Tíminn - 17.08.1977, Side 1

Tíminn - 17.08.1977, Side 1
GISTING MORGUNVERÐU R RAUÐARÁRSTÍG 18 177.tölublað — Miðvikudagur 17. ágúst 1977 — 61. árgangur Slöngur — Bajkar — Tengi SAAIÐJUVEGI 66 Kópavogi —• Sími 76-60Ú Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Tafarlausar ráðstafanir nauðsynlegar Harmleikurinn í Rauðhólum: Pilturinn úr- skurðaður 1 geðrannsókn — og rúmlega 60 daga gæzlu- varðhald — ef komast á hjá algjörri stöðvun frystiiðnaðarins gébé Reykjavik — Nú er svo komiö, að frystihús á Suður- og Vesturlandi eru mörg komin I aigjör greiðsluþrot, og munu þau flest öll stöðvast f þessum mánuði ef ekkert verður að gert. Likur benda til, að frysti- hús annars staðar á landinu fylgi i kjölfarið á næstu mánuð- um. Aætlað er að reksturshalli frystihúsannaá landinuá siðara messeri þessa árs, verði þrjár til fjórir milljarðar króna við núverandi aðstæður. Svo segir i tilkynningu frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna i gærdag, en stjórnarfundur var þar haldinn s.l. mánudag. 1 ályktun fundarins segir, að stjórn Sh, telji sér skylt að vekja athygli rikisstjórnar og alþjóðar á þeirri staðreynd, að rekstrar- grundvöllur frystiiðnaðarins er nú brostinn. Siðan segir i tilkynningunni: Á þessu ári hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina, þar sem verð- hækkun afurða hefur hvergi nærri dugað til að standa undir útgjaldahækkunum, einkum á hráefni og vinnulaunum. Athuganir sýna, að á fyrra misseri þessa árs, hefur fjöldi frystihúsa verið rekinn með halla, þótt fyrst hafi kastað tólfunum við þær kostnaðar- hækkanir, sem yfir dundu 1. júli s.l. Þar sem fiskfrysting er út- flutningsiðnaður, og hefur þvi ekki aðstöðu til þess að velta kostnaðarhækkun af sér innan- lands, og engar skynsamlegar likur eru fyrir verðhækkun á erlendum mörkuöum umfram það sem orðið er, er ljóst, aö gera þarf tafarlausar ráðstaf- anir af hálfu stjórnvalda til þess að komast hjá algjörri stöðvun frystiiðnaðarins. gébé Reykjavik — Pilt- urinn hefur verið úr- skurðaður i rúmlega sextiu daga gæzluvarð- hald og i geðrannsókn. Hann liggur enn á sjúkrahúsi og er likam- leg heilsa hans sæmileg, sagði örn Höskuldsson, rannsóknarlögreglu- maður i gær, þegar hann var inntur eftir, hvernig rannsókn miðaði áfram i þeim harmleik sem átti Óvarlega far- ið með eld — segir varðstjóri slökkviliðsins um brunann i Aðalstræti gébé Reykjavik — Við teljum miklar likur á að upptök eldsins I verzlunarhúsi Geysis hafi stafað af þvi að verið var að vinna með gaslampa vegna viðgerðar á þak- skyggni hússins. Þvi miður er oft mjög óvarlega farið með eld i til- fellum eins og þessu og nægir að taka sem dæmi, þegar eldur kom upp i Miðbæjarskólanum á dög- unum, en þar var orsökin sú sama. — Þannig fórust einum varðstjóra Slökkviiiðsins i Reykjavik orð I gær þegar Tlminn ræddi við hann. Gaslampar þeir sem hér er um rætt, eru notaðir t.d. til að hita málningu, svo auðveldara sé að ná henni af, en það var verið að gera við Miðbæjarskólann, þegar eldur kom upp þar. Við verzlunar hús Geysis var hins vegar verið að vinna með tjörupappa og gas- lampa. Neisti hefur leynst i þess- um pappa og þvi kviknað i. Það virðist aldrei nógsamlega brýnt fyrir þeim sem með eld vinna, að fara nógu varlega. Fatabirgðir s vo til eyðilagðar — segir Haraldur Theodórsson, verzlunarstjóri Geysis gébé Reykjavik — Það er ekkert búið að meta vörutjónið ennþá, en ljóst er að það er gifurlegt. Verzlanir Geysis eru lokaðar, enda voru allar vörur úr verzlun- inni við Aðalstrætið fluttar i veiðarfæradeild og teppa- og dregladeildina, sagði Haraldur Theódórsson, verzlunarstjóri veiðarfæradeildar Geysis i gær. Geysilegar skemmdir hafa orð- ið á öllu verzlunarhúsinu við Aðalstræti, sérstaklega þó á ann- arri hæð þar sem skrifstofur voru, svo og i risi þar sem lager- inn var. Fatnaður sá er var i hús- inu mun að mestu leyti ónýtur eða stórskemmdur af völdum vatns og reyks. Að sögn Haraldar verður verzlunarhúsið byggt upp aftur og þá i sama stil og það var i. Erfitter að gera sér grein fyrir hve mikið tjónið hefur orðiö i krónutölu, en ljóst er að það nem- ur tugmilljónum króna. Hreinn Halldórsson sigraði erlendu kúluvarps- jötnana á Reykjavikurleikunum i gærkvöldi. Sjá nánar á iþróttasiðu bls. 17. Timamynd Gunnar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.