Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.11.1971, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 01.11.1971, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 1. nóvember 1971 Vanþakklátt starf Umsvifamiklir fjáraflamenn og kaupahéðnar, eins og til dæmis Pétur Pétursson, stórkaupmaður með meiru, og Margrein Jón Magn ússon, víxlari, sem tekizt hefur á hendur það vanþakkláta verkefni að ávaxta fé viðskiptavina sinna á vinsælan hátt o. s. frv. löðuðust ósjálfrátt að dr Hafþóri í bágind- .um sínum, líkt og segullinn dregur stálið. Vantrú Það er ekki heiglum hent að ráða þær rúnir í hinni áhrifamiklu yfirlýsingu doktorsins í Þjóðvilj- anum, sem væntanlega eru tileink- aðar þessum tveim ofangreindu fjármálamönnum. Jafn örðugt er einnig að leggja nokkurn trúnað á, að þessi varfærnislegu orð dokt- orsins geti átt við þá: „Vegna dónaskapar, bótana og ónœðis vissra ódceðis- og fjárglœfra fugla og umboðsmanna þeirra und- anfarin 7 ár — jafnt ncetur sem daga — . ... en ég hefi jmist reynt að ná rétti umbjóSenda minna eða bjargað bágstöddum mönnum og fvrmum undan fjár- flógsmönnum og fjársvikurum ■.. Dr. Hafþór Guðmundsson Framhald af 1. síðu. og landslög við heiðraða lesendur þessa blaðs. Eg legg alla að jöfnu. Það fer bezt á því að reyna að njóta frjálsræðisins, meðan þess er kostur, og Ieiða hjá sér málflutning og lagaskýringar, þar til maður neyðist til að mæta næst í rétti hjá dómendum, sem skv. stjórnar- skránni „skulu í embcettisverkum sínum einungis fara eftir lögun- unx" .... Það er ekki hætt við að skyldu- störfin láti í þeim efnum á sér standa. Ekki fyndni Satt bezt að segja á ég mjög erfitt með að leggja nokkurn trún- að á-þá tilgátu sumra, að tilkynn- ing dr. Hafþórs „til almennings og fyrirtækja", eigi nokkuð skylt við „humor". A.m.k. verður varla hægt að renna stoðum úndir það, að orða- lagið og efnisvalið í tilkynning- unni sé einskær fyndni, meiningar- laus og græzkulaus og til þess eins gerð, að létta af fólki hrattkomandi skammdegi sdrunga. Innheimta erfið Eg hlýt því að taka með fullri alvöru á þessu máli, jafnframt því, sem ég tel sjálfsagt og nauðsynlegt að leggja ríka áherzlu á þá stað- reynd, að doktor Hafþór hefur um allt að 25 ára skeið rekið lögfræði- skrifstofu sína, jafnhliða öðrum störfum, sem hann hefur ósjaldan tekizt á hendur fyrir hið opinbera, sem lögtaksfulltrúi o. fl Hafþór Guðmundsson hefur verið mjögl eftirsótmr lögmaður þeirra aðila, sem þurft hafa á að halda dugleg- um og ákveðnum lögmönnum til að innheimta smáar og stórar fjár- kröfur, sem skuldarar hafa eindag- að og trássast við að greiða skuld- areigendum. enda oft hvorki þakkað fyrir, né borgaður eyrir fyrir bjarganir millj- ónaeigna .... þá tilkynnist hérmeð hlutaðeigendum, að ég mun enga björgunarstarfsemi reka framvegis ... o. s. frv. ..." „Þá tilkynnist........“ Þessi sýnishorn úr margræddri tilkynningu dr. Hafþórs sýnist mér vera dæmigerð fyrir suma helztu viðskiptamenn hans, og raunar hann sjálfan, máske fyrst og síðast, þegar þess er gætt, að meginmál er það eitt' — að bjarganir milljóna eigna undan fjárglæfrafuglum — fjárplógsmönnum — fjársvikurum og bágstöddum mönnum og firm- um — valda því, að „þá tilkynnist hér með hlutaðeigendum, að ég mun enga björgunarstarfsemi reka framvegis... " Guði sé lof kunna einhverjir að segja, en mörgum hlýtur að leika talsverð forvitni á því að fá að vita hversvegna „oft hvorki þakkað fyr- ir né obrgaður eyrir fyrir bjarganir milljónaeigna" .... eins og segir í himnihrópi doktorsins í Þjóðvilj- anum. Til dæmis vil ég nefna í þessu sambandi, að fyrir nokkrum árum fannst mér sem ég sæi í enda hvar fátækur og vinafár skjólstæðingur minn í sakamáli væri eftir dóminn reiðubúinn til að fljúga hraðbyri á Guðs síns fund, þegar þar að kæmi, en hins vegar þóttist ég jafn- viss um að vængirnir á dómaranum yrðu full stuttir og snoðnir, svo hann myndi eigi flögra Iangt í senn á leið sinni til Himnaríkis. Hvað er að ske? Hvaða fjárplógsmenn og fjársvik arar hafa ofsótt bjargvættinn dr. Hafþór í „hvíldarlausu amstri" hans árum saman, bæði kostnaðarsöm- um ferðum erlendis og hcettulegum ferðum hérlendis, við að bjarga oft milljónaeignum einhverra bág- staddra manna og firma? í hvaða tilgangi er þessi tilkynning doktors Hafþórs birt í Þjóðviljanum? Eg mun freista þess að fá þetta og fleira upplýst. Eg mun að þessu sinni ekki orð- Iengja frekar. i bið afsökunar á því, hve litlu ^5 hefi enn gert skil, af marghátmðum og þróttmiklum yfirlýsingum doktors Hafþórs í um- ræddri auglýsingu hans, því ég hefi ekki gert meir, en rétt reka nefið í gættina hjá honum Flótti og ófriður Mér hefur ekki unnizt tími til að skyggna.st um í forðabúri hans, sem mest geyma ómælda fjármuni að því er virðist, — auk líkams- árása, slysfara, árása og ásókna, sem neyddu doktorinn til að leggja á flótta um óravegu — frá Skóla- vörðuholti og alla leið upp í Máva- hlíð (vinsamlegast hringið á gylltu bjölluna). Þá greinir frá nauðungar sölu skrifstofuhúsnæðis doktorsins, svokölluðu viðreisnarhruni (í miðju), hótunum nótt sem dag, af- sögn bankagjaldkerans á millisam- bandi símans (hjá þeim sem svar- aði, þegar Hafþór var fjarverandi), röskun á svefnfriði millisambands- og heimilisins, viðskiptamanna- hruni og lokun skrifstofunnar (sem þó er enn opin milli kl. 4—5 nema laugardaga) .... Vissir sýslunarmenn (ónafn- greindir), valda-aðilar (væntanlega einkennisfatalausir) og Lögmanna- félagið eru vændir um rógburð, réttlausa framkomu og óvinsam- lega afstöðu til doktorsins, sem m. a. er talið hafa valdið slysatjóni og byrirbyggt björgunarstarfsemi Haf- þórs í framtíð og nútíð. Sannarlega þarf að gera þessum þáttum skil síðar. Vel á minnzt — hefur Lögmanna félagið engan trúnaðarlækni — eða heimilislækni? Guðlaugur Einarsson. ADVORUN um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavik og heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt frá fyrri tíma, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn t Reykjavík. 21. október 1971. Sigurjón Sigurðsson.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.