlega frumleg. Guðmundur Páls- son leikur hógvært hlutverk af prýðisnatni, en ber af í atriðinu á móti Kjartani Ragnarssyni. Fer Guðmundur þar á kosmm. Hrönn Steingrímsdóttir, Pam, leikur erfitt og kröfuhart hlutverk, óhamingju stúlkunnar mjög þokka- lega og smndum framar öllum von- um. Hlutverkið er margslungið og heimtar geðshræringar a ýmsum stigum, raddþjálfun og hreyfingar, örvæntingu, óstöðvandi og nær þrælslega ást, djúpa fyrirlitningu á öllu, foreldrum og hinum sí-hjálp- andi Len. Ástæða er til að óska hinni ungu Ieikkonu til hamingju og ber vart að efast um að með aukinni raddþjálfun verður Hrönn fær í flestan sjó. Kjartan Ragnars- son, Len, hefur til að bera næsmm barnslegt útlit, þótt stór sé og þrek- inn. Hjálpar þetta honum ekki lít- ið í þakkarlausu lilutverki hins auð- sveipa elskhuga, sem er nálega hundbeygður út alla sýninguna. í rauninni fellur það í hlut Lens að sýna, að öllu má venjast, hversu illt sem það er, enda er hann kominn á línu húsbóndans í lokin, allir eru hættir að talast við, karlmennirnir í húsinu yrða ekki á kvennaliðið, mæðgurnar. Það er eins og höfund- ur leggi áherzlu á þá einföldu stað- reynd, að lífið breytist ekki, að til séu viss lög innan samlífs manns- ins, sem hann sjálfur skapar og kemst ekki úr, jafnvel þótt vilji sé fyrir hendi. Og satt er það, sumir virðast dæmdir til ákveðins stigs í Iífinu og ekkert megnar að koma þeim yfir á betri braut. En sem ásökun á þjóðfélagið er þetta mis- heppnuð tilraun, én staðreyndin og kjarni gæðanna er sú, að hvert þjóð félag hefur margan svipinn og þessi svipur er því eins samofinn og alls nægtir, auður, farsæld og hamingja er öðrum þáttum þess. Klámið í sýningunni virðist hafa valdið uppsteiti og jafnvel deilum. Klámið hér er ekkert, jafnvel aum- ustu tilburðir Svía og Dana í þeim efnum væru afrek í klámi í saman- burði við þessar uppáferða-tilraunir verksins. En orðljótt er það, eins orðljótt og bezt verður heyrt utan skemmtistaðanna í Reykjavík á síð kvöldum, þar sem æskan ein ræður ríkjum. — A.B. SKRÝTLUR Eiginkona kom með manni sín- um úr partýi og var í hinu versta skapi. „Hvers vegna" spurði hún „stendur á því, að þegar ég kaupi mér nýjan samkvæmiskjól, þá tek- urðu aldrei eftir því, en þú gleymir ekki að góna áfergjuaugum á allar aðrar dömur í partýinu?" Eiginmaður syfjulega: „Þegar maður veit einu sinni hvað er í pakkanum, þá skipta umbúðirnar ekki nokkru máli". ★ Og þá er það skilgreining á súpersölumanni. Það er sölumaður, sem selur ekkju líkföt (Ameríkan- ar eru jarðaðir í fötum) með tvenn- um buxum. ★ Dýralæknir einn var kallaður í símann um hánótt en í símanum var kona x mjög æstu skapi. „Lækn- ir, komið þér eins og skot, við getum ekki opnað kjaftinn á hund- inum okkar". „Guð hjálpi. mér" sagði læknir- inn „til hvers andskotans þurfið þið að opna kjaftinn á hundinum um hánótt?" „Vegna þess" hrópaði frúin „að það er innbrotsþjófur í honum". GERÐ D232V 6, 8 og 12 strokkar í V. Aflsvið 98'—374 „A“ hö. Stimpilhraði 6,5—10 Mtr/sek. Með SAE drifhjóli og SAE drifhjólshúsi. Fyrir minni báta, vinnuvélar og rafstöðvar. Ótrúlegt afl miðað við þyngd og fyrirferð. MWM - DIESEL - MANNHEIM Þrekmiklar Hljóðlátar Þrifalegar Þýðgengar Sparsamar Gangöruggar Toga betur Ganga betur Góðar vélar Gerð D-440 6 og 8 strokka í röð Gerð D-441 12 og 16 strokka í V Aflsvið 270—2160 „A“ hestöfl. — Snúningshraði 600 til 1000 RPM. Stimpilhraði 5,4—8,1 Mtr/sek. — Með og án afgashverfilblásara. Með og án hleðsluloftskælis. SöyoMyigjyo3 <yj^)[fD®®©[ni ók ©@ reykjavik Vesturgötu 16 — Símar: 13280 — 14680 - Telex: 2057 — STURLA-IS.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.