Tíminn - 04.08.1977, Síða 11
Fimmtudagur 4. ágúst 1977
11
staðarins. Agætt er og til túnrækt-
ar viða á hjallanum við kaupstað-
inn. Húsin eru flest smá timbur-
hús og göturnar einkennilega
mjóar. Aðalgatan er við sjóinn.
Nú hfir risið þar veglegur barna-
skóli úr steini.
Upp af Norðfirði er fritt undir-
lendi: sameinast smáir fjalldalir
að grösugri sléttu við fjarðar-
botninn og eru þar margir bæir á
sléttunni. Þarna er prestssetriö
Skor-rastaður. Við Hellisfjörö og
Viðfjörð er og byggð. Höfðu
Norðmenn um tima hval
veiðastöð við Hellisfjörð. Víkur
eru enn inn i skagann sunnan við
Viðfjörð Þær heita Sandvik og
Barðsvikog er þar útræði nokkurt
ogsmdþorp. A skaganum er aust-
asti höfði landsins sem Gerpir
nefnist: þar er standberg i sjó og
burst á bergi. Allar þessar vikur
og byggðir sem nú eru nefndar
eru i sveit saman og heitir Norð-
fjarðarhreppur. Eru leiðir viða
illar bæja á milli, um háfjöll eða
skriður með sjónum. Ekki er
langur né erfiður fjallvegur frá
undirlendinu við Noríf jörð suður
til Eskifjarðar og mætti gera bil-
veg og væri þá Neskaupstaður
kominn i sambandi við vegakerfi
Austurlands.
Norðfjörður núna
Við ókum grösugan dal.
Iðgræn tún i Norðfirði, þvi þar
er sveit i fjarðarbotninum.
Sagt var hér aö framan að
Norðfjörður væri sérstakt riki.
Það má rétt vera. Hér er fram-
leidd mjólk handa bænum sem
byggir afkomu sina annars
„sjávarabla”, eins og það heitir
hér.
Inni i bænum er mjólkurstöð
sem kaupfélagið rekur, en hún er
orðin dálitið lasin og bráðum
verður keypt ný, þvi hún er farin
aö haga sér undarlega. Ef til vill
hafa draugarnir i Viðfiröi lagt
þangað leið sina, sagði kona við
okkur, þvi allt i einu tók stöðin
upp á þvi að afgreiöa súrmjólk i
nýmjókurhyrnum, undanrennu I
súrmjdkurhyrnum, en ég man
ekki lengur I hverju nýmjólkin
kom.
Svo varð draugurinn þreyttur
og nú lætur hann sér nægja aö
segja að hyrnunar eigi að opnast
hér, — en raunverulega ber að
opna þær hinum megin á hinum
limda kanti!
Þetta voru einu sinni kallaðar
skráveifur og þótti ekki fremur en
nú vera tilefni til eftirmála.
A Norðfirði er eitt öflugasta
kaupfélag landsins, og þrátt fyrir
annarleg sjónarmið I ýmsum
greinum þjóðmála hafa Norð-
firðingarmætur á kaupfélagi slnu
og standa um það sterkan vörð.
Nýverið hefur verið lokið við stór-
hýsi sem hýsir járnvörur og
byggingavörur. Við það hefur
rými aukizt i sjálfri kaupfélags-
búðinni sem er með þeim betri.
Guðröður Jónsson hefur
stjórnað þessu kaupfélagi I 30 ár
og hann nýtur mikillar virðingar
sem samvinnufrömuður.
í kaupfélaginu vinna menn
gjarnan lengi. Sumt af starfs-
liöinu hefur unnið við kaupfélagið
áratugum saman.
Okkur var sagt að brátt myndi
Guðröður láta af embætti kaup-
félagsstjóra fyrir aldurssakir og
þá væntanlega hefja búskap I
Miðbæ i Norðfiríi en þaðan er
hann ættaður. Vonandi fæst þá
annar farsæll maður aö kaup-
félaginu I hans stað.
Hafa menn gleymt snjó-
flóðahættunni?
Aðkomumönnum sem koma til
Norðfjarðar, kannski eftir mörg
ár, verður tiðhugsað um snjoflóð-
ið mikla sem kostaði mannslif og
geröi mikinn usla I Neskaupstað.
Þeir sem alla daga búa á út-
nesjum, þar sem enginn f jöll eru
nærri, verða að venjast því að
dveljast undir þungu fjalli.
Snjó hleður niður. Kannski dag
efti'rdag, en loks þolir fjallið ekki
meiri snjó og þúsundir lesta af
snjó hrynja úr fjallinu. Þá á
maðurinn engin ráð. Engin
mannvirki þola snjóflóð.
Þetta var fingerð mjöll, sagði
Böðvar Bragason. Mjög laus i' sér
og það snjóaði ofan á frosið hjarn.
Enginn skyldi samt halda að
þetta hafi verið skriöa af mjöll.
Þegar niður I byggð var komið og
menn stóðu innan um mölbrotin
Þótt Norðfirðingar geri út mikla skuttogara og aflaskip sem veiða I nætur, þá er trillubáturinn sálarskipið sjálft, enn við lýöi.
Hér sést hluti flotans á Neskaupstaö.
Síldarvinnslan er sko ekkert slor. Minnir fremur á menningar lega toppstöð en fiskimjölsverksmiöju. Silda vinnslan á Nes
kaupstað er meðai stórfyrirtækja landsins I sjávarútvegi.
ÍTfffFIIIfl
ilS ■m
Aflaskipið BöRKUR leggst að bryggju I Neskaupstað
hús, þá var mjöllin orðin hörð og
þung eins og steinsteypa og það
þurfti járnkarla til þess að marka
þar för.
Hraði snjóflóða er líka um-
hugsunarefni. Sjónarvottar sáu
efsta húsið sem flóðið tók hverfa i
mökkinn — og nær samstundis
virtist það taka verksmiðjuna
stóru sem þó var nokkrum
hundruðum metra neðar.
Fögur mannvirki i nýrri
höfn
NU er ekki annað að sjá en stór-
an ketil, einhverja kjallara og
einhver innyfli úr sildarfabrikk-
unni, sem þarna stóö og malaði
gull. Þarna kemur eyða I bæjar-
stæðið — og verður áfram eyða.
Innar I firðinum er búið aö gera
höfn og reisa nýjar fiskvinnslu-
stöðvar, sem eru líklega einhver
fegursta mannvirki I þeirri
starfsgrein, sem þekkjast á land-
inu.
Sildarvinnslan minnir meira á
nýjan fjölbrautarskóla en gúanó-
fabrikku, eins og þær hétu þegar
hún amma var ung.
Það er vont að koma af stað
samtölum um snjóflóð við Norð-
firðinga.
Það er skiljanlegt.
Annað skilur maður ekki, hvað
fólkið er rólegt næstum þvi and-
varalaust.
Venjulegur ferðamaður sem
skoðar ummerkin sem án efa
hafa verið einhverjar hrikal-
egustu náttúruhamfarir sem hér
hafa orðið ef frá eru talin eldgos,
undrast alla þessa rósemi.
Manniskildist þó að um 80% af
bænum gæti verið i samskonar
hættu. Eina örugga svæðið að
mati sérfróðra manna mun vera
krikinn þar sem er Kaupfélagið
Fram, Félagsheimilið Egilsbúö,
Slippurinn apótekið og hafskipa-
bryggjan sem svo er nefnd af sjó-
mönnum.
Utar meö firðinum eru lika
örugg svæði, að þvi er talið er.
Þar er sjúkrahúsiö og þar er nú
veriö að byggja nýjan bæ.
Samt er ég ekki of trúaður á
hættuleysið þarna, þvi skemmst
er að minnast þess, þegar aur-
skriða skall á krikann sem áöur
var talað um. Fyllti sundlaugina
afaur og garöinn hjá sýslumann-
inum lika, ef ég man rétt.
Ef lausamjöll I þúsundum
tonna geturfariðaf staö i fjallinu,
þegar snjóar á hjarn, þá virðist
manni það geta gerzt aftur, nema
ef eitthvað væri hægt að gera.
Rækta skóg, byggja snjótroll eins
og Einar Asgeirsson arkitekt hef-
ur lagt til. Gera eitthvað annað en
sofa.
Jónas Guðmundsson