Tíminn - 19.08.1977, Page 21

Tíminn - 19.08.1977, Page 21
íþróttir Göppingen bætist góður liðsstyrkur: „Erum ákveðnir að gera stóra hluti” — sagði Gunnar Einarsson, sem nú sem er nú kominn í toppþjálfun mikiö. — Það sýndi sig sl. vetur, að það vantaði illilega vinstri- handarleikmann i iandsliðið, á borð við Gunnar Einarsson, leik- mann sem getur ógnað i hægra horni með langskotum og gegn- umbrotum. Gunnar erokkar bezti vinstrihandarleikmaður, sem landsliðið getur ekki verið án i HM-keppninni i Danmörku. Fjórir í V-Þýzkalandi Fjórir islenzkir handknattleiks- menn munu leika i V-Þýzkalandi i vetur — Gunnar með Göppingen, Ólafur H. Jónsson og Axel Axels- son með Dankersen og Einar Magnússon með Hannover. Greenwood „einvaldur” Englands Roy Greenwood, fyrrum framkvæmdastjóri West Ham, núverandi fjármála- stjóri félagsins, hefur tekiö aö sér aö stórna enska lands- iiöinu I næstu landsleikjum Englands, Greenwood hefur fengiö mjög góöan oröstir sem stjórnandi. Undir hans stórn náöi West Ham aö tryggja sér Evrópubikar bikarhafa 1965 og lék „Hammers" ávallt stórgóöa knattspyrnu undir hans stjórn. SOS-Reykjavik — Við höfum æft af fullum krafti að undanförnu, og erum ákveðnir að gera stóra hluti á næsta keppnistimabili, sagði vinstrihandarskyttan snjalla i handknattleik, Gunnar Einarsson, i stuttu spjalli við Timann. — Ég er i mjög góðri æfingu, þar sem ég æfi sex sinnum i viku, sagði Gunnar. Gunnar sagði, að Göpping- en-liðið hefði byrjað að æfa 1. júli og væru æfingar þrisvar i viku, — Ég æfi siðan aukalega með öðrum leikmanni, þrisvar i viku, en við höfum fengið mjög góða aðstöðu til æfinga, ságði Gunnar. Gunnar var i sjöunda himni, þegar við ræddum við hann á þriðjudagskvöldið, enda ekki nema von — hann hafði stuttu áður orðið pabbi. Unnusta hans, Sigriður Disa Gunnarsdóttir, fæddi honum dóttur, sem var skirð Hrafnhildur Maria Gunnarsdóttir. Þess má geta að börn eru skirð strax við fæðingu i V-Þýzkalandi. — Göppingen hefur fengið mjög góðan liðsstyrk, þar sem þrir snjallir leikmenn hafa gengið i raðir félagsins, sagði Gunnar. Gunnar sagði, að Max Muller, fyrrum landsliðsmaður, væri aftur kominn til Göppingen, en hann lék með Geir Hallsteinssyni hjá félaginu, fyrir nokkrum árum. Þá hefur Udo Bubel, linumaður og landsliðsmaður, komið til Göppingen frá Munchenar-liðinu Millberts- hoven, og þriðji leikmaðurinn er snjall hornamaður — Suffell. — Þessir menn koma til með að styrkja Göppingen mikið, sagði Gunnar. . GUNNAR EINARSSON... landsliöið getur ekki veriö án hans f IIM-keppninni I Kaupmannahöfn. Verða bakdyrn- ar opnaðar? Forseti FIFA vill að 24 þjóðir keppi í HM i Argentínu 1978 ,,Gef kost á mér i landsliðið” — Myndirðu gefa kost á þér I landsliðið i vetur, Gunnar? — Já, ég er alltaf tilbúinn að koma heim, ef landsliðsnefndin getur notað krafta mina. Það væri auðvitað gaman að koma heim og leika með strákunum i landsliðinu. Það er ekki að efa, að Gunnar kæmi til með að styrkja landsliðið Jóhann Ingi i Fram? Valsmaðurinn Jóhann Ing Gunnarsson, sem hefur verið ráö inn þjálfari Framliðsins 1 hand knattleik, hefur nú mikinn hug i þvi að skipta um félag og ganga raðir Framara — og þjálfa o§ leika með þeim næsta vetur. — SOS SOS-Reykjavik. — Nú á næstunni verður úr þvi skorið, hvort „bak- dyrnar” á HM-keppn- inni i Argentinu 1978 verði opnaðar, svo að nokkrar af sterkustu knattspyrnuþjóðum Evrópu, sem ná ekki að tryggja sér farseðilinn til Argentinu i undan- keppninni komist þangað. Brasiliumaðurinn Joao Have- lange forseti FIFA, vinnur nú stöðugt að þvi bak við tjöldin, aö fjölga liðunum i HM-keppninni i Argentinu — þannig aö 24 þjóðir keppi þar, en ekki 16, eins og keppt hafa um HM-titilinn undan- farna áratugi. Havelang hefur lengi stefnt að þessu, og hefur hann barizt fyrir fjölgun þjóða i úrslitakeppni HM. Sú barátta hans hefur orðið til þess.aðfyrirhugaðer að 24 þjóðir taka þátt i HM-keppninni á Spáni 1982. í gær kvisaðist það út, að nú • komitil framkvæmda i Argentinu næsta sumar, en ekki fyrst á Spáni 1982, eins og fyrirhugað var. Þetta komst upp i A-Berlin, þar sem Havelange var staddur að ræða við knattspyrnuleiðtoga frá- „Austantjaldslöndunum ”. Hann var að kanna undirtektirn- ar hjá þeim, en siðan heldur hann til höfuðstöðva FIFA i Sviss. Havelange sagði i blaðaviðtali að það væri sorglegt ef Belgia eöa Holland, Skotland eða Tékkósló- vakia, England eöa Italía, Rúss- land eða A-Þýzkaland væru ekki meðal keppenda i Argentinu. — HM-keppnin væri ekki söm, ef þessar þjóðir væru ekki með i lokakeppninni um heims- meistaratitilinn, sagði hann. — Mittplaner, að 13 þjóðir frá Evrópu, 3 þjóðir frá S-Ameriku, tvær þjóðir frá Asiu, Afriku og Mið- og Noður-Ameriku, ásamt einni þjóð frá Ástraliu og eyja- þjóðunum i kringum Astraliu, kepptu I lokakeppni HM, sagði Havelange. Hann sagði að nýja fyrirkomulagið yrði þannig, að sex þjóðir myndu keppa i f jórum riðlum, i staðinn fyrir fjögurra þjóða riðla áður. Eins og málin standa i dag, þá eru miklar likur á þvi að Have- lange fái þann stuðning sem til þarf til að fjölgunin gangi i gildi fyrir HM-keppnina i Argentínu. Bjarni Jónsson aftur til Vals — og Haukar missa Hörð Sigmarsson til Leiknis SOS-Reykjavik — Bjarni Jóns- son, hinn snjalli handknattleiks- maður, sem hefur þjálfað og leikið meö Þrótti tvö sl. keppnistimabil, hefur aftur gengið I raðir Valsmanna, en Bjarni lék með Valsmönnum, áður en hann hélt til Danmerkur 1971, þar sem hann geröist leik- maöur meö Arhus KFUM. Annar landsliðsmaður i hand- knattleik, Höröur Sigmarsson, hin skotfasta vinstrihandar- skytta úr Haukum, hefur skipt um félag. Hörður hefur gerzt leikmaður og þjálfari með Breiðholtsliðinu Leikni, sem leikur i 2. deild. Þó nokkuð hefur verið um fé- lagaskipti i handknattleik að undanförnu. Eins og við höfum sagt frá, þá bættist Vikingi góður liðsauki, þar sem lands- liðsmennirnir Árni Indriðason, Gróttu og Kristján Sigmunds- son, markvörður úr Þrótti, gengu i Viking. Þorbjörn Jensson, sem hefur verið einn aðalmáttarstólpi Þórs frá Akureyri, hefur gengið i raðir Valsmanna, en þeir hafa einnig fengið ungan markvörð úr Stjörnunni, Brynjar Kvarani sinar raðir. Þá mun Pálmi Pálmason, landsliðsmaður úr Fram, leika með Völsungi i vetur. Fimm til Sviþjóðar Fimm kunnir handknattleiks- menn halda til Sviþjóðar Hilm- ar Björnsson, hinn snjalli þjálf- ari, sem hefur þjálfað Val með góðum árangri undanfarin ár, mun þjálfa 3. deildarliðið Hammerby, en i þvi liði munu þeir Viðar Slmonarson, FH og Ilöröur Harðarsson, Ármanni leika, Agúst Svavarsson — IR-risinn, mun leika méð 1. deildarliðinu Drott og Guðmundur Sveinsson, Fram, mun leika með Malmberget, liðinu sem þeir Ingólfur óskars: son og Agúst Svavarsson hafa leikið með.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.