Tíminn - 19.08.1977, Síða 5

Tíminn - 19.08.1977, Síða 5
Föstudagur 19. ágúst 1977 5 á víðavangi Að skríl- menna þjóð 1 Þjóðviljanum i gær birtist eftirfarandi grein á forsiðu og er rétt að vekja athygli á henni: „Það er ekki langt siðan Dagblaðið varð á allra vörum fyrir sviv irðilegan fréttaflutn- ing af bruna i Breiðholti, þar sem ungur maður beið bana. Þá birti blaðið samdægurs nafnið á föður piltsins og til- greindi hinn látna sem son hans, auk þess sem það birti mynd af vettvangi og skáidaði upp unnustu piltsins. Menn voru að vona að viðbrögð les- enda og aðstandenda i þessu tilfelli hefðu kennt þeim Dag- blaðsmönnum ákveðna lexiu. Sú von varð þó að engu i byrjun þessarar viku, þar sem biaðið hefur dag eftir dag velt sér upp úr þeim hörmungar- atburðum sem urðu i Rauðhól- unum sl. mánudag.” Undir þessi orð verður ekki nóg samlega tekið. Og að þvi verður ekki nægilega sterkt kveðið að með ,,blaða- mennsku” af þvi tagi sem Dagblaðið hefur iðkað i þessum tveimur máium er veriðað reyna að skrilmenna þjóðina. Þjóðviljinn hefur kannað vinnubrögð þeirra Dagblaðs- manna nánar, og segir: ,,Að sögn Arnar Höskulds- sonar, fulltrúa hjá Rannsókn- arlögreglu rikisins, hafði rannsóknarlögreglan á þriðju- dagsmorgun neitað Útvarp- inu, Visi og Dagblaðinu um nafnbirtingar að svo stöddu, enda hafði þá ekki náðst i alla aðstandendur. En slik er virð- ing blaðamannanna fyrir til- finningum þeirra sem i hlut eiga að þeir hundsa þessi tilmæli Rannsóknarlögregl- unnar og birta nöfnin eigi að siður.” Það hefur vakið mikinn óhug meðal fjölmargra að sjá birtar i Dagblaðinu myndir af staðnum þar sem harmleik- urinn átti sér stað i Rauðhól- unum. Um það segir Þjóðvilj- inn réttilega: „Ekki er hlutur ljósmyndar- anna minni, og er erfitt að skilja hvaða tilgangi þa.ð þjón- ar að birta myndir af morð- vopnum, af likum á sjúkrabörum og vettvangi at- burða eins og gert hefur ver- ið.” Morð er aldrei spennandi Það verður að vona að Dagblaðið og ýmsir aðrir fari að sjá að sér i þessum efnum. Það má auðvitað segja að i is- ienzkri blaðamennsku og rit- deilum hafi ýmislegt tiðkazt, sem er þjóðinni tii skammar, en þrátt fyrir það hafa fjöl- miðlar á tslandi verið á hærra menningarstigi en viða er um lönd, að þvi leyti að þeir hafa sagt frá harmleik sem harm- leik en skemmtiatriði sem skemmtiatriði og gert sér far um að rugla þessu ekki saman, einkum þegar um einkamál eða viðkvæmnis- máls fólks hefur verið að ræða. Vitanlega er morð glæp- ur og sá sem verkið fremur glæpamaður rétttækur undir tlóm. En frá sjónarmiði sam- félags og menningar er glæpur um leið alltaf hörmulegur at- burður, sorgarfrétt. Frá þvi sjónarmiði er morð aldrei spennandi eða æsilegt, heldur óheyrilegt og sorglegt. A sin- um tima var það iðja Dag- blaðsins, — eftir að Visi sleppti, að ata menn auri fyrir hvers kyns svivirðu og þar á meðai morð. Sá áburður allur hefur orðið þeim sem að stóðu tii verðugs álitshnekkis, en átti þó sinn þátt i því að valda fjölskyldum mannanna óbætanlegu tjóni, og verður aldrei talið eða metið hiðand- lega tjón sem þær biðu. Athæfi af þessu tagi er vita- skuld réttmætt að fyrirgefa. En það liggur ekki á með fyrirgefninguna fyrr en iðrun- in er fyrir hendi. Annað væri dekur við hið illa. Að sjá hið illa Þjóðviljinn hefur einnig reynt að ráða i þær hvatir sem liggja að baki þessum skelfingarskrifum siðdegis- blaðsins: „Blöð gera að jafnaði ýmis- legt til þess að auka sölu- möguleika sina, en blað sem einskis svifst og nærist á óhamingju og sorgum manna á þennan hátt á sér lítinn til- verugrundvöll. Til þess er þjóðféiag okkar of smátt, og fyrr eða siðar hlýtur slik fréttamennska að verða til þess að minnka söluna i stað þess að auka hana. Þetta mættu þeir sölustjórar Dag- blaðsins hugsa um áður en þeir koma meira óorði á fréttaflutning i landinu.” Vonandi reynist Þjóðviljinn sannspár í þessu efni. A hitt er þó að lita að reynsla erlendis sýnir að það eru lika sölu- möguleikar fólgnir i þvi að ganga fram af fólki. Þvi er ekki þannig farið að milljón- irnar sem skrilblöðin lesa á erlendri grund séu upp til hópa viðbjóðslegurtrantaralýður af verstu gerð, og skal þó engin ábyrgð tekin á útlendingum. Þeir eru bara fólk. En blað getur haldið uppi sölu sinni með þvi að hafa það orð á sér aö það skirrist aldrei við neinú, eltist við allt og lúti aldrei of lágt. Menn kaupa það af einhverri kitlandi forvitni, einhverjum óútskýranlegum i veikleika að láta ganga fram af sér og stundum af yfir- drepsskap til að geta hneyksl- azt i samtölum eftir á. Róm- verjar sögðu: Malum non vidatur, nisi cognitum: Þú kemur ekki auga á hið illa nema þú kannist viö það. Ábyrgð og ritskoðun Allar þessar hugleiðingar enda i einum punkti. Þeir sem ritstýra fjölmiðlum bera ábyrgð. Þeir bera samfélags- lega og menningarlega ábyrgð. Þess verður að sönnu ekki krafizt af þeim að þeir geti daglega lesið hvert ein- asta orð sem blaðið birtir, en þess verður svo sannarlega krafizt af þeim að þeir gefi tóninn á vinnustaðnum, móti þann anda sem þar rikir og það viðhorf til manna og mál- efna sem er eins og rauður þráður i störfunum. 1 ritstjórninni fclst þannig jafnframt ritskoðun, i orðsins réttu og jákvæðu merkingu. Bretar sögðu löngum að öll blöð væru ritskoðuð: spurn- ingin væri einungis sú hver annaðist ritskoðunina. Bezt er að blöðin ritskoöi sig sjálf hvert um sig. Ef þau eru ekki reiöubúin til að gera það sjálf, verður einhver annar að gera það fyrir þau. Þetta kalla Bretar: „moral restraint” — að kunna að halda aftur af sér. Frelsið og fjölmiðlarnir Mörg dæmi má taka um þaö hvernig fjölmiðlar hafa orðið til þess að brjóta niður siðferði þjóðar eða skrilmenna hana með öðrum orðum ef þeirhafa ckki kunnað að halda aftur af sér. Sums staðar hefur þeim þannig tekizt að grafa undan sæmilega traustum lýðræðis- stofnunum og leiða einræði yfir þjóðina. Víða hefur þeim tekizt að rugla réttarvitund almennings svo aö hann fer að trúa á skyndiaftökur og refsingar aðrar án dóms og laga. Þeim hefur tekizt að fá fólk til að ætla náunganum ævinlega verstu hvatir, einkum þeim sem til forystu hafa valizt á einhverju sviði. Alveg sérstaklega er þó til- efni til þess að minna á það að fjölmiðlar hafa, þegar lengi hefur þannig út af brugðið, grafið undan frelsi sjálfra sin. Eftir að hafa misnotað rit- frelsið meö geipilegum hætti hafa þeir staðið frammi fyrir þvi að ritfrclsi hefur verið afnumið. Opinberir starfs- menn með skæri hafa tekið við þvi hlutverki sem ritstjóran- um var áður ætlað. Sannleikurinn er sá aðfrelsi mannanna er vandmeðfarið. Það er enginn vandi að fara ' illa með það. Það getur verið örðugt að fara með það með þeirri virðingu sem þvi hæfir. Og frelsi mannanna er lika dýrmætt, og það er crfitt að endurheimta það ef þvi er glutraö niður i skammvinnu æði. Margir eru haldnir af þeim einkennilega misskilningi að siðferði' eigi aðeins við i bæl- inu, og þá eigi bezt við að sem minnst fari fyrir þvi. Vita- skuld hefur siðferði og siðgæði miklu almennari og víðtækari merkingu. Fjölmiðlar hafa siðferðilegu, samfélagslegu og menningarlegu hlutverki að gegna, og geta gegnt þessu hlutverki. Það er lika glæpur að svikjast um i þessu efni. JS Til leigu — Hentug i lóðir Vanur maóur s< Simar 75143 — 32101 Jdrniðnaðarmenn Óskum eftir að ráða járniðnaðar- og aðstoðarmenn. Mötuneyti á staðnum. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar h.f. Arnarvogi — Garðabæ — Simi 5-28-50 RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður Landspitalinn. Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar við Barnaspitala Hringsins. Tvær AÐSTOÐARLÆKNA- STÖÐUR, sem veitast frá 1. nóvember n.k. önnur staðan veitist til 4ra mánaða og hin til 6 mánaða. AÐSTOÐARLÆKNISSTAÐA er veitist frá 1. desember n.k. Staðan veitist til 6 mánaða. AÐSTOÐARLÆKNISSTAÐA sem veitist frá 1. janúar 1978. Staðan er ætluð til sérnáms i barnasjúkdómafræði og veitist til 1 árs með möguleika á framlengingu um 1 ár til viðbótar. Umsóknir um' stöður þessar, er greini aldur, námsferil og fyrri störf ber að senda Stjórnarnefnd rikisspitalanna. Eiriksgötu 5, fyrir 12. september n.k. Umsóknareyðu- blöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 17. ágúst, 1977. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA Eiriksgötu 5 — Simi 29000 Gullsmiðurinn s.f. Þjónusta fyrir landsbyggðina Sendið okkur (i ábyrgð) þá skartgripi sem þér þurf ið að láta gera við, ásamt smálýsingu á því sem gera þarf, heimilisfangi og sfmanúmeri. Að af- lokinni viðgerð, sem verður innan 5 daga frá sendingu, sendum við ykkur viðgerðina í póstkröfu. Allar viðgerðir eru verðlagðar eftir viðgerðaskrá Félags ísl. Gullsmiða. Stækkum og minnkum hringi (sendum málspjöld), gerum við armbönd, nælur, hálsmen, þræðum perlufestar. Sendum einnig í póstkröf u allar gerðir skartgripa. Fljót, góð og örugg þjónusta. Hringið og leitið upplýsinga. Gullsmiðurinn s.f. Frakkastíg 7 101 Reykjavík Sími (91) 1-50-07. Slöngur og stútar fyrir smursprautur PÓSTSENDUM UM ALLT LAND SIMI 84450

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.