Tíminn - 12.07.1977, Qupperneq 15

Tíminn - 12.07.1977, Qupperneq 15
Þriöjudagur 12. júli 1977 15 : -----------.n;- i Siglingar . ^ Jökulfellfór f gær frá Reykja- vfk til Gloucester og Halifax. Disarfellfór i gær frá Svend- borg til Osló og Gautaborgar. Helgafell fór 10. J>.m. frá Reyöarfiröi til Lúbeck og Svendb. Mælifell er i Ventspils. Fer þaöan til Gdynia. Skaftafell losar i Borgarnesi. Hvassafellfór I gær frá Ham- borg til Rotterdam, Antwerp og Hull. Stapafell fór 1 gær frá Hval- firöi til Dunkerque og Rotter- dam. Litlafeil er f Reykjavik Elisabeth Hentzer losar á Homafiröi Nornews Express lestar i Dublin hljóðvarp Þriðjudagur 12. júli 7.00 M o r g u n li t v a r p Veöurfregnir kl. 7.00,8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Kristján Jónsson endar ævintýriö um „Ugluna Raoul” eftir Jay Williams i þýöingu Magneu Matthiasdóttur. Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Vinaroktettinn leikur Tvöfaldan strengjakvartett I e-moll op. 87 eftir Louis Spohr. Maria Littauer og Sinfóniuhijómsveitin i Hamborg leika Planókon- sertnr. 1 iC-dúr, op. 11 eftir Carl Maria von Weber: Siegfried Köhler stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 M iöde gis s a gan : 15.00 Miðdegistónleikar Suisse 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Sagan: „ÍJllabeUa” eftir Mariku StiernstedtSteinunn Bjarman les þýðingu sina (6) 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Um þýzka heim- spekinginn Friedrich NietzscheGunnar Dal flytur annaö erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksinsSverrir Sverrisson kynnir. 21.00 íþróttir Hermann Gunnarsson sér um þáttinn 21.15 Lifsgildi: — fimmti þáttur. Geir Vilhjálmsson sálfræöingur fjallar aftur um gildismat i tengslum viö uppbyggingu atvinnulifs og framtið islenzkrar menn- ingar. Nokkrir menn veröa teknir tali. 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir. - Kvöldsagan: „Sagan af San Michele” eftir Axel Munthe Haraldur Sigurösson og Karl lsfeld þýddu. Þrfr'ar- inn Guönason les (9). 22.40 Harmonikulög Myron Floren leikur. 23.00 A hljóðbergi „Nirfillinn”, leikrit eftir Moliére: — fyrri hluti. Meö helztu hlutverk fara Robert , Symonde, Lloyd Battiste, Blythe Danner, David Birney og Princilla Pointer. Leikstjóri: Jules Irving. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. framhaídsságan framlialdssagan framhaldssagan framhaldssagan OFAUKIÐ eftir Louis Merlyn — Larry var þeirrar skoðunar, svaraði Hiller. Hann brosti vingjarnlega til Milans. — Þú þekkir Silone jaf nvel og ég, Milan. Hann virtist allt í einu vera á verði. — Kom hann með nokkrar sannarnir? — Ekki til mín. Hiller brosti enn. Þá erum við jafnnær, hugsaði Milan. Fran hafði líka svarað svona. Hann sagði: — Heldurðu að Fran eigi skilið að verða hengd fyrir að drepa Neilson? Nú var greinilegt að Hiller gætti sín. Hann lyfti sígar- ettunni hægt uppað munninum og leit beint á Milan yfir hana. — Nei, ég sagði lögreglunni hvað ég sá, en ég ætla heldur ekki áð segja meira en það. — Það nægði, sagði Milan. Hiller tók sígarettuna f rá munninum og sló af henni. — Mér hefur skilizt að hún hafi haldið að byssan væri aðeins fyrir laus skot. Ef hún getur sannað það.... — Þá verður hún líka að sanna, hver skipti um byssur. — Það gæti aðeins karlmaður hafa gert, sagði Hiller. Milan ræskti sig. Þetta lá allt ofljóst fyrir. Meira að segja Ogle mundi brátt komast að því. — Líkaði þér við Fran? — Já, og svo er ennþá. — Ertu ástfanginn af henni? Bros Hillers fór í taugarnar á Milan. — Ekki nægilega til að myrða keppinauta mína. Ég veit hverjar tilfinningar hennar eru til karlmanna. Nema auðvitað Silones. — Saga þín er sem sagt alveg platónsk, sagði Milan. Honum fannst hann þurfa að verja Silone. Þegar hann horfði á Hiller, óskaði hann þess að hann gæti funið nógu góða ástæðu til að skella sökinni á hann. Hvernig hann bjó, hvernig hann kom f ram. Allt þetta fór í taugarnar á Milan og hann þóttist viss um, hvar Pug Whiting fengi beztu slúðurfréttirnar sínar. — Fran Riley átti viðurstyggilega bernsku, sagði Milan. — Pabbi hennar myrti einhvern náunga, sem notaði merktspil. Þegar þeir hengdu hann svo, tók Silone Fran að sér. Þá var hún tólf ára. Silone hafði reyndar alið hana upp fram að því, þar sem karlinn var alltaf á önum um landið. — Þú þarft ekki að reyna að koma tárunum út á mér, sagði Hiller. — Fran hefur sagt mér þetta allt. — Vissi Neilson það líka? — Já, hún hélt því aldrei leyndu. Hann kærði sig kollóttan. Jafnvel þegar hún gaf hann upp á bátinn, breyttust sjónarmið hans gagnvart henni ekki. Það er eitthvað við Fran, sem slær karlmenn út. — Áttu við að þeir vilji hjálpa henni? — Nú, svo það er þess vegna, sem þú ert hingað kominn? — Ég kom til að fá upplýsingar um Neilson, sagði Milan óþolinmóður.— En e^ er ráðinn til að ginna hana. Ég ætla iíka að reyna það. Hiller hló eins og hann vissi að Milan lygi. — Ef þú gerir það....þá, ef ég get hjálpað, Milan.... — Auðvitað, sagði Milan. — Þú færð þínar prósentur. Hiller roðnaði. Milan brosti kuldalega til hans. Þetta hafði hitt í mark og Hiller bar auðsjáanlega réttar til- finningar til Fran. Þannig var líka hægt að komast að hlutunum. ^Ailan kærði sig kollóttan um þótt hann félli í áliti hjá Hiller fyrir þessa athugasemd. Ég ætti að slá þig niður og fleygja þér út, sagði Hiller. Þú gætir það ekki, svaraði Milan — Ég skal fara, þegar ég hef fengið þau svör sem mig vantar. Milan sá hvernig reiði Hillers hvarf. Honum datt í hug, að Hiller væri alveg jafn ákafur að komást að því hvað hann vissi mikið, og hann sjálfur var að fá svör Hillers. — Ég get sagt þér alit sem ég veit, sagði Hiller andar- tatci sfðar.1' Hvað var Neilson djúpt niðri? — Alveg á botninum. — Skuldaði hann einhverjum eitthvað? — Silone sagði að hann skuldaði sér f immtán þúsund. Ég hélt að hann hefði borgað það. — Hvað um Kane? — Veit það ekki, svaraði Hiller. Ég starfa bara fyrir Kane. Hann segir mér ekkert. — Hefur þú nokkurn tíma lánað Neilson peninga? Hiller gretti sig. — Minn vandi er nógur, þó að ég sé ekki að lána alræmdum f járhættuspilara peninga. Og það lélegum. — Nú, var hann lélegur líka? — Hann trúði á heppnina, útskýrði Hiller. — Hann hélt að meðaltalsreglan verndaði hann. — Max Kane hefði átt að kenna honum að vera ekki svo barnalegur. — Ég færði Kane heppni. — Af því hann borgar þér þannig, sagði Milan. Hiller viðurkenndi það og Milan sagði: — Ef hann skuldaði Silone fimmtán þúsund, þá gæti hann hafa skuldað Kane mun rneira. — Ef til vill gerði hann það, samþykkti Hiller. Honum virtist standa á sama. Milan stóð upp og gekk yfir að glugganum og síðan aftur aðsófanum. Skyndilega leit hann á Hiller. — Hvers vegna skaut Fran hann? Hiller hallaði undir flatt, með spurnarsvip. — Það ert þú sem ert leynilögreglan, Milan. Ég held að hún hafi verið afbrýðissöm gagnvart Polly. — Þú sagðir áðan, að hún hefði ekki haft minnsta áhuga á honum lengur. — Konur gera undarlegustu hluti, sagði Hiller. — Var Neilson reiður yfir að Silone skyldi stöðugt ganga eftir þessum fimmtán þúsundum? — Honum var ekkert um það, svaraði Hiller. Hann var órólegur. Milan vissi að hann var orðinn leiður á þessu, en vildi ekki fara bara til að þóknast honurm — Kannski reyndi Neilson einhverja löglegá aðferð til að komast hjá því að borga? — Er nokkur lögleg aðferð nógu áhrifamikil til þess að Fran vildi skjóta hann? Þessu gat Milan ekki svarað. Hann settist aftur. Óþolinmæði hans fór vaxandi, af því hann sá Nilson eins og hann hafði verið, en fann þó ekkertsem skýrði hegðan Fran. Hann stóð upp aftur. — Allt í lagi, Hiller. — Ef Fran þarfnast hjálpar, þá láttu mig vita. Þegar hljóðið í bíl Milans var dáið út í f jarska, hringdi Hiller til klúbbs Silones. Nat svaraði sjálfur. — Þetta er Hiller. Hef urðu sagt Milan f rá áætlun Neil- sons? — Nei. — Gerir Fran það? Silone hikaði andartak, nógu lengi til þess að Hiller brosti breitt. — Ég skil ekki, hvernig hún getur það, svaraði Silone.— Þó að hann finni hana, efast ég um að hún geri það. — Ég vildi bara vita, hvað ég ætti að segja honum og yfir hverju ég ætti að þegja, útskýrði Hiller. Hann sleit sambandinu og hringdi aftur. — Lof ið mér að tala við Max Kane, sagði hann. „Þeim kemur miklu betur saman siöan þeir fóru aö fá sér eftirmiödagsblund saman.” DENNl DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.