Tíminn - 12.07.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 12.07.1977, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 12. júli 1977 17 Fátækt fólk — athugasemd Kápuauglýsing á bókinni „Fátækt fólk” eftir Tryggva Emilsson endar á þessum orBum: ,,Fáar bækur munu betur til þess fallnar aö miöla raunsærri og ófegraöri mynd af lifsháttum i upphafi þessarar aldar. Fraáagnargáfa höfundar er ein- stæö og bókin fulltrúi hins besta i alþýölegri, islenskri frásagnar- list.” Ég keypti þessa bók og vænti mér ánægju af lestri hennar þar sem ég þekki til fólks og staö- hátta, sem bókin fjallar um. En égvarö fyrir vonbrigöum, þvi svo vlöa er réttu máli hallaö og sagt alrangt frá. Þar sem bókin hefur vakiö mikla athygli og um hana hafa veriö skrifaöir lofsamlegir ritdómarog höfundur hefur veriö 1 viötalsþætti i útvarpi vegna bók- arinnar, hann hefur einnig veriö heiöraöur af verklýössamtökun- um og fengiö þaöan álitlega f jár- upphæö vegna þessararbókar, þá getég ekkistillt mig um aö benda á örfá atriöi af þeim mörgu, sem ég veit aö höfundurinn fer ekki rétt meö. Ég minnist hins forn- kveöna: „Hafa skal heldur þaö sem sannara reynist”. Mér fellur illa aö sagt sé rangt frá okkar samtiö og samtiöar- mönnum og þvi fremur sem þaö er gert á miöur skemmtilegan hátt. Ég hef aldrei kynnzt Tryggva pesónulega og á engar sakir viö hann, og þó ég segi eitt- hvaö um hann og þaö sem honum viökemur og kann aö mislika, þá hlýtur hann aö þola þaö, ekki hlifisamari en hann hefur veriö viö aöra. Ég byrja þar sem Tryggvi fer aö Drafiastööum. Sjálfsagt hefur ekki veriö gott fyrir drenginn aö hafast við milli klyfjanna á leið- inni fram Eyjafjörö, en sennilega hefur Kristján ráöiö hann I þess- ari ferö og þvi ekki haft lausan hestmeö handa honum. Talsvert mun vegalengdin fram i Drafla- staöi vera ýkt. Ég tók eftir þvi aö fyrsta næringin, sem hann fékk á Draflastööum, var gulur drafli, sem hann slafraöi i sig vegna hungurs. Þaö vitum viö sem alin vorum upp á þessum tima, aö drafli var meö þvi bezta sem framleitt var úr mjólk. — Auövit- að var drafli gulur þar sem mjólkin var seydd og sér i lagi þegar þetta var i gróindunum. Drafli var mesti kostamatur. Þó má vera aö drengur, nýlega kom- inn Ur Reykjavik, óvanur öllu i sveit, hafiekkihaft geö á honum. Sjálfsagt hefur honum brugöiö viö margt. Óyndi, istööuleysi og sjálfsmeöaumkun hafa þjáö hann og gert honum lifið leitt og erfitt. Útfrá þessu sjónarmiöi er svo öll frásögnin máluö dökkum litum. Ég hef umsagnir eldri Eyfiröinga sem ekki kannast viö lýsingu Tryggva á þessu heimili, og heimasætan, hún Guörún, sem versta lýsingu fær, var mesta myndar- og sæmdarkona. Svo fer Tryggvi aö strjúka og faöir hans sækir hann og flytur hann heim til sin á Eyrina, en ekki viröist hagurinn batna mikiö viö aö koma i kjallararæksnið, sem sjálfsagt tel ég aö taka þá lýsingu ekki of bókstaflega. Búskaparhugurinn gripur Emil og hann tekur Bakkasel á leigu og fær sér nýja bústýru, Pálinu Magnúsdóttur, „ættaöa af Langanesi”, segir höfundur, en hvaðan hefur hann þaö? — Ég þekkti Pálinu og veit um ætt hennar. Móöir hennar hét Sigriö- urog var ættuö úr Skagafjaröar- dölum, af Skatastaöaætt. Faöir Pálinu var frá Syöri-Bægisá I öxnadal. Þá stendur I bókinni: „Emilia var Pálinu eina barn” En Pálina átti þrjú önnur börn, sem ölleru á lifi enn, komin á efri ár og eiga afkomendur. Hvers vegna lætur Tryggvi svona vit- leysu frá sér fara? En svo ég haldi áfram meö þáttinn af Emiliu, sem er mjög fallega skrifaöur út af fyrir sig, þótt dimmir skuggar séu á bak við frásögnina. Þá vik ég aö þvi þegar Emil kemur meö barniö heim frá skirninni I Bægis- árkirkju, þá er þvl holaö niöur i rúmbæliö hjá Tryggva. Guðnýju er ekkert um barniö gefiö og vill sem minnst skipta sér af þvi, stingur aöeins upp i þaö dúsunni þegar mest þurfti meö. Þaö kem- ur þvi I Tryggva hlut aö annast það. Emilia vex lftiö vegna mjdlkurleysis og illrar að búöar, og þegar liöa tekur aö jól- um fer henni aö hraka verulega. Aö aflíöandi miöjum vetri fer Emil, eftir itrekaöar áskoranir, i póstsslóöina til aö leita læknis. Hann er ekkert aö flýta sér, en skreppur um leið fram i Eyja- fjörð, og þegar 'hann kemur heim meö dropana frá Gook, er barniö dáiö, en úr hverju? „Magakvef”, segir höfundur að standi i kirkju- bókinni. 1 sambandi viö skdlagöngu Tryggva aö Þverá, dettur mér i hug þaö sem áöur segir um hve ósegjanlega mikiö Emil hafi langaö til aö læra, þegar hann var ungur. Ætli hann hafi veriö búinn aö gleyma þvi þegar hann sótti um konungsleyfi til aö flýta ferm- ingu Tryggva, svo hann þyrfti ekki aö hafa hann nema þessar sex vikur I skóla. Þá vik ég aö fermingardegin- um. Ef sú lýsing á aö tákna heildarmynd af fermingardögum barna á þessum tima, þá er lýs- ingin i mesta máta fráleit. þvi aldrei hef ég heyrt getiö um aö fermingarbarn hafi verið sent eitt sins liös og svona illa búiö til fermingar. Hvers vegna fór Emil ekki meö syni sinum til ferm- ingarinnar eins og allir reglulegir feður geröu? Þótt hann heföi varöstööu á heiöinni fyrir sjálfan sig og aöra óxndæli, þá veit ég aö einhver annar úr dalnum heföi faigist til aö fara á heiöina þenn- an dag og taliö þaö sjálfsagt þeg- ar svona stóö á. Hvers konar f aöir var Emil? Eitt atriöi i frásögn höfundar af fermingardeginum vil ég taka til sérstakrar athugunar, þvi þaö sýnir hvelétthanná meö aö gripa til skáldskaparins. Hann segir aö presturinn hafi látiö börnin lesa upp úr barnalærdómnum I ferm- ingarathöfninni, og hann tilgrein- ir hina óskiljanlegu sálma sem hann læröi á Draflastööum og segist hafa lesiö. Nú vill svo til aö séra Theódór fermdi mig árí fyrr á Bægisá og ekki lét hann mig eöa min fermingarsystkini lesa úr fermingarlærdómnum á ferm- ingardaginn. Ég var oft viö ferm- ingar hjá séra Theodóri og man aldrei eftir aö hann léti börnin lesa eða spyröi þau viö ferm- ingar. Ég hef fært þetta I tal viö fleiri á minu reki tU aö ganga úr skugga um aö ég muni þetta rétt, og ekki muna fermingarsystur Tryggva eftir þvi aö þau ferm- ingarbörn væru látin lesa þennan dag (Bjarni er dáinn). Ég veit aö þessi frásögn, þótt fallega sé orö- uö, er ósönn. Ég veit aö börnin voru fyrir eina tið látin lesa viö fermingar, en sú tiö var liöinþeg- ar þessar fermingar fóru fram. Voriö 1916 er mesta snjóavor sem ég man eftir. öxndælir ráku þá fé sitt vestur á vestanveröa Oxnadalsheiöi, i Skógahliö, mig minnir frá fjórum bæjum. Emil rekur sinar ær 27. april, sam- kvæmt frásögn höfundar, þá aö sjálfsögðu mikiö til heylaus. Þetta finnstmér dálitiö torskiliö, þegar ég athuga ásetninginn frá haustinu áöur: Eitt hundraö hest- ar af góðu útheyi handa 35 ám og einum hesti var mjög góöur ásetningur og þaö fóöur átti aö geta enztlangtfram á vor. Þá eru til 60 hestar af tööu handa þrem geitum — á öðrum staö segir: handa nokkrum geitum — og pósthestunum, ekki litiö hey og þaö þótt pósthestarnir væru þurftarfrekir. Einhvers staöar er skekkja i dæminu. Svo eru þaö óendanlegar ýkjur, þó að vont væri, aö nokkurs staöar 1 öxnadal væri jarölaustfram i júnilok enda heföu öxndæiir ekki smalaö fénu af heiöinni og fariö meö lambféö noröur seint i júni heföi snjór- inn ekki veriö tekinn upp. Nú grip ég niður i bókina þar sem segir frá snjóflóöinu á Geir- hildargöröum, en sá atburöur mun hafa gerst þegar Tryggvi var á Gili: „Litla stúlkan sem stóö uppi á boröinu hét Helga, bóndinn Kristján” o.s.frv. — Furöuleg frásögn þaö. Þaö sanna er aö þá bjuggu Jón Baldvinsson og Guörún Hallgrimsdóttir á Geirhildargöröum, en litla stúlk- an, dóttir þeirra, hét Þorbjörg. Jón er dáinn fyrir mörgum árum, Guörún er á elliheimilinu á Akur- eyri, en Þorbjörg er húsmóöir á áJiureyri. Þaö er ekkert einsdæmi að vit- laust sé fariö meö nöfn I bókinni, t.d. hét maðurinn, sem bauö Tryggva inn á Bakka á fermingardaginn Þór en ekki Þórir, kona Sigvalda á Rauöalæk hét Guörún en ekki Guölaug. Þá er rétt aö bæta þvi viö aö snjóflóöiö braut bæinn á Geirhild- argörðum furöulitiö niöur, en töluveröur snjór komst inn um glugga sem brotnuðu. Þá heföi veriö betra fyrir Tryggva aö minnast ekki á trippamáliö, svo mikiö er þar málum blandað og vil ég benda mönnum á aö lesa heldur þaö sem annars staöar hefur veriö um þaö mál ritaö, t.d. i öldin sem leiö 1871. Ég held aö þaö sé óhætt aö slá þvi föstu, aö i Trippaskálina hefur Tryggvi aldrei komiö. Sagnir höfundar um drauga og forynjur eru 'íuröulegar og þeim trúi ég ekki, aörir ráöa hvaö þeir gera. Þá vik ég aö atburöinum, þegar Jónas I Bakkaseli kom úr kaup- staöarferðinni og bar klyfjarnar yfir öxnadalsá. — óliklegt er aö Jónas hafi fariö fimm ferðir til aö bera tvær klyfjar. Svo er það vegalengdin frá ánni undan Varmavatnshólum aö Bakkaseli. Höfundur segir hana vera sex tima lestagang, en hún mun ekki vera meira en 3-4 km enda var Jónas ekki kominn aö ánni fyrr en dimmt var oröið, en er þó kominn heim þegar liöur á vöku. Viöar mun valt aö treysta aö rétt sé far- iö meö vegalengdir, t .d. mun vera hálftima gangur milli gamla Bakkasels og Gils. Beriö þaö saman viö þaö sem Tryggvi talar um mjólkurferöir sinar að Gili. Siðar er þaö svaröarburöurinn heim aö Gili. Annars hefur þaö veriö meiri molbúahátturinn aö bera svöröinn á bakinu þar sem hestur var til á heimilinu. Þó þaö sé ef til vill einhver fótur fyrir frásögnunum af Jóni Sigur- björnssyni I Fagranesi, þá skyldi enginn efa aö þær eru ákaflega ýktar. Stefán Bergsson hreppstjóri, sem höfundur segir aö hafi andað til sin köldum gusti, var vel met- inn meöal öxndælinga. Þá segirfrá visu sem Emil orti um nágranna sina. Þá visu hef ég lengi kunnaö og alltaf fundist hún ómakleg. Hvaö sem ööru liöur held ég aö Emil heföi ekki átt aö yrkja skæting um Gloppufólk, sem ól son hans upp — aö likind- um —fyrir litla eöa enga borgun. Mér hefur alltaf fundizt — og finnst ekki siöur nú — aö visan heföi veriö nær sönnu, ef einu oröi 1 fyrstu hendingu heföi veriö breytt og hún þá oröiö þannig: Ég er sóöi á eina hlíö.... Ég læt hér staöar numiö, hef drepiö á nokkur atriöi i sem fæst- um oröum til aö leiðrétta nokkrar ósannar frásagnir 1 bókinni, þó eitthvaö væri fleira hægt aö tina til En þetta nægir sem ábending til fólks um aö taka ekki frásagnir bókarinnar og lýsingar á mönn- um og málefnum sem raunsann- ar. Og höfundinum vil ég ráö- leggja aö gefa ekki út fleiri bækur meö svona ósönnum og villandi frásögnum, en snúa sér þá heldur aö skáldskapargerö, þvi þar get- ur hann látiö gamminn geisa og Blaöinu barst þessi grein fyrirnokkru og biöst velvirö- ingar á þvi aö tafizt hefur aö hún birtist. Þaö er ekki aö undra aösittsýnist hverjum um ýmis atriöi i sjálfsævi- sögu Tryggva Emilssonar, og er sjálfsagt aö þaö komi fram. Hinser þó rétt aö geta, aö Tryggvi gekk ekki frá bók sinni sem sagnariti, heldur sem ævisögu sinni. Hann lýs- ir þar dögum sinum eins og þeir koma honum 'sjálfum fyrir sjónir, eins og venju- iegast er i sjálfsævisögum og mun seint geta oröiö á annan hátt. Um frásagnarhæfileika hans þarf ekki aö fjölyröa, en heiöarleiki hans verður i sjáifu sér ekki dreginn I efa af þvi einu aö aörir hafi aöra sögu aö segja, þvi aö aldrei er sama sinniö hjá tveim. JS þar mundu frásagnarhæfileikar . hans njóta sin. Skrifað 29. april 1977. Steindór Pálmason frá Garðshorni. E.S. Eftir aö ég haföi gengiö frá þess- ari grein komu mótmæli gegn frásögn Tryggva um Drafla- staöaheimiliö frá nokkrum Eyfiröingum sem þekktu þar vel til. Þau birtust i Degisem kom út 4. mai sl. og siöar i fleiri blööum. Þessar greinar viröast hafa verið samdar um likt leyti, án þess aö höfundur annarrar vissi um um hina. Mér finnst þessar greinar geti stutt hvor aðra og sannaö mönnum óumdeilanlega hversu fráleitt þaö er aö taka bókina „Fátækt fólk” sem einhverja sagnfræöi. — S.P. Leikrit vikuimar Fimmtudaginn 14. júli kl. 20.25 verður flutt leikritiö „Heimilis- faöirinn” eftir Peter Albrechtsen. Þýðinguna geröi Torfey Steins- dóttir, en Klemenz Jónsson er leikstjóri. Leikendur eru Gisli Halldórsson, Nina Sveinsdóttir, Sigriöur Hagalin, Lilja Þórisdótt- ir, Randver Þorláksson, Guörún Stephensen og Guömundur Páls- son. Leikritiö segir frá fjölskyldu, sem hefur mun meiri áhuga á knattspyrnugetraunum en vinn- unni. Einkum er þaö amma gamla, sem lifir og hrærist i heimi veömálanna. Ekki er hún heldur frábitin fjárhættuspili og ööru þvi, sem henni vinnst eitt- hvert „púöur” i. Ýmis vandamál steöja aö heimilinu, og sent er eft- ir felagsráögjafa til aö reyna aö bjarga þvi sem bjargaö veröur. Peter Albrechtsen er fæddur áriö 1924 og vinnur viö stórt oliu- fyrirtæki i Kaupmannahöfn, en notar tómstundirnar til aö skrifa leikrit. Hann sækir efniö vana- lega I lif danskrar millistéttar, dregur fram þaö smáborgara- lega, en reynir aö foröast þaö sem veldur óþægindum. 1 „Heimilis- fööurnum” slær hann á létta strengi og skapar skemmtilegar og eftirminnilegar persónur, einkum ömmuna, sem „slær öll met”. útvarpiö hefur áöur flutt eftir hann „Rasmussen og timans rás” 1972. Til söiu frambyggður rðssa- jeppi árgerð 74 ekínn 44 þúsund km. með sætum og gluggum, toppgrind og stereo út- varpi, volgu vél. Opið kl. 7-11 e.h. Bílasala Selfoss, sími 99-1416. Hringið - og við sendum blaðið um leið >••••••••« •••••••••••• Í AuglýsidT i Tímanum .♦•••••••••••• Lokað vegna sumarleyfa GM-bílaverkstæðið verður lokað 18. júlí til 15. dgúst (bdðir dagar meðtaldir) vegna sumarleyfa. Varahlutaverzlunin verður opin á þessum tíma eins og venjulega. SAMBANDIÐ VÉLADEILD ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ HÖFÐABAKKA 9. Simar Verkst.: 85539 Verzl:84245-84710

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.