Tíminn - 12.07.1977, Síða 9

Tíminn - 12.07.1977, Síða 9
Þriöjudagur 12. júli 1977 9 Dr. Kristján Eldjárn. vera aö þvi kominn aö falla fyrir borö —farast. Vafalaust stafar sá skilningur (eöa misskilningur?) af þvi, að i heimahögum minum var þessi gamli talsháttur oftast notaöur um skepnur, sem voru aö dauöa komnar, en sjaldan af öðru tilef ni. Hér hefur aðeins verið stað- næmzt á einstökum stööum i hinu veglega afmælisriti, Minjar og menntir. 1 upphafi var ekki lofað ööru né meira, enda skal hér staðar numið, þótt margar grein- ar liggi óbættar hjá garöi, sem verðskulda, aö á þeim heföi veriö vakin athygli. Aö lokum skal minnzt á einn hlut, sem mér þykir galli .á þess- ari veglegu bók: Greinarnar eru á ýmsum tungumálum, ensku, þýzku og norðurlandamálum, auk is- lenzku. A eftir islenzku greinun- um er jafnan „Summary”, — efnisútdráttur á ensku, eins og al- titt er i slikum ritum, og þykir sjálfsagtmál.En þegarkemur aö greinum hinna erlendu fræði- manna, bregöur svo viö, aö þá er ekki birtur neinn efnisútdráttur á islenzku, —fyrir islenzka lesend- ur. Þetta eraðgera erlendum les- endum hærra undir höföi ai is- lenzkum. Og þetta er ekki ein- skoröaö við þá bók, sem hér hefur veriö minnzt litillega á, heldur mun þetta vera svo um þau rit is- lenzk, sem ætluð eru bæði islenzk- um lesendum og annarra þjóöa mönnum. Nú er mér þaö vel ljóst, aö bók- in Minjarog menntir er alþjóðleg bók, afmælisrit helgað þjóö- höföingja, og hún mun verða lesin af þjóöhöföingjum i öörum lönd- um. En hins skyldu menn lika minnast, að hún á einnig að vera þjóðleg á islenzkan mælikvarða. Hún er afmælisrit, helgaö þjóö- höföingja, sem er einhver til- gerðarlausasti maöur sem hugs azt getur, öllum mönnum ólik- legri til þess aö miklast af lær- dómisinum. Og ekki væri lýðhylli Kristjáns Eldjárns slik sem hún er, ef hún væri bundin við þá Is- lendinga eina, sem geta lesiö sér aö gagni fræöilega ritgerö á þýzku. Raunar er ég sannfæröur um, aö Kristjáni Eldjárn heföi veriö mestur sómi sýndur meö þvi aö færa þjóð hans i hendur þessa bók, alla á islenzku, en hitt veit ég jafn vel, aö um þýöingu á sb'ku verki heföi ekki þýtt aö ræöa fyrir kostnaðar sakir. Eitt atriði varöandi gerð þessararbókar, — sem lika snert- ir tungumál — er mér næsta óskiljanlegt: Sjálfur forstööu- maöur Stofnunar Arna Magnús- sonar á Islandi skrifar ritgerö sina á ensku. Hvers vegna i ósköpunum? Allir vita, að Jónas Kristjánsson nýtur almennra og mikilla viiisælda, bæði sem fræði- maður og einstaklingur. Allir vita, aö hann er afbragðsvel rit- fær á islenzku, og öngvum manni með fullu viti dettur i hug að bera brigöur á viröingu hans fyrir is- lenzkri menningu. Hvers vegna grípur þá slikur maöur til ensk- unnar, þegar hann skrifar grein til heiðurs forseta vorum? Hann er eini tslendingurinn sem ekki skrifar á islenzku. Hér liggur vafalaust einhver sérstök ástæöa til grundvallar, en almennum les- anda hlýtur að koma þetta spánskt fyrir sjónir. Vonandi litur enginn á þessi orö sem neins konar persónulega árás á Jónas Kristjánsson. Og fá- um mun vera fjær en höfundi þessa greinarkorns að hafa i frammi áreitni viö þann góöa mann. — Aö þeim oröum skrifuö- um læt ég útrætt um þetta efni. Hér hefur verið bent á þá staö- reynd, aö þessi bók er skrifuð á mörgum tungumálum. Af þvi mega menn ekki draga þá álykt- un,aö hún sé óaögengileg islenzk- um lesendum. Hiö islenzka efni hennar er svo mikib, bæöi aö vöxtum og gæöum, (25 greinar á islenzku á móti 17 á öörum mál- um), að þaö eitt myndi nægja til þess að afla henni ærinna vin- sælda, jafnvelþeirra lesenda sem eru litt eba ekki læsir á önnur mál en íslenzku. En auk þess eru margar greinar á Noröurlanda- málum, sem flestir Islendingar geta lesiö sér aö gagni. Margargreinanna i þessari bók fjalla um fornleifar og fornleifa- fræði. Þaö efni býöur heim mynd- um, enda eru myndirnar i bóldnni bæöi margar og góöar. — Svo góðar, að sizt er ofmælt þaö sem stendur i fréttatilkynningu, aö þær séu „hin mesta bókarprýði.” Bókin Minjar og menntir er skrifuö af fræöimönnum, til heiöurs fræðimanni, sem einnig er þjóðhöföingi bókelskrar og námfúsrar þjóðar. Það er og mála sannast, að hér er komin bók sem jafnfr. fræöilegu gildi sinu ersvo alþýölega rituö og fag- ur gripur að hún hefur öll skilyrði til þess að skipa heiðurssæti i bókaskáp hvers heimilis á Is- landi. -VS. Nokkra unglinga 13-16 ára vantar enn. Æskilegt er að þeir hafi kynnst heyvinnu- vélum. Upplýsingar gefur ráðningarstofa landbúnaðarins. Simi 1-92-00 Kerrur — Heyvagnar Fyrirliggjandi flestar stærðir og gerðir af öxlum með og án fjaðra, grindur og ná i kerrur. Einnig notaðar kerrur af ýmsum stærðum. Hjalti Stefánsson Simi 8-47-20. Túnþökur Túnþökur til sölu. Verð frá kr. 90 per fermet- er. Upplýsingar í síma (99) 44-74. JARÐ VTA Til leigu — Hentug ( lóðir Vanur maður Simar 75143 — 32101 Brúðuvagnar og kerrur Póstsendum VAGNAR KR. 10.900 OG KR. 7.900 KERRUR KR. 2.300 OG KR. 4.700 Leikfangahúsið Skólavörðustíg 10, sími 14806 Ný þjónusta við heimilin Rafvirkinn kemui^til þín 44-5-66 SAMVIRKI hefur tekið upp skyndiþjónustu við heimili (svo og alla aðra). Hringið í síma 44-5-66 og rafvirkinn kemur til þín. SAMVIRKI Skemmuvegi 30 — Kópavogi Gegnt Breiðholtsbraut AUGLfölNG UM INNLAUSNARVERD VERÐTRVGGDRA SFARISKÍRTEINA RÍKISSJÓDS FLOKKUR INNLAUSN ARTÍ M ABIL INNLAUSNARVERÐ. 10.000 KR. SKÍRTEINI 1965 — 1.FL: 1966 — 1.FL: 1967 — 1.FL: 1970 — 1.FL: 1971 — 1.FL: 1972 — 2.FL: 10.09.77 20.09.77—20.09.78 15.09.77—15.09.78 15.09.77—15.09.78 15.09.77—15.09.78 15.09.77—15.09.78 kr. 230.970 kr. 182.531 kr. 160.639 kr. 89.965 kr. 62.312 kr. 46.485 INNLAUSNARVERÐ ÁRGREIÐSLUMIÐA 1973 — 1.FL.B 15.09.77—15.09.78 10.000 KR.SKÍRTEINI kr. 3.091 50.000 KR.SKIRTEINI kr. 15.456 Innlausn spariskírteina og árgreiðslumiða fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júlí 1977 SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.