Tíminn - 19.08.1977, Page 15

Tíminn - 19.08.1977, Page 15
Föstudagur 19. ágúst 1977 15 Tilkynningar Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Föndrarnir” eftir Leif Panduro örn ólafsson les þýðingu sina (10). 15.00 Miðdegistónleikar Filharmóniusveitin i Berlin leikur „U glus peg il ”, sinfóniskt ljóð eftir Richard Strauss, Karl Böhm stjórn- ar. Kornél Zemplini og Ungverska ríkishljómsveit- in leika Tilbrigði um barna- lag op. 25 fyrir pianó og hljómsveit eftir Ernö Dohnányi, György Lehel stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fr ttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 „Fjórtán ár i Kina” Helgi Eliasson bankaúti- bússtjóri les úr bók Ólafs Ólafssonar kristniboða (3). 17.50 Tónleiar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Frettaauki. Tilkynningar. 19.35 Bvrgjum brunninn Regina Höskuldsdóttir sérkennari talar um slysa- hættu i heimahúsum. 20.00 Marcelle Mercenier leik- ur á pianó tónlist eftir belgiska tónskáldið Joseph Jongen. 20.30 Noregsspjall Ingólfur Margeirsson talar um Suðurland Norðmanna. 21.00 Julian Bream og John Williams leika á gítaraverk eftir Ferdinando Carulli, Enrique Granados, Mauro Giuliani og Isaac Albeniz. 9 21.30 Útvarpssagan: „Ditta mannsbarn” eftir Martin Andersen-Nexö.Þýðandinn, Einar Bragi, les (22). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sagan af San Michele” eftir Axel Munthe Þórarinn Guðnason les (32). 22.40 Afangar Tónlistarþáttur sem Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Föstudagur 19. ágúst 1977 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Konungur sjófuglanna Bresk heimildamynd um albatrosinn. Vænghaf þessa tignarlega fugls verður allt að fjórum metrum, og hann getur náð 80 ára aldri. Þýðr andi og þulur Ellert Sigur- björnsson. 20.55 Reykjavlk og byggða- stefnan. Umræðuþáttur. Þátttakendur: Borgar- fulltrúarnir Albert Guðmundsson og Kristján Benediktsson, Bjarni Einarsson framkvæmda- stjóri, Eggert Jónsson borgarhagfræðingur og Ólafur Ragnar Grimsson prófessor. Stjórnandi Bergur Guðnason lögfræð- ingur. 21.45 útlaginnBandarisk sjón- varpskvikmynd frá árinu 1975, byggð á sögu eftir Ed- ward Everett Hale. Leik- stjóri Delbert Mann. Aðal- hlutverk Cliff Robertson, RobertRyan, Beau Bridges, Walter Abel og Peter Strauss. Myndin hefst i upp- hafi nitjándu aldar. Her- réttur i Bandarikjunum dæmir ungan liðsforingja til ævilangrar útlegðar. Það sem eftir er ævinnar á hann aö vera á herskipum, og skipsfélagar hans mega ekki segja honum tiðindi að heiman. Þýðandi Jón O. Ed- wald. 23.00 Dagskrárlok framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan LÍKI OFAUKIÐ Emile herpti saman varirnar. — Láttu mig ekki þurfa að gera það aftur, sagði Milan. — Ef ég þarf þess, er það vegna þess að ég ætla ekki að fara héðan f yrr en ég veit það. Hann kemur og sækir þig áður en þú ert búinn að jafna þig nóg til að komast burt. — Hann veit það samt, sagði Emile og röddin var furðuleg styrk. Milan sneri sér að Polly Baird. Hún stóð rétt fyrir aftan hann með hendurnar krosslagðar yfir byssuna og starði. Hún var föl, en hafði ekki snúið sér undan. Hún sagði: — Ekki vera svona harðhentur, Milan. — Ég sé um þetta, sagði hann hvasst. — Farðu og at- hugaðu, hvort ekki er vín i skápnum. Hann er vanur að eiga það. Milan sneri sér við og dró ErmTe upp svo hann sat. Hann var máttlaus og axlirnai^hengu. — Hér er vínið, sagði Polly skjálfandi röddu. Milan rétti út höndina og hún stakk flöskunni i hana. Það var hálf f laska af rauðvíni. Milan ýtti tappanum út með þumalfingrinum og rétti Emile flöskuna. Hann tók við og þambaði úr , rétt eins og um vatn væri að ræða og virtist ekki taka eftir sviðanum í munninum. Milan tók af honum flöskuna. — Notaðu nú hausinn. Emile. Ég get búið til úr þér kjötkássu svo þú getur ekki hreyft þig í viku. Þá nær hann þér. Ef þú talar, skulum við sjá um að þú sleppir héðan út. Polly, Ijúktu við að láta niður í töskurnar! Við skulum sjá um að þú komist þangað sem hann finnur þig ekki. Þegar löggan er búin að taka hann, geturðu komið aftur. — Þeir ná honum aldrei, sagði Emile. — Ég verð aldrei öruggur. — Hver er þessi mikli maður? spurði Polly úr hinum enda herbergisins. — Ég veit það, svaraði Milan. — Og Emile veit að ég veit það. Ég vil bara heyra hann segja það sjálfan. Ég vil lika heyra hann segja mér hvernig Fritz gerði eftirlík- ingar af smámyndunum og var drepinn fyrir það, . Ég vil að Emile segi mér hvernig þeir Neilson voru neyddir til að gera rúllettuna falska svo Nat tapaði á henni. Emile sagði: — Nei, það var ekki.. Hann þagnaði og ranghvolfdi augunum. Milan dró hann að sér. — Segðu það, Emile. Segðu það! Hann sló Emileá munninn. Emi.le féll aftur niður á rúm- ið, en Milan dró hann upp aftur. Emile greip andann á lofti. — Max Kane! Milan sló hann aftur og hélt honum uppi með hægri hönd. Höf uð Emiles féll aftur á hnakka. Hann reyndi að soga að sér loft. — Hiller! Milan sleppti honum og hann datt yf ir rúmið með lokuð augu. Milan leit á Polly. Hún var að loka seinustu tösk- unni. Munnur hennar var opinn, þegar hún sneri sér við og leit á Milan. — Roy? — Hjálpaðu mér að koma honum út. Hann fór tvær ferðir og tók töskurnar í bílinn f yrst, en hjálpaði síðan Polly með Emile. Hann var þungur og nær meðvitundarlaus. Annar fóturinn var ónothæfur og það var erfitt að koma honum inn í bílinn. Milan var rennsveittur, þegar því var lokið. — Ég veit um stað, sagði hann. — Nokkrir af mínum gömlu félögum eru þar. Það er einkasjúkrahús og þar spyr enginn neins. Hann ók gegn um bæinn í átt til Tacoma og út fyrir bæjarmörkin. Á leiðinni til baka kveikti Polly sér í sígarettu, skjálf- andi fingrum. — Þú lemur mann og færð svar, sem þú veizt fyrir fram og borgar síðan sjúkrahúsreikninginn hans. — Ég varð að vera viss, sagði Milan. — Ertu það núna? — Nei, svaraði Milan beisklega. — En það er að koma. Hún sagði: — Ég þarf að fá drykk. Mér var þetta erfiðara en ég hélt. — Ég bjóst við því, sagði hann. — Mér var þetta ekkert sérlega Ijúft sjálfum. Hann nam staðar við krá eina og þau fóru inn. Henni virtist líða betur eftir fyrsta glasið og fékk sér annað. — Nú er komið nóg, sagði hann við hana. — Allt í lagi. — Hún brosti til hans. — Nú er ég hrædd við þig. Hann svaraði: — Það þarftu ekki að vera, nema þú sért að Ijúga að mér. — Nei, ég geri það ekki. Það mundi ég aldrei gera. Milan flýtti sér að skipta um umræðuefni. — Geturðu hringt heim til Hillers? Ef hann er heima, þá tinndu ein- hverja afsökun til að tala við hann. Ef hann er ekki heima, er það einmitt það sem okkur vantar. Hún yfirgaf barinn. Milan dreypti á kokkteilnum sín- um. Polly kom aftur. — Ekkert svar, sagði hún. — Ég hringdi bæði heim til hans og í búðina. — Fínt, sagði Milan. Hann stóð upp og gekk sjálfur yfir að simanum. Hann hringdi til Nats í klúbbinn. — Net, er Hiller þarna? — Já, svo sannarlega, svaraði Nat. — Viltu tala við hann? — Nei, svaraði Milan. — Ég ætla að rannsaka ibúðina hans og vil ekki að hann komi heim. Geturðu haldið hon- um? — Hann verður að minnsta kosti klukkutima, kannski lengur, en fer þá sennilega'til Kanes eins og venjulega. — Vertu viss um það, sagði Milan og lagði á. Þegar hann kom aftur á barinn, sagði hann við Polly: — Drekktu út, við eigum verk fyrir höndum. Hún skildi glasið eftir og fylgdi honum út að bilnum. Hann ók hratt gegn um bæinn og að ibúð Hillers, en lagði bílnum í húsasundi skammt frá. Úr bakgarðinum leit Milan upp í dimma gluggana. Polly stóð þétt við hann. Hann leit niður á hana, en sá að- eins of an á kollinn á henni. — Ef þú ert hrædd, þá farðu í bílinn og biddu eftir mér. — Það er ekki það. Ég veit hvernig hægt er að komast inn án mikilla erfiðleika. Milan hafði tekið með sér skrúf járn og litinn meitil úr bílnum og nú tók hann það upp. — Þetta sparar tíma, sagði hann. — Þú visar leiðina. Henni tókst mjög vel að ganga hljóðlaust á hælaháum skónum. Milan elti hana upp eldhúströppurnar. Hann hélt sig i skugganum og var á verði, meðan hún stóð framan við dyrnar. Hún gerði lítinn hávaða og það marraði í hurðinni, þegar hún opnaði hana. — Hattprjónn, hvislaði hún að honum. — Ég hef gert þetta einu sinni áður, þegar við Roy og Larry vorum saman. Roy var f ullur og búinn aðtýna lyklunum. — Indælt, sagði Milan. Honum geðjaðist ekki að því. — Hann ætti að læsa þessu betur. — Hann sagði alltaf að henni hefði ekkert hérna uppi, sem væri þess virði að stela þvi, sagði hún. Þau stóðu i nær aldimmu eldhúsinu. Milan fann að hún skalf. — Við skulum flýta okkur, sagði hún. — Þetta gerir mig óstyrka. AAilan kveikti á vasaljósinu og hún gerði hið sama. Hann sýndi henni, hvernig hún ætti að leggja höndina yf ir Ijósið, svo það sæist ekki að. Þau f undu dyrnar inn í dagstofuna og stefndu þangað. Hurðin var opin upp að veggnum og Milan fór inn á undan. Það var dauðaþögn í húsinu. Hinir íbúar hússins voru annaðhvort úti eða sof- andi. Ekkert heyrðist í umferðinni og aðeins í kveinandi skipsflautu utan að höfninni. Og eitt enn er gott viö ketti, þú þarft ekki að vera hrædd um að nokkur steli þeim. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.