Tíminn - 12.07.1977, Blaðsíða 13
12
lÍl'lliUit!1
13
Þriöjudagur 12. júli 1977
Þriöjudagur 12. júli 1977
Júhann Briem
Á sumrin, þegar listunn-
endur standa á blístri eftir
veturinn, finnst mörgum
að það ætti að banna alla
list með lögum yfir regn-
tímann, en svo nef na menn
gjarnan hið suðuríslenzka
sumar, því þar þornar ekki
lengur af steini.
Allavega verða leik-
húsin, sýningarsalirnir og
söfnin að fitja upp á ein-
hverju nýju ef áhuginn á
að vakna.
List fyrir ferðamenn
Norræna húsið hefur undan-
farin ár haldið upp á sumariö og
regnið með þvi að halda sumar-
sýningu. Er þetta aö sögn Erik
Sönderholm forstjóra einkum
gert til þess að skandinaviskir
ferðamenn, sem taka á honum
hús á sumrin, geti séð islenzka
list, en mikili fjöldi Noröurlanda-
búa leggur leið sina hingað til
iands á sumrin.
Heimamenn geta svo komið
þarna lika, ef þeir vilja.
Þetta virðist vel til fundið, þvi
að i þau tvö eða þrjú skipti, er
undirritaður leit þangað inn, voru
þarna útlendingar, ekki aðeins
fólk í listum
Siima.rsýning‘ Norræna hússins
Noröurlandabúar, heldur lika
ttaiir og annað fólk, lengra að
komiö.
Þaö hlýtur að vera erfitt að
hugsa fyrir slikri sýningu, hvaða
myndlistarmenn risa undir þvi aö
kynna islenzka myndlist? Eru
allir gjaldgengir, eða er þarna
einhver þungamiðja? Eru sumir
málarar islenzkari en aörir, — og
öfugt?
Svona mætti lengi spyrja, en
hvað um það, symarsýning
Norræna hússins i ár viröist sér-
lega vel heppnuð. Þar sýnir einn
af gömlu meisturunum, Jóhann
Briem, fæddur 1907, einn af
striðsáramálurunum, þeir lærðu
aö mála meöan siöari heims-
styrjöldin geisaði, Sigurður
Sigurösson, fæddur 1916, og að
lokum einn abstraktmálari af
yngri sortinni, Steinþór Sigurös-
son, fæddur 1933.
Þar fyrir utan sýna þessir
menn ólikar aðferðir viö mál-
verk, og sýna i raun og veru svo
sjaldan myndir, að það eitt rekur
menn út i Vatnsmýri.
Þó má segja sem svo að Jóhann
Briem hafi verið rækilega
kynntur nýverið, er Listasafn
tslands gekkst fyrir stórri
sýningu á myndum hans, en þar
koma nú svo fáir að þaö gerir
ekkert til, og svo haföi sýning
þessi verið planlögð og frá
gengin, áður en listasafnið gekk I
að sýna myndir eftir Jóhann
Briem.
Nóg um það.
Sigurður Sigurðsson
Siguröur Sigurðsson, listmálari
er fæddur á Isafirði. Hann nam
myndlist i Kaupmannahöfn, viö
konunglega listaháskólann 1939-
1945. Hefur siðan stundað mynd-
listarstörf og kennslu við Mynd
lista- og handiöaskólann i
Reykjavik.
Það væri auövelt að setja fram
kenningar um það, aö prófessorar
og myndlistarkennarar séu yfir-
leitt heldur slappir málarar. Sá
sem velur kennsluna, velur hana
oft vegna þess að verk hans hljóta
litinn hljómgrunn að öðru leyti. 1
annan stað hlýtur það að hafa
áhrif að vera sifellt aö troða
teorium i ungt fólk og brýna fyrir
þvi einhver undurstöðuatriði.
Sama gildir um aðrar greinar og
sjómannaskólakennarar eru yfir-
leitt einkennilegir sjómenn.
Það er þvi augljóst, að aöstaöa
Sigurðar Sigurössonar til þess að
stunda myndlist hefur verið verri
en margra annarra.
Samt hefur hann komizt frá
þessu furðu litið lerkaður, og
myndlist hans er persónuleg og
vönduð. Hann hefði mátt mála
meira — og kenna minna, öfugt
við ýmsa aöra.
Sérstaklega eru minni
myndirnar sem hann sýnir þarna
góöar að voru mati, en það er með
Sigurð Sigurösson eins og svo
marga aðra, árangurinn er ekki
alltaf beztur i smiðunum, þegar
hátt er reitt til höggs.
Hann tjáði okkur aö sumar
þessar myndir heföu legið i
bunkum lengi. Þær voru gerðar á
ögurstund, oft af miklum flýti.
Samt bera þær i sér einhvern
guðsneista, sem ekki eru i stóru
myndunum, sem virðast málaðar
af meira þunglyndi og aga.
Þó vii ég undanskilja þar konu-
myndina, sem er eitt besta port-
ret sem ég hefi séö lengi.
Steinþór Sigurösson
Steinþór Sigurðsson hefur lika
sinnt öðru meira en málverkinu
hin síðari ár, sem sé leikmynda-
gerð, en á þvi sviði þykir hann svo
frábær, að hann má ekki um
frjálst höfuð strjúka.
Steinþór Sigurösson
Nú hefur hann á hinn bóginn
snúið sér aftur að málverkinu og
segist ætla aö fækka verkefnum
viö leikhúsið. Ef til vill er þetta
góð lausn, þvi i raun og veru má
hann i hvorugri þessari grein
missa sig.
Þvi er oft haldið fram, að menn
hneigist til abstraktlistar til þess
að fela viss atriði, eða van-
kunnáttu, alveg eins og þvi er oft
haldið fram aö menn verði nú-
timaskáld, yrki i frjálsum
formum, af þvi aö stuðiaður og
rimaður kveðskapur sé þeim of-
viða.
Steinþór málar abstrakt og þótt
myndir hans flokkist þar undir,
eru þær þó með einhverjum hætti
svo áþreifanlegur veruleiki, að
maðir fer að leita að stað-
reyndum.
Hefur þú veriö á þessum stað?
Hann er sem sé ekki hraknings-
maður, sem finnur kufl i
abstraktionum, heldur djarfur
myndsmiður, sem skapar lif.
Allt fer saman, formskyn-
spenna og litur og ég held aö ég
hafi ekki áeð betri málverk lengi.
Steinþór hefur breytzt töluvert i
lit, er horfinn frá „sjónvarps-
litunum”, endalausum tón-
brigðum i gráu, og með undar-
legum hætti magnar hann upp
ljósa, hægláta liti sina. Myndir
hans virðast i senn verða til
ósjálfrátt, en samt unnar af elju
og fyrirhyggju.
Þetta er þvi sannarleg óvænt
afturkoma i myndlistarsalina.
Jóhann Briem
Jóhann Briem er með fæstar
myndir þeirra þriggja á
sýningunni. Myndlist hans hefur
verið verð skil hér i blaöinu ný-
veriö og er þvi litlu við að bæta
nú. >’
Augljóst er þó aö fáar myndir
fara betur en margar. Myndir
Siguröur Sigurösson
hans eru ekki sérlega hentugar
fyrir stórar sýningar. Til þess eru
þær of kröftugar og of likar hver
annari. Þær vilja þvi draga hver
úr annarri, fremur en aö magna
samstillta heild.
Heildar svipur þessarar sýn-
ingar er óvenju góöur og þar
munar ekki minnst um verk Jó-
hanns Briem. Þau eru sumarleg,
eins og fyrirsögn eða stefnuskrá
hússins mælir um: „Sumarsýn-
ing norræna hússins”.
Það er mikiö sumar i sumum
þessum myndum.
Jónas Guömundsson.
Ingólfur Daviðsson:
Litið á blóm
ekki fyrr en hanh er laufgaður,
gagnstættflestum öðrum viöiteg-
undum, sem bera rekla snemma,
áður en tréð eða runninn laufgast
að mun. Óþrif sækja litið á gljá-
viöi. Hann fer vel i limgerði, en
getur lika oröiö stórt tré, eins og
sjá má i gamla kirkjugaröinum
við Aðalstræti i Reykjavik. Þaö
tré (og stóri silfurreynirinn rétt
hjá) er sennilega frá dögum
Schierbecks landlæknis.
„Glóa þinir gulu skúfar
gullregn móti sól,
eins og laust um herðar hrynji
hár á faldasól”.
Nú á Seljumannamessu lýsir
gullregnið á horni Rauöarárstlgs
og Miklubrautar langar leiðir.
Margur strætófarþegi á Miklu-
braut horfir á þaö með velþókn-
un. En aldinbelgir gullregns (og
baunirnar i þeim) eru eitraðir. Er
þvi öruggast aö sniöa blómskúf-
ana af þegar blómin fara að visna
— áðuren aldin myndast. Aldinin
mega ekki lenda i munni eöa
maga. Gullregn vex villt i Alpa-
fjöllum og viöar: þ.e. alpagull-
regn: strandgullregn er viö-
kvæmara og blómgast varla hér á
landi.
„Og eitt gras er svo hvitt að
jafnað er til Baldursbrár. Það er
allra grasa hvitast”. Svo er ritað i
Snorra-Eddu, þegar Baldri var
lýst, fegurstum allra Asa. Falleg
er baldursbrá sannarlega. Mest
beráhvita litnum,hann vekur at-
hygli skordýranna fyrst og
fremst. En litlu gulu blómin i
miðju körfunnar gera sitt gagn,
þvi aö þar fer fjölgunin aöallega
fram. Reynið aö telja blómin i
einni baldursbrárkörfu! Þau
munu reynast æöi mörg: Hvitu,
flötu jarðarblómin hreyfast likt
og brár, þ.e. siga á kvöldin og i
dimmviðri, en lyftast og breiða úr
sér þegar sólin skin. Baldursbrá
Gljáviðir með reklum 4/7
fylgir byggöinni og berst raunar
oftmeð fræi o.fl. varningi. Þök og
veggir torfbæja voru stundum al-
1977
vaxin baldursbrá, og þannig voru
lika gammar (kofar) Lappanna á
Finnmörk. Stöku sinnum veröa
stönglar baldursbrár flatir og
jafnvel körfurnar lika. Hafið þið
fundið þannig baldursbrár? A
myndinni heldur Anna Kristins-
dóttir á stórum fallegum baldurs-
brárvendi.
Vfkjum að annarri frægri jurt
alkunnri.
„Ilmandi brúöberg, aldanna te,
áanna lyf f timans straumi.
Litprúð jurt þó litil sé,
lifði i Faraós draumi.
Briiði feöranna bergðu þér á,
bar þig inn ljósan holtinu frá.
Agæta brúðberg!
gróður og garðar
Gráreynir 4/7 1977
Nú stendur reyniviður
með stórum, hvitum
ilmandi blómaklösum,
höfuðskraut margra
garða. Hér er mynd af
gráreyni, en hann er tal-
inn bastarður reyniviðar
og silfurreynis, eins og
blöð hans benda til, þau
eru silfurgrá að neðan.
Nú fyrst er gljáviðirinn að
verða allaufgaöur, en hann held-
ur líka gljáandi laufinu langt
fram á haust. Hinir litlu gulleitu
reklar hans (sjá mynd) spretta
„Fálkapungur, flugnabú, friða
holurt, melaprýði”. Þetta eru allt
nöfn á sömu jurtinni og sýna hve
alkunn hún jafnan hefur veriö.
Bikarinn er uppblásinn eins og
sést á myndinni og nöfnin benda
til, ljósgrænn eða rauöleitur, en
krónan hvft. Talsvert hunang er
niðri i blóminu og dvelja flugur
þar oftdögum saman í góöu yfir-
læti, sbr. nafnið flugnabú. Eftir
þessu taka börn fljóttog fá áhuga
á blóminu. Rauöu blómin á dag-
stjörnu, sem hér er algeng I görö-
um, eru alveg eins i laginu, enda
sömu ættar — og nellikurnar lika
og lambagrasið. Holurt þrifst vel
i steinhæð, enda algeng á melum
og viöar i grýttri jörð.
„Ég lærði fræðin við logann þinn,
i lýsi brann fifukveikurinn.
Ljósið kolunnar lék um Snorra
lýsti sagnaheim feðra vorra”.
Snjóhvit fifubreiða er næsta
fögur og blööin — brokið — góð til
beitar. Reynt hefur verið að vefa
dúka úr fifuhárum likt og úr
baðmull, en þau eru ekki nægi-
lega sterk og fjaðurmögnuð, svo
að fifudúkurendistilla — og borg-
ar sig ekki að nota fifu i vefnaö.
Læknaðu hóstann og linaöu kvef,
timburmenn taktu frá mér”.
Nil er mikiö sagt og þó satt.
Brúðberg, (öðru nafni blóðberg)
er fornfræg lækningajurt, te af
henni notaö gegn kvefi o.fl. háls-
og lungnakvillum. Blóðberg er i
ýmsum kunnum lyfjum af þvi
tagi enn i dag, oft kennd við vis-
indanafn jurtarinnar — Thymus,
Thymol o.s.frv. Jurtin er einnig
rotverjandi: gömlu Faraóarnir i
Egyptalandi vissu þetta fyrir
þúsundum ára og notuðu þarlend-
ar blóöbergstegundir viö smurn-
ingu látinna er varðveitast
skyldu. Formæður okkar létu
blóðberg, eöa seyöi af þvi, i slát-
urtunnur svo slátriö fengi þægi-
legan keim og geymdist betur en
ella. Brúðir bergöu á brúöbergs-
tei, höfðu það lika i baðvatniö og
ljósmæöur notuðu það til hreins-
unar eftir barnsburð. Linné.
sænski læknirinn og grasafræð-
ingurinn frægi, ráðlagði að
drekka blóðbergste eftir mikla
vindrykkju. Brúðberg er algengt i
þurru mólendi og holtum. Lágar
ilmandi blárauöar eða rósrauðar
breiðurnar eru forkunnar fagrar.
Sumir rækta brúöberg i steinhæð.
Breiða af brúðbergi 1/7 1977
Holurt 1/7 1977
Margir tina fifu i vendi til
skrauts. Þarf þá að tína hana
snemma áöur en fifuhárin losna,
þá endist vöndurinn allan vetur-
inn. Nýtekna fifuna skal hengja
upp til þerris, áður en hún er látin
i vasa. Hárin eru sviftæki aldin-
anna, sem geta borizt langar leiö-
ir með vindi og sáð sér. Þess
vegna verða rök flög fljótt alvax-
infifu.Tegundirfif.ueruhér tvær,
þ.e. hrafnafifa meö einn koll og
klófifameð fleiri. Báöar algengar
i votlendi i byggð, klófifan einnig
til fjalla og hliöa, þar sem blautt
er. Myndin er af hrafnafifu, tek-
inni á mýrabletti i Reykjavik 1.
júli. Bæðu holurtin og blóðbergiö
eru tekin á Bústaöahæö i Reykja-
vik.
lþættinum „Gróöur og garðar”
30. júni haföi texti brengíazt
nokkuð og falliðúr. Sagtvar m.a.
um mariustakkirm „Gullþyrstir á
vit þin leita”. En botninn datt úr
skýringu þessara orða. Málinu
vikur þannig viö, að á miööldum
reyndu ýmsir efnafræðingar
þeirra tima að búa til gull — og
reyndu margt til þess að það tæk-
ist. Héldu sumir aö glitrandi
droparnir á mariustakk heföu
dularmátt i sér fólginn og settu
dropana út I efnablöndur sinar.
Aldrei tókst gullgeröin, en þekk-
ing á efnafræði jókst við tilraun-
irnar. Visindanafn mariustakks
— Alchemilla — er kennt við gull-
geröarmennina, er nefndir voru
alkemistar.
1 sóleyjarblómum varpast sumt
af sólargeislunum frá gljáandi
gulum krónublöðunum inn á
frævurnar i miöju blómsins svo
að þær fá aukna orku til að þroska
fræ. A Noröurlöndum og viðar er
til svokölluð „betlarasóley ”
Anna Kristinsdóttir
með baidursbrá
(tiggerranunculus), náskyld sól-
eyjunni okkar, en mun eitraöri.
Nafnið hlaut hún af þvi, aö betlar-
ar létu blóm hennar liggja lengi
við húöina.t.d. á handabökum og
I andliti, til aö framkalla blöörur,
sem þeir svo sýndu, svo að þeim
væri gefið meira en ella! Gömul
nöfn á sóleyjunni okkar eru lika
brennigras og brennisóley. Allir
þekkja brennisóley, en þekkið þið
skriðsóley? Hún hefur öllu dökk-
grænni litblæ, en er aö ööru leyti
nær alveg eins.nema lágvaxnari,
og hefur renglur eða stöngla sem
skriða flatir viö jörö — og geta
fest rætur. Skriðsóley getur þvi
oröið illgresi i görðum. Hún vex
allviöa um land og breiðist út við
Hrafnafifa 1/7 1977
hús, garða og bæi. I Reykjavik er
hún orðin algengari en venjuleg
sóley.
Ýms islenzk blóm fara vel i
görðum, einkum i steinhæðum.
Varast ber að gefa þeim áburð
um of, þvi aö það þola mörg
þeirra illa, t.d. flest holta- og
melablóm, sem vön eru magurri
jörö og blómgast þar bezt. I of
frjósömum jarðvegi hleypur
vöxturinn oft i blöðin, en blómgun
veröur þá litil. Flestar islenzkar
jurtir þurfa góöa birtu, en til eru
þó skuggaþolnar tegundir, eink-
um burknar. Þeir þrifast flestir
bezt i skjóli og skugga. Geta
burknabrúskarnir orðið vöxtuleg-
ir og hinir fegurstu. Af útlendum
skrautjurtum þolir postulins-
blómið (skuggasteinsbrjóturinn)
einna bezt skugga og vex vel und-
ir trjám.
Nú blómgast hver tegundin af
annarri — og með þvi aö velja
saman tegundir sem blómgast
missnemma er hægt að hafa
blómaskrúð i garðinum allt
sumarið.