Tíminn - 19.08.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.08.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. ágúst 1977 3 37. IÐNÞING í SLENDIN GA Á AKUREYRI KS-Akureyri — Iönþing tslend- inga, hiö 37. I röOinni, verður haldið á Akureyri dagana 25r27. ágúst næstkomandi. Rétt til þing- setu eiga alls 130 fulltrúar frá félögum og félagasamböndum innan Landssambands iðnaðar- manna, sem skiptist þannig: Frá Meistarasambandi byggingar- manna eiga rétt til þingsetu 49 fulltrúar frá 14 félögum, frá Sam- bandi Málm- og skipasmiða 18 fulltrúar frá 4 félögum, frá raf- iðnaðinum 8 fulltrúar frá 2 félög- um, frá húsgagna- og innréttinga- iðnaðinum 7 fulltrúar frá 2 félög- um. Frá öðrum iöngreinafélögum og fyrirtækjum 26 fulltrúar frá 11 félögum og frá 7 iðnaðarmanna- félögum eiga rétt til þingsetu 21 fulltrúi. Auk þessa eiga rétt til þingsetu með tillögurétt og málfrelsi full- trúar frá iönskólum og iönráðum, svo og innlendir og erlendir gest- ir, sem sérstaklega hafa veriö boðaðir til þingsins, alls um 30 manns. Mjög hefur veriö vandaö til alls undirbúnings þessa þings, og segja má, að sá undirbúningur hafi staöið frá þvi i marz, en þá tóku til starfa fimm undirbún- ingsnefndir iönþings. Undirbún- ingsnefndirnar hafa fjallað um ýmsa málaflokka, sem til um- ræöu verða á þinginu, og skilaö til st jórnar tillögum og drögum aö ályktunum i hinum ýmsu mála- flokkum. Tillögur þessar hafa veriö sendar til væntanlegra þingfulltrúa til kynningar. bingið mun verða mjög yfir- gripsmikið og tekin veröa um 25 málefni. Má þar nefna ályktanir um iðnaöarstefnu og iönþróun, ýmis aðstööumál iönaöar, s.s. lánamál, tollamál, skattamál, verðlagsmál og tækniaöstoö fyrir iðnfyrirtæki og iönmeistara. Þá verða til umræöu málaflokkar sem Landssamband iðnaðar- manna hefur alltaf haft mikil af- skipti af, eins og iðnfræðslumál og iðnlöggjöfin, en fyrirhugaö er að lög um báöa þessa málaflokka muni breytast á næstunni. Ennfremur eru svo á dagskrá ýmis innri málefni Landssam- bandsins, s.s. skýrsla fram- kvæmdastjórnar þess um starf- semi tveggja siöustu ára og fleira. Framhald á bls. 23 Þjóðverjar í nauð uppi í óbyggðum KS-Akureyri — Þýzkir ferðalang- ar lentu i erfiðleikum á fjöllum uppi I byrjun vikunnar, er þeir voru á svokallaðri Gæsavatnaleið um 80-90 kilómetra innan viö Herðubreiöarlindir, skammt frá Dyngjujökli. Þjóðverjarnir voru á tveimur Land-rover-jeppum og hugðust aka upp aö Gæsavötnum, en siðan Sprengisandsleið. Þegar feröalangarnir voru á leið yfir eina kvisl Jökulsár á Fjöllum, vildi svo óheppilega til, aö annar jeppinn sökk i sand- bleytu, þannig að aöeins sá á toppinn á bilnum og gluggana. brátt fyrir itrekaöar tilraunir nokkurra jeppa, sem komu á staöinn, tókst ekki aö hnika Land- rovernumúránni.Var þá brugðið á þaö ráð aðsenda skilaboði skál- ann i Herðubreiðarlindum með beiðni um hjálp. Fenginn var kranabifreið frá Akuréyri og tókst henni um 3-ley tið aðfaranótt miðvikudags aö ná bifreiðinni upp úr ánni. A meðan að björgunaraðgerðir stóðu yfir gisti fólkið I tjöldum á árbakkanum.en timinn frá þvi að jeppinn festist i ánni og þangað til hann náðist upp var nær tveir sólarhringar. Land-rover-bifreiðin, sem er bilaleigubifreiö er mikið skemmd og var hún dregin til Akureyrar til viðgerðar. Þess má geta, aö á Gæsavatnaleiö er ekið eftir slóð- um, en vegna þess hve vatns- magn i ánni er breytilegt hverfa slóðirnar oft á örskömmum tima. Það virðist sifellt færast i vöxt að útlendir ferðamenn sem ókunnugir eru staöháttum á fjöll- um og öræfum landsins, leggi i nokkra tvisýnu á feröum sinum um landið og skeyti ekki um ráðleggingar kunnugra. Þetta getur haft hinar alvarlegustu af- leiðingar i för með sér, og færi þvi beturá, að þeirkynntu sér til hlit- ar þær ökuleiöir, sem þeir hyggj- ast fara um áður en af stað er haldið. Síðsumarstarf í Skálholti Samkvæmt nýlega settum lög- um um Skálholtsskóla starfar hann nú níu mánuði alls á ári hverju. Heimilt er að skipta starfstimanum I námskeið, og getur hluti skólastarfs farið fram að sumri. Þennan veg hefur rekstri skólans raunar verið háttaö undanfarin ár, þótt lengd starfs- tima ekki væri endanlega ákveðin fyrr en nú. Vetrarstarfi skólans 1976-1977 lauk siðla maimánaðar,en i júni fóru fram nokkur námskeið og fundir. Ber þar sérstaklega að nefna einnar viku námskeið um fullorðinsfræðslu, er haldið var á Skálholtsskóla að tilhlutan Nordens folkliga Akademi i Kungalv. Sóttu það námskeið liðlega þrjátiu norrænir gestir og allmargir heimamenn. Sam- starf af þessu tagi er ekki ný- lunda i Skálholti, og hefur skól- inn staðið að áþekku fundahaldi áður. Var og þessu sinni ýtar- lega rætt um framhald slikra námskeiða á komandi ári og ár- um. NU fara i hönd siðsumarnám- skeið Skálholtsskóla. Hefst hið fyrsta þeirra þann 28. ágúst, en hinu siðsta lýkur 27. setpember. Standa ýmsir aðilar að nám- skeiðum þessum og ráöstefnum i samvinnu við stjórn skólans. Er starfsemin nánar auglvst af þeim, sem hlut eiga að máli hverju sinni, en frekari upplýs- ingar er einnig að fá á skrifstofu skólans. Vetrarstarf Skálhoitsskóla hefst að nýju meðskólasetningu 2. október. Verður þeim rekstri hagað að hætti norrænna lýöhá- skóla, svo sem verið hefur til þessa. Vetrarskóli starfar i sjö mánuði samfleytt. Skrifstofa skólansgreinirfrá þessum þætti starfsins. Innflytj- andi fellst á þátttöku í kostnaði áþ-Reykjavik Eins og kom fram i Timanum i gær, þá er hitatap hitaveituleiðslunnar að Stóru- Tjarnarskóla óeðlilega mikið. Nemur það um sex stigum á eins kilómetra kafla. Heimamenn hafa hugsað sér aö biða með við- gerð þar til i haust, en þá stendur til að dýpka núverandi holu, sem gefur rúmlega 60 stiga heitt vatn. Að sögn Bjarna Péturssonar, oddvita i Ljósavatnshreppi, hefur Börkur h/f, en þaö er fyrirtækiö sem flutti efnið inn til landsins á sinum tima, falliztá aö taka þátt i kostnaði við viögerðina. — Astæðan fyrir þvi að ekki var ráðizt i viðgerö fyrr, er sú, að til hefur staðið að bora viö skólann en aldrei orðið af þvi, sagöi Bjarni, — en Orkustofnun hefur gefið vilyrði fyrir þvi, að borað verði i haust. Viögerðin á lögninni sjálfri getur orðið tvenns konar. Annars vegar að skipta um pipuna eöa flytja kaldavatns- pipuna, sem liggur i sama skurðinum, þar eð sú heita hitar upp kalda vatnið og gerið það frekar óyndislegt. Framkvæmdastjóri Barkar h/f sagði, að fyrirtækið myndi ekki skorast undan þvi að taka þátt i kostnaði þeim, sem kynni að hljótast af viðgerðinni. Tveir nýir Forseti lslands hefur að tillögu menntamálaráðherra skipað Arnljót Björnsson prófessor i lög- fræði við lagadeild Háskóla Is- lands frá 1. ágúst 1977 að telja. Einnig hefur forseti lslands að til- lögu menntamálaráðherra skipað Eggert Briem prólessor i stærð- fræöi viö verkfræði- og raun- visindadeild Háskóla Islands frá 1. ágúst 1977 að telja. Frá tréiönaöardeild iönskólans á Akureyri SÖNGSKEMMTUN Á NORÐAUSTURLANDI Listamennirnir ólöf K. Harðar- dóttir sópransöngkona og Jón Stefánsson organleikari, halda tónleika á Raufarhöfn, laugar- daginn 19. ágústog í Skjólbrekku i Mývatnssveit þriðjudaginn 22. ágúst. Ólöf og Jón voru bæöi við nám siðastliðinn vetur við Tónlistar- háskólann i Vinarborg. Hefur Ólöf komið þar fram á tónleikum i þessari borg ljóða og lista, og meðal annars söng hún eitt aðal- hlutverkið i frumflutningi óper- unnar Manuel Venegas eftir Hugo Wolf, undirstjórn hins heimfræga undirleikara Eric Werba. Siðast- liðiið sumar var hún einnig við nám hjá frægustu núlifandi söng- konu Itala, Palliugi. Ýmislegt mætti telja, sem þetta listafólk hefur lagt að mörkum hér heima, svo sem frumflutning- ur á ýmsum verkum eftir Bach og Mozart með kór Langholtskirkju, en þar er Jón organisti og söng- stjóri. Söngskráin veröur f jölbreytt og verða flutt verk eftir ýmsa höf- unda: Schubert, R. Strauss, Hugo Wolf, Grieg. bá flytja þau einnig nokkrar óperuariur eftir Puccini, Bellini og Verdi og siöast en ekki sizt nokkur gömul og góö islenzk lög eftir Kaldalóns, Inga T. Lárusson, Jón Þórarinsson o fi Jón starfar nú sem kennari viö Árbæjarskólann en Olöf við söng- skólann I Reykjavík. NÝIR GOÐA-HRAÐ- RÉTTIR Á MARKAÐ áþ-Reykjavik Kjötiðnaðarstöö Búvörudeildar Sambandsins hefur um nokkurt skciö liaft á boöstólum tilbúna hraðfrysta rétti i stórum umbúöum fyrir mötuneyti. Ilafa réttirnir notiö vinsælda, þvi salan hefur fariö stööugt vaxandi. Nú eru einnig komnir á markaðinn slikir réttir i eins manns skömmtum, og eru þeir seldir i þriggja hólfa bökkum, sem ætlazt er til, að maturinn sé boröaður úr. Réttirnir eru seldir undir heitinu ,,GOÐA-hraðrétt- ir”, og eru þeir ekki hvað sizt ætlaðir lillum sumarveitinga- stöðum og söluskálum, sem hafa takmarkaða aðstöðu til matreiðslu. Réttina á að hita upp i örbylgjuofnum, sem tekur þá aðeins 5-6 minútur, en einnig má hita þá i vatni, sem tekur þó lengri tima. Það eru einkum kjötréttir, sem á boðstólum eru, þará meðal kjúklingar, en einn- ig eru fiskréttir. Allir réttirnir eru seldir með kartöflum og græntneti. Tekizt hefur að halda verðinu mjög hóflegu, þvi að dýrustu réttirnir eiga ekki að fara yfir 1000 krónur i smásölu (úr Sambandsfréttum).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.