Tíminn - 12.07.1977, Síða 1
nHKMHHMMnMW
msmmmmm
GISTING
MORGUNVERÐUR
RAUDARÁRSTÍG 18-
SIMI 2 88 66
c
147. tölublað—Þriðjudagur 12. júli 1977
Sj ómannasainningarnir:
Aðalbreytingin mán-
adarlegt uppgjör við
sjómenn
gébé-Reykjavik. — A laugar-
daginn undirrituðu sjómenn
og útvegsmenn nýja kjara-
samninga. Fundir höfðu þá
staðið sleitulltið I þrjá sólar-
hringa, en þrátt fyrir það mun
það hafa komið mörgum á
óvart hve fljótt samningar
n áðust. Aðalbreytingin frá
fyrri samningum er,
breytingin á kauptryggingar-
timabili. Breytingar á skipta-
prósentu urðu hins vegar eng-
ar, en iaun sjómanna hækka
um 24%.
t hinum nýju samningum
segir orðrétt: Útgerðarmaður
skal hafa lokið launauppgjöri
og launagreiðslu til skipverja
ekki siðar en 15 dögum eftir
lok kauptryggingartimabils.A
loðnuskipum og skipum, sem
selja á erlendum markaði, er
frestur þessi þó 30 dagar.
Arinu er skipt i þrjú afla-
launatimabil: 1. frá 1. janúar
til 31. mai 2. frá 1. júni til 30
september. 3. Frá 1. október
til 31. desember. Hver al-
manaksmánuður er sérstakt
kauptryggingartimabil. Hefji
skip veiðar eftir 15. einhvers
mánaðar og nái aflahlutur
ekki kauptryggingu á þvi
tlmabili, reiknast það sem
eftir er mánaðarins meö
kuaptryggingartimabili næsta
mánaðar á eftir. A
skuttogurum og skipum, sem
selja afla á erlendum
markaði, telst hver veiðiferð
(söluferð) þó jafnan sérstakt
kauptryggingartimabil. Þótt
skipt sé um veiðarfæri skips
innan kauptryggingartlma-
bilsins, hefur það ekki i för
með sér að nýtt timabil sé
hafið.
Um hækkun kaupliða segir
svo i samningunum: Hinn 1.
desember 1977 hækki kaup-
trygging og kaupliðir um
4.8%,hinn 1. júni 1978 um 4,5%
og hinn 1. sept. 1978 um 3,4%.
Frá 1. september 1978 hækkar
kauptrygging og kaupliöir I
sama hlutfalli og kaup verka-
fólks í fiskvinnu. Ef hækkun
launa á sér staö fyrir miðjan
mánuð, skal hún reiknuð frá
1. sama mánaöar, en eigi
hækkunin sér hins vegar stað
eftir miðjan mánuð, skal hún
reiknuð ffá 1. næsta mánaðar.
Verðbætur reiknast sam-
kvæmt rammasamningi VSÍ
og ASl 22. júni s.I.
Hinn nýi kjarasamningur
milli sjómanna og útvegs-
manna gildir frá 1. júli 1977 til
31. desember 1978. Hann er
uppsegjanlegur með tveggja
mánaða fyrirvara. Sé honum
Framhald á bls. 23
Heildaraflinn 6 mán. þessa árs:
230 þús. tonnum
meiri en í fyrra
gébé-Reykjavik. —Heildarafli mánuði
landsmanna fyrstu sex kvæmt
þessa árs var sam-
bráðabirgðatölum
Albert segir
sig úr stjóm
— Innkaupastofnunar
Reykj avikur bor gar
Gsal-Reykjavik — Aibert
Guðmundsson borgarfull-
trúi, sem á sæti i stjórn Inn-
kaupastofnunar Reykja-
vlkurborgar, hefur ákveðið
að segja sig úr stjórn þessa
borgarfyrirtækis. Af þessu
Albert Guðmundsson
tilefni hafði Timinn tal af Al-
bert I gær.
— Jú, það er rétt, sagði Al-
bert, að ég hef ákveðið að
draga mig I hlé um stundar-
sakir a.m.k. og sennilega út
kjörtimabilið.
— Og hver er ástæðan?
— Ég ætla að hvlla mig á
Innkaupastofnuninni um
tima.
— Er þetta erfitt starf?
— Já, það getur verið þaö.
Fyrir mig getur það verið
erfitt, en það er misjafnlega
erfitt fyrir menn.
Spurningu Timans um það,
hvort eitthvað væri hæft I
þvl, að hann hygöist jafn-
framt segja sig úr borgar-
ráði, vegna óánægju með
stjórnunarhætti hjá Inn-
kaupastofnuninni, — svaraöi
hann stutt og laggott:
— Enginn veit sina ævina
fyrr en öll er.
Fiskifélags isiands, 845.943
tonn, eða rúmlega 230 þúsund
tonnum meiri en á sama tima I
fyrra. Botnfiskafli bátanna er
um þúsund tonnum minni nú
en i fyrra, en togaraaflinn um
20 þúsund tonnum meiri,
loðnuaflinn tæplega 200
þúsund tonnum meiri, en
lagnmest munar um kol-
munnaafiann, sem er
5.564 tonn nú, en var enginn i
fyrra.
Botnfiskafli bátanna var
samtals 158.561 tonn fyrstu sex
mánuðina og skiptist þannig
milli landshluta:
Vestm/Stykkish. 110.660 tn
Vestfirðir 19.696 tn
Norðurland 14.040 tn
Austfirðir 14.165 tn
Togaraflinn skiptist þannig
eftir landshlutum:
Vestm/Stykkish. 46.432 tn
Vestfiröir 20.857 tn
Norðurland 34.002 :tn
Austfirðir 15.781 tn
Landar erl. 3.286 tn.
og er þvi samtals 120.359 tonn,
en fyrstu sex mánuði ársins
1976 var togaraaflinn 100.109
tonn.
Rækju- og humaraflinn I ár
er mjög svipaður og I fyrra á
fyrrnefndu tfmabili, en I ár
hafa veiðzt 1170 tonn af hörpu-
diski, en aðeins 764 tonn I
fyrra. Af öðrum afla, og fer
þar mest fyrir spærlingi, hafa
nú veiözt 5.148 tonn, en aðeins
1284 tonn fyrstu sex mánuöi
ársins I fyrra.
Aldrei fór það svo að ekki stytti upp í Reykjavík.
Enda brugðu sumir skjótt við eins og þessir sem
voru að mála þak Laugardalshallarinnar.
Samningamál BSRB:
Ur skugga kjáradóms
rikisverksmiðjanna og aörir
sem eru i ASI.
Þá á nefndin einnig að afla
sem gleggstra upplýsinga um
launakjör I landinu almennt.
Kannanir af þessu tagi hafa
áður verð gerðar, en ekki eins
viðtækar.
Annars breytast samnings-
aðferðir nokkuö núna, þar sem
við göngum I fyrsta sinn til
kjarasamninga, án þess að
hafa kjaradóm vofandi yfir
okkur. Aður var það beinllnis I
lögum að viö ákvörðun launa
okkar skyldi tekið mið af
kjörum annarra starfstétta I
þjóðfélaginu, en með tilkomu
verkfallsréttarins hjá okkur
breytist þetta.
Hvernig málin verða þegar
upp veröur staöiö, veit ég
náttúrulega ekki í dag, en
um áttatiu af hundraöi þeirra
sem viö semjum fyrir, er lág-
launafólk, og taka veröur mið
af þvi.
nmm
.
■■ ■
hH|
HV-ReykjavIk. — Eins og
flestum mun kunnugt, frest-
uðum við samningaviðræðum
til fimmtánda ágúst, gegn þvi
að sjálfsögðu að þessi seinkun
og sú staðreynd að samningar
okkar runnu út 1. júlf, verði
tekin til greina við gerð
væntanlegs samnings, þannig
að i sjálfu sér er ekkert afger-
andi að gerast núna, sagði
Baldur Kristinsson, hjá
Bandalagi starfsmanna rikis
og bæja, i viðtali við Timann I
gær.
— Þetta þýðir þó ekki, sagði
Baldur ennfremur, að ekkert
gerist, þvi jafnframt seinkun-
inni varð einnig samkomulag
um skipun nefndar til að at-
huga launagreiðslur I landinu
almennt. Þessi nefnd er nú að
fara ofan I saumana á þvi til
dæmis hvaö rikið greiðir
öðrum starfsmönnum sinum
en þeim sem eru innan BSRB,
en þar á meðal eru starfsmenn
Launajöfnunarstefna sprengd — Baksíða
JPPtplp