Tíminn - 12.07.1977, Side 3
Þriöjudagur 12. jiili 1977
3
ísland að stækka!
KEJ-Reykjavik — Alit frá alda-
mótum hafa verið uppi kenning-
ar um iandrek. Það sem fyrst
kom fótunum undir slíkar kenn-
ingar var landakort af Suö-
ur-Ameriku og Afriku, sem
hægt er bókstaflega að raða
saman, auk þess sem fjallgarö-
ar komu þá rétt saman, jarðlög
og jaröefni. Rannsóknir varð-
andi landrek og gliðnun á is-
landi hófust fyrir stríð, að sögn
Guðmundar Pálmasonar hjá
Orkustofnun, en þýzkur jarð-
fræöingur vann að slikum rann-
sóknum hér árið 1939.
Kenningar um landrek hafa á
löngum tima tekið á sig nýja
mynd, og nú er svo komið að
nær allir jarðvfsindamenn ver-
aldar eru á einu máli um
heildarkenninguna. Sú kenning
er, aö jarðskorpan er ekki i
heilu lagi, heldur flekum, og
þessir flekar keyra saman á
sumum stöðum og brotna þar
niöur i möttul jarðar, en á öör-
um stöðum, neðansjávar-
hryggjum svokölluðum, koma
jarðefni upp úr möttli við gos-
virkni, og þar verður gliðnun.
Gliðnun hefur verið mæld
vfða, t.d. á Reykjanesi. Mæld er
breidd ákveðinnar segulræmu
með sömu segulstefnu og fjar-
lægð hennar frá gliönunarbelt-
inu, en segulstefnan breytist á
ákveðinni timalengd og út frá
þessum upplýsingum er hægt að
reikna meðaltalsgliðnun á löng-
um tima. Menn héldu lika lengst
af að gliðnunin væri hæg og jöfn
og hafa margir visindaleiðangr-
ar til Islands komið til að reyna
að mæla þessa gliðnun, en
árangurinn hefur látið á sér
standa. Atburðirnir á Kröflu- og
KEJ-Reykjavik — Hér á landi
ernú við rannsóknir fjölþjóðleg-
ur leiðangur jarðvísindamanna.
Markmið leiðangursins er eink-
um rannsóknir á eiginleikum
bergsins á tsiandi og niður á
nokkurra tuga km dýpi og hvort
tsland, með tilliti til landreks.
Kelduhverfissvæði nýlega hafa
breytt skoðunum visindamanna
mjög i þessum efnum. Þykja
hræringarnar þar, þ.e.a.s.
tveggja metra gliðnun, benda til
þess að landrekið eigi sér stað I
stökkum samfara jarðskjálftum
og gosvirkni. Enn einu sinni hef-
ur eldfjallalandið ísland varpaö
ljósi á vandamálið. tslendingar
geta svohugsað um það að land-
ið þeirra er að stækka á meöan
önnur keyra saman og minnka.
Framhald á bls. 23
er i einhverjum meginatriðum
ólikt neðansjávarhryggjum. is-
land hefur löngum verið mikil
paradfs jarðfræðinga og nú sið-
ast hefur það varpað verulegu
ljósi á allar kenningar um land-
rek, ekki sizt umbrotin við
Kröfiu. Rannsóknir þessa stóra
fjölþjóðlega leiðangurs eru fyrst
og fremst gerðar með tilliti til
landrekskenninga.
Sjálfir eiga íslendingar nokk-
urn þátt i þessum leiöangri,
þ.e.a.s. menn frá Orkustofnun
og Raunvisindadeild háskólans
taka þátt i honum. Að skipulagi
leiðangursins hér á landi hefur
Guðmundur Pálmason jarð-
eðlisfræðingur og forstöðumað-
ur jarðhitadeildar Orkustofnun-
ar mest unnið. Timinn hafði
Framhald á bls. 23
Segulræmur. Svartur litur og hvftur sýna öfuga segulstefnu. Kvarð-
inn sýnir milijónir ára.
Fjölþjóðlegur visindaleiöangur:
Rannsóknir vegna
landrekskenninga
Neðansjávarhryggur (eins og Atlantshafshryggurinn). Um hrygg
inn á sér stað gliönun og upp koma gosefni og fylla upp.
A myndinni sést Atlantshafsnryggurinn, sem lsland er efsti punktur
á. Frá hryggnum er gliönun I báðar áttir. Að neðan sést árekstur
fleka viö Suður-Ameríku.
Ný bílnúmer:
Kerfið myndi nægja
625 þúsund bifreiðum
ATH-Reykjavik. —Ef tekið væri
upp nýtt kerfi skrásetningarnúm-
era, myndi það spara vel yfir
þrjátiu milljónir króna á ári. Þá
er miðað við sparnað einstaklinga
og rikissjóðs, sagði Guðni Karls-
son forstöðumaður Bifreiöaeftir-
lits ríkisins i samtali við Timann i
gær. — Það er óhætt að segja, aö
sóun fylgi núverandi kerfi. Menn
hafa rætt um aö draga Ur umsvif-
um rikisins og spara, en hvað
þessi mál varðar, þá virðist vera
eitthvert hik á ráðamönnum.
Samkvæmt upplýsingum Frið-
jóns Sigurðssonar, skrifstofu-
stjóra Alþingis, var flutt frum-
varp um ný skráningarnúmer á
siöastliðnu þingi. Málið var ekki
útrætt þá.
— Þá er ekki einungis að um-
svif Bifreiöaeftirlitsins myndu
minnka, sagöi Guðni, heldur
munu aöriraðilar njóta góðs af. I
þvi sambandi mætti nefna lög-
reglustjóraembættið, tollstjóra-
embættiðog tryggingafélögin. Sú
venja sem skapazt hefur vegna
núverandi kerfis, hlýtur að koma
fram sem hærri iðgjöld hjá trygg-
ingafélögunum. Ég álit að meö
þviað hætta þessum umskráning-
um, mætti draga verulega úr
kostnaði á mörgum sviðum.
Geysilegt vinnutap hlýzt af þeim,
fólk verður hreinlega að fá fri úr
vinnu til að fá nýtt númer á bila
sina.
— Með tilkomu nýja kerfisins
myndi hver bill halda sinu núm-
eri,og þaðþyrftiekki annað en að
senda til okkar tilkynningu um
eigendaskipti. Við myndum siðan
sjá um allar nauðsynlegar færsl-
Svipast eftir
þýzkum göngugarpi
ATH-Reykjavik. Haldiö er uppi
eftirgrennslan um rúmlega þri-
tugan Þjóöverja, en siöast sást
til hans við Dyngjufjöll i siðast
liöinni viku. Hafði hann
skömmu áöur sagt skálaverðin-
um i Herðubreiöarlindum að
hann kæmi þangað innan
skamms. Að sögn óskars Karls-
sonar hjá Slysavarnafélagi ts-
lands, hafa eigendur talstöðva
veriö látnir vita og einnig hefur
veriö lýst eftir manninum i út-
varpi. Hinsvegar mun Þjóðverj-
inn ekki hafa haft neinar ferða-
áætlanir og sagði Óskar að vel
gæti verið að hann dveldi ein-
hvers staðar i góðu yfirlæti.
300 milljónir króna
í Grundartangahöfn
og á þá að vera hægt að
leggjast þar að.
Til hafnarbygginga
verður varið á þessu ári
milli 1300 til 1400 millj. kr.
aðsögn Daníels og verður
unnið fyrir þá upphæð á
36-37 stöðum viðs vegar
um landið. Mestar eru
framkvæmdirnar við
Grundartanga eins og
fyrr segir og siðan á
Akranesi þar sem
hafnargarðurinn verður
styrktur.
_______________s
Kej-Reykjavík — Stærsta
verkefni sumarsins í
hafnarbyggingum verður
höfnin á Grundartanga/
en samkvæmt þeim tölum
sem ég hef/ verður varið
til hennar rúmlega 300
millj. kr./ en tölur sem
þessar eru náttúrlega
fljótar að úreldast, sagði
Daníel Géstsson hjá
Haf narmálastof nun í
samtali við Tímann. — I
sumar verður reynt að
koma þar niður stálþili,
ur og senda fólki ný skráningar-
skírteini.
BUiö er að gefa flestum bllum I
landinu það, er Guðni kallaði
vinnunúmer. Samkvæmt þvl kerfi
er fyrsta bilnum gefið númerið
AA001, þeim næsta AA002 og svo
framvegis. Væri þetta kerfi tekið
upp, nægði þaö 625 þúsund bilum.
Spáð hefur veriö að Islendingar
verði orðnir 300 þúsund um næstu
aldamót, svo þetta kerfi ætti að ■
duga vel fram á næstu öld.
— Það er mikil og almenn
óánægja hjá almenningi meö nú-
verandi kerfi, sagði Guöni, — þó
svo hann láti ekki i sér heyra. Aö
skylda fólk til að skipta um núm-
er, ef það flytzt á milli sveitarfé-
laga, þaö finnst mér og fleirum
anzi úrelt.
Haröur árekstur
á Snorrabraut
ATH-Reykjavik. Harður árekstur
varð í gær á mótum Egilsgötu og
Snorrabrautar á milli tveggja
fólksbifreiða. Var annarri bif-
reiðinni ekið suður Snorrabraut á
vinstri akrein, en hin kom norður
Snorrabraut og ætlaði að beygja
inn I Egilsgötu. ökumaður bds-
ins, er ætlaði að beygja, ber þvi
við, aðhann hafi ekki séö hina bif-
reiðina. Báöar bifreiðarnar stór-
skemmdust, og er taliö að önnur
sé jafnvel ónýt. Báðir ökumenn-
irnir voru fluttir á slysadeild
Borgarspitalans, en fengu að fara
heim að aflokinni rannsókn. t
hvorugu tilfellinu voru notuö bil-
belti, en að sögn lögreglunnar
hefði a.m.k. annar ökumannanna
sloppið við meiösli ef belti hefði
verið notað.
1 gærdag féll ungur maöur af
lyftaragaffli i vörulager Hag-
kaups og slasaðist litils háttar.
Kom hann niður i kassa fullan af
brauði og mun það hafa dregiö
talsvert úr fallinu, sem var um
þrir metrar. Þá urðu þrjú um-
ferðarslys i Kópavogi i gær, en
eftir þvi sem blaðið komst næst I
gærkveldi, þá var ekkert þeirra
stórvægilegt.