Tíminn - 12.07.1977, Page 10
10
Þriðjudagur 12. júli 1977
Kristiim Snæland:
ORKUBÚ VESTFJARÐA
Hugleiðingar um tilgang
og gagnsemi
A Vestfjörðum er nú mjög
rætt um stofnun Orkubús Vest-
fjarða, enda voru á næstsiðasta
Alþingi sett lög, sem heimila
stofnun þess, og iðnaðarráðu-
neytið mun vinna að málinu i
samræmi við lagasetningu þess
svo og margendurteknar óskir
og samþykktir heimamanna.
Vegna þess hve sú stund
nálgast, að tekin verði ákvöröun
um Orkubúið, stofnun þess eða
að endanlega verði horfið frá
þvi, er nauösynlegt aö sem
flestir, raunar allir, sem áhrif
geta haft á málið, ihugi gaum-
gæfilega hvort ávinningur
verður fyrir Vestfirðinga af
stofnun búsins.
Hvers vegna Orkubú?
Allar umræður um stofnun
búsins eru sprottnar af þeirri
staöreynd, að á Vestfjörðum
búa menn við dýrustu raforku
landsins, a.m.k. þau svæði, sem
Rafmagnsveitur rikisins annast
smásölu á, en það er utan
Patreksfjarðar og Isafjarðar.
Þessir staðir standa þó einnig
frammi fyrir þvi að veröa aö
gera stórátök I orkumálum.
Hugmyndin er að Orkubúiö
annist sölu á raforku og reki
jafnframt hitaveitur (þar sem
það er unnt) og fjarhitunar-
stöðvar.
Óskir Vestfiröinga eru þær að
fá orku til véla, hitunar og
lýsingar á sem lægstu veröi eða
svipuöu og gerist á þétt-
býlisátöðum sunnanlands.
Dýrasta raforkan
Rafmagnsveitur rikisins,
Rarik, eru með hæsta verð á
raforku I smásölu, sem gerist i
landinu.
Astæðan er sú, að hlutverk
Rariks hefur orðið þaö að
ánnast dreifðustu byggðir
landsins og þar með að fram-
leiða raforku þar sem ekki hefur
reynzt unnt eða hagkvæmt að
reisa vatns- eða gufuafls-
stöðvar til raforkuframleiðslu.
Rarik er þannig með fáa not-
endur á hvern km I raflinum og
mikla notkun disilvéla til orku-
framleiðslu.
Auk þess liggja raflinur
Rariks viða um f jalllendi og eru
þannig bæöi mjög dýrar i
byggingu og viðhaldi.
Þá má jafnframt leiöa likur
að þvi að dýrustu orkuveitu-
svæöi Rariks séu Vestfirðir og
Austfiröir, ennfremur er liklegt
að Vestfirðir verði dýrasta
svæði Rarik I framtiðinni, þar
sem á Austfjörðum munu
hagkvæmar virkjanir mögu-
legri en á Vestfjörðum.
Miöað við allar aðstæður er
þvi eðlilegt að Rarik sé með
hæsta smásöluverð á raforku i
landinu.
Vert er að taka fram I þessu
sambandi að rekstur Rarik og
vinnubrögð eru I flestum þeim
verkum sem mér eru kunn til
fyrirmyndar og munu tæplega
verða ódýrari I annarra
höndum.
Dýrasta svæðiö
Eins og rakið hefur verið, er
staðreynd að einn dýrasti hluti
orkuveitusvæðis Rariks er
einmitt Vestfirðir.
Þess vegna er vist, aö væri
þessi hluti tekinn sér og smá-
söluverö raforku metið, kæmi
örugglega til hækkunar smá-
söluversins þar.
Með stofnun Orkubús Vest-
fjarða er hugmyndin að Vest-
firðir verði sérstakt orkuveitu-
svæði, og eins og það er nú
dýrasti hluti orkuveitusvæðis
Rariks, þá nýtur það í raun
niöurgreiöslu á orkuverði vegna
ódýrari notendasvæöa Rariks.
Að hverju skal stefnt?
í orkumálum vilja Vest-
firðingar vinna að þvi að fá
ódýra orku eða á sambærilegu
verði og bezt gerist i landinu.
Verði það unnt með þvi að
stofna Orkubú um rekstur orku-
vera og dreifiveitna I óhag-
kvæmasta hluta landsins I orku-
legu tilliti, þá er vel og þá hafa
Vestfirðingar unnið kraftaverk.
Það er hins vegar spurning
hvort Vestfirðingar eiga ekki að
útvikka hugmyndina að Orku-
búi Vestfjaröa I það að vinna að
þvi að stofnað verði Orkubú
Islands, sem þá sjái um alla
orkuframleiöslu landsins og alla
smásölu orkunnar.
Einfaldasta leiðin til þess að
allir landsmenn búi við sama
orkuverð er sú, aö sami aðili
sjái um alla smásölu orkunnar.
Stefna Vestfiröinga ætti að vera
sú aö vinna að þessu jafnréttis-
máli og ef einhverjar likur eru
til þess að stofnun Orkubús
Vestfjarða sé skref I átt til þess,
þá er rétt að vinna að stofnun
þess.
Spurningunni um það hvort
Orkubú Vestfjarða getur lækkað
orkuverð á Vestfjörðum er enn
ósvarað og þá lika þeirri spurn-
ingu hvort stofnun Orkubúsins
flýtir fyrir þeirri þróun, sem
leiða muni til þess að allir
landsmenn búi viö sama orku-
verð. Það hlýtur að vera efst I
hugum Vestfirðinga.
Ferðaskrifstofa rikisins
— Nýting Edduhótelanna
hefur verið ágæt að undanförnu
og ég geri ráð fyrir að meðal-
nýtingin sé einhversstaöar á bil-
inu 65 til 70 prósent. Eitt hóteliö
hefur haft allt að 100% nýtingu,
en það er hóteliö á Kirkjubæjar-
klaustri. Stundum hefur það
verið svo þéttsetiö, aö leitað
hefur verið til nágrannanna og
hafa gestir þá sofið á hinum
undarlegustu stöðum, sagði
Kjartan Lárusson fram-
kvæmdastjóri Feröaskrifstofu
rikisins, en hún á fjörutlu ára
starfsafmæli um þessar mund-
ir. — Annars rekum við ellefu
Edduhótel á tiu stöðum á land-
inu og höfum til umráða rúm-
lega niu hundruð rúm.
Ferðaskrifstofa rikisins var
stofnuö áriö 1936 og er þvi I
rauninni 41 árs.en af ýmsum or-
sökum var afmælisins ekki
minnzt á siðastliönu ári. Ferða-
skrifstofan hafði á bernskuár-
um sinum einokum á öllum
flutningi ferðamanna til og frá
landinu, en sú hlið málsins
breyttist á sjötta áratugnum.
Fyrsti forstjóri Ferðaskrifstof-
unnar var Eggert Briem og
undir hans stjórn varð starf-
semin stöðugt viðtækari. Fyrstu '
árin miðaöist starfið aðallega
við almenna feröamannaþjón-
ustu og landkynningu, þá hafði
Ferðaskrifstofan með höndum
afgreiðslu langferöabila. Fljótt
kom i ljós að hægt var að hafa
peninga af ferðamönnum á
ýmsan hátt. Hér á landi var litið
um að framleiddir væru til
dæmis minjagripir og annað i
þeim dúr og hvatti Feröaskrif-
stofan fyrirtæki til að framleiða
slika muni. Má þvi með sanni
segja að minjagripaiðnaðurinn
hafi komizt á legg fyrir tilstilli
Ferðaskrifstofunnar.
Þaö kann að hljóma undar-
lega, en það voru mistök sem
leiddu til þess að Edduhótelin
voru stofnsett. Fyrir um það bil
fimmtaú árum sendi Ferða-
skrifstofan hóp erlendra ferða-
manna til Akureyrar. Það var i
sjálfusér ekki svo merkilegt, en
i ljós kom að hótelið á Akureyri
hafði ekki bókað feröamennina.
Þaö sem gerði málið erfitt
viðureignar var það, að hóteliö
var sneisafullt af gestum, en
einhvers staðar þurfti hópurinn
að sofa. Var þá brugðiö á það
ráð að fá inni á heimavist
menntaskólans og var það auð-
sótt mál. Sængurfötum og öðru
sliku var smalað saman viða
úr bænum, en þess gerist ekki
þörf I dag.
Um skeið rak Feröaskrifstof-
an minjagripaverzlun i Reykja-
vik, sem bar nafnið Baðstofan.
Einnig var hún viðriðin sölu á
minjagripum i Frihöfninni, en
þeirri starfsemi var hætt fyrir
sjö árum, og árið 1973 var Bað-
stofan lögð niður. Þá hefur
Ferðaskrifstofan hætt skipu-
lögðum skemmtiferöum
Islendinga til útlanda, en selur
hins vegar farseðla til þeirra
Frónbúa sem ferðast uppá eigin
spýtur.
Það er eflaust erfitt starf að
standa i rekstri ferðaskrifstofu,
a.m.k. virtist blm. það er hann
Séð yfir matsaiinn á Húsmæðraskólanum að Laugarvatni.
Kjartan Lárusson, forstjóri
Ferðaskrifstofu rikisins.
fór nýlega austur að Laugar-
vatni með Kjartani Lárussyni.
Þar var þá staddur hópur ferða-
manna, en hluti hans var af
þýzku bergi brotinn. Hinir þýð-
versku frændur okkar voru ekki
alls kostar ánægðir með farkost
sinn, sögðu að farangursgrind
væri ekki yfir tveimur sætanna,
þvi heimtuðu þeir annan, og var
ekki um annað að ræða en að út-
vega bil, vel útbúinn hvað far-
angursgrindur snerti.
— Þjóðverjar eru hér einkum
og sér I lagi i lengri ferðum,
sagði Kjartan, en Bandaííkja-
mennirnir eru hins vegar fleiri,
en þeir stanza skemur. Það er
óhætt að segja að við höfum
, mikið umleikis, I dag eru á milli
tuttugu og þrjátiu hópar á
ferðalagi viðsvegar um landið.
Með hverjum hópi er leiösögu-
maður, en oft getur verið nokk-
uö erfitt að útvega þá, sérstak-
lega ef um blandaðan hóp er að
ræða. En oftast er hægt að
bjarga málunum þó að i óefni
virðist vera komið. Fyrir
skömmu kom hópur á feröa-
skrifstofuna og vildi sjá sig um i
Reykjavik. Það vantaði leið-
sögumann og þvi var hringt i
hósmóður eina, sem ekki var
farin að sjóða matinn, og fór
hún með og lýsti borginni. Ann-
ars vilja ferðamenn ekki vita
svo mikið hvað fjöll og ár heita.
Það sem þeir hafa áhuga á er
saga landsins nöfná blómum og
þess háttar. Margir vita mikið
um söguna og beinlinis „lifa sig
inn I” atburðina, þegar á sögu-
staðina er komið. — Kjartan
sagði það vera einkar athyglis-
vert að fylgjast með viðbrögð-
um feröamannanna, þegar til
dæmis Drekkingarhylur á Þing-
völlum er skoðaður. Hárin risa
á höföum sumra, enda eru lýs-
ingar leiðsögumanna e.t.v.
stundum fjálglegar.
Heldur upp á síðbúið
fertugsafmæli