Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.11.1971, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 01.11.1971, Blaðsíða 6
6 Mánudagsblaðið Mánudagur 1. nóvember 1971 Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: AGNAR BOGASON. Sími ritstjómar 13496. — Auglýsingasími: 13496. Verð i lausasölu kr. 25,00. — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans Blekking Sovétmanna: loforð Ein fegurstu loforð, sem Islandi hafa hlotnazt bárust um síðustu helgi á öldum Ijósvakans. (slenzka útvarpið skýrði frá því, í nafni blaðs kommúnistaflokksins rússneska, að íslenzka þjóðin hefði ekkert að óttast þó NATO-varnarherinn á Islandi yrði rekinn héðan, því æfingar, njósnir og athafnir rússneskra herskipa, kafbáta og flugvéla á svæðinu kringum Island, hefðu í rauninni ekkert að gera með öryggi landsins, né heldur væri það ætlan rússneska þjarnarins að ógna okkur á nokkurn hátt. Frétt þessi kom beint frá rússnesku stjórninni — via A.P. — og er í senn ætluð til þess, að róa allan þorra Islendinga sem eru uggandi vegna afstöðu ríkisstjómarinnar gagnvart öryggi landsins og aðgerðum í varnarmálunum yfirleitt og svo ;að stappa stálinu í Magnús Kjartansson, aðalutanríkisráð- herra í því tilfelli, að hann færi að óttast að Islendingar myndu sparka honum og leppum hans úr stjórn landsins, ef hann ekki nú þegar hyrfi af þessari óheillabraut sinni. Það þurfti alls ekki að óttast að íslenzka útvarpið, og aðrir aðilar þar, myndu stinga þessu eindæma og óbeina loforði Rússanna undir stól og þarf ekki annað en líta augnablik á „fréttamanna- staff“ stofnunarinnar, og höfuðpaurinn þar, til að vita hvaða herra hún þjónar og lið hennar. Rússnesk loforð eiga sér langa og einhliða sögu allt frá því að ofbeldisstjórn kommúnista fékk viðurkenningu um- heimsins. Hún er ein heilsteypt saga lyga og undirferlis, áþjánar, innrása í saklaus lönd, kúgunar og yfirgangs all- staðar sem hún hefur þorað að hafa sig í frammi, og ekki þurft að óttast tap eða álitshnekki um gjörvallan heim. Hjálp hennar og aðstoð hefur alltaf verið veitt með þeim skýlausa skilningi, að þau lönd, sem fengu aðstoð eða framlög yrðu þegar auð- mjúkir þrælar og undirsátar Rússlands. Aðeins stórveldi eins og t.d. Bandaríkin hafa getað spornað gegn yfirgangsstefnu og aðgerðum Rússa, síðast svo máli skipti í tíð Krúsjeffs er hann bjó Kúbu kjarnorkuvopnum og varð, eftir ósk Banda- ríkjanna að hypja sig aftur heim með þau. Nú er spilað á fagra strengi gagnvart íslenzku þjóðinni. „Við ætlum ekki að ógna íslenzku þjóðinni" segir kommablað- ið hátíðlega. Það yrði naive stjórn sem tæki hið minnsta mark á slíkri yfirlýsingu. Hvorki vesturveldunum né austræna stór- veldinu dytti í hug að setja fyrir sig óskir eða vonir, hvað þá heldur eigin loforð um hlutleysi og góða sambúð, fyrir tvö hundruð þúsund manns. Slíkt væri ekki aðeins óhugsandi, heldur hreint heimskulegt af nokkrum heilvita manni, að gera ráð fyrir slíku. Það vill aðeins svo til, að NATO og hinn vestræni hugs- unarháttur er öllum þorra (slendinga geðfe*idur og í samræmi við hugsjónir þær, sem við teljum sjálfsagðar. Auk þess, svo ber fyrir að þakka, þá erum við meðlimir í vestrænu varnar- bandalagi og ber ótvíræð skylda að gera okkar litla og færa þá smá fórn, sem slíkt varnarbandalag krefst. Hinn menntaði ölmusulýður háskólans hér hefur gert sam- þykkt um að verja 1. des. til að „koma þurtu þandaríska hern- um“. Þetta samþykkja röskir 200 stúdentar eða; nemar, af 1900 háskólaborgurum. Það væri ansi gaman ef þessir mennta menn okkar færu til náms í draumalandi sínu eystra. Þar myndu þeir ekki gera samþykktir né uppsteit, ekki setja fram kröfur eða hafa í hótunum. Þeim væri fljótt sýnt af hvaða átt hann væri ef svona lýður færi að rísa gegn „skapara" sín- um. En engin ástæða er að taka nokkuð mark á svona fólki. Það er kominn tími til, að þjóðin í heild fari að gera sér Ijóst, að þessir fyrirsvarsmenn „alþýðunnar" hafa minni áhuga á launakvabbi hennar og kjörum, en þeim endanlega draumi að koma okkur inn á áhrifasvæði Rússa. Má vera að bless- aðar vinnandi stéttirnar óski þess arna. Það myndi a.m.k. losa þær við verkfallsréttinn, kvabbið um betri kjör, styttri vinnutíma og önnur þau fríðindi sem hinum „vinnandi hönd- um‘' þykja sjálfsögð. Bezt væri að senda fulltrúa þeirra austur fyrir tjald að nema aðgerðir verkalýðsleiðtoganna þar. Máske myndu þeir fá að- allexíuna í viðskiptum við verkamenn, sem Stalín gamli kunni bezt! Þegar verkamenn í einni af verksmiðjum Rússa um 1930 fóru fram á einnar rúblu kauphækkun á mánuði, þá gekk svo fram af Stalín gamla, að hann lét taka af lífi nær þriðjung verkamannanna, en skipaði hinum að tvöfalda afköstin. Þð yrði dálítið spennandi að fá slíka stjórn hér heima. KAKALI skrifar: í HREINSKILNI SAGT Ég hefi fyrir framan mig víxileyðublað. Það kom í pósti og hljóðaði upp á litlar tvö þús- und krónur. Gert var ráð fyrir, að ég yrði samþykkjandi að þessu plaggi en tilgangurinn, samkvæmt stimpli aftan á víxil- eyðublaðinu, er sá, að þessar tvö þúsund krónur fari í bygg- ingarsjóð Bústaðarprestakalls, einni af þessu nýbyggingum höfuðstaðarins í því bygginga- æði, sem nú dynur yfir þjóðina. Svo er að sjá sem þeir þarna í Bústaðahverfi vilji fá sér nýja kirkju til að geta safnast saman og dýrkað guð sinn, fermt af- kvæmi sín, gifzt, skírt sömu afkvæmi, skilgetin og óskilget- in og síðast mætt í skrautlegum kassa í aðalhlutverki útfarar. Persónulega er ég skráður í Dómkirkjusöfnuðinn. Það er sá fínasti í borginni, beztu prest- arnir, þingmannasamkunda á hverju ári, brúðkaup peninga- aðalsins, Iangveigamestu útfar- irnar, forsetar, ráðherrar, betri embættismenn almennt, auðug- ari kaupsýslumenn, prestar og biskupar eftir því sem til fellur hverju sinni. Rétt utan við kirkjuna mína er rakarastofa, tannlæknastofa, eitt af aðalhótel- um borgarinnar — með bar :— stutt í veigamestu verzlanirnar og bankana, og stærsta búð Siila & Valda innan örskotshelgi. Ekki dónalegt að tarna, en svona er MÍN kirkja. Hvað sem á bjátar er hjálp á næstu grösum hvort heldur hrjáir þig tann- pína, timburmenn, peningaleysi eða þér er bara ædað að kaupa í matinn. Það er mér því óskiljanlegt hvers vegna sóknarnefnd kirkju, sem mér alls ekki kemur neitt við, sendir mér víxil til útfyll- ingar, með fyrirfram ákveðinni fjárhasð og ædast til þess í þokkabót, að ég greiði helvítið þegar hann fellur. Til þessa hefi ég gert það að reglu, reyndar prinsippi, að greiða aldrei víxla fyrr en þeir eru komnir í ógöng- ur, og þá með seimingi ef ekki með illu. Nú berast mér víxlar, krónur tvö þúsund, úr annarri sókn, en ædazt er til, að fé það, sem ég vinn mér inn í sveita míns and- Iits skuli varið í að hýsa utan- sóknarfólk, gifta það, skíra og grafa. Ekki til Iítils ædazt af bláókunnugu fólki, sem ég I rauninni ekki þekki neitt. Því er að vísu haldið fram, að Dómkirkjusóknin og Bú- staðaprestakallið trúi á sama guð og þess vegna beri mér að rétta bróður mínum hjálparhönd í þessum húsnæðisvandræðum. Þvílíkt kjaftæði. Eru þess nokk- ur dæmi, að sóknarfólkið í þessu hverfi hafi léð Dómkirkjufólk- inu lið sitt í vandræðum jþess og volæði? Hefur það lánr.ð okkur klerk þegar okkar klerkar hafa allir verið í siglingu á Mallorca. eða í Kaupmanna- höfn? Ónei, við höfum orðið að láta aðstoðarpresta eða jafnvel hálf trúlausa djákna lesa yfir okkur pistilinn, predika og, verst af öllu, kyrja einsöng, hjáróma og út á þekju. Og svo á þetta að vera guði vorum þóknanlegt! En ég er komin burt frá efn- inu. Betlið í Bú- staðasókn — MlN kirkja - Guði þóknan- leg? — Til hvers er ætlazt — fjárhæð ákveð- in fyrirfram — Athugasemdir við preststörf _ Einum of langt gengið Það gengur yfir Reykjavík, eins og oft áður, snýkjualda. Utan hinna venjulegu snýkna, þá eru prestar og safnaðarnefnd- ir nú farnar að færa sig upp á skaftið. í stað þess að biðja um skírnarfont, orgel, predikunar- stól eða bara messuklæði, þá er nú heimtað að þeim sé gefin heil kirkja, Ieikvöllur, fundar- herbergi og eins konar almennt danshús fyrir yngra fólkið en spilahús fyrir það eldra. Allt er þetta í sameiginlegri byggingu og auðvitað eins smekklausri og rándýrum arkitektum er mögu- leg að upphugsa, með alls kyns dýrum útskotum og ranghölum, sem vandrataðra er um en völ- undarhús stjórnmálanna. Til þess að svo sé alþýðublær á öllu draslinu, þá er „stóllinn" látinn vera á gólfinu sjálfu svo klerk- ur líti ekki „niðrá" hjörðina, og þurfi ekki að rísikera að feta sig upp stiga í stólinn, sérstak- lega ef hann er ekki sem bezt fyrirkallaður frá kvöldinu áður og síðasti dropi messuvínsins upp urinn. Sálarheill þeirra í Bústaða- sókn liggur mér í léttu rúmi. Til þessa hafa þeir notast við venjuleg húsakynni og komist, að bezt verður séð, tiltölulega klakklaust til himna, eða þá til helvítis eftir því sem Iíferni þeirra á jörðu gaf tilefni tiL Það stekkur enginn upp til himna þótt hann leggi aura í stein og stálhús, og ólygnir segja, að „niðri" séu ekki síður klerkar en biskupar innan um aðra synd- ara úr alþýðustétt. Fyrir utan það, að hinar ýmsu sóknir Reykjavíkur játa sömu trú í aðalatriðum, þá hafa kirkj- ur þessarra safnaða lítið annað sameiginlegt en að vera tómar, að mestu, hvern sunnudag, utan þess, þegar saklausum foreldrum og eldri ættingjum er gert að mæta við fermingar yngri með- lima fjölskyldnanna. Og það er sannleikur að flestir mæta þess- ir ættingjar í kirkju til að láta sjá sig og sjá aðra, einkum ef fermingarbarnið er af ríkara foreldri en almennt gerist eða tmdan atkvæðamanni, banka- stjóra, ráðherra eða, pólitíkusi og álíka pótentátum. Eitthvað vill sá armi ættingi fá fyrir að speða þúsundum í fermingar- gjöf handa krakkakvikindinu, sem situr þarna í hvítum serk og bíður þess með óþreyju að presturinn afdjöfli sig og komi sér í kristinna manna tölu. Og nú hefur sóknarnefnd Bústaðaprestakalls fengið þá brilliant hugmynd, að ég ætli að styrkja — með tvö þúsund krón- um — eitthvert guðshofið, sem fégjörnum arkitekt h,e£jur tekizt^ að plata inn á trúmálaeftirlit hverfisins. „Hann vár góður þessi" eins og vinnukonurnar sögðu við hverja aðra í gamla daga þegar ein þeirra státaði af því að hafa lagt son heldri manna í sæng með sér. Bed presta er ekki nýtt af nálinni. í stólnum betla þeir um náð drottins — og til guðs — til vara. Til þess að leggja áherzlu á vandræði sín og ver- aldlegan aumingjaskap og ve- sæld, þá syngja þeir hástöfum drotmi til dýrðar, fá jafnvel heilan hóp, sem kallar sig kór, að syngja og öskra um náð og blessun. Það er eins gott, að guð er víst ekki músikkalskur, því annars myndi hann senda eld- ingu af himni og stöðva þessi voðalegu barkahljóð og vælið í orgelinu. Það er orðin txzka þegar ein- hver verður fyrir áfalli, þá er riðið til sóknarprestsins og hann ritar hástemda grein um skyldur mannsins gagnvart meðbræðr- um sínum og krefst þess, að allir leggi einhvað af mörkum til að létta honum áfallið. Þetta er göfug en leiðinleg hugsjón. í sósíalistaríki eins og við búum í, þá er það ríkissjóður, sem rétta á hag hinna óheppnu við að byggja guðshúsin. Almenn- ingi er nóg að greiða þær dráps- klyfjar, sem skattar eru, án þess að dökkklæddir menn í hempu komi og ógni manni eldi og brennisteini, jafnvel eilífri út- skúfun, ef við ekki mökkum rétt Framhald á bls. 8.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.