Tíminn - 19.08.1977, Síða 11
Föstudagur 19. ágúst 1977
11
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og
auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Verð i lausasölu kr.
70.00. Áskriftargjald kr. 1.300 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Lýðræðisleg f jölda-
hreyfing
í gegndarlausum áróðri sinum gegn samvinnu-
hreyfingunni hamra blöð Sjálfstæðismanna á
nokkrum atriðum ár eftir ár. í almennum rök-
ræðum hafa þessi atriði verið marghrakin, en
eigi að siður ganga þau aftur á siðum blaðanna
hvað eftir annað.
Kenningin um hinn hættulega auðhring er
gamalkunn. Hún er enn við lýði þrátt fyrir að al-
kunnugt er, að kaupfélögin er fjöldahreyfiing,
sem er lýðræðisleg og opin hverjum sem gerast
vill meðlimur.
Félagsmenn Sambandskaupfélaganna voru
rúmlega 41 þúsund um seinustu áramót. Það mun
ekki fjarri lagi að ætla að liðlega 100 þúsund
manns séu i beinum og óbeinum tengslum við
kaupfélögin og njóti starfsemi þeirra á einn eða
annan hátt.
Það mun reynast harla örðugt verk, að sann-
færa þennan mikla fjölda félagsmanna um að
þeir hafi gerzt meðlimir eða stuðningsmenn þjóð-
hættulegs fyrirtækis með aðild sinni að kaupfé-
lagi.
Skriffinnum Sjálfstæðismanna finnst það
miður, að samvinnumenn skuli hafa fjölbreyttan
rekstur með höndum. Þeir sjá ofsjónum yfir vel-
gengni Samvinnubankans. Þeir vildu sjálfsagt að
Samvinnutryggingar væru minni og einhver
„óskabörn” þeirra á tryggingarsviði þeim mun
stærri. Þröngsýnustu menn i röðum Sjálfstæðis-
manna telja sókn samvinnufélaganna i sjávarút-
vegi og vinnslu- og sölu sjávarafurða i velflestum
byggðarlögum landsins óþarflega mikla. Og þeir
finnast jafnvel i þessum hópi, sem vilja ekki við-
urkenna, að iðnaður samvinnumanna sé til fyrir-
myndar og stuðli að traustari og fjölbreyttari at-
vinnuuppbyggingu. Fólkið, sem tekur þátt i og
nýtur hinnar fjölbreyttu starfsemi, sem kaupfé-
lögin og Sambandið standa fyrir, veit, að að baki
stendur traust félagskennd, sem treysta má að
ekki bili við fyrsta mótbyr. Þvi er ljóst að stjórn
og forysta hvilir á mörgum aðilum, og að hin nýja
kenning um að völd og ákvarðanataka innan
samvinnuhreyfingarinnar sé i höndum örfárra
aðila er röng. Allt um fámennisstjórn innan sam-
vinnuhreyfingarinnar er út i hött.
Sambandskaupfélögin voru 49 um seinustu ára-
mót. Stjórnir þeirra skipa alls 246 menn. Auk þess
koma svo deildarstjórar i félagsdeildum hinna
stærri félaga. Allir þessir trúnaðar- og stjórnar-
menn eru valdir i beinum kosningum. Samkvæmt
upplýsingum, sem Timinn hefir aflað sér, munu
stjórnir félaganna hafa haldið yfir 300 fundi á ár-
inu 1976. Á þessum fundum eru f jölmörg málefni
tekin til meðferðar, bæði félagslegs- og efnahags-
legs eðlis. Það munu hafa verið bókuð og afgreidd
um 1500 mál á þessum stjórnarfundum á árinu
sem leið. '
Af þessum upplýsingum er ljóst, að allt tal um
fámennisstjórn i samvinnufélögunum er fjar-
stæða ein.
Hins vegar er ekki þvi að leyna, að fámennis-
stjórn er alþekkt fyrirbæri i fjölmörgum áhrifa-
miklum hlutafélögum einkarekstursmanna. Þar
ráða fjölskyldufundir og jafnvel stiórnarfundir i
svefnherbergjum öllu um ákvarðanir og þá er
oftast litið á þröng einkasjónarmið. Þessu þarf
ekki að lýsa fyrir skriffinnum Sjálfstæðismanna.
Þeir þekkja þetta form mæta vel og trúa á ágæti
þess. Samvinnumenn telja það hins vegar ekki til
fyrirmyndar.
Þ.Þ.
Charles W. Yost, The Christian
Seience Monitor:
Leiötogarnir veröa aö hugsa meir um áriö 2000 og minna um næstu kosningar. Rlöur C'arter á
vaðiö?
Hagfræöingar sem
stjórnmálamenn nota gjarnan
hugtökin þjóöarframleiösla og
þjóöartekjur sem mælikvaröa
á velsæld og hag þjóö-
félagsþegnanna. Þaö er þó
viöurkennd staðreynd, aö
þessi hugtök segja ekkert til
um almenna velferö lands-
manna, heldur eru þau ein-
ungis ákveöin tölfræðileg aö-
ferö, sem er notuö til aö taka
saman heildarverömæti fram-
leiðslunnar á hverjum tima.
Hugtökin segja hins vegar
ekkert til um, hvernig fólkinu
liður eöa hvernig verömætin
skiptast milli þess.
Um þessi málefni fjallar
C.W.Yost i eftirfarandi grein,
en hann sat nýlega á ráö-
stefnu, sem ræddi um þessi
hugtök og velferö i almennum
skilningi.
Fólk, sem lætur framtiö
þjóðfélagsins og barnabarna
sig einhverju máli skipta, er
oröið meir og meir sannfært
um að hagvöxtur, i þeim skiln-
ingi aö þjóðarframleiöslan
aukizt, sé hvorki möguiegur
né fullnægjandi fyrir flesta
einstaklinga. Baráttan fyrir
auknum hagvexti leiöir af sér
sóun á hinum takmörkuöu
auölindum jaröarinnar, legg-
ur óþolandi byröi á heröar
umhverfisins, og samt hefur
mistekizt aö uppfylla kröfur
um mannlegar þarfir og aö
þróa og bæta gæöi lifsins sem
ætti að vera meginmarkmiö
hagvaxtarins.
Hagvöxtur, verömæti og
gæöi lifsins var kjörorö at-
hyglisverörar ráöstefnu, sem
lauk i byrjun agústmánöar i
Aspen i Colorado i Bandarikj-
unum. Meöal þátttakenda var
yfirmaöur eins virtasta
háskóla Bandarikjanna,
stúdentaleiötogi annars, fyrir-
maöur fjölþjóöa oliufyrir-
tækis, fyrrverandi fjármála-
ráöherra frá Kólombiu,
franskur fulltrúi i Alþjóða-
bankanum, aöstoöar- mennta-
málaráöherra trans, sagn-
fræðingur frá Oxford, fram-
kvæmdastjóri hjá efnahags-
málanefnd bandariska þings-
ins, fyrrverandi fyrirmaður
hjá umhverfismálaáætlun
SÞ., ung svört kona hjá
sjón varpsiðnaöinum og
nokkrir aörir.
Eftir tveggja vikna frjálsar
umræður um þetta kjörorö,
komst þessi óliki hópur aö
ótrúlega sameinaðri niöur-
stööu.
I stuttu máli, þá voru niöur-
stööurnar svohljóöandi: I
fyrsta lagi þarf heimurinn
nýja reglu sem getur komiö i
Valdaslofnanir þjóöfélagsins veröur aö gera sveigjanlegri, opnari og
valdinu veröur aö dreifa, segir greinahöfundur. Skyldi bandariska
þingiö vera reiðubúiö til aö framkvæma slikar breytingar?
staðinn fyrir hinar úreltu regl-
ur, sem hugtakið þjóöarfram-
leiðsla byggist á. t ööru lagi,
þá þarf þessi nýja regla að
leggja áherzlu á grundvalla-
þarfir fólksins, eins og t.d.
fæði, heilsu, þekkingu, atvinnu
og gæði lifsins. t þriöja lagi
þarf aö endurskipuleggja allt
kerfiö til aö ná fram þessum
takmörkum.
Þaö varviöurkennt, aö ákveö-
in skilyröi veröur aö
uppfylla, áöur en hætt sé aö
fara fram á annað. Meöal
þessara skilyrða er aö losna
við striöshættuna, sérstaklega
kjarnorkuvopna striö, losna
við ofbeldi o.s.frv.
Umræðuhópurinn tók sér-
staklega fram nokkur atriöi,
þar sem aögeröa væri þörf og
benli á leiðir til úrbóta. Meöal
þeirra voru eftirfarandi:
Varöandi fæöisöflun, þá ætti
að leggja meiri áherzlu á
byggðastefnuna i þróunar-
löndunum og efla þannig land-
búnaöinn, svo aö þessi riki
geti oröiö sjálfum sér nóg i
matvælaframleiöslu. t þróuöu
löndunum ætti hins vegar aö
koma upp matvælabirgöum til
aö geta átt betur viö hungurs-
neyöir i hinum fátækari lönd-
um.
Varöandi atvinnuleysi, þá
ættu rikisstjórnir aö útvega
öllum möguleika til aö fá sér
vinnu, þ.a.m. konum, og væri
það takmark, sem hægt væri
aö ná á einum áratug, ef vilji
væri fyrir hendi. Þessu tak-
marki gætu þróunarlöndin náö
meö þvi aö skipta á réttlátari
hátt vaxandi þjóðartekjum
sinum.
Varðandi menntun, þá ætti
aö leggja meiri áherzlu á hin
mikilvægu fyrstu fimm ár
barnanna og á barnaskólana. 1
gagnfræðaskólum ætti aö
leggja áherzlu á, aö mennta
nemendurnar til aö veröa
borgarar og i æöri skólum ætti
aö draga úr sérhæfingunni.
Varðandi heilbrigöiskerfið,
þá ætti aö gera þaö einfaldara
og ódýrara i sniðum og leggja
áherzlu á barnahjálp og fjöl-
skylduáætlanir. I hinum
„þróaðri” þjóöfélögum, á aö
draga úr menningasjúkdóm-
um eins og taugastressi.
Hvað varöar umhverfiö og
náttúruauölindirnar, þá ætti
aö vernda betur þá þætti lifs-
ins, sem likamleg heilsa og
geöheilsa er háö og vernda
auðlindir, sem allt lif er meira
eöa minna komiö undir.
Hvernig á eiginlega aö ná
fram öllum þessum markmiö-
um i þjóöfélagi, þar sem hvert
þessara atriöa mvndi leiöa til
hagsmunaárekstra? Aöeins —
eöa svo virðist — með þvi aö
gjörbreyta öllum valdastofn-
unum þjóðfélagsins i þá átt, aö
gera það sveigjanlegra , opn-
ara, fá almennari þátttöku,
með þvi að dreifa valdinu og
gera það áhrifameira. Með þvi
aö nota fjölmiölana viturlegar
til að upplýsa fólk, meö þvi aö
koma á fót ábyrgari viöræðum
milli þi óunarrikjanna og þró-
uðu rikjanna. Og ekki hvað
minnst meö þvi, aö láta leiö-
togana hugsa meir um árið
2000 i staö þess að vera ævin-
lega með hugann bundinn viö
næstu kosningar.
Þýtt og endursagt: MÖL
1?j óðarf ramleiðsla
— úrelt hugtak
-takaverður tillit til mannlegra þátta lifsins