Tíminn - 12.07.1977, Page 21

Tíminn - 12.07.1977, Page 21
Þriöjudagur 12. júli 1977 21 Þrumufleygur frá Ásgeiri Ásgeir Sigurvinsson opnaði markareikning Standard Liege i „TOTO//-bikarkeppninni, þegar hann skoraði glæsilegt mark gegn ísraelska liðinu Maccabi í Israel. Ásgeir opnaði leikinn með þrumuskoti af 20 m færi — knötturinn hafnaði uppi undir þverslá marks Maccabi, algjörlega óverjandi fyrir ísraelska markvörðinn. —Viö náöum mjög goöum leik i Tel Aviv og tryggðum okkur sigur 2:0, sagöi Asgeir Sigurvinsson i stuttu spjalli viö Timann. Asgeir sagði að Standard Liege hefði leikið um helgina gegn v- þýzka liðinu Duisburg og gert jafntefli (0:0) i Liege. — Ég er mjög bjartsýnn á að Standard Liege verði gott i vetur — liðiö hefur náð mjög góðum leikjum gegn Maccabi og Duisburg, sem lofa góðu. Það leika nú tveir nýir menn með liðinu, og falla þeir vel inn i spilið. Það er Ungverjinn Visneyid, sem Standard keypti frá Lieres, og V-Þjóðverjinn Mickhall. Ásgeir leikur ekki með gegn Svíum — Sg get ekki komizt heim til að leika landsleikinn gegn Svium, þar sem við tökum þátt I hrað- keppni i Lille i Frakklandi 18.-21. júli. Þar keppum við i móti með Eindhoven frá Hollandi og frönsku liðunum Nantes og Kens. — Alagið er mikið hjá okkur, en það er gaman aö þessu og ég hef trú a þvi að við náum upp sterku liði fvrir næsta keppnistimabil. Standard Liege fer i keppnis- feröalag til Júgóslaviu i byrjun ágúst, þar sem viö leikum gegn Hadjuk Split og Zagreb. „Mætum Tékkum í UEFA" — Nú takiö þiö þátt i UEFA- bikarkeppninni? — Já, við mætum tékkneska lið- inu Slavia Prag og leikum heima- leikinn á undan. Við erum bjart- sýnir á að komast áfram i keppn- inni, en við gerum okkur þó grein kom Standard Liege á bragðið i „TOTO” -bikarkeppn inni fyrir, að Tékkarnir veröa erfiöir andstæðingar, sagði Asgeir að lokum. —SOS 'Ásgeir — leikur ekki með gegn Svium á Laugardals- vellinum. Brian Clough — áfram hjá Forest — Ég hef mikla trú a Forest, þess vegna held ég áfram hjá félaginu, sagöi Brian Clough, framkvæmdastjóri Notting- ham Forest, sem hefur skrifaö undir 5 ára samning hjá félaginu. TOMMY DOCHERTY, fyrrum framkvæmdastjóri Manchester United, mun ekki taka viö Derby-liöinu. For- ráöamenn Derby gáfu þessa yfirlýsingu út um helgina. Arsenal hefur selt Wilf Rostron til Sunderland á 30 þús. pund. Tveir reknir af leikvelli — þegar Þróttur frá Reykjavík vann góðan sigur(2:l) yfir KA á Akureyri Þróttarar frá Reykjavlk báru KA-inga ofurliöi, þegar þeir leiddu saman hesta sína á Akur- eyri— viöureign þeirra lauk meö öruggum sigri Reykjavikurliös- ins, sem hefur tekiö stefnuna á 1. deildina. Þróttarar, sem voru mjög llflegir á Akureyri, réöu gangi leiksins frá upphafi — og var sigur þeirra aldrei I hættu gegn slöku KA-liöi. Þróttarar fengu óskabyrjun, þegar Halldór Arasonskoraðiá 6. min. eftir að Guöbergur Ellerts- son hafði varið mjög vel — hann missti knöttinn frá sér, þar sem Halldór var og átti hann ekki i vandræðum meö að senda knött- inn i netið. Þróttarar bættu siöan öðru marki við á 70. min. og var það Þorgeir Þorgeirsson.sem var þar að verki með góðu skoti. KA liöið minnkaði muninn á 88. min., þegar óskar Ingimundar- son, náöi að koma knettinum i netið hjá Þrótturum eftir auka- spyrnu frá Guðjóni Haröarsyni. Guðjón fékk stuttu siöar að sjá rauða spjaldið hjá góöum dómara leiksins, Arnþóri Óskarssyni, sem visaði honum og Þróttaranum ÞorgeiriÞorgeirssyni af leikvelli, eftir aö þeim haföi lent saman. Guðjón byrjaöi átökin — lét skap- ið hlaupa með sig i gönur. 5 leikir voru leiknir i 2. deildar- keppninni um helgina og urðu úr- slit þeirra þessi: KA — Þróttur...............1:2 Armann —Reynir A...........4:1 Haukar — Iteynir S ...1:1 Þróttur N. — ísafjörður ... ...1:3 Völsungur — Selfoss ... 1:1 ■ ** í' EGILL STEINÞóRSSON...sést hér brjótast I gegnum Reynisvörnina og siöan skoraöi hann örugglega 2:0. Egill skoraöi „Hat-trick” — þrjú mörk I leiknum. (Tlmamynd Gunnar) Egill Steinþórsson, handknatt- leiksmarkvöröur úr Armanni, var hetja Armannsliðsins, sem vann stórsigur á Árskógs- strandarliðinu. Egill skoraði „Hat-trick” — þrjú mörk, en Smári Jósepsson skoraði fjóröa mark Armanns. Magnús Jóna- tansson skoraöi mark Reynis — úr vitaspyrnu. Haukar töpuðu dýrmætu stigi til Reynis frá Sandgerði á Kapla- krikavellinum. ólafur Jóhannes- son skoraði jöfnunarmark (1:1) Hauka úr umdeildri vitaspyrnu rétt fyrir leikslok, en Ari Arason skoraði mark Reynis. Völsungar frá Húsavik máttu sjá á eftir öðru stiginu til Selfyss- inga, þegar þeir mættust á HUsa- vlk. Hermann Jónasson skoraði mark Völsunga á fyrstu min. leiksins, en Selfyssingar jöfnuðu (1:1) á 15. min. og var það óskar Marelsson, sem skoraði mark þeirra. Isfiröingar tryggðu sér góöan sigur (3:1) I Neskaupstað, þar sem þeirléku gegnÞrótturum i 25 stiga hita. Bræöurnir Jónog örn- ólfur Oddsson skoruöu hvor sitt markið fyrir ísfirðinga, en þriöja mark þeirra var sjálfsmark —■ B j arni Jóhannsson. tsfirðinga skoruöu einnig sjálfsmark — Siguröur Friöjónsson. Isfirðingar léku oft mjög góða knaftspyrnu i Neskaupstaö og er greinilegt að þeir eru aö koma uppmeð mjög skemmtilegt liö. — SOS 2. deild Staöan er nú þessi i 2. deildar- keppninni i knattspyrnu: Þróttur R.......9 7 1 1 19:9 15 Ármann..........9 6 1 2 18:6 13 Haukar..........9 4 5 0 14:5 13 K.A.............9 6 1 2 19:12 13 ísafjörður......9 4 2 3 11:11 10 ReynirS.........9 3 2 4 13:7 8 Selfoss.........9 2 2 5 7:13 6 Völsungur.......9 2 2 5 8:12 6 Þróttur N ......9 1 3 5 8:17 5 Reynir A........9 0 1 8 6:21 1 sveinn leikur sinn 300 leik - með Valsliðinu, gegn Þór Bergsveinn Alfonsson, hinn kunni knattspyrnumaður Ur Val mun leika sinn 300. leik meö Valsliöinu I kvöid á Laugardais- vellinum, þegar Valsmenn mæta Þór i 16-liöa úrslitum bikarkeppninnar. Bergsveinn sem hefur veriö einn litrikasti ieikmaöur Vals undanfarin ár, hóf aö leika meö Valsliðinu aö- eins 16 ára gamali — 1963. Bergsveinn lék sinn fyrsta leik gegnKR-ingum á Melavell- inum I Reykjavikurmótinu 24. april 1963, og lauk þeim leik með sigri Vals, 1:0. Bergsveinn vakti mikla athygli strax þegar hann hóf að leika. Hann opnaði markareikning hjá Val, þegar hann skoraði mark með skalla gegn Þrótti i Reykjavikurmót- inu, og þegar Valsmenn léku aftur gegn KR-ingum I mótinu, skoraöi Bergsveinn, sem lék þá sem útherji, 2 mörk og Valur vann þann leik, 3:1. Sitt fyrsta mark i 1. deildar- keppninni skoraði Bergsveinn gegn KR-ingum á Laugardals- vellinum 1963, þegar Valsmenn unnu góöan sigur (3:0) gegn Vesturbæjarliðinu. Bergsveinn Alfonsson mun vera fyrsti Islenzki knatt- spyrnumaöurinn, sem nær þvi aðleika 300 leiki fyrir félag sitt. Annar leikur verður leikinn i 16-liða úrslitunum I kvöld og mætast þá Reynir frá Arskógs- strönd og Eyjamenn fyrir norö- an. —SOS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.