Tíminn - 17.08.1977, Qupperneq 5

Tíminn - 17.08.1977, Qupperneq 5
Miðvikudagur 17. ágúst 1977 sMÍjJi itm 5 f á víðavangi Tvær meginástæður verðbólgunnar Dr. Þráinn Eggertsson há- skólakennari ritaði stutta grein I Visi sl. mánudag og fjalla þar um verðbólguna á Islandi. Hann minnist þar á ýmsar þær skýringar sem fólk hefur reynt að veita á þessu þjóðlifsfyrirbæri, en telur fæstar þeirra á rökum reistar. Siðan segir hann: „Tvær ástæður liggja til þess að verðbólga á Islandi er yfirleitt meiri en i öðrum Evrópulöndum. t fyrsta lagi á tsland það sammerkt við þró- unarlöndin að vera „einvör- ungur” eða einnar-vöru-land. Atvinnulif hinna Evrópuþjóð- anna er ekki af þessum toga spunnið, en algengt er i Asiu, Afriku og Rómönsku Ameriku að afkoma heillar þjóðar byggist á einni vörutegund eða örfáum. Þessi einhæfi varning ur er seldur á heimsmarkaði, en fyrir hann kaupa þjóðirnar flest lifsins gæði. Algengt er að varan, sem slikar þjóðir byggja á afkomu sina sé háð mjög miklum verðsveiflum Uti ilöndum, og gefur auga leið að miklar verðhækkanir eða verðlækkanir hafa stórfelld áhrif á lifskjör þeirra. Verð- sveiflur á heimsmarkaði geta haft mikil áhrif á verðlag inn- an lands hjá ,,einnar-vöru- þjóðum”, en bæði til hækkun- ar og lækkunar.Verðsveiflur á útflutningsvörunni koma að- eins af stað langvinnri verð- bólgu, ef skrúfa er fyrir hendi. Og er þá komið að siðara hluta skýringarinnar.” Um þessa skrúfu segir dr. Þráinn Eggertsson siðan: „Skrúfan er afleiðing af starfsemi öflugra hagsmuna- samtaka launþega, atvinnu- rekenda og atvinnugreina. Samtökunum er falið að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna, en ein afleiðing þeirrar starf- semi er, að verð og laun i krónum talið hækka aðeins, en lækka aldrei. Flestir kannast t.d. við þá undarlegu stað- reynd að veraklýösfélög taka þvi með nokkrum skilningi, þegar illar árar hjá útflutn- ingsgreininni, ef kaupmáttur launa rýrnart.d. um fjóröung vegna óbættrar verðlags- hækkunar. Hins vegar mundi koma til blóðugra götubar- daga ef reynt væri að lækka kauptaxta um nokkrar krón- ur. En þáttur skrúfunnar er meiri. Verðfall útflutnings- vörunnar erlendis stuðlar að þvi að þjóðartekjur lækka og kjör þjóðarinnar rýrna. Hags- munasamtökin reyna þá að halda lifskjörum umbjóðenda sinna óskertum og standa gegn lækkun verðs og launa, en byrðinni er endanlega jafn- að á þjóðina með gengisfell- ingu og verðlagshækkun. önn- ur leið er ekki fær.” ísland klár verðbólgu- kóngur Til nánari skýringar bætir dr. Þráinn við: „Sveiflur þjóðartekna eru oft gífurlega miklar hjá „ein- vörungum” og tæplega verður hjá þvi komizt i evrópsku lýðræðisriki eins og Islandi, aö öflug hagsmunasamtök hleypi öllu i bál og brand við slikar aðstæður. Efnahagsvandi hins dæmigerða Evrópurikis er all- ur annar og minni. Þar hefur yfirleitt verið deilt um hvernig skipta beri ávextinum af hæg- um hagvexti milli hagsmuna- hópanna. Meðan atvinnulif er einhæftog óvarið gegn erlend- um verðsveiflum og meðan hagsmunasamtök eru öflug, verður Island klár verðbólgu- kóngur Evrópu.” Leiðin út úr vandanum Dr. Þráinn tekur það að vfsu fram, að hann einfaldi mynd- ina nokkuð með þessum orð- um sinum, en allt um það ger- ir hann i stuttu máli mjög skýra grein fyrir megin- vandamálunum. Allir áhuga- menn um stjórnmál og fram- farir i landinu ættu að huga sérstaklega að þessum efnum. Það kann vel að vera að dr. Þráinn sé óþarflega dómharð- ur um hagsmunasamtökin, þvi að vel ætti að vera unnt að hugsa sér öflug hagsmuna- samtök þar sem forystan hefur gert sér grein fyrir nauösyn hagsveiflustjórnunar og efnahagshorfum til lengri tima en tveggja eða þriggja mánaða i senn! Það er a.m.k. kosti harla erfitt að sætta sig við það, að hagsmunasamtök- um sé fyrir eitthvert náttúru- lögmál fyrirmunað að sjá veruleikann umhverfis sig og sjá hvernig umbjóðendum þeirra verður bezt borgið til lengri tima. En hér er einmitt komið að miklu framfaramáli, sem sé þvi, að hagsmunasam- tökin — og ekki sizt þá verka- lýðshreyfingin — efli með sér almennar umræður um hags- muni fólksins andspænis þess- um skyndilegu og óvæntu sveiflum á erlendum markaði islenzkra útflutningsafuröa. Það er alveg ljóst, og hefur oftsinnis verið rakið i almenn- um umræðum, að leiðin út úr þessum vanda ereinkum sú að auka fjölbreytni útflutningsat- vinnuveganna, byggja upp nýjar útflutningsgreinar, ekki sizt þær sem ekki eru háðar tiðum verðsveiflum. I öðru lagi er leiðin sú, að styrkja mjög verulega verðjöfnunar- sjóði útflutningsgreinanna, þannig að hagkerfið verði var- ið fyrir sveiflunum, en tekju- auka verði miðlað út um þjóð- félagið jafnt og þétt en ekki i gusum, eins og verið hefur hérlendis um langt skeið. Með sliku sjóðakerfi væri og lagt til hliðar til mögru áranna, og þyrfti þá ekki að koma til þeirrar almennu kjara- skerðingar sem oftast hefur orðið. Loks er leiðin sú, að hagsmunasamtökin og stjórn- völd átti sig á því að þessi leið er fær, meira að segja vel fær, ef vilji og samstaða er fyrir hendi og þolimæðin brestur ekki við fyrstu örðugleikana. En þetta siðasta er frumskil- yrði ef lýðræðisþjóðfélag á að komast þessa leið. JS Gullsmiðurinn s.f. Þjónusta fyrir landsbyggðina Sendið okkur (í ábyrgð) þá skartgripi sem þér þurf ið að láta gera við, ásamt smálýsingu á því sem gera þarf, heimilisfangi og simanúmeri. Að af- lokinni viðgerð, sem verður innan 5 daga frá sendingu, sendum við ykkur viðgerðina í póstkröf u. Allar viðgerðir eru verðlagðar eftir viðgerðaskrá Félags (sl. Gullsmiða. Stækkum og minnkum hringi (sendum málspjöld), gerum við armbönd, nælur, hálsmen, þræðum perlufestar. Sendum einnig í póstkröf u allar gerðir skartgripa. Fljót, góð og örugg þjónusta. Hringið og leitið upplýsinga. Gullsmiðurinn s.f. Frakkastíg 7 101 Reykjavík Sími (91) 1-50-07. Gott hey Gott vélbundið hey til sölu að Stóra-Kroppi, Borgarf irði. Hvolpur tveggja og hálfs mánaða, til sölu. Sími 8-43-45 eftir kl. 7 á kvöldin. & SKIPAUTGCR9 RIKISINS M/s Esja fer frá Reykjavík mánudag- inn 22. þ.m. Vesturland hringferð. Vörumóttaka: miðvikudag, fimmtudag og til hádegis á föstudag. Til Vestfjarðahafna, Norður- fjarðar, Siglufjarðar, ólafs- fjarðar, Akureyrar, Húsa- vfkur, Raufarhafnar, Þórs- hafnar og Vopnafjarðar. Intematlonal Scoutll AUGLYSINGADEILDIN Eigum til sölu og afgreiðslu strax sýningarbifreið sem ekin hefur verið 7000 km. Mjög hagstætt verð og greiðslukjör. Verð kr. 3.15o.-þús. HVéladeild m Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 Skrifstofustarf Alþýðusamband íslands óskar eftir starfsmanni til að annast vélritun og simavörzlu. Kunnátta i ensku og einhverju norður- landamáli nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 25. ágúst merkt Skrifstofustarf 1252. Hveragerði UTSALA 10-50% AFSLÁTTUR MKIAUÁI Austurmörk 4 — 2. hæð Hveragerði — Sim/ (99)4330

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.