Tíminn - 19.08.1977, Side 4
4
Föstudagur 19. ágúst 1977
Hvallátrar
á Breiðafirði:
„Eyjarnar
vel þess
virði
nota
Kás-Reykjavik. — Viö erum hér
fjögur þessa stundina, viö hjónin
og tveir drengir meö okkur.
Annars hefur veriö mikiö um fólk
hér i sumar, og heimsóknir meö
allra mesta móti. Um helgina
voru hér t.d. á ferö á annaö
hundruð Framsóknarmenn, og
sjáifur dómsmálaráöherrann
mfö, á feröalagi um Breiöa-
fjaröareyjar. Komu þeir m.a. viö
i Flatey, en sigldu hér i kringum
eyjuna og skoöuöu sig um, sagöi
Jón Danielsson, fæddur og uppal-
inn aö Hvallátrum á Breiöafiröi.
Hann hefur stundaö þar búskap
um 40ára skeiö, en hefur undan-
að
þær”
farna tvo vetur búiö I landi hjá
dóttur sinni i Garöabæ. En á
sumrin heldur hann tryggö viö
æskustöövarnar og dvelur
sumarlangt aö Hvallátrum, staö,
sem má muna fifil sinn fegri, eins
og fleiri eyjar á friöinum.
En athugum hvaö Jón hefur
meira aö segja okkur af mannlif-
inu viö Breiöafiörö.
— Viö erum löngu hætt öllu
skepnuhaldi hér á eyjunni, og
erum öll komin i dúntekjuna.
Túnin hér eru enn nytjuö, en þaö
er tengdasonur minn úr Flatey,
sem gerir þaö, og er heyskap
Hvaliátrar Breiöafiröi
alveg aö veröa lokiö.
Veöriö var mjög kalt og
næstum rosalegt framan af
sumri, en i ágúst hefur veriö
ljómandi veöur, logn og bliöa.
— Þaö, sem er kannski merki-
legast I fréttum héöan, er aö nú
ætla tveir bræöur aö fara aö búa i
Skáleyjum, þar sem hefur veriö
búiö nokkur ár, og er vonandi aö
þeir setjist þar aö til frambúöar.
— Ég er mjög ánægöur, ef
eyjar, sem komnar voru I eyöi,
fara aö byggjast aftur upp, þvi ég
tel vel þess viröi aö nota þær.
— En þvi er nú þannig variö, aö
hraöinn er oröinn svo mikill á
Islendingum, aö allt kapp fer i aö
afla sem mestra peninga á sem
skemmstum tima og eyöa þeim
siöan jafnskjótt aftur. En eins og
gefur aö skilja gengur þetta allt
hægar hér, og þvi flytur fólkiö á
brott. En fyrir gamalmenni eins
og mig er ekki hægt aö hafa fasta
búsetu hér, til þess eru skilyröi of
erfiö, sagöi Jón aö lokum.
Norska bordstofusettið
Nýtízkulegt
Fallegt Sterkt
Eigum þessi norsku borðstofusett
bæði í Ijósum og dökkum litum
Komið og skoðið okkar fjölbreytta
húsgagnaúrval
VERIÐ VELKOMIN!
KJORGARÐI SIMI 16975 SMIDJUVEGI6 SIMI44544
Auglýs-
endur
Vinsamlegast athugið að auglýsinga
deild Tímans er flutt að Síðumúla 15
og höfum við nú nýtt símanúmer —
sem er
®18300
auk þess sem auðvelt er að ná
sambandi við okkur í síma 86-300
ffwiwil
AUGLÝSINGADEILD
Sólaóir
hjólbarðar
Allar stærðir á fólksbíla
Fyrsta flokks dekkjaþjónusta
Sendum gegn póstkröfu
BARÐINNr
Ármúla 7 — Sími 30-501