Tíminn - 12.07.1977, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 12. júll 1977
5
Ji
á víðavangi
Aumur
blettur
Svarthöfði Visis lætur sér
nokkuð tiðrætt um framsókn-
armenn þessa dagana. Það er
út af fyrir sig ágætt. Hann er
meira að segja farinn að
skrifa ágætlega um menn sem
voru Framsóknarmenn I
æsku.eins og Ingólfur Jónsson
á Hellu. En það er þó alltaf
eins og einhverja móðu dragi
fyrir augu Svarthöfða þegar
hann fer að skrifa um Fram-
sóknarflokkinn, og þegar hann
vikur talinu að Timanum er
einsog hjartað i honum fari að
slá eitthvað örara. Svo er að
sjá sem þarna sé viðkvæmi
bietturinn i Svarthöfða, og
kunnum við Timamenn mjög
vei að meta slika tilfinninga-
semi. í ágætri grein Svart-
höfða um öidurmennið Ingólf
Jónsson er alltaf að slá út i
fyrirhonum og kemur þá upp i
honum viðkvæmnin til Fram-
Það er eins og hann gleymist
annað kastið.
sóknarflokksins og Timans.
Þannig hefur hann þá skýr-
ingu á þvi að Ingólfur skyldi
yfirgefa fiokkinn ungur, að
flokkurinn hafi farið illa með
Ingólf. Um þetta segir Svart-
höfði:
,,Þá sem endranær töldu
framsóknarmenn að enginn
væri ómissandi”.
Framsóknarmenn vilja
unna Ingóifi þess sjálfstæöis,
að hann hafi tekið sinar á-
kvarðanir i samræmi við eigin
skoðanir og yfirgefið fiokkinn
af þeim sökum. Aftur á móti
er framsóknarmönnum auð-
vitað mikil raun aö þvl að hafa
einhvern tima ef til vill valdið
manninum sem gegnir nafn-
inu Svarthöfði einhverjum svo
verulegum sárindum að hann
hefur ekki enn náð sér að fullu.
Siðar I grein Svarthöfða um
Ingólf Jónsson á Hellu fer
hann aftur allt I einu að tala
um framsóknarmenn og
harmar mjög hve ósýnt þeim
á að vera að þekkkja hafrana
frá sauðunum. Hann spinnur
út af þessu nokkra heimspeki
vegna kaupfélagsstjórastarfa
I Rangárvallasýslu og er það
næsta finngálknaður texti. Um
framsóknarmenn dettur þá
þetta út úr honum:
„Sllkur var og er glöggleiki
þeirra á menn og mannkosti”.
Hér er greinilega einhver
ógurlega aumur blettur. Og
sannarlega þykir framsóknar-
mönnum það miður að hafa
valdiö slikum persónulegum
sárindum, enda þótt þeir telji,
að Visis-blaðslðurnar ættu þá
aö vera Svarthöfða nokkur
sárabót. Að sönnu kunna
Timamenn þvi þó vel að
Svarthöfði metur Visi ekki
meira en svo að hann fær enga
böt sárinda sinna á þeim vett-
vangi. JS
20.—d5! 21. exd6 e.p. Dxd6 22.
Hedl —
Ekki gengur 22. Dxe6+ Dxe6
23.Hxe6c5 24. He4 Re5 og svart-
ur stendur betur.
22. — De7 23. Rel Df6 24. Hld2
Df5 25. Dxf5 —
Eftir 25. De2 g4 lendir hvitur i
erfiðri stöðu, svo að Polugaj-
evskl freistar gæfunnar I enda-
tafli.
25. — exf5
Svartur losar sig viö veika
peðiö á e6 og eykur um leið
þrýstinginn á kóngsarmi.
26. Rg2 g4 27. Rxf4 Rxf4 28.
gxf4 Bh6 29. He2 Bxf4 30. He6? —
Svartur hótaði 30. — Hfe8.
Bezta vörnin er 30. Hdl ásamt
31. Hdel.
30. — Hfe8 31. Hf6 Hel 32. Kg2
Hf8 33. Hxf8 Kxf8
Afleikur hvits i 30. leik hefur
leitt til þess, að allir menn
svarts eru virkir, en menn hvits
eru nánast áhorfendur.
34. d5 Bd6 35. Bc3 Hcl 36. Bd2
Hc2 37. a4 f4 38. h3 —
Eftir 38. f3 Bb4 vinnur svartur
mann.
38. — f3+ 39. Kfl h5 40. hxg4
hxg4
Spasskl.
1 þessari stöðu lék Polugaj-
evskl biðleik, 41. Kel, en gafst
upp morguninn eftir án frekari
taflmennsku. Eftir 41. — Hb2 42.
Be3 Bb4+ 43. Kdl g3 44. Bh6+
Ke8 45. Hxf3g246. Hg3 Hbl+ 47.
Bcl Ba3 vinnur svartur.
Portissch
12 3 4
Boris Spasski 1/2 1/2 0 1/2
Lajos Portisch 1/2 1/2 1 1/2
I Genf dró til tíðinda í þriðju
skákinni. Spasski hafði hvltt og
hafði örlitið hagstæðari stöðu,
þegar skákin fór I bið. Er tekið
var til við skákina að nýju,
reyndi Spasski að notfæra sér
þá litlu yfirburði, sem hann
haföi. 1 51. leik uröu honum á
slæm mistök,sem leiddu tiltaps
I 67. leik. Ef til vill hefur það
orðið Spasski að falli I þessari
skák, að hann hefur aðeins eig-
inkonuna, Marinu, sér til að-
stoðar, en hún kann ekki mann-
ganginn!! Mun þetta vera i
fyrsta skipti i skáksögunni, sem
keppandi i heimsmeistara-
keppni hefur aöstoðarmann,
sem ekki kann aö tefla! Fjóröa
skákin varð jafntefli s.l. sunnu-
dag;
Portisch hefur þvi tekið for-
ystuna i einviginu, en allt getur
gerzt, þvi enn eru 12 skákir
ótefldar.
2. skákin
Hvitt: Portisch
Svart: Spasski
Tarrasch vörn
1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. cxd5
exd5 5. Rf3 Rc6 6. g3 Rf6 7. Bg2
Be7 8. 0-0 0-0 9. Bg5 c4 10. Re5
Be6 11. Rxc6 bxc6 12. b3 Da5 13.
Ra4 Hfd8 14. Dc2 Hac8 15. Bxf6
Bxf6 16. Rc5 Bxd4. 17. Rb7 Db6
18. Rxd8 Hxd8 19. bxc4 Bxal 20.
cxd5 jafntefli.
Skínandi
veður
-góð
atvinna
Kás-Reykjavik. — Jú, það er
ski'nandi veður, þaö er ekki hægt
að segja annað, sagði Kristján
Ármannsson fréttaritari Timans
á Kópaskeri, þegar við áttum
stutt samtai við hann i gærdag.
Kristján sagði, að um helgina
hefði ungmennasambandið haldið
mót I Asbyrgi, og þátttaka verið
góð.
Atvinna er nokkuð góð, og
ágætur afli hefur borizt á land.
Umtalsveröar byggingafram-
kvæmdir eru i gangi, en nú er
unnið við endurbætur á sláturhús-
inu og frystihúsinu, enað auki eru
þrjú ibúðarhús i byggingu.
Sláttur er ekki hafinn að ég viti
til, enda eru bændur nýkomnir
heim Ur bændaför til Noregs,
sagði Kristjdn að lokum.
Gott
veður
eystra
Kás-Reykjavik. —Það er indælis-
veður, sól og logn —, sagði Aðal-
steinn Aðalsteinsson fréttaritari
Timans á Höfni samtali við blað-
ið i gær.
Ferðamannastraumurinn hefur
aukizt siöustu daga, og mikil um-
ferð er nú um Skaftafell og Fag-
urhólsmýri, að þvi er ég hef frétt.
Atvinna er frekar dauf, og afli
ekki mikill sem á land hefur bor-
izt. Nú fer að styttast i aö humar-
kvótinn fyllist, en hann er 2800
tonn, og er búið að veiða yfir 2000
tonn. —
Þá haföi blaöið samband viö
Óla Björgvinsson fréttaritara
Timans á Djúpavogi og innti hann
frétta. Sagði hann að þar væri sól
og blíða, og yfir 20 stiga hiti.
Ferðamannastraumur hefði auk-
izt undanfarið, en vegirnir væru
slæmir, aðallega vegna þurrka.
En ekki hefði rignt i langan tima
þar til mánaðarskammturinn
hefði komið allur á tveim dögum.
Annars er góð vinna f frystihús-
inu þar, bæöi humar og fiskur.
o
Nýtt á markaðinum
* a SKRIFBORDA-
I SAAASTÆDAN
\v/ MARGIR LITIR
V MJÖG HAGSTÆTT VERÐ
Ný uppbygging á
skrifborðasamstæðu
sem gefur ýmsa
möguleika
við staðsetningu
SÍÐUMÚLA 30
SÍMI: 86822
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍTALINN
SÉRFRÆÐINGAR i skurðlækning-
um óskast til afleysinga á hand-
lækningadeild spitalans nú þegar.
Nánari upplýsingar veita yfirlækn-
ar deildarinnar.
AÐSTOÐARLÆKNAR. Tveir að-
stoðarlæknar óskast til starfa á
handlækningadeild spitalans frá 1.
september n.k og til eins árs. Um-
sóknum, er greini aldur, námsferil
og fyrri störf ber að senda Skrifstofu
rikisspitalanna fyrir 15. ágúst n.k.
AÐSTOÐARLÆKNAR óskast til af-
leysinga á handlækningadeild
spitalans nú þegar. Upplýsingar
veita yfirlæknar deildarinnar.
Reykjavik 11. júli 1977.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
[iríksgötu 5 - Sími 29000
Bændur —
Heyhleðsluvagn
Heyhleðsluvagn óskast keyptur. Ekki
eldri en 3ja ára. Staðgreiðsla. Upplýsing-
ar i sima 5-07-52.
Til sölu
er Ferguson diesel ár-
gerð 1958.
Upplýsingar gefur
Hinrik Jóhannsson
Helgafelli. Sími um
Stykkishólm.
Jarðhiti
Lítil jörð eða land með
jarðhita óskast. Upp-
lýsingar í sima 8-68-25.