Tíminn - 12.07.1977, Page 11
Þriðjudagur 12. júli 1977
11
Útgcfandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindar-
götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi
26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð
I iausasölu kr. 70.00. Áskriftargjald kr. 1.300,00 á mánuði.
Blaöaprent h.f.
Launaj öfnun í hættu
Það fer ekki á milli mála að meginverkefnið,
sem biður stjórnvalda á næstunni, er að sporna
við þvi að efnahagsbatinn brenni upp i eldi verð-
bólgunnar. Rikisstjómin hefur þegar með efna-
hagsstefnu sinni náð verulegum árangri i barátt-
unni við verðbólguna og er það þvi sérstaklega
brýnt að sá árangur verði varanlegur.
Hversu þungar búsif jar sem verðbólgan kann
að búa almenningi verða menn að hafa það hug-
fast að Islendingum hefur tekizt að vernda at-
vinnuöryggið i öllum héruðum landsins og beizl-
un islenzkra orkulinda hefur haldið áfram.
Þannig hefur verið óhikað haldið áfram að búa i
haginn fyrir framtiðina. Á sama tima hefur geng-
ið yfir harðasta árásahrina sem sagan greinir
gegn stofnunum lýðveldisins. Þær öldur hafa nú
lægt frammi fyrir framfaratillögum og úrbótum
stjórnvalda.
örðugleikarnir i efnahagsstjórn á Vesturlönd-
um um þessar mundir einkennast einkum af þvi
að viða um lönd er talsvert atvinnuleysi og sam-
timis verðbólga. Hér á landi er ekki atvinnuleysi
en þvi meiri verðbólga. Vandi stjórnvalda er
fólginn i þvi að setja verðbólgunni skorður án
þess að atvinnuleysi skelli yfir alþýðuna. í þessu
efni er vandratað meðalhófið eins og sagan sýnir.
í raun og veru er hér um að ræða einstigi þar sem
er þritugur hamar á aðra hlið en hengiflug á hina.
Það fer ekki á milli mála, að nú reynir mjög á
innviðu efnahagskerfisins i kjölfar kjarasamn-
inganna. Laun vega svo þungt i öllum verðlags-
ákvörðunum, að sveiflur i launamálum geta haft
afdrifarikar afleiðingar i verðlagsefnum eins og
öllum er kunnugt. En þvi fremur reynir á stöðug-
leika stjórnvalda við að halda áfram þetta
þrönga og bratta einstigi.
Oft er talað um að kjarasamningar séu orðnir
svo f lóknir að almenningur eigi erfitt með að gera
sér fulla grein fyrir þeim. Meðal launamanna er
kvartað yfir þvi að samningar séu að verða ein-
hvers konar sérfræði, sem fólkið sjálft getur tæp-
lega veitt það aðhald sem þarflegt væri.
Um þetta skal ekkert fullyrt, en hitt vekur
meiri áhyggjur, að nú virðist sem ýmsir hátekju-
hópar hafi tryggt sér meiri kjarabætur en þeim
bar samkvæmt launajöfnunarstefnunni i þeim
kjarasamningum, sem nýlega var lokið. Morgun-
blaðið skýrir frá þvi sl. laugardag, að iðnaðar-
menn hafi tryggt sér „nær undantekningarlaust”
sömu kauphækkun og láglaunamenn hlutu. Sé
þetta rétt er hér i senn um að ræða meiri háttar
hneyksli i islenzkum kjaramálum og greinilegan
brest i aðferðum við gerð kjarasamninga. Boginn
var þegar það hátt spenntur, að hætta er á að
slikar hækkanir þeirra sem þegar nutu góðra
tekna muni koma harðast niður á láglaunamönn-
um.
Þessa dagana hafa staðið yfir umræður um
beiðnir vinnuveitenda um hækkanir á þjónustu og
útseldri vinnu. Það fer vist ekki á milli mála að
þær beiðnir verður að athugagaumgæfilegaef rétt
reynist að i þeim felist kauphækkanir sem ganga
þvert á launajöfnunarstefnuna. Slikar hækkanir,
sem samið hefur verið um undir borðið og and-
stætt hagsmunum láglaunafólks, ættu ekki að
ganga viðstöðulaust út i verðlagið og bitna á al-
þýðunni.
JS
Mikil óvissa
í Thailandi
Herinn deilir innbyrdis
meðan kommúnistar eflast
TÖLURNAR SEGJA okkur,
að ein bylting sé gerð i Thai-
landi á ári aö meöaltali. Svo ef
Thanin, núverandi forsætis-
ráðherra Thailands, getur tal-
izt meöalmaður, þá veröur
hann viö völd i þrjá mánuöi i
viöbót, en nlu mánuöir eru nú
liönir siöan herinn geröi hann
aö forsætisráöherra. Thanin
gæti þó veriö steypt af stóli á
morgun, en eins gæti hann
veriö æösti ráöamaöur lands-
ins næstu áratugina. Hvort
veröur veit enginn, þvl slik er
óvissan i stjórnmálum Thai-
lands.
ÞAÐ VAR í október s.l. aö
Thanin Kraivichien komst aö i
Thailandi þegar herinn geröi
byltingu I landinu eftir miklar
óeiröir i háskólanum i Bang-
kok en þá létu hundruö stúd-
enta llfiö. Thanin er þó ekki
hershöföingi heldur hæstarétt-
ardómari og sagður vera einn
af þeim heiöarlegustu I land-
inu, en heiöarlegir menn i em-
bættiskerfinu munu vera
nokkuö sjaldgæfir I Thailandi.
Enda þótt herinn heföi lofaö
þvl, þegar hann setti Thanin
til valda, aö koma á lýöræöi i
landinu, þá trúa því fáir Thai-
lendingar. En Thanin hefur þó
komiö mörgu góöu til leiöar
Hann hefur m.a. hafiö mikla
baráttu gegn eiturlyfjasmygli
og fengiö þakkir Carters fyrir.
Þá hefur hann einnig látiö til
skarar skriöa gegn spilling-
unni innan embættismanna-
stéttarinnar og eins reynt aö
ýta úr hlaöi nokkrum þróunar-
áætlunum.
Því er vitanlega haldiö
fram, aö hann sé ekkert-annað
en leikbrúöa i höndum hers-
ins, en þessu hafnar einn gam-
alreyndur diplómat I Bang-
kok: Hann er ekki leikbrúöa,
þá þaö sé ekki nema vegna
þess, aö herinn er of flæktur I
sinni eigin, innri valdabar-
áttu, til aö toga i strengina.
I THAILANDI eru þaö ekki
endilega æöstu yfirmenn hers-
ins, sem eru þeir valdamestu,
þegar til byltinga kemur. Þar
hafa þeir hershöföingjar, sem
ráöa yfir raunverulegum her-
sveitum og eru meö, gott for-
skot yfir þá sem sitja i aöal-
stöövunum.
Þaö eru sérstaklega tveir
hershöföingjar, sem koma til
greina, þegar rætt er um bylt-
ingu i Thailandi. Annar
þeirra, Yos, aö nafni, nálgast
óöum eftirlaunaaldurinn,
þannig aö hann verður aö fara
aö flýta sér, ef hann ætlar aö
komast til valda. Hinn er Tep
Kranlert, yfirmaöur bardaga-
sveita hersins, og hann hefur
timann meö sér. Af stuönings-
mönnum sinum er honum lýst
sem þvi bezta, sem Banda-
rikjamenn þjálfuöu i Thai-
landiá sinum tima. Andstæö-
ingar hans segja, aö hann sé
hins vegar sá maöur, sem
Bandarikjamenn vonuðust til
aö skilja eftir til áhrifa i land-
inu þegar bandariski herinn
varð aö yfirgefa þaö. Ekki fyr-
irallslöngu geröu Tep og fylg-
ismenn hans hálfgerða bylt-
ingatilraun meö þvi aö leggja
fram margvislegar kröfur
fyrir yfirmenn hersins og
flytja til hersveitir án leyfis
yfirstjórnarinnar. Yfirmenn-
irnir vilja nú gera sem minnst
úr þessum atburöum, en Tep
segist einungis hafa viljaö at-
huga hvaö kerfiö þoldi mikiö.
Þá ber ef tilvillaö nefna hóp
hægrisinnaöra hershöföingja.
Aö visu voru flestir þeirra
fluttir úr áhrifastööum eftir
byltinguna i október, en þeir
hafa þó enn töluverö völd, og
þá sérstaklega meöal auöugra
manna. Yfirmaöur þessa
hóps, Vithoon Yawasan, var
hershöföingi þeirra sveita
Thailendinga, sem böröust
forðum I Laos og fengu borgaö
fyrir af CIA. Taliö er, aö ein-
hverjir úr þessum hóp hafi
staöið bak viö misheppnaöa
byltingatilraun i marz s.l.
ÞAR SEM herinn er svona
skiptur, og þvl ekkert raun-
verulegt vald fyrir hendi, þá
eru taldar nokkrar likur á þvi,
aö skæruliöahersveitir komm-
únista sjái sér leik á boröi og
fari aö auka starfsemi slna til
muna.
Undanfarin 13 ár hafa þeir
látiö sér nægja svæöi sin i
noröurhluta Thailands, svo og
I frumskógunum i suðurhlut-
anum, sem liggja aö Malasíu.
En slöustu misseri hafa tölur
um mannfall veriö kommún-
istum ihag og hefur þaö valdiö
miklum ugg meöal hersins.
Thailenzki herinn hefur
reynt aö koma á fót heima-
varnasveitum i þorpum út á
landsbyggöinni, auk þess sem
þeir fara reglulega i minni
árásarferðir. Þeir viöurkenna
þó, aö þessar aögeröir komi
ekki til meö aö duga mikiö
meöan svo litil eining rikir
innan hersins. Eins myndi litið
duga, ef kommúnistar i Thai-
landi myndu fá verulegan
stuöning frá hinum stærri
rikjum kommúnistaheimsins.
Helzt kemur til greina, aö
slik hjálp komi gegnum Viet-
nam. Þeir hafa þó sln vanda-
mál um þessar mundir. En ef
þeir ákveöa aö aöstoöa skoö-
anabræöurslna I Thailandi, þá
geturThanin forsætisráöherra
varla búizt viö aöstoö frá
Bandarikjunum. Þvi veldur
mannréttindabarátta Carters,
en Thanin lét fara frá sér yfir-
lýsingu, sem olli ekki mikilli
gleöi hjá Carter. Hún var á þá
leiö, aö ef um væri aö velja ör-
yggi þjóöarinnar og mannrétt-
indi, þá myndi hiö fyrrnefnda
vera valiö. Nýlega hélt banda-
riska fulltníaþingið tvo fundi
um mannréttindi 1 Thailandi,
en þeim hefur fundizt heldur
litiö um þau þar. Þá hefur
hernaöar- og efnahagsaöstoð
Bandarikjanna til Thailands
stórminnkaö aö undanförnu.
Aö vlsu hafa þeir fullvissað
Thailendinga um, aö Banda-
rikin gleymi ekki gömlum vin-
um. Þaö er einungis þaö, aö
gamlir vinir skipta ekki eins
miklu máli, og hér áöur fyrr.
GRANNT SKOÐAÐ viröist
Thailand vera nokkuö heil-
brigt þjóðfélag. Þaö er ekki
herstjórn, sem situr viö völd.
Efnahagurinn viröist ágætur,
tekjur aukast stööugt og viö-
skiptajöfnuöurinn viö útlönd
er ekki svo slæmur. En undir
niöri er hægt aö sjá annaö og
verra. Her, sem hefur öll völd,
en þó engin, þvi hann er of
tvístraöur. Svo ekki sé minnzt
á hættuna á borgarastyrjöld.
(MÓL tók saman)
Frá baráttunni viö skæruliða kommúnista.