Tíminn - 12.07.1977, Qupperneq 2
1
MUCiHl'l
Þriðjudagur 12. júll 1977
Á algjöru frumstigi
Kás-Reykjavlk. — Við höfum rétt
aðeins látið klkja á þetta svæði.
Það var vitað að hér er um málm-
rlkt berg aö ræða, a.m.k. á
islenzka vfsu, vegna kannana
sem gerðar voru fyrir strlð, en
málið er á aigjöru frumstigi,
sagði Siguröur Guðmundsson hjá
Framkvæmdastofnun rikisins, er
Timinn innti hann upplýsinga
varðandi rannsóknir sem nú eiga
sér stað í Víðidalsfjalli I A-Húna-
vatnssýslu, en heyrzt hefur að þar
finnist títan- og járnauðugt berg.
Sigurður lagði á það áherzlu að
um forkönnun væri að ræöa. Þeir
hefðu aðeins fengið eitt sýni, og
það væri jákvætt á sinn hátt, en
ekki væri mögulegt að hefjast
handa um eitt eða neitt án Itar-
legra rannsókna til viðbótar.
Hins vegar væru öll þessi mál i
athugun i beinu framhaldi af
þingsályktunartillögu sem sam-
þykkt var á Alþingi á sl. vetri,og
kveður á um aukna jarðefnaleit
og rannsóknir.
Skortur á bílnúmerum
ATH-Reykjavík, — Mikill
skortur er nú á nýjum nú-
meraspjöldum hjá Bif-
reiðaeftirlíti ríkisins. Að
sögn Guðna Karlssonar,
forstöðumanns eftirlits-
ins, var ástandið slæmt í
vor, en nú kastar fyrst
tólfunum.
*
Isafjörður:
Bæjarstarfs-
menn í eins
dags verkfaJli
Togarinn Bjarni Benediktsson:
Sj óferðabókin
segir fátt nýtt
ATH-Reykjavik — Siöastliðinn
föstudag fóru verkamenn hjá tsa-
fiarðarbæ I verkfall.AÖ sögn Pét-
urs Sigurössonar hjá Verkalýðs-
félaginu Baldri á tsafirði, var
vinna hafin á nýjan leik Igær. Ein
ástæða fyrir verkfallinu var sú,
að ráðamenn bæjarins höfðu
brugðið sér til Reykjavlkur og
einhverra hiuta vegna gleymt
verkfallsboðuninni, sem auglýst
hafði verið meö viku fyrirvara
eins og venja er.
— Þetta voru ágætir samningar
sem tókust við bæinn, sagði Pét-
ur, en nú var ákveðin prósenta
ofan á kauptaxtann. Samiö var
um orlof og starfsaldursviður-
kenningu, vinnuföt og taxtatil-
færslur i ákveðnum störfum.
Þarna er um aö ræða svipaða
samninga og á milli Dagsbrúnar
og Reykjavikurborgar.
Samkvæmt þessum samning-
um hefur verkamaður eftir
þriggja ára starf, krónur 633 fyrir
unna klukkustund. Er þá miðað
við fimmta taxta. Starfsaldurs-
viðurkenningin sem Pétur talaði
um fæst eftir 15 ár i starfi. Hún er
fólgin i þvi að starfsmennirnir fá
30 þúsund krónur i „jólagjöf”,
eins og Pétur orðaöi það, þvi
viðurkenningin er greidd i des-
ember.
Aldrei fyrr hefur verið eins
mikið um umskráningar bila, en
siðustu daga hafa hátt á annað
hundrað bileigendur óskað eftir
umskráningu.
— Við erum vanir að koma
upp varasjóði af númerum,
sagði Þorkell Sveinsson fram-
kvæmdastjóri Steðja h/f, en það
fyrirtæki hefur séö um fram-
leiðslu s k r á se tn i n g a r-
númeranna. — En yfirvinnu-
bannið kom i veg fyrir að það
væri hægt. Þessa dagana fram-
leiöum við rétt um eitt þúsund
númerá viku og undir eðlilegum
kringumstæðum heföi það nægt.
Hins vegar geri ég ráð fyrir að
fari að draga úr bílasölum, og
ættum við að geta fullnægt eftir-
spurninni eftir skamman tima.
Erill
hjá
Flugfélaginu
i Reykjavik
KEJ-Reykjavik — Aðfaranótt
sunnudagsins sl. var mjög anna-
söm hjá Flugleiöum á Reykja-
vikurflugv elli. Vegna veöurs I
Keflavik lentu þá tvær þotur á
vellinum, önnur frá Flugleiðum
og hin frá Arnarfhigi, og voru
báðar afgreiddar í afgreiöslu
Flugfélagsins.. Að sögn Marinós
Jóhannssonar hjá Arnarflugi
gekk þetta allt mjög vel fyrir sig
þrátt fyrir þrengsli, þegar 300
manns óvænt þurftu að fara I
gegnum litla flugafgreiðslu Flug-
leiða á Reykjavikurflugvelli.
SJ-Reykjavik. Frá þvi 24. júnl sl.
hefur Kópavogsbær rekið visi að
hjúkrunarheimili að Neðstutröð
4. Þarna dveljast um nokkurra
JS-Reykjavfk. Eins og þegar
hefur komið fram i skrifum
Timans um hina frægu Þýzka-
landsferð togarans Bjarna Bene-
diktssonar skiptir þaö öllu að
gögn málsins komi fram og
enginn verði hafður fyrir rangri
sök. A sinni tið var það gert að
umtalsefni að sögur gengju um
það að brottfarartimi skipsins
hefði ef til vill verið ákveðinn með
tilliti til þarfa væntanlegra
farþega, og óskaði Tlminn þess
þá að hið sanna yrði leitt I ljós. Nú
hefur Bæjarútgerð Reykjavikur
sent blaöinu ljósrit úr dagbók
skipsins. Dagbókin kann að verða
ógreinileg I blaðinu, en þær
færslur sem máli skipta eru
þessar:
Þriðjud. 7. júni
Sömu slóðum. Litið að hafa.Hægv.
vikna skeiö fimm gamalmenni á
aldrinum 87-93 ára, þrjú rúm-
liggjandi, en tveir gamlir menn
hafa fótavist. Fólk þetta býr hjá
Miðvikud. 8. júni.
Ofan við Hrygginn. Mokveiði
eftir hádegi. N-A gola.
Fimmtud. 9. júni
Sömu slóðum til kl. 21.00. Veiöum
hætt. Haldið áleiðis til Rvikur.
Hægv.
Föstud. 10. júni
Um nóttina féll Valdimar
Svavarsson niður i lest. Hann er
mjög bólginn á hægra hné. kl.
07.20 komið ytri höfn Rvik. kl.
07.50 lokið við að binda við Faxa-
garð. Tekinn is og nauðsynjar.
Svo mörg eru þau orð og verða
þau alls ekki dregin i efá. Hins
vegar er ekki nema rétt og sann-
gjarnt að það komi fram að þau
bæta engu við það sem þegar
hefur verið sagt, enda er skip-
stjórinn ekki aðili að þvi máli sem
um hefur verið rætt.
ættingjum I heimahúsum I Kópa-
vogi, sem njóta aðstoðar
heimilishjálpar og bæjar-
hjúkrunarkvenna við umönnun
þess.
Aðstandendur þessa gamla
fólks þurftu að komast i burtu og
var búið að fá vilyrði fyrir að það
fengi inni i hjúkrunarheimili
aldraðra viö Hátún, en það brást
þegar þar varð að loka deildum,
eins og annars staðar á sjúkra-
húsum vegna skorts á starfsfólki
nú yfir sumartimann. — Viö vor-
um búin að heita þessu fólki að-
stoð, sagði Agústa Einarsdóttir,
sem veitir forstöðu heimilishjálp-
inni i Kópavogi, svo það varð eitt-
hvað að gera.
Fjórar Sóknarkonur vinna á
heimilinu að Neðstutröð á þri-
skiptum vöktum. Auk þeirra
skipta tvær hjúkrunarkonur meö
sér að lita til með sjúklingunum.
— Það virðist ekki fara illa um
gamla fólkiö og það er ánægt,
sagði Agústa Einarsdóttir, — en
það er fyrst og fremst þvi að
þakka hvað við höfum góðar kon-
ur, sem starfa þarna.
— Þetta dæmi sýnir hve nauð-
synlegt er að hér verði komið upp
sjúkra- eða hjúkrunarheimili,
sagöi Agústa. Og ef til vill verður
þessi neyðarráðstöfun okkar til
að ýta undir það.
Húsnæðið að Neðstutröð er ein-
ungis til bráðabiigða og þar verður
ekki rekið hjúkrunarheimili til
frambúðar heldur aðeins til 4.
ágúst, en þá fer gamla fólkið aft-
ur til aðstandenda sinna.
veiðihornið
Víðidalsá
Gunnlaug ráðskona i veiði-
húsinu viö Vfðidalsá var hin
hréssasta i gær og sagöi m.a.:
Hér hefur verið hlýtt og gott
veður undanfarið og laxveiðin
gengið vel, er bæöi jöfn og góð.
Nokkur úrkoma var um siðustu
helgi og er vatnið I ánni mjög
gott og tært núna. A hádegi á
mánuuag voru komnir alls 316
laxar á land og er það nokkru
betri veiði en á sama tima i
fyrra. í heild má segja, að það
liti mjög vel út með laxveiðina I
Viðidalsá i sumar.
Laxá í Aðaldal.
— Hér er sólskin, svolitil norð-
angola og hlýtt, sagði Hetga
ráðskona I veiðihúsinu viö
Laxá I Aöaldal i gær. I gær var
nýr hópur aö koma til að veiöa,
en það voru bæöi Akureyringar
og Reykvikingar, sem þar verða
við veiðar i þrjá daga.
A hádegi i gær, voru alls 654
laxar komnir á land, og sam-
kvæmt bókum Veiöihornsins er
þaö miklu betra en i fyrra á
sama tima, þvi þann 12. júli þá,
voru aðeins um 320 laxar komn-
ir á land. Það er þvi ekki ólik-
legt að laxafjöldinn verði nýtt
met i Laxá i Aðaldal i sumar, ef
svo heldur fram sem horfir.
Grimsá.
— Það rigndi óskaplega hér
um helgina og var ekkert veitt á
sunnudaginn. Ain varð mjög
gruggug viö þessa úrkomu, en i
dag (mánudag) er vatnið þegar
farið að minnka og áin er fljót
að hreinsa sig aö nýju, sagði
Viktor Magnússon i veiðihúsinu
viö Grimsá i gær.
A hádegi i gær voru alls
komnir 240 laxar úr ánni, sem er
nokkru betra en á sama tima i
fyrra. Nú er aöeins veitt á flugu
I Grimsá og eru algengustu og
vinsælustu flugurnar Sweep og
Blue Charm.Stærsti laxinn sem
fengist hefur, er 18 pund og
veiddist hann á Black Fairy-
flugu .
Þverá í Borgarfirði.
Þær upplýsingar fékk
Veiðihornið á Guðnabakka I
gær, að á neöra svæðinu i Þverá
i Borgarfiröi hefðu veiðzt 498
laxar, sem er álika og á sama
tima Ifyrra, e.t.v. heldur meira.
Veiðin hefur veriö mjög góð i
Þverá þaðsem af er veiðitiman-
um. Mikiö hefur þó rignt þar aö
undanförnu og var áin kol-
mórauð. 1 gær var hún þó byrjuð
að hreinsa sig og leit vel út meö
veiði þar næstu daga.
Þyngsti laxinn, sem veiðzt
hefur I neðri hlutanum, veiddist
fyrir nokkrum dögum. Það var
Guðmundur Skaftason, Reykja-
vik, sem landaöi 26 punda hæng,
sem hann náði á Tobyspón i
svokölluðu Hólmatagli, sem er
rétt við Guðnabakka.
í efri hluta Þverár, eða
Kjarrár eins og hún er kölluð,
hefur laxveiöin verið meö af-
brigðum góð i sumar, en ekki
liggja fyrir tölur um veiðina
eins og er, en verður skýrt frá
þeim hér I Veiðihorninu siðar.
—gébé—
Aðstandendur þurf tu í
sumarfrí og hjúkrunar-
heimili varð til