Tíminn - 04.08.1977, Síða 9
Fimmtudagur 4. ágúst 1977
9
WlÍíÉMÍI
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu við Lindar-
götu, slmar 18300 — 18306. Skrifstofur í Sfðumúia 15 sími
86300. Verð i lausasölu kl. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300.00
á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Glistrup
Um næstu mánaðamót er væntanlegur dómur i
máli þvi, sem dönsk skattayfirvöld hafa höfðað
gegn Mogens Glistrup, sem er stofnandi og aðal-
foringi annars stærsta stjórnmálaflokksins i
Danmörku. Það, sem Mogens Glistrup er ákærð-
ur fyrir er einkum það, að hann hafi stofnað ekki
færri en 2716 hlutafélög i þeim tilgangi einum að
sniðganga skattalögin og hafi honum með þessu
tekizt að hafa samanlagt 6 millj. danskra króna
af rikinu i skatttekjum. Félög þessi voru aldrei til
nema á pappirnum, en þau voru látin skulda og
lána hvert öðru á vixl og mynduðust þannig
skuldir og vaxtagreiðslur, sem féll undir
frádráttarliði skattalaganna. Mogens Glistrup
hafði áður sýnt fram á, að þessi undanþágu-
ákvæði laganna væru röng og ósanngjörn,en þeg-
ar ekki var hlustað á hann, fór hann inn á þá
braut, að sanna það i verki. Hann telur sig ekki
hafa brotið lögin með framangreindum hætti,
heldur hafi hann aðeins verið að sanna hversu
fjarstæðukennd þau eru.
Rannsóknin i máli Glistrups hefur staðið mörg
ár, enda verið mjög umfangsmikil, eins og vel má
ráða af áðurgreindri tölu hlutafélaga, sem hann
hefur stofnað i umræddum tilgangi. Til hans leit-
aði lika slikur fjöldi skattgreiðenda, að lögfræði-
skrifstofa hans var hin stærsta i Danmörku. Þvi
er spáð, að það muni sennilega engin áhrif hafa á
gengi flokksins, þótt Glistrup fái þungan dóm.
Jafnvel geti það hjálpað honum, þvi að foringinn
verði þá gerður að pislarvætti.
Margir undrast yfir þvi, að fyrirbæri eins og
Glistrup og flokkur hans skuli geta þrifizt hjá
menntaðri og þroskaðri lýðræðisþjóð eins og
Danir vissulega eru. Til þess að átta sig á þessu
fyrirbæri, er ef til Vill ekki úr-vegi að rifja upp hið
fornkveðna að með lögum skal land byggja, en
með ólögum eyða. Glistrup hefur hlotið hið mikla
fylgi sitt sökum þess, að mörgum hefur fundizt
hann vera uppreisnarmaður gegn hreinum ólög-
um, þar sem voru m.a. hin ýmsu undanþágu-
ákvæði skattalaganna, sem hafa orðið þess vald-
andi, að skattborgarar með svipaðar tekjur og
aðstöðu hafa greitt mjög mismunandi skatta.
Með þessum ranglátu skattaákvæðum var búið
að skapa jarðveg fyrir ævintýramann eins og
Glistrup.
Skattalögin
Skattarnir, sem lagðir hafa verið á hérlendis i
ár, hafa ekki vakið svipaða gagnrýni og i fyrra.
Það stafar af þvi, að rikisstjórnin og verkalýðs-
hreyfingin urðu sammála um lækkun skattstig-
ans á þann hátt að bæta við nýju skattþrepi. En
óréttlætið helzt samt áfram. Enn sleppa menn
með háar tekjur að mestu eða öllu við tekjuskatt,
meðan menn með sambærilega aðstöðu greiða
hundruð þúsunda króna. Alþingi gafst upp við að
leiðrétta þetta i ár. Það er eitt af mikilvægustu
verkefnum, sem biður þess, að skattamálunum
verði komið i það horf, að þau skapi ekki jarðveg
fyrir Glistrupisma.
Góð skattalög þurfa i senn að vera einföld og
réttlát. Annars er hætta á, að menn fari að lita á
þau sem ólög. Það sýnir reynslan ótvirætt i Dan-
mörku.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Nýjar ágúst-tillögur
frá Anker Jörgensen
Hann veröur i Grænlandi meðan flokkarnir ræða þær
Anker Jörgensen
ANKER Jörgensen, for-
sætisráðherra Danmerkur,
dvelst nú i Grænlandi en
þangað fór hann flugleiðis
siðastl. mánudag. Aður en
hann fór að heiman, afhenti
hann þingflokkunum efna-
hagstilíögur rikisstjórnarinn-
ar, sem eiga að stuðla að þvi
jöfnum höndum, að draga úr
atvinnuleysinu og
viðskiptahallanum við útlönd.
Seint i þessum mánuði eða
skömmu eftir að Anker
Jörgensen kemur heim frá
Grænlandi, verður danska
þingið hvatt saman til auka-
fundar, þar sem þessar tillög-
ur verða lagðar fyrir það til
samþykktar eða synjunar.
Flokkarnir fá tima til að fjalla
um þær meðan forsætis-
ráðherrann er i Grænlandi.
Frekar eru taldar horfur á, að
tillögurnar verði samþykktar,
þar sem þær muni hljóta
stuðning hinna svonefndu
ágústflokka, en svo eru þeir
flokkar nefndir, sem stóðu að
efnahagsráöstöfunum þeim,
sem gerðar voru i ágúst I
fyrra. Þessir flokkar voru,
auk stjórnarflokksins, Radi-
kali flokkurinn, Kristilegi
flokkurinn og Miðdemókrata-
flokkurinn. Þeir höfðu þá ekki
meiri hluta á þingi, og fengu
til viðbótar stuðning Ihalds-
flokksins. Nú þurfa þessir
flokkar ekki á stuðningi hans
að halda, þvi að í þingkosning-
unum, sem fóru fram i febrú-
armánuði siðastl. fengu ágúst-
flokkarnir meirihluta á þingi.
Bæði sósialdemókratar og
miðdemókratar bættu fylgi sitt
og kom þvi ekki að sök, þótt
radikalir og kristilegir töpuðu.
Eftir kosningarnar sat minni-
hlutastjórn sósialdemókrata
áfram. Það sýndi sig i kosn-
ingunum, að Anker Jörgensen
er nú vinsælastur allra
danskra stjórnmálamanna og
mun enginn danskur stjórn-
málamaður hafa notið meiri
vinsælda siðan Stauning var
uppi.
TILLÖGUR þær, sem Anker
Jörgensen afhenti flokkunum
áður en hann hóf Grænlands-
förina, hafa enn ekki verið
birtar, nema að takmörkuðu
ley ti. Þó er vitað, að þær f jalla
um nýjar skattaálögur, sem
eiga að nema um átta
milljörðum danskra króna.
Tæpum þriðjungi þessara
nýju álaga, eða 2.5 milljarða,
verður aflað með skatti á alla
þá, sem hafa yfir 60 þús. kr.
árstekjur, og verður hann
lagður á aðeins' einu sinni, en
greiðist á þremur árum.
Aðrar fyrirhugaðar álögur
hafa ekki verið nákvæmlega
tilgreindar, svo að þær valdi
ekki hamstri, en sennilega
munu þær leggjast þyngst á
ýmsar innflutningsvörur.
Stjórnin hyggst þannig draga
úr innflutningi.
Þessum nýju álögum verður
varið til ráðstafana, sem eiga
að auka atvinnu næstu þrjú
árin. Aætlað er að hið opin-
bera leggi fram 8 milljarða i
þvi skyni, en einkafyrirtæki
muni leggja fram um 13
milljarða vegna þessara ráð-
stafana, svo að alls verði varið
um 21 milljaröi danskra króna
til þessara aðgerða næstu þrjú
árin. Talið er, að þessar ráð-
stafanir muni tryggja um 20
þús. mönnum atvinnu á um-
ræddum þremur árum. Að
nokkru leyti mun þessu fé
varib til að styrkja ýmsar at-
vinnugreinar, t.d. skipa-
smiðar. Þá verða styrktar
ýmsar framkvæmdir, sem
stuðla að sparnaði i orkunotk-
un, eins og t.d. viðgerðir á
húsum, sem draga úr upphit-
unarþörfum. Þá verður komið
ástrangara eftirlitimeð bilum
i þeim tilgangi, að þeir verði
nýttir betur, og þannig verði
dregið úr bilainnflutningi.
Reiknað er með að þetta
aukna eftirlit skapi 1500
manns atvinnu, m.a. vegna
aukinnarvinnuá verkstæðum.
Þá verður heilbrigðiseftirlitið
mjög aukið og fá nokkur
hundruð manna atvinnu við
það. Póstþjónusta veröur bætt
i sama tilgangi. Þá verður
aukin svokölluð heimilishjálp
og sérstakar starfsstúlkur
þjálfaðar i þeim tilgangi.
Siðast en ekki sizt verður svo
fjölgað námskeiðum eða ann-
arri kennslu fyrir atvinnuleys-
ingja, sem vilja nota timann
til að afla sér frekari mennt-
unar.Þá leggur stjórnin til, að
sett verði löggjöf um að draga
úr eftirvinnu og verði fleiri
mönnum tryggð atvinna á
þann hátt.
ÞAÐ, sem hér hefur verið
rakið, gefur nokkra hugmynd
um efni tillagnanna, en þær
eru margþættar og hafa enn
ekki verið birtar opinberlega,
nema að takmörkuðu leyti.
Anker Jörgensen gerir sér
vonir um, eins og áður segir,
að ágúst-flokkarnir fallist á
þærog það, sem þeir hafa látið
uppi um þær til þessa, hefur
verið heldur jákvætt. íhalds-
flokkurinn eða Vinstri flokk-
urinn hafa enn ekki látið neitt
uppi. Hins vegar hefur
Glistrup-flokkurinn tekið
ákveðna afstöðu gegn þeim.
Sama hafa kommúnistar og
vinstri sósialistar gert. Hins
vegar hafa undirtektir Sósial-
iska þjóðarflokksins verið
fremur jákvæðar,
Það hefur hlerazt, að Anker
Jörgensen geti hugsað sér að
efna til kosninga, ef tillögur
stjórnarinnar verða felldar.
Slíkt er þó ekki sennilegt. Að
visu benda skoðanakannanir
til, að sósialdemókratar
myndu bæta við sig, en hins
vegar gætu þeir flokkar, sem
nú standa einna næst þeim,
þurrkast út, en það eru Kristi-
legi flokkurinn, Radikali
flokkurinn og Sósialiski
þjóðarflokkurinn. Staðan á
þingi gæti þvi orðið sósial-
demókrötum óhagstæðari,
þrátt fyrir einhvern vinning.
Liklegast virðist þvi, að ágúst-
flokkarnir standi saman um
hinar nýju tillögur.
Þ.Þ.
i