Tíminn - 04.08.1977, Side 6

Tíminn - 04.08.1977, Side 6
6 Fimmtudagur 4. ágúst 1977 Hrukkulaus og 87 ára gömul Rose Kennedy, móðir Kennedyanna, hefur nóg að gera við að halda uppi heiðri Kennedy-fjölskyldunnar. Hún varð 87 ára 22. júli siðastliðinn, og er heldur farin að láta á sjá, sem sennilega er ekki nema von. Hver væri það ekki á þessum aldri. — Mamma er enn ung i anda, lifandi og lifs- glöð, segir sonur hennar öldungadeildar- þingmaðurinn Ted Kennedy. Konur á hennar aldri vilja helzt sitja inni i stofu og láta fara vel um sig. Hún fer á fætur kl. 6 á morgnana og lætur sig aldrei vanta við morgunmessuna. Hún gengur eina 10 kiló- metra dag hvern og syndir flesta daga. Einn af gömlum vinum fjölskyldunnar, Monseigneur Jeremiah O’Mahoney, sem hefur þekkt Kennedy-fólkið allt frá árinu 1928 segir, að Rose hugsi aldrei um áldur. — Hún er mjög trúuð, og tekur virkan þátt i kirkjustarfinu, og einnig kemur hún viða við i sambandi við störf góðgerðarstofn- ana og félaga. M.a. mun hún hafa verið upphafsmaður að Olympiuleikum fyrir fötluð börn, sem haldnir eru i Palm Beach. Rose vill að fólk lifi vinnusömu og gagn- legu lifi. Hún vill ekki, að fólk láti hrukk- urnar ná yfirhöndinni á andlitinu, og hvað haldið þið að hún geri til þess aðsvoverði ekki. Hún limir bönd á andlit sitt, og geng- ur með þessi limbönd i nokkra klukkutima dag hvern. Þetta hlýtur að vera gott ráð, að minnsta kosti vita allir, sem þekkja Rose Kennedy, að hún er ekki með eina einustu hrukku, — eða næstum enga. Hún litur út i dag eins og hún hefði verið að verða 57 en ekki 87 ára. í spegli tímans Hvaö finnst! kemur nokkuð sem þú ekki veist! þér svona sniðugt'í#í ' Ef þessum ■ i tveim gislum j verður ekki , sleppt, þá ] verður þú hengdur i |: íúhæsta gálga! morgun: Hvers vegna?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.