Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.11.1971, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 01.11.1971, Blaðsíða 5
Mánudagur l.nóvember 1971 Mánudagsblaðið 5 ý-: mm mm iiiii •#<$* :íí?í : íiSSíiíiWlwiÍiíí^íSíííííýí / / lllfiJl : sparar ekki* TIL BUBSIMS Saastarf við Moggann? Hr. ritstj. Ég hefi lengi haft gran um að þið og Mogginn væruð í samstarfi en það sannaðist þó bezt um síð- ustu helgi eða réttar sagt s. 1. fimmtudagskvöld. Það kvöld keypti ég ,Mánudaginn" í söluturni í miðbænum og þá hljóðaði aðalfyr- irsögnin um að Magnús Kjartans- son hefði rifið völdin af Einari Ágústssyni, utanríkisráðherra. Lát- um nú vera hvort það er satt eða ekki. En á föstudagsmorgun, þá var á öftustu síðu Moggans nákvæm- lega sama efnið, ekki orðalagið og varlegar tekið í árinni en kjarninn sá sami. Ekki er hér um tilviljun. að ræða heldur sýnilega samvinnu. Hvernig gæti annað verið? Spurn- ing mín er sú, hvort þið fáið ein- hverja þóknun fyrir að vera grjót- páll fyrir Moggann, eða hvort þið vinnið þetta sem þegnskylduvinnu fyrir íhaldið? Ég vænti svars í þessum efnum. Ó. Jó. Það eru takmörk fyrir hve ósvíf- inn einn bréfritari getur verið, finnst ykkur ekki? Nei, það er ekki samvinna við Moggan, vissu- loga cettu allir að sjá það. Hins vegar er því ekki að neita, að Mbl.- mönnum, vissum þó, er dálítið Ulu við okkur og reyna að gera okkur óleik á köflum. í þessu tilfelli lék- um við hlutverk hins góða Sam- verja. Strax á fimmtudagskvöldið, snemma, viltist Mánudagsblaðið inn til hans Eykons okkar á Mogg- anum og málinu var bjargað. Hann gat nú með rétiu skýrt frá brölti Magnúsar Kjartanssonar, skilið hvaðan vindar blésu, sem er ekki mjög cdgengt í þeim herbuðum. Þar sem Mogginn er í aðeins styerra upplagi en við, þá teljum við ekki eftir að hann komi svona fréttum áleiðis. — Ritstj. Knrteisi Kefl- yíkinga Mfánttdagsblaðið. Oft les ég að þið eruð að skamm- ast út í Y og G bíla í umferðinni og eflaust með rökum. Hins vegar heimsótti ég Keflavík á dögunum, og varð fyrir ánægjulegri reynslu. Eins og aðrir hefi ég alltaf haft þá skoðun, að reykvískir bílstjorar væra, í það heila tekið, kurteisastir í umferð. Keflvíkingar standa þeim algjörlega jafnfætis. Þeir eru prúð- ir, varkárir og liprir í umferð og um það get ég dæmt af eigin reynslu. Framkoma þeirra á dögun- um sýtldi að þeir kunna sig og stundum minnir akstur þeirra á fág- aðan amerískan akstur. Kannské hafa þeir Iært það af könunum, en hvað um það, þeir eru til fyr- irmyndar. Bílstjóri. Spaugið í Jóni Múla Hr. ritstj. Þetta er beint til aðalritstjóra blaðsins. Mér var sagt eftir Jóni Múla þul, að þér værað ægilega hrifinn af jazz, Duke Ellington, Armstrong, Goodman og öllum þessum gömlu stjörnum. Því erað þér á móti nútímamúsíkk og reyn- ið að skopast að henni og gera grín að ungu fólki sem vill svodd- an músíkk? Erað þið þessir gömlu eins og hundar, sem ekkert getið lært? Þessir gömlu músikkantar og jazzinn voru ágætir í fornöld, en í dag erum við bara ekki hrifin. Allir mega hafa sína skoðun en hun ætti ekki að koma fram sem stefna í heilu blaði. Okkur finnst það alltof frekt og langsótt. Tvasr ungar. Spesialt frá ritstjóra(aðal). Ef Jón Múli hefur nokkurn tíma minnzt á mig í sambandi við mús- íkk eða músíkk-gáfur þá er hann lengra leiddur en ég hélt. Á okkar sokkabands- og skólaárum sá Jón um músíkkdeildina, en ég bara hlustaði og hafði gaman að. Þá er og hitt, að hér hefur aldrei verið ritað ttm músíkk nema af látnum heiðursmönnum t. d. Sig. Skagfield, sem reit um söngskemmtanir etc. Blaðið hefur ekkert álit á nútíma- músíkk unglinganna, hvorki gott né illt. Aramstrong (sál.) — Duke o.ft. voru og eru ágœtir fyrir sinn hatt og feiknamiklir listamenn. Per- sónulega er ég ekki þeirrar skoð- umr að ungir menn, sem fást við blástur og bumbur hafi nokkra tcekni eða músíkkhcefileika á móts við þá „gömlu" en þetta er aðeins prívatskoðun. Okkar í milli sagt, þá held ég að þið vitið ekki að Jón Múli er hinn mesti grínisti og hefur eflaust verið að skopast er hann sagði þetta. Síðustu lögin sem ég átti á plötu voru og heldur ómerkileg, og alls ekki jazz. Oðru megin var lag sem hét Luftskibevalsen og hinu megin Hvalfangervalsen. Auk þess er grammafónninn minn ónýtur. — Ritstj. Bílífi í Mallorca Mánudagsblaðið, bréfin. Blaðið yðar er líka lesið hér á Mallorca. Þið ættuð að koma hing- að og sjá móralinn hjá íslending- unum. Hann er sko svakalegur. Giftar kerlingar með elskhuga, fyndið finnst yður ekki? Eldgamlir Framhald á 8. síðu. i landi sporin eftir CAMEL i 1

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.