Tíminn - 04.08.1977, Qupperneq 17
Fimmtudagur 4. ágúst 1977
17
Ingi Björn skorar fyrsta mark
Vals.
Valsmenn sigruöu Breiöablik
meö þremur mörkum gegn engu I
tslandsmótinu i gærkvöldi. Vals-
menn eru þvi einir I efsta sæti
fyrstu deildar meö 22 stig. Leik-
urinn i gær var nokkuö vel og
fjörlega leikinn af beggja hálfu.
Leikurinn var 5 mfnútna gam-
all þegar fyrsta tækifæriö kom,
þá átti Einar Þórhallsson skalla
ofan á þverslá Valsmarksins.
Bæði liðin áttu siðan ágæt tæki-
færi, en nýttu ekkert fyrr en á 19.
min. Þá kom há sending innfyrir
Breiðabliksvörnina, sem ómar
Guðmundsson markvörður
Breiðabliks virtist hafa, en Ingi
Björn var á undan og ýtti knettin-
um innfyrir marklfnu 1-0. Fimm
mlnútum siðar komast Valsmenn
i 2-0 með gullfallegu marki. Atli
áttiþá sendinguá Inga Björn sem
hljóp yfir boltann sem barst til
Jóns Einarssonar og hann gaf
boltann áfram á Albert Guð-
mundsson, sem kom á fullriferð,
og þrumuskot hans þandi net-
möskvana. Tveimur minútum
siöar komst Ölafur Friðriksson I
dauðafæri við Valsmarkið en Sig-
urður Dagsson varði með fætin-
um. Seinni hálfleikur var daufari
en sá fyrri en þó skiptust liöin á
tækifærum. A 19. min. komst Ingi
Björn einn innfyrir Breiðabliks-
vörnina en Ómar markvörður
bjargaði vel með úthlaupi. A 27.
min. fá Valsmenn aukaspyrnu
fimmmetra frá endalinu við vita-
teiginn, Atli Eðvaldsson tók
spyrnuna og spyrnti mjög falleg-
um snúningsbolta rétt framhjá
samskeytunum fjær. Þriðja mark
Vals kom svo á 36. min. Berg-
sveinn Alfonsson gaf þá sendingu
á kantinn til Jóns Einarssonar,
Jón gaf inn i eyðu á Guðmund
Þorbjörnsson sem gaf boltann
afturfyrirsig meðhælnum á Inga
Björn sem skoraði. Mjög fallegt
mark sem sýndi að óeigingirni,
sem markaskorarar Vals sýna
svo oft, borgar sig.
Eftir þetta áttu bæði liöin
dauðafæri sem fóru forgörðum.
Valsmenn sýndu ágætan leik i
fyrri hálfleik en daufan siðari
hálfleik. Hörður Hilmarsson spil-
aði ekki með Val að þessu sinni en
i hans stað kom Jón Einarsson
sem átti góðan leik. Beztur Vals-
manna var Guðmundur Þor-
björnsson.
Breiðblikingar voru óheppnir
að skora ekki i leiknum, en beztur
þeirra var Þór Hreiðarsson si-
vinnandi og átti skemmtilegar
sendingar. Dómari var Ragnar
Magnússon og dæmdi ágætlega.
Valsmenn einir í efsta sæti
» WttKH ■'
— *
PPy =»
L" -
_ w
> ffl.; fcur w m 1
Þeir fengu viöurkenningu frá ISt, f.v. Sveinn Zoega,
Guðsveinn Þorbjörnsson og Sveinn Ragnarsson.
Ver Valur
titilinn?
tslandsmótið i handknattleik
utanhúss, meistaraflokkur karla
verður haldið við Austurbæjar-
barnaskólann i Reykjavik dagana
6.-13. ágúst n.k. Helgina 5.-7.
ágúst verður íslandsmót 2. flokks
kvenna haldið á sama stað en
handknattleiksdeild Vikings hef-
ur umsjón með báðum mótunum.
Keppni I meistaraflokki karla
fer nú fram i 30. skipti, en keppt
hefur verið óslitið frá árinu 1948.
Að þessu sinni eru 10 lið skráð til
keppni, þar á meðal núverandi Is-
landsmeistarar Vals. Liðunum er
skipt i riðla og eru Þróttur, HK,
Fram, KR og Vikingur i A-riðli en
Armann, Haukar, 1R, Valur og
FH i B-riðli. Dregið var i riðla að
viðstöddum fulltrúum frá HSl.
FH hefur langoftast orðið Is-
landsmeistari utanhúss eða 17
sinnum Valur 5 sinnum, Armann
þrisvar, Fram tvisvar og Viking-
ur og KR einu sinni.
Islandsmótið i 2. flokki kvenna
fer nú fram i 18. skipti, en þar hef-
ur verið keppt óslitið frá árinu
1960. Að þessu sinni eru 9 lið skráð
til keppni og eru Islands-
meistararnir frá i fyrra, Völsung-
ur, i þeim hópi. Valur hefur oftast
orðið Islandsmeistari i þessum
flokki eða 5 sinnum.
Stj órn
ISI HEIÐRAR
ÞRJÁ MENN
PRI á
skak
Nýlega sæmdi Iþróttasamband
Islands þrjá menn viðurkenning-
um fyrir mikil og heilladrjúg
störf I þágu iþróttanna.
Sveinn Zöega hlaut heiðursorðu
l.S.I. Sveinn var alhliða iþrótta-
maður á yngri árum og hefur ekki
siður lagt drjúgan skerf til félags-
málanna. Hann sat i stjórn Knatt-
spyrnufélagsins Vals i 18 ár, þar
af 9 ár sem formaður fulltrúaráðs
félagsins. Auk þess átti hann sæti
i stjórn KRR i 13 ár, þar af for-
maður i 5 ár og i stjórn Knatt-
spyrnusambands Islands sat
hann i 14 ár.
Guðsveinn Þorbjörnsson og
Sveinn Ragnarsson voru sæmdir
gullmerki l.S.t.
Guðsveinn er einn áf stofnend-
um Hauka I Hafnarfirði og keppti
fyrirfélagið árum saman i knatt-
spyr^u og handknattleik. Siðan
átti nann sæti i stjórn Hauka 120
ár, þar af formaður i 17 ár.
Sveinn Ragnarsson hefur verið
virkur félagi i iþróttasamtökun-
um frá barnæsku i Knattspyrnu-
félaginu Fram og keppti fyrir
félagið bæði i handknattleik og
knattspyrnu. Hann hefur sinnt
félagsmálum mikiö, sat m.a. i
stjórn Fram i 15 ár og i stjórn
H.S.l. i 7 ár. Einnig hefur Sveinn
átt sæti i dómstólum og fjölda
nefnda.
Stjórn Frjálsiþróttasambands
Islands gerir allt til að ná I pen-
inga. 1 morgun kl. 5 stundvislega
hélt stjórnin á sjó á vélbátnum
Kára Sólmundarsyni, sem er 250
tonna bátur, sem útgerðafélagið
Barðinn i Kópavogi á. FRl tók
bátinn áleigu til þess að reyna að
afla fiskjar og um leið fjár til
rekstrar sambandsins. Skips-
stjóri i ferðinni er Hákon Isaksson
en með i ferðinni eru auk
stjórnarinnar ýmsir áhugamenn
um frjálsiþróttir og skak.