Tíminn - 17.08.1977, Page 11

Tíminn - 17.08.1977, Page 11
10 MiOvikudagur 17. ágúst 1977 Miðvikudagur 17. ágúst 1977 11 Friörik Marteinsson. Rafreiknar eru ef til vill stærri partur af þjóðlifinu en okkur grunar. Að visu setja menn yfirleitt tölvumar fyrst og fremst i sam- band við bókhald og aðra dapurlega skrif- stofuvinnu, — en tölv- umar hafa smátt og smátt tekið undir sig stærri þátt i mannlegu samfélagi, þótt okkur gmni að sjálfsögðu ekki hið minnsta. Þannig er Vatnsveitunni stjórnað af tölvu og Rafveitunni lika. Þegar þú i æstu skapi hringir á Vatns- veituna, til þess að segja þeim að ekkert vatn sé i krananum þá er það al veg eins vist að töívan sé fyrir löngu búin að segja þeim hjá Vatnsveitunni frá biluninni, og þeir þegar famir af stað, þvi tölvan sagði þeim lika hvar bilunin væri. Þetta og ótal margt annaö kom á daginn, þegar blaöamaöur Tim- ans heimssótti Kristján Skagfjörö h.f., sem fer meö umboö fyrir digital tölvur, sem eru amerisk- ar, en framleiöandinn er meö þeim stærstu i heimi. Aöeins IBM mun vera stærri I stórum tölvum, en þeir framleiöa mest allra i heiminum af minni rafreiknum. Nýr tölvubúnaður i Gufunes-radio. Kristján Skagfjörö hefur selt tölvur frá digital viöa og nýveriö uröu nokkur þáttaskil i tölvutækni hér á landi, þegar starfsmenn Kristjáns Skagfjörös hf., geröu forskrift fyrir tölvu hjá Loft- skeytastööinni i Gufunesi, sem annast fjarskipti m.a. viö flugiö i Noröur-Atlantshafi. Hjá Skagfjörö hittum viö aö máli þá Frosta Bergsson, tækni- fræöing, sem veitir forstööu tölvudeild fyrirtækisins, og Friör- ik Marteinsson, kerfisfræöing. Þeir eru báöir kornungir menn enda af kynslóö tölvunnar sem enn er ung á íslandi. Þeir höföu þetta aö segja um tölvubúnaöinn i loftskeytastöö- inni i Gufunesi. — 1 Gufunesi er stór loftskeyta- stöö, sem gegnir þýöingarmiklu hlutverki fyrir flugsamgöngur og veöurfræöi i Noröur-Atlantshafi. Þessi stöö er svotil jafngömul alþjóölegu flugi yfir Atlantshafiö, og hún hefur þróazt með aukinni tækni. Meðal verkefna stöövar- innar er aö taka á móti skeytum frá farþegaflugvélum, sem fljúga yfir Atlantshafiö. Allmikil breyting hefur oröiö á fjarskiptum flugvéla gegnum ár- in, og smám saman hefur mann- afla veriö fækkaö, en ný tæki hafa komið i staöinn. Áöur voru loft- skeytamenn á öllum flugvélum, en nú eru þeir ekki lengur (yfir- leitt) um borö, en flugmenn senda munnlegar upplýsingar, sem siö- an eru sendar áfram til réttra aö- ila. Flugvélin sendir staöarákvörð- un, veöurfar og fl. Skeytin frá flugvélinni eru siöan send áfram og eru þaö 5-15 aöilar sem þessar upplýsingar fá. Ef viö tökum sem dæmi flugvél frá Japan Airlines, sem er á leiö- inniyfir Atlantshafiö, þá fá stööv- ar og nálægir flugvellir þessar upplýsingar, ennfremur veöur- stofan og skrifstofur félagsins beggja megin Atlantshafsins og sömuleiðis fer skeytiö til Japan. Stööin i Gufunesi sendir ef til vill 15 aöilum þessar upplýsingar, sem siöan, sumir hverjir, dreifa þeim viöar eftir sérstöku kerfi. Þaö var æöi timafrekt fyrir starfsmennl Gufunesi aö finna út alla þá, sem áttu aö fá skeytin frá hinum ýmsu flugvélum, sem si- fellt eru á flugi i N-Atlantshafi. Þetta er nú gert i tölvu og for- skriftin er gerö á Islandi, sem veröur aö teljast nokkuö stór á- fangi i tölvuþjónustu hér á landi. Fyrsta stóra islenzka verkefnið i forskrift. Skeytin frá flugvélunum eru send út i fjarrita, og nú ákveöur tölvan hverjum eigi aö senda þessi skeyti. Aöur þurfti einn mann til þessa starfs, en tölvan sparar 3-4 menn, þvi þarna er unniö allan sólarhringinn. Tölva frá DIGITAL, svipuö þeirri, sem nú „vinnur” á Loftskeytastööinni í Gufunesi. uiiiimuinuBÞ* Tölvur ekki bara bókhaldsvélar Rætt við tvo tölvusérfræðinga frá Kristjáni Skagf jörð hf. um forskrift, sem gerð var fyrir tölvu hjá Gufunes-radio Er hugsanlegt að unnt sé að vinna allatölvuforskrift hér innanlands og flytja út slíka þekkingu? Þaö er þvl talsvert sem spar- ast. ■ — Hver vann þetta verkefni? — Þaö geröu starfsmenn Skag- fjörös i samvinnu viö starfsmenn I Gufunesi. Þeir ráöa yfir geysi- legri reynslu, og það var mikils- vert aö vinna verkefniö i sam- vinnu viö þá. Þetta er þýöingarmikiö verk- efni, þvi ef verkefniö hefði veriö unniö erlendis, heföu þeir engin áhrif getað haft. Aður voru slík verkefni oftast leystmeö tilboöi. Tildæmis þegar Veöurstofa Islands fékk tölvu, þá var forskriftin boðin út og brezkt fyrirtæki varð fyrir valinu. Kost- aöi forskriftin um 30 milljónir króna en tölvan um 30 milljónir, þannig aö þaö eru talsveröar upp- hæöir sem þarna fara úr landi. — Hvaö kostaði forskriftin? — Hún kostaöi um 500 þúsund króna. — Er þaö dýrt eöa ódýrt? — Þetta veröur aö teljast mjög ódýrt miöaö viö þaö, sem gerist i þessari grein, og þá ekki siöur þegar þess er gætt, hversu mikið sparast árlega viö notkun tölv- unnar. Annað sem lika hefur komiö i ljós er, aö tölvan léttir starfiö mjög mikiö hjá ööru starfsliöi, sem haföi ærin verkefni fyrir. vélin er innan 300 milna, kemur hún fram i stjórnborði. Henni er áætluö hæö, og fl. og stööugt er fylgzt með ferðum hennar. Þegar þessi útbúnaöur bilaöi uröu flugumferöarstjórarnir sjálfiraö annast þetta. Þá varö aö hafa meira bil i hæð milli vél- anna, og mikið verk var aö halda öllu gangandi og gæta fyllsta ör- yggis. Þaö merkilega viö þetta var annars þaö, aö flugiö taföist og vélarnar eyddu meira elds- neyti en þær gerðu, meöan tölvan gætti þessa kerfis. Hafa sótt um erl. lán til tölvukaupa. Tölvur eru viða aö störfum án þess aö viö vitum þaö. Vatns- veitukerfinu og Rafveitunni er stjórnaö meö tölvu, sem vaktar kerfiö dag og nótt. Sama er aö segja um Alveriö i Straumsvik. Þar mun tölva frá okkur I fram- tiðinni fylgjast með öllum mæl- um, kerjum og gerir allan rekstur mun auöveldari. — Eru nokkur sérstök verkefni framundan núna? Innan skamms mun Flugmála- Tölvur vinna „óhreinleg” störf fyrir manninn I vaxrndi mæli. Fyrir örfáum árum væri eins vist, aö þessi maður væri ataður ryki upp fyrir haus, meðhjálm og vasaljós að hyggja að mæluin. Nú er stórum hluta iðnfyrirtækja, og þá ekki sizt þar sem við vond vinnuskilyrði er að tefla, stjórnað meö tölvu sem fylgist með framleiðslunni dag og nótt. Tölvan sparar 3-4 starfsmenn — Hvernig gengur þetta fyrir sig I loftskeytastöðinni? — Þegar skeytiö hefur borizt stöðinni, þá er þaö sent áfram á fjarrita. Sá, sem skrifar á fjarrit- ann ritar fyrst flugnúmeriö, og siöan skeytiö. Tölvan sér um aö leggja til afganginn, sem sé heimilisföng allra sem fá eiga þetta skeyti. Aukin verkefni i for- skrift og tölvufræðum. — Eru nokkur verkefni fram- undan á þessu sviöi? — Þaö eru ekki mjög mörg. Nokkurs vantrausts hefur gætt hjá stofnunum að kaupa innlenda þjónustu á þessu sviöi, þvi þetta er tiltölulega nýtt. Menn leita þvi nokkuð almennt til útlendinga. Á hinn bóginn ætti ekkert aö vera þvi til fyrirstöðu, að slik verkefni séu unnin hér á landi. Viö eigum þegar sérfróöa menn á þessu sviði, sem hafa talsveröa reynslu og mikiö af ungu fólki er viö nám I allskonar tölvufræöum. Þaö er nokkuö útbreiddur mis- skilningur, aö tölvur séu einkum og sér í lagi bókhaldsvélar. Þær eru ómissandi á mörgum öörum sviöum.. Til dæmis i flugumferöarstjórn. Hér I flugstjórn er tölva, sem vinnur meö radartækjum. Þegar stjórn bjóöa út nýtt verkefni fyrir flugturninn, eöa fyrir flugum- feröarstjórana (sem er annaö en flugstjórn). — Hverjir nota digital? Frosti Bergsson nú tölvur frá — Þaö eru margir. Vegageröin, Háskólinn, Lifeyrissjóður verzl- unarmanna, Almenna verkfræði- stofan og nú seinast er Stálvík aö fá tölvu til notkunar i skipasmiða- stööinni. — Hvernig er aöstaðan hjá Kristjáni Skagfjörð til þess að veita tölvuþjónustu og forritun? — Viö erum með góöa aöstööu. Þjálfaö og menntaö starfsfólk og þjón us tuverkstæöi. Viö höfum sótt um erlent lán til þess aö kaupa fremur stóra tölvu hingaö i fyrirtækið, en þaö er nauösynlegt vegna forskriftar- vinnu, sem nú þarf aö vinna úti á staönum, þar sem tölvan er. Þetta er auövitaö mikiö átak og kostarmikið fé, en það er auövit- aö megin forsenda þess, aö unnt sé aö vinna verkefni hér heima, bæöi fyrir Island og eins fyrir önnur lönd, en vel kemur til álita aö selja forskriftir til útlanda, á alþjóölegum markaöi. • — Okkur hættir til þess aö hugsa of mikið um fisk. Viö get- um lika flutt út þekkingu þvi aö þaö er mikiö til af sérfróöu fólki á Islandi, ef viö aöeins virkjum þaö. T.d. er Nóbelskáldiö Halldór Laxness gottdæmi um útflutning á hugviti. Bækur hans berast ú um allan heim — og þaö þykir sjálfsagt. Onnur þekking og and- leg kunnátta er lika útflutnings- grein, ef rétt er aö staöiö, sögöu þeir Frosti Bergsson og Friörik Marteinsson að lokum. JG

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.