Tíminn - 17.08.1977, Qupperneq 3

Tíminn - 17.08.1977, Qupperneq 3
Miðvikudagur 17. ágúst 1977 3 Kás-Reykjavik — Skjótt hefur brugðið sólu i bilaþvottamálum Reykvikinga, og enn sem fyrr er það vatnsskortinum í Gvendar- brunnum að kenna, en um helgina var aftur skrúfað fyrir allt vatn á þvottaplönum borgarinnar, eftir stuttan reynslutima. Að sögn Þórodds Sigurðssonar, Vatnsveitustjóra, er vatnsborðið i Gvendarbrunnum nú frekar lágt, og sagði hann litið muna um þess- ar rigningar sem alltaf eru að gera okkur höfuöborgarbömum gramt i geði. Síðasta vika var óvenju slæm, en þá bilaði mótor i annari dælu stööinni við Bullaugu, þannig að Vatnsveitan missti 5.500 tonn af vatni, að viðbættum hinum ó- venju miklu hitum, sem undan- farið hafa verið um allt land. — En hvenær má búast við, að þvottaplönin verði aftur opnuð? Þóroddur kvað litla von á þvi aö úr ástandinu rættist, þvi að i svona hitum þá gufaði svo mikið upp. Taldi hann liklegt aö vatni yrði ekki hleypt á plönin aftur, Þetta er sjón sem ekki sést á næstunni, f það minnsta i Reykjavik. Þá er gjofm frádrátt- arbær... Sé byggingarsjóði barna- heimilis á Skagaströnd. Is- lenzka esperantosambandinu, sjúkrahúsinu á Húsavik, and- legu þjóðráði Bahaia á Is- landi, Sambandi dýra- verndarfélaga, . Ungmenna- félaginu Tindastóli, Sjálfs- björg eða Blindrafélaginu gef- in gjöf, þá er hún frádráttar- bær á skattframtali gefand- ans. Þessi upptálning er þó að- eins sýnishorn þess, hvers konar gjafirmetnar eru hæfar til skattfrádráttar, samkvæmt auglýsingu, sem rikisskatt- stjóri birti i siðasta tölublaði Lögbirtings, samkvæmt ákvæðum skattalaga frá 1971 um gjafir til menningarmála, visindalegra rannsóknar- stofnana, viðurkenndrar liknarstarfsemi og kirkju- félaga. Eru taldir upp I aug- lýsingunni allir þeir aðilar, sem þessa viðurkenningu hafa fengið og skipta þeir nokkrum hurndruðum. Meðal þeirra eru 38 sóknar- nefndir, háskólinn og stofn- anir hans og 67 sjóðir á hans vegum, Rauði kross Islands og 27 deildir innan hans, 18 skóg- ræktarfélög, og fjöldi stofnana styrktarfélaga, samtaka og hjálparsjóða af ýmsu tagi. Erninum fækkar — eitur gegn vargfugli hættulegt arnarstofninum? hjá 5 pörum og komust 7 ungar upp. Kás-Reykjavik. — Á ár- inu 1977 er vitað með vissu um 94 erni hér á landi, þar af eru 62 full- orðnir, 25 ungir ernir, og 7 ungar. Er þvi stofn- inn 28 fuglum færri en á sama tima i fyrra, er hann taldi 122 fugla. í vor er talið að 22 amarpör hafi gert til- raun til varps hér á landi. Varp heppnaðist Vonandi verða það ekki örlög arnarins að deyja út i hinni is- lenzku náttúru. Bilaþvotta- plönunum í höfuðborginni er enn fyrr en með haustinu, þegar haustrigningarnar hæfust af full- um krafti. Liklegt er, að i mörgum tilfell- um hafi varp misfarizt vegna mannaferðar um hreiðurssvæðin. Astæða fækkunar þeirra arna ereflaust margþætt. Jafn og stöð- ugur áróður i fjölmiðlum gegn vargfugli hefur verið á þessu ári. Rikisvaldið hefur leyft nærri ó- takmarkaðan útburð svefnlyfja og eiturs, sem vitað er, að er gagnslaust til þess að minnka stofn veiðibjöllu en er hættulegt arnarstofninum. Fyrrnefndar upplýsingar eru fengnar úr fréttabréfi frá Fugla- _verndunarfélagi Islands. Þar segir ennfremur: Mjög óviða hef- ur verið kvartað um tjón vegna ama, og meöan stofninn var stór og dreifður um allt land var hvergi minnst á tjón af þeirra völdum. Þess má geta að áriö 1975 eyddu Norðmenn tæpri 1 milljón norkskra króna til verndunar sin- um arnarstofni. 1 Vestur-Þýzka- landi gæta hermenn 2ja hreiðra i Schlesvig-Holstein og á Græn- landi hafa miklar ráöstafanir verið gerðar, til að vernda stofn- inn þar. Það er fyrir góðvild og fram- sýni þeirra ágætu arnarbænda, sem þyrma og hafa þyrmt ernin- um, að hann er ekki löngu útdauð- ur á Islandi, og ber þeim þakkir og virðing landsmanna fyrir. Hverju er hægt að stela hjá Neytenda- samtökunum? gébé-Reykjavik — Tilraun var gerð til að brjótast inn á skrif- stofu Neytendasamtakanna að Baldursgötu 12, um siðustu helgi. Varla hefur innbrots- maðurinn eða mennirnir hafa ætlað sér neitt annað en skemmdarverk, þvi á skrif- stofunni er litiö sem ekkert fé- mætt. Hjá Rannsóknarlögreglunni fékk Timinn þær upplýsingar, að enginn hefði komiö á skrif- stofuna frá föstudagskvöldi til hádegis á mánudag. Þá var rúða brotin f hurð þeirri er að skrifstofunni liggur og eitt- hvað haföi verið fitlað viö lás- inn. Innbrotsmaðurinn hefur þó ekki haft árangur sem erf- iði, þvi hann hefur orðið að gefast upp við að opna lásinn. Peeters sýnir Föstudaginn 19.--ágúst kl. 20.00 opnar Hollendingurinn Sef Peeters sýningu i galleri Suðurgötu 7. Peeters hefur notaö marg- visleg efni við listsköpun sina, allt frá teikningu til video- tape. Sýningin stendur til 31. ág- ústog eropin kl. 161il 22, virka daga, en kl. 14 til22 um helgar. lokað Tennur l fjórtán ára gamalli stúlku sem hefur veriö fullgráöug I tyggigúm og sælgæti Gervisykur í tyggigúm og — segja tannlæknar á N orðurlöndum — Tannskemmdir myndu minnka stórlega ef gerviefni eins og xyli- tol eða sorbitol væri notað i tyggi- gúm og sælgæti, segja forystu- menn i fræðum tannlækna á Noröurlöndum. Tölur sýna, aö Norðmenn torguðu I fyrra að meðaltali ni kilógrömmum af karamellum, súkkulaði, tyggigúmi og þess háttar. Þetta kostaði upp undir fjörutiu milljarða islenzkra króna, og mest allt hefur þetta veriö haft i munni á milli reglu- bundinna máltiöa. Þetta er ein meginorsök tannskemmda i Noregi. Sætuefni eins og sorbitol, mannitol og xylitol eru óskaðlg, nema þau geta valdið niðurgangi, ef þeirra er neytt i óhófi, og notkun þeirra í stað sykurs myndi hafa iför með sér stórbætta tann- heilsu. Þessi efni geta aö visu aldrei komið að öllu leyti I stað sykurs, en þau mætti hæglega nota i tyggigúm og ýmis konar sælgæti. Þau eru unnin úr berj- um, perum og plómum, nema xylitol úr birkiberki.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.